21. október 2007

Gestabækur


Þær geta verið margskonar. Gestabókin í brúðkaupinu mínu og Elíasar var svolítið sérstök. Gestir skrifuðu nöfn sín á hvítt lín sem mér var gert að sauma út. Línið yrði síðar að dúk sem hægt væri að nota við hátíðleg tækifæri.


Það hefur nú gengið svona og svona að sauma þessi nöfn og nú 14 árum síðar eru enn rúmlega 30 nöfn eftir. En nú skal setja kraft í saumaskapinn og takmarkið er að ljúka við dúkinn fyrir 15 ára afmælið.


Var að ljúka við að sauma eitt nafn áðan og gleymdi mér í smá stund við að skoða nöfnin. Er fyrst núna að átta mig á því hversu skemmtileg þessi gestabók er.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl Bjarney. Þetta er alveg bráðsniðug gestabók og sérstaklega persónuleg :) Upp með nálina og drífa sig í að klára :) Kveðja, Auður.

Refsarinn sagði...

Alver rétt þessu var ég alveg búinn að gleyma. Geri þetta næst ;)

Nafnlaus sagði...

þú verður bara að klára þetta, annars hættum við að grínast með bláu peysuna hennar Önnu og tökum þig fyrir í staðin :D

BbulgroZ sagði...

Alveg rétt segi ég nú bara eins og Refsarinn, ein af betri hugmyndum síðustu aldar held ég bara.

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...