Á þessu mikla flísatímabili sem er hér á heimilinu hef ég nokkrum sinnum skotist í Húsasmiðjuna til að kaupa ábót á flísar. Og þegar svoleiðis er keypt þarf að fara í vörumiðstöðina hjá þeim sem er staðsett í Holtagörðum.
Í fyrsta skiptið sem ég fór í vörumiðstöðina hitti ég fyrir fúlan starfsmann en eftir þann hafa allir verið glaðlegir og kátir og maður fær það sterklega á tilfinninguna að þetta sé skemmtilegur vinnustaður (hef örugglega hitt sérstaklega illa á þennan fúla). Starfsandinn virðist vera einstaklega líflegur og góður.
Mann langar að fara þarna aftur og aftur og aftur... eða allavega þá er þetta ekki einn af þessum stöðum sem mann langar helst aldrei að þurfa að koma á aftur
Annars ganga flísalagnir bara nokkuð vel og bráðum sér fyrir endann á þessu öllu saman. Draumurinn er að komast í sturtu heima hjá sér um næstu helgi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
1 ummæli:
Þetta lítur ansi hreint vel út, gratúlera!!
Skrifa ummæli