Vegna fjölda áskoranna set ég hér inn hjólafréttir.
Hjólreiðamönnum á morgnana fer ört fækkandi og voru ekki taldir nema 6 á þessum fögru fararskjótum í morgun og merkilegt nokk fleira kvenfólk en karlmenn.
Síðan af því það er svo gaman að spara og svo ekki sé minnst á að græða þá læt ég fylgja hérna með hluta af klausu sem var í Fréttablaðinu í gær. Rætt var við Pálma Frey Randversson, sérfræðing í samgöngumálum hjá umhverfissviði:
"Hve mikið sparast við að hjóla 5 kílómetra í vinnu á hverjum degi?
"Ég áætla að sparnaðurinn yrði um 20 þúsund á mánuði eða 240 þúsund á ári. Síðan getur þetta líka verið spurning um að spara einn bíl á heimilinu og þá eru upphæðirnar mun hærri því rekstur á bíl kostar um 600-700 þúsund á ári.""
Ég er svolítið forvitin að vita hvernig þessar 20 þús. kr eru fengnar, ég veit að það kostar ekki þessa upphæð að taka strætó á mánuð (nema kannski ef þú borgar almennt fargjald en kaupir ekki kort). Nema verið sé að miða við bensínsparnað?
20. september 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
4 ummæli:
Já þarna hlítur bara vera um bensínssparnað og smávægilegt slit tekið inn í, maður spyr sig?
J'a og takk fyrir hjólafréttirnar!!
Jú takk fyrir þetta systir góð. En ég hjó eftir að þú flokkaðir aðeins niður í hjólreiðarmenn og kyn. Hversu margir af þeim sem hjóluðu voru örvhendir? og hvernig skiptist það milli kynja? Þú þarft að vera mikið nákvæmari :).
kæri Refsari ég er bara svo glöð að fá kommennt frá þér að mér er alveg saman þó þau séu kjánaleg.
Það er auðvitað engin leið að sjá hvort hjólreiðamenn eru rétthendir eða örvhendir. Hinsvegar hefði ég getað sagt frá því að enginn þeirra var með virkan ljósabúnað!
Skrifa ummæli