7. september 2006
Þröngsýni þeirra sem trúa á guð og þeirra sem eru trúlausir.
Þeir sem trúa á guð virðast eiga afskaplega erfitt með að skilja að hægt sé að vera trúlaus.
Oft hafa prestar minnst á það í stólræðum sínum og lesið það úr biblíunni að trúlausir menn séu ekki nema hálfir menn og alls ekki góðir menn.
Aftan á Fréttablaðinu í dag viðrar Jón Gnarr svipaða hugmynd og orðar hana svo:
"... Það er ekki hægt að segja að Guð sé ekki til. Það er beinlínis heimskt, vegna þess að það kemur frá sjónarhóli þröngsýni, sem ekki sér heildarmyndina alla. Þar að auki er það hrokafullt og merki um vanþroska þess sem ekki getur sett sig í spor annarra, skortur á óhlutdrægri og skapandi hugsun. Ef Guð er ekki til þá er listin ekki heldur til. ..."
Oft er ég sammála því sem Jón segir en ekki í dag.
Ég trúi ekki á guð. Ég reyni að virða þá sem trúa, þó ég geti ómögulega skilið trúna. Ég er ein af fáum Íslendingum sem mæta reglulega í messu en það hefur ekki dugað til að frelsa mig eða fengið mig til að skilja trúna á guð.
Hvers vegna trúir fólk á guð? Ég bara veit ekki.
Hvers vegna er fólk trúlaust? Af því að trúin er svo út í hött.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
4 ummæli:
Jú rétt Bjarney, las orð J.Gnarr og undraðist þröngsýni hans á málinu...
Ég las Jón Gnarr aftan á Fréttablaðinu og finnst hann vera tala úr einhverju hásætinu og dæma þá sem ekki trúa og væna þá um vanþroska og þröngsýni! Ber vott um ákveðna þröngsýni að tala svona eins og hann gerði.
Það er einmitt það sem mér fannst líkla og hef fundið fyrir hjá fleirum sem telja sig ganga á guðs vegum.
Vel mælt systir góð. Ég hafði ekki nennu til að lesa þennan pistil hans Jóns og sé að ég breytti rétt í því.
Skrifa ummæli