Að vekja mig með afmælissöng í morgun. Og til þess að ná þessu markmiði sínu vöknuðu þau (réttara sagt þær) kl. 6!!! Stelpurnar mínar sem varla er hægt að toga á fætur fyrir kl. 8
En það get ég sagt ykkur að þetta var algjörlega dásamlegt. Þó söngurinn hefði verið svolítið ryðgaður, en það er víst ekki við öðru að búast á þessum tíma dags.
Á meðfylgjandi mynd er afmælisgjöfin mín. Te, sérvalið af Eyrúnu með appelsínu og hindberjabragði, ég hlakka mikið til að smakka það. Tebolli og undirskál sem fær einnig sína prufukeyrslu í dag með nýja teinu. Og fallegast afmæliskort sem ég man eftir að hafa fengið, hannað af dætrum mínum.
Sem sagt dagurinn hófst bara nokkuð vel.
ps. ég sé að myndavélin er ekki með rétta dagsetningu, þetta þarf að laga.
4 ummæli:
Ekki ónýtt það : )
Til hamingju aftur með daginn.
Fallegt.
hæ elsku gamla mín :)
vonandi áttirðu yndislegan dag!
svo er bara að setja í gírinn og ná Steinunni :) hí hí
Mér þykir innilega fyrir því, ég skammast mín alveg svakalega. Enn ég ætlaði að senda þér sms, svo leið dagurinn bara og ég sendi aldrei kveðjuna og svo áfram og áfram
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ. (betra seint en aldrei)
Skrifa ummæli