28. febrúar 2008

Fallin

Facebook hefur náð mér aftur.



Byrjaði allt með tölvupósti þar sem mér var tjáð að stór bróðir hefði keypt mig á Facebook. Ég auðvitað alveg bara HVAÐ???



Fór svo að skoða þetta aðeins. Þá er þetta svona meira að kaupa myndina, maður getur víst sett fleiri en eina mynd á sölulista. Engir alvöru peningar í boði, bara svona facebook viðskipti.



Síðan þá hafa nokkrir keypt myndina mína. Það er svolítið gaman að fylgjast með þessu. Fór að lokum sjálf að kaupa og á nú nokkra ættingja mína og einn gaur sem hefur keypt mig 2x.

24. febrúar 2008

Júróvisíón

Horfði á þáttinn í gær þar sem framlag Íslands til júróvisión var valið. Skemmti mér bara nokkuð vel. Hefði mátt sleppa viðtölunum við mæður flytjenda, þó þær kæmu allar vel fyrir var það einfaldlega ekki skemmtilegt eða fróðlegt. Og hvað er með þessa spurningu um hvenær fólk byrjaði að syngja? Vitið þið um einhvern sem aldrei söng neitt fyrr en hann varð 10 ára og þá allt í einu opnar munninn og út streymir þessi líka fallegi söngur?

Var að heyra u.þ.b. tvo þriðja af lögunum í fyrsta skipti og fannst þau misskemmtileg.

En svona er mitt álit:

1. In your dream eftir Davið Olgeirsson.
Skemmtilegt og grípandi lag. Mætti mín vegna alveg fara áfram. Fannst söngurinn þó ekki alveg nógu öruggur.

2. Gef mér von eftir Guðmund Jónsson í flutning Páls Rósinkrans.
Var að heyra lagið í fyrsta skipti og fannst það ekkert spes. Ég er kannski ekkert of hrifin af gospeltónlist.

3. This is my life eftir Örlyg Smára í flutningi Friðriks Ómars og Regínu Óskar.
Hmmm... þetta lag vann og þau tvö eru Eurovisionformkökur. Jú, jú allt í lagi lag. Eitt af þeim sem ég var að heyra í fyrsta skiptið. Grípandi og hressilegt. Eurovision slagari.

4. Don't wake my up eftir Möggu Stínu í flutningi Ragnheiðar Gröndal.
Ekki spurning, mitt uppáhaldslag í keppninni. Var að heyra það í fyrsta skipti líka og féll kylliflöt. Algjörlega tónlist eftir mínu höfði. Ég meira að segja kaus lagið!

5. Ho, ho, ho we say hey, hey, hey eftir Barða Jónsson.
Get sagt að ég var mjög fegin að þetta lag fer ekki út.

6. Hvað var það sem þú sást í honum eftir Magnús Eiríksson í flutningi Baggalúts.
Krúttlegt lag og krúttlegur flutningur. Svolítið gamaldags og eitt af þessum lögum sem manni finnst maður hafa heyrt áður og getur sungið með við fystu hlustun.

7. Núna veit ég eftir Hafdísi Huld Þrastardóttur í flutningi Magna og Birgittu Haukdal.
Að mínu mati var þetta lag þarna bara út af flytjendunum. En ég var að heyra þetta lag líka í fyrsta skitpið, kannski batnar það eftir því sem maður heyrir það oftar.

8. Hvar ertu nú eftir Dr.Gunna í flutningi Dr. Spock.
Úff. Flipp og húmor. Sniðugt sjó, en ekki skemmtilegt lag. Líka mjög fegin að þetta lag fór ekki áfram.

16. febrúar 2008

Leitinni lokið.


Enn og aftur kemur barnaland.is til bjargar. Setti inn auglýsingu í gær þar sem ég óskaði eftir hamstrabúri og fékk svar í gærkvöldi. Núna er búrið komið heim og nýr meðlimur í fjölskylduna, dverghamsturinn Loppa.

7. febrúar 2008

Snjómokstur.

Það er sem mig minni að ég hafi áður skrifað um ástríðu mína á snjómokstri hér á skobara. Ef nokkkur snjókorn falla af himun er ég komin út með skófluna að moka.

Það hafa gefist nokkur tækifæri nú í vetur til að halda skóflunni á lofti, en þó verður að segjast að hingað til hafa "gæðin" á snjónum ekki verið sem best þ.e. snjórinn er helst til of léttur í sér og fýkur svo til strax aftur til baka yfir það sem mokað var (sem mætti ætla að væri ánægulegt því það þýðir meiri mokstur en ánægjan felst í því að sjá mun fyrir og eftir).

Svo í morgun... ahhh í morgun.... Fallegur snjór yfir öllu, þykkur, lokkandi...

Einmitt sama daginn og ég hef enga orku nema til að skipta um stöð í sjónvarpinu. Ég þarf að hýrast inni með hita, beinverki, kvef og hálsbólgu. Ó mig auma.

6. febrúar 2008

Þjónustugjald smjónustugjald

Það var nú bara þannig að ég var í minni venjubundinni heimsókn í heimabankann fyrir vinnuna þegar augun rekast í það að búið er að draga heilar níutíukrónur af reikningnum í þjónustugjald.

Þar sem ég er einlægur mótmælandi hverskonar óþarfa gjalda tók ég upp símtólið og hringdi í bankann. Stúlkan sem ég talaði við taldi líklegast að þetta væri kostnaður vegna sendinga á kvittunum en ekki vildi ég kannast við að hafa beðið um kvittanasendingu svo hún ætlaði að athuga þetta betur og hafa svo aftur samband. Sem hún og gerði en hafði enn enga skýringu á þessu gjaldi. Þá fór ég fram á að gjaldið yrði bakfært. Stúlkugreiið hafði greinilega ekki heimild til að veita slíkan afslátt af ósanngjörnum gjöldum svo hún ætlaði að kanna málið enn frekar.

Í morgun fékk ég aftur upphringingu þar sem mér er tjáð að gjaldið verði endurgreitt inn á reikninginn, en enn og aftur engin skýring gefin á því hvers vegna í upphafi þetta var dregið af reikningnum.

Hvursu margir ætli láti svona gjaldtöku fram hjá sér fara?

1. febrúar 2008

Endurfundir.

Er að fara að hitta þetta fólk og fleiri á morgun. Verður gaman að sjá hvort við höfum breyst svo mikið að maður þekkist ekki aftur.

Ætlum að skoða gömlu skólana okkar en það eru orðin nokkur ár síðan ég steig fæti þangað inn.

29. janúar 2008

Hlýnun jarðar verður að kólnun

Frétt á visir.is um niðurstöður rússnenskra vísindamanna um að ísöld sé á næsta leiti.

Svona hefst greinin: "Þegar á næsta ári mun hlýnun jarðar byrja að snúast við. Og eftir nokkra áratugi hefst lítil ísöld sem mun vara í 45-65 ár. Hún mun valda fimbulkulda um mestallan heiminn."

Lesið hér

18. janúar 2008

Klakatré



Síðastliðið sumar fékk Hrund birkitréshríslu að gjöf frá Vinnuskólanum. Verð reyndar að segja að mér þykir sú gjöf ákaflega vanhugsuð því hvar á að planta þessari hríslu? Þó við séum með ágætis garð þá er ekki pláss fyrir fleiri birkitré að mínu mati (og það eru ekki endilega allir með aðgang að garði). Svo næstum dó aumingja hríslan því hún gleymdist í nokkra daga og var orðin nokkuð þurr þegar henni var skellt í blómapott.
Hún fékk fljótlega að fara út í garð og kemur til með að vera þar fram á næsta vor þegar það kemur í ljós hvort hún hafi lifað þetta allt saman af.
En í gær rekur Eyrún augun í plöntuna og þá er hún komin með þessa fallegu klakabrynju.

16. janúar 2008

Vá hvað efni í lopapeysu er ódýrt!

Þá er komið að því. Ég er að byrja að prjóna peysu á sjálfa mig. Ákvað að prjóna lopapeysu sem er hneppt (ekki rennd Hrund og Inga).

Fór í gær og keypti lopann og varð ekkert smá hissa þegar kom að því að borga. Efnið í heila peysu kostar ekki nema 1.540 kr (það á auðvitað eftir að koma í ljós hvort það dugir í heila peysu). Það er nú bara þannig að ég prjónaði peysu á Hrund á síðasta ári og garnið í hana kostaði 6 eða 7 þúsund krónur.

Uppskriftina að peysunni fann ég á www.istex.is og það er þessi hérna, en ég ætla aðeins og breyta henni þ.e. ég nota plötulopa ekki álafoss lopa og ætla að síkka hana svolítið, langar ekki í svona naflasýningarpeysu.

Svo í gærkveldi sat ég sveitt við að reikna út prjónfestu og hlutföll og nú er ég byrjuð. Vona bara að útreikningarnir séu réttir.

12. janúar 2008

Íris Hulda

Þá er búið að skíra litlu bróðurdóttur mína. Hún fékk þetta líka fallega nafn. Mamma sem var skrínarvottur tók næsum bakföll af undrun og gleði þegar Ívar Fannar sagði nafnið hátt og skírt í kirkjunni fyrir alla að heyra, því þarna fékk hún nöfnu.

Presturinn, fyrrum skólafélagi (bæði í Kársnesskóla og Tónlistarskóla Kópavogs) sr. Þorvaldur Víðisson skírði dömuna sem var hin rólegasta yfir þessu öllu saman. Því miður er ég ekki með myndir til að setja með en mér finnst ekki ólíklegt að Arnar bróðir eigi eftir að setja nokkra inn á myndasíðuna sína. Við bíðum bara róleg eftir því.

Ég fékk að spila á orgelið í Kópavogskirkju en þar fór athöfnin fram. Ég spilaði Lagið hennar Ingu sem forspil og það hljómar bara svona ljómandi fallega á orgelið. Svo í lok athafnarinnar söng pabbi lag eftir sjálfan sig við texta sem hann og mamma áttu grunninn að en Helga móðursystir setti í ljóð af alkunnri snilld.

Feðgarnir Ívar og Arnar spiluðu frumsamið lag á gítar og ... ja nú veit ég ekki hvað hljóðfærið sem Ívar Fannar spilaði á heitir en það er hljómborð sem gengur fyrir lofti sem hljóðfæraleikarinn blæs inn í hljómborðið um leið og spilað er.

Falleg athöfn fyrir fallega stúlku.

11. janúar 2008

Óskemmtilegur vekjari.


Vaknaði í morgun við brothljóð úr eldhúsinu. Rauk á fætur og æddi fram og þá kom sama hljóðið aftur. Fyrst datt mér í hug að efriskápur í eldhúsinu hefði gefið sig svo mikil fannst mér lætin vera. Svo grunar mann auðvitað einhvern köttinn. Brandur sannaði sakleysi sitt með því að sitja á ganginu þegar seinni lætin komu svo ekki var það hann.


Það hefur gulur skratti verið að koma inn til okkar á nóttunni til að gæða sér á matnum hans Brands og ég gruna hann stórlega.


Sem betur fer var þetta ekki eins mikið og ég hélt í fyrstu. En núna er ég einum bolla og tveimur undirksálum fátækari og kanínustrákurinn sem átti sér kærustu er orðinn einhleypur.


Þetta kannski kennir mér að hafa eldhúsgluggann ekki galopinn á nóttunni því kötturinn var að flýja út um hann með þessum afleiðingum.

4. janúar 2008

Stórfrétt!!!

Já það er ekkert smá. Því hún Hörn frænka er að fara að syngja í Carnegie Hall þann 27. janúar. Hún fær 10 mínútur á sviðinu og mun án efa verða glæsileg í alla staði.

Þarna er mikil söngkona á ferð en hún fór á kostum í óperunni Systur Angelicu sem Óperustúdíó Íslensku óperunna setti upp á síðasta ári.

Sjá nánar um Carnegie Hall hér.

27. desember 2007

Fimmtudagur 27. desember 2007.

Mætt til vinnu. Skrítin tilfinning, einhvernvegin eins og maður sé hér á vitlausum tíma. Svo mikil ró yfir öllu. Meira að segja klukkan gengur hægar.

18. desember 2007

Jólatónlistin

Þegar ég var lítil þá var það jólaplatan með Silfurkórinum sem kom manni í rétta jólastuðið. Þessi plata var alltaf spiluð fyrir jólin.

Þegar ég fór að búa sjálf átti ég ekki plötu með Silfurkórnum og hún var bara ekki fáanleg og einhvernvegin varð engin ein plata (gleisla eða vínil) sem tók við af Silfurkórnum sem svona aðal jólatónlistin.

En svo bökuðum við piparkökurnar á sunnudaginn og þá eru jólalögin að sjálfsögðu spiluð og þá kom í ljós að við eigum okkar piparkökubakstursjólalög. Þannig var að þegar Hrund var lítil þá tókum við upp á kasettur jólaplötu með Ómari Ragnarssyni og aðra með Hauk Morthens. Báðar kassetturnar eru merktar Hrund svo ég geri ráð fyrir að Eyrún hafi ekki verið fædd, þær eru því líklega síðan 1992 eða 3 mundi ég áætla. Þessar spólur fara aðeins í tækið við svona tækifæri eins og bakstur og skreytingar.

Okkur fannst við hreinlega ekki geta bakað piparkökurnar án þess að hafa þessa tónlist í tækinu og þá upphófst mikill hamagangur við að finna spólurnar. Gaman að uppgötva að við eigum ákveðna jólatónlist sem kemur manni í rétta jólaskapið.

17. desember 2007

Og nú meiga jólin koma.

Piparkökurnar komnar í box. Bara eftir að skreyta með glassúr í öllum regnbogans litum en það gerist í dag.

14. desember 2007

Jólakort

Þegar veðrið er svona eins og það hefur verið eru skilyrði til móttöku á efni frá gerfihnöttum ekki upp á það besta. Í gærkvöldi eftir kveldmat gáfumst við fljótlega upp á að reyna að horfa á sjónvarpið og fórum að föndra.

Eyrúnu langað nú frekar út í sjnóinn en allar vinkonur voru uppteknar og ég var í engu svoleiðis stuði og Hrund er meidd á fæti. Svo allir voru píndir í föndrið (nema Elías auðvitað því hvað kann hann svo sem að föndra?).
En þetta varð svona bara ljómandi skemmtilegt hjá okkur. Það var drifið í jólakortagerð. Ég og Hrund framleiddum og Eyrún skrifaði í kortin ásamt því að teikna snjókarla sem prýða nokkur af kortunum. Við náðum að útbúa og skrifa næstum öll jólakort sem send verða í ár (vonandi er maður ekki að gleyma neinum). Ef þú færð ekki kort frá okkur, en gerðir ráð fyrir því þá er það bara af því að minnið hjá mér er orðið götótt.

13. desember 2007

Ný færsla


Einhverjir eru orðnir leiðir á rusaltunnumyndinni minni og farnir að kvarta undan því hástöfum. Ég segi nú bara ble við því, en kem samt með nýja færslu.

Er ekki einn farin að baka piparkökur fyrir jólin. Það hefur bara ekki fundist nógu langur tími til þess. Keypti samt allt í baksturinn um síðustu helgi. Kannski þetta hafist nú um helgina því eins og allir vita koma ekki jól fyrr en búið er að baka piparkökur a.m.k. einu sinni.

30. nóvember 2007

Fimmtudagsóveður


Skrítið hvernig hann fer alltaf að blása þegar nýbúið er að tæma úr ruslafötunum hjá mér. Þær viljan nefninlega fara á flakk þegar svoleiðis stendur á.

Hef núna 2x sett farg í tunnurnar og hefði þurft að gera það í gær líka en hafði ekki vit á því. Þetta hefur leitt til þess að tunnulokið af annarri tunnunni er farið veg allrar veraldar (er það ekki sagt svona annars?).

Ertu orðinn leið(ur) á ökuföntum í götunni þinni?

Hér er lausnin.

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...