Að hjóla er góð skemmtun og líka heilsusamlegt, en ekki alltaf það öruggasta. Þá á ég við þegar ekki er gert ráð fyrir hjólandi umferð í gatnakerfi.
Sú leið sem um þessar mundir er vinsæl hjá mér að hjóla heim liggur framhjá Hlemmi. Þá er ég að fara frá vestri til austurs, eða frá vinstri til hægri á myndinni. Leiðin mín er merkt með fjólubláum deplum. Vandamálið er að það er ekki svo auðvelt að komast þessa leið og fara eftir umferðarreglum og hagkvæmnisreglum.
Hluti af leiðinni er bleikari en annar og er það vegna þess að á horni Laugavegar og Snorrabrautar er skilti við gangastéttina sem segir að umferð hjóla sé bönnuð. Auðvitað fer maður ekkert eftir því en það er samt að naga mig og pirra.
Eftir þann ólöglegabút er komð að Hlemmi sjálfum og þar er auðvitað nokkuð um gangandi fólk sem hugsar ekki út í að reiðhjól gætu átt leið framhjá og er því ávallt fyrir.
Aðrar leiðir eru að fara yfir Laugarveginn og beygja til hægri inn Hverfisgötuna (leið merkt grænum punktum á kortinu). En þar tekur ekki betra við. Jú það er smá gangstéttarbleðill vinstramegin við götuna sem nær alla leið, en hann er bara svo mjór að engin leið er að mæta nokkrum manni og síðan þröngar krappar beygjur fyrir horn sem eru mjög varasamar.
Hvað er þá eftir? Jú, hægt væri að fara til baka eftir að búið er að þvera Snorrabrautina á gönguljósum og hjóla inn Njálsgötuna (leið merkt gulum punktum á kortinu). Ekki er hægt að fara beint yfir götuna þar sem grindverk hamla för. En þá er farið í aksturstefnu og reglum nokkurnvegin fylgt. Þessa leið hef ég ekki prófað, því hvaða heilvita maður fer til baka??? Kannski ég prófi hana í dag og kem með komment um þá reynslu.
1 ummæli:
Heyrðu gulaleiðin reyndist bara ljómadi vel. Ætla svo sannarlega að nota hana oftar. Þá algjörlega losna ég við leiðindin í kringum Hlemm.
En það er nóg af öðrum vandræða svæðum sem þið áhugasömu lesendur mínir fáið seinna að lesa um. Ég lofa því!
Skrifa ummæli