Ætlaði varla að trúa mínum eigin augum á leiðinni til vinnu í morgun. Sá hvorki fleiri né færri en 11 aðra hjólarar. Það er töluverður fjöldi á þessum árstíma og miðað við síðustu viku, bara ansi hreint margir. Það var örlítið frosthéla hér og þar á stígunum á leiðinni en sem betur fer engin óhöpp.
Til ykkar íslenskusénía. Af hverju segir maður "fraus" en ekki "frostnaði" ?
Dæmi: Það fraus í nótt.
Flísalagnir í sturtunni eru farnar að ganga ágætlega eftir afleita byrjun. Næstum einn heill veggur orðinn flísalagður og líklegast (vonandi) verður hægt að byrja á þeim næsta í kvöld.
Þetta hófst allt fyrir rúmri viku þegar flísarnar sem fyrir voru voru rifnar niður. Þá kom í ljós að veggirnir voru gegnsósa af vatni frá c.a mittishæð og niðurúr. Það tók 3 sólarhringa að þurrka veggina nægilega mikið til að hægt væri að grunna og mála á þá þéttiefni einhverskonar. Síðan voru fleiri þvælur og vesen sem drógu verkið aftur næstum á byrjunarreit.
En eins og sagði í upphafi þá er þetta loksins farið að ganga betur.
8. október 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli