Síðan kom 3 daga þurrktímabil því veggirnir voru blautir
Eftir þurrktímabilið var borinn grunnur á vegginn og síðan einhverskonar þéttkvoða.
Og þá var loksins hægt að leggja flísar.
Hér er Elías að skafa allt það lausa í burtu, sem var nú sem betur fer ekki allur veggurinn, en nóg samt.
Og nú er þetta farið að ganga betur. Einn veggur orðinn þakinn flísum og sá næsti vel á veg kominn.
4 ummæli:
Gaman að þessu og vonandi að þetta fari nú allt vel að lokum. Mikið mætti hann Daði bróðir þinn taka sér til fyrirmyndar hvernig þú notar bloggsíðiuna þína og leifa þannig okkur hinum að fylgjast með.
Þetta er til fyrirmyndar. Ég vildi gjarnan fá að sjá endanlega mynd verksins!!
Oh já ég líka. Og að komast í sturtu heima hjá mér...
Ok allt að gerast hér. Tek undir með Þórhalli, Daði mætti aðeins gefa sér 5 mín og blogga.
Skrifa ummæli