Dreymdi í nótt að ég vaknaði af draumi þar sem mig hafði dreymt hana Gúndý-ömmu mína. Hún hafði komið til mín í drauminum og heilsað mér.
Svo allt í einu var hún komin (og nú var ég vöknuð í draumnum). En því var þannig háttað að ég bjó í hennar hluta af Kópavogsbrautinni. Mér fannst þetta pínu vandræðalegt þar sem hún er jú dáin, en hún var sér greinilega ekki meðvituð um það. Svo ég og pabbi gáfum henni að borða og bjuggum um rúm fyrir hana. Pabbi meira að segja skenkti henni vín í glas, sem hún var hin ánægðasta með. En allan tíman var ég að velta því fyrir mér hvernig ég ætti að segja henni þau tíðindi að hún væri dáin og ætti ekki heima hérna lengur.
24. júlí 2007
18. júlí 2007
Sprengdi mig í morgun
Á leið minni til vinnu var strákhvolpur sem hélt að hann gæti hjólað hraðar en ég. En ég sýndi honum það sko að það borgar sig ekki að abbast upp á Franey Praney þegar hún er á hjólinu og svoleiðis stakk hann af!!!
Atvikið átti sér stað þegar við biðum á ljósum við Sæbrautina. Hann var á undan mér af stað yfir götuna og inn á stíginn. En eftir nokkrar sekúndur fyrir aftan hann sá ég að hraðinn var aðeins undir mínum óska hraða svo ég tók framúr. En lögmálið er svoleiðis að ef þú tekur framúr þá verður þú að sýna að þér er alvara með framúrakstrinum svo ég hjólaði eins og vitleysingur - með vindinn í fangið og allt. En hann tók ekki framúr mér aftur svo ég vann!
Hinsvegar er ég eldrauð eins og karfi núna rétt ný komin í vinnuna og með þreytuverki í fótunum, en það er vel þess virði.
Atvikið átti sér stað þegar við biðum á ljósum við Sæbrautina. Hann var á undan mér af stað yfir götuna og inn á stíginn. En eftir nokkrar sekúndur fyrir aftan hann sá ég að hraðinn var aðeins undir mínum óska hraða svo ég tók framúr. En lögmálið er svoleiðis að ef þú tekur framúr þá verður þú að sýna að þér er alvara með framúrakstrinum svo ég hjólaði eins og vitleysingur - með vindinn í fangið og allt. En hann tók ekki framúr mér aftur svo ég vann!
Hinsvegar er ég eldrauð eins og karfi núna rétt ný komin í vinnuna og með þreytuverki í fótunum, en það er vel þess virði.
13. júlí 2007
RSS
Var að uppgötva þessa snilld.
Merki mér síður sem ég vil fylgjast með og get þá auðveldlega séð þegar menn hafa bætt einhverju nýju á síðuna sína. Sparar tíma og pirring yfir því að vera alltaf að kíkja á síður hjá fólki sem skrifar sjaldan.
Bætti tengli inn á síðuna hjá mér og það sem þarf að gera er að smella á og samþykkja að skrá sig (með einum smelli, ekkert að skrifa eða neitt). En það er líka hægt að skrá sig án þess að menn hafi þennan tengil.
Á takkaslánni hérna efst hjá mér er appelsínugulur takki sem ég get smellt á til að skrá "feed" eins og það kallast.
Síðan fer ég í uppáhaldstenglana mína (favorites) til að skoða hvort einhver hefur skrifað eitthvað nýtt og þá eru viðkomandi feitletraðir.
Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt, það er svo gaman.
12. júlí 2007
Máfarnir á tjörninni
Mér blöskraði þegar ég skoðaði Fréttablaðið í morgun. Á forsíðu er mynd af fjölskyldu niðri á tjörn að gefa fuglunum brauð. Það vill þannig til að á myndinni sjást nokkrar dúfur og svo máfager á tjörninni sjálfri. Undir myndinni stendur eitthvað á þá leið að ekki sé ljóst hvað fólkinu gengur til með þessu háttarlagi (þá er líklegast átt við það að gefa máfunum brauð).
Þetta er farið að jaðra við ofsóknir. Ég sjálf fór síðast í gær niður að tjörn og þar voru bæði endur og svanir á tjörinni, þó svo ljósmyndarinn hafi verið svo "heppinn" að ná mynd án anda.
Svo er ég ekki sammála því að máfurinn megi ekki vera á tjörninni. Að mínu mati er þar fallegur fugl á ferð, með ótrúlega flughæfni. Það er gaman að fylgjast með honum á flugi og við lendingu. Einnig er gaman að gefa honum brauð. Hafið þið prófað að búta brauðið í marga litla mola og henda því svo upp í loftið? Við það fljúga máfarnir upp og grípa bitana á flugi. Það eina sem er hvimleitt við máfin eru hljóðin í honum. Hann hefur ekki fögur hljóð að mínu mati.
8. júlí 2007
Hjólað í veðurblíðunni

Ég og dömurnar mínar nýttum okkur góða veðrið um síðustu helgi til að hjóla inn í Kópavog til mömmu og pabba.

Myndirnar segja fleira en mörg orð.



29. júní 2007
Símaskráin á pappírsformi

Óskaplega er hún nú úrelt greiið. Prófaði af ganni mínu að fletta aðeins í henni. Sjá hvort ég gæti fundið hana vinkonu mína sem býr úti á landi (já Inga það ert þú - og þú ert ekki í kránni).
Hef aldrei skilið af hverju þarf að skipta upp landinu í svæði. Það bara flækir málin. Betra væri að hafa alla í einni súpu og svo getur hvert svæði fyrir sig gefið út bækur af sínu svæði ef þeir vilja hafa það svoleiðis. Þoli ekki þá sjaldan ég þarf að fletta upp í þessari blessuðu bók að byrja á því að finna landsvæðið sem umræðir og svo þar undir bæinn/kaupstaðinn og þá loksins er hægt að leita eftir nafni.
Sem betur fer er til vefur sem heitir ja.is
Hef aldrei skilið af hverju þarf að skipta upp landinu í svæði. Það bara flækir málin. Betra væri að hafa alla í einni súpu og svo getur hvert svæði fyrir sig gefið út bækur af sínu svæði ef þeir vilja hafa það svoleiðis. Þoli ekki þá sjaldan ég þarf að fletta upp í þessari blessuðu bók að byrja á því að finna landsvæðið sem umræðir og svo þar undir bæinn/kaupstaðinn og þá loksins er hægt að leita eftir nafni.
Sem betur fer er til vefur sem heitir ja.is
28. júní 2007
Keðjuverkun (Critical Mass)
Rakst á þetta á bloggi sem ég skoða af og til. Ákvað að skella þessu hér inn.
Allir sem vettlingi, hjóli, hjóla/línuskautum eða hjólabrettum geta valdið mæta í Glæsibæ fyrir klukkan 12 á hádegi á föstudaginn. Fréttatilkynning hér:
Keðjuverkun eða Critical Mass er viðburður sem vanalega er haldinn seinasta föstudag í hverjum mánuði í borgum og bæjum víðsvegar um heiminn þar sem reiðhjólafólk, og jafnvel hjólabretta-, hjólaskauta- og línuskautafólk fjölmenna göturnar.
Hver hefur sínar ástæður fyrir því að vera með en algengt er að fólk vilji vekja athygli á hjólum sem samgöngumáta í stað bíla og fá fleiri til að hjóla. Eða einfaldlega hjóla saman og skemmta sér í góðra vina hópi.
Fyrsta „keðjuverkunin“ á Íslandi verður haldin föstudaginn 29. júní kl. 12. Hjólað verður frá Glæsibæ að Ráðhúsinu um Laugaveg. Áætlunin er að halda atburðinn mánaðarlega.
Allir sem vettlingi, hjóli, hjóla/línuskautum eða hjólabrettum geta valdið mæta í Glæsibæ fyrir klukkan 12 á hádegi á föstudaginn. Fréttatilkynning hér:
Keðjuverkun eða Critical Mass er viðburður sem vanalega er haldinn seinasta föstudag í hverjum mánuði í borgum og bæjum víðsvegar um heiminn þar sem reiðhjólafólk, og jafnvel hjólabretta-, hjólaskauta- og línuskautafólk fjölmenna göturnar.
Hver hefur sínar ástæður fyrir því að vera með en algengt er að fólk vilji vekja athygli á hjólum sem samgöngumáta í stað bíla og fá fleiri til að hjóla. Eða einfaldlega hjóla saman og skemmta sér í góðra vina hópi.
Fyrsta „keðjuverkunin“ á Íslandi verður haldin föstudaginn 29. júní kl. 12. Hjólað verður frá Glæsibæ að Ráðhúsinu um Laugaveg. Áætlunin er að halda atburðinn mánaðarlega.
27. júní 2007
Gamlir kunningjar
Fór fram hjá gömlum kunningja í gær morgun.
Þannig var að í nokkur ár hjóluðum við á móti hvort öðru á hverjum morgni. Þetta var þegar ég hjólaði alltaf Suðurlandsbrautina. Við vorum farin að heilsast svona á öðru ári (við Íslendingar erum ekkert of fljót að hleypa öðru fólki að).
Síðan kom að því að of margir voru farnir að hjóla þessa leið og kominn var tími til að finna aðra leið. Þá fór ég að hjóla Miklubrautina (eða dekkjasprengileiðina vegna allra glerbrotanna sem voru á þeirri leið). Það skemmtilega var að þessi kunningi minn, sem ég hef í mesta lagi sagt "Góðan daginn" við hafði greinilega fengið sömu hugmynd og var farin að hjóla þessa sömu leið. Svo enn hjóluðum við á móti hvort öðru og heilsuðumst.
Það kom svo að því eftir ótrúlega margar dekkjasprengingar að ég fékk nóg af umræddri leið. Á síðasta ári fór ég lang oftast Sæbrautina (5 km) og stundum Nauthólsvíkina (10 km, þegar ég er í extra góðu hjólastuði) eða Suðurlandsbrautina (4,5 þegar ég er löt) og ég man ekki til þess að hafa hjólað á móti manninum á síðasta ári.
En í gærmorgun var ég stemmd fyrir Miklubrautina og viti menn - þarna var hann. Við náðum hvorugt að átta okkur fyrr en akkúrat á þeirri sekúndu sem við mættumst, en það var eitthvað svo gaman að rekast svona á gamlan kunningja.
Þannig var að í nokkur ár hjóluðum við á móti hvort öðru á hverjum morgni. Þetta var þegar ég hjólaði alltaf Suðurlandsbrautina. Við vorum farin að heilsast svona á öðru ári (við Íslendingar erum ekkert of fljót að hleypa öðru fólki að).
Síðan kom að því að of margir voru farnir að hjóla þessa leið og kominn var tími til að finna aðra leið. Þá fór ég að hjóla Miklubrautina (eða dekkjasprengileiðina vegna allra glerbrotanna sem voru á þeirri leið). Það skemmtilega var að þessi kunningi minn, sem ég hef í mesta lagi sagt "Góðan daginn" við hafði greinilega fengið sömu hugmynd og var farin að hjóla þessa sömu leið. Svo enn hjóluðum við á móti hvort öðru og heilsuðumst.
Það kom svo að því eftir ótrúlega margar dekkjasprengingar að ég fékk nóg af umræddri leið. Á síðasta ári fór ég lang oftast Sæbrautina (5 km) og stundum Nauthólsvíkina (10 km, þegar ég er í extra góðu hjólastuði) eða Suðurlandsbrautina (4,5 þegar ég er löt) og ég man ekki til þess að hafa hjólað á móti manninum á síðasta ári.
En í gærmorgun var ég stemmd fyrir Miklubrautina og viti menn - þarna var hann. Við náðum hvorugt að átta okkur fyrr en akkúrat á þeirri sekúndu sem við mættumst, en það var eitthvað svo gaman að rekast svona á gamlan kunningja.
22. júní 2007
Er einhver sem veit...
Matjurtargarðurinn gengur glimrandi vel. Fengum okkur í gær salat með radísum og káli úr garðinum. Grænmeti bragðast alltaf best þegar maður ræktar það sjálfur.
En nú er spurningin. Á að hafa plastið yfir garðinum í allt sumar eða er kominn tími til að taka það af?
Nú eru kartöflugrösin vel sprottinn og farin að nálgast toppinn á "gróðurhúsinu" en gulræturnar eru ekki nærri tilbúnar þó grösin af þeim líti ágætlega út. Radísurnar eru eins og fyrr sagði lengra á veg komnar og kálið er alveg hægt að nota þó það eigi líklega eftir að stækka töluvert meira.
Er ekki einhver fróður þarna úti sem getur sagt mér til?
En nú er spurningin. Á að hafa plastið yfir garðinum í allt sumar eða er kominn tími til að taka það af?
Nú eru kartöflugrösin vel sprottinn og farin að nálgast toppinn á "gróðurhúsinu" en gulræturnar eru ekki nærri tilbúnar þó grösin af þeim líti ágætlega út. Radísurnar eru eins og fyrr sagði lengra á veg komnar og kálið er alveg hægt að nota þó það eigi líklega eftir að stækka töluvert meira.
Er ekki einhver fróður þarna úti sem getur sagt mér til?
15. júní 2007
7. júní 2007
Endurnýjun lagna
Það er svo skemmtilegt núna að verið er að klæða afrennslislögnina hjá okkur. Þetta hefur gengið svona upp og ofan. Aðalvandamálið er þó samskiptaleysi milli verktaka og verkkaupa.
Samþykkt var að fara í þessar framkvæmdir á húsfundi. Verð gefið upp og sagt að verktaki gæti hafið störf svo til strax. Einnig var tilkynnt að einn dag væri ekki hægt að nota vatn í búðunum því þann dag væri verið að blása n.k. hulsu inn í lögnina til klæðningar, en auðvitað fengjum við að vita það með fyrirvara.
Jú, jú gott og blessað. Það er ljóst að kominn var tími á þessar framkvæmdir. Lagnirnar voru í upphafi stíflaðar af möl, sem ver hreynsuð út til að hægt væri að mynda lagnirnar. Og sagt að ef ekkert væri aðgert mundu þær fyllast aftur með tíð og tíma.
En nú líður og bíður og ekkert gerist.
Síðan einn daginn hringja dæturnar í mig og er mikið niðri fyrir, verið er að grafa upp beðið okkar fyrir framan hús. Enginn látinn vita, bara mætt á staðinn og hafist handa.
Og þannig var það líka í gærmorgun, þegar einn nágranninn bankaði uppá og sagði að í dag ætti að klæða lögninga og ekki mætti nota vatn þann daginn! Þetta var um kl. 8.30, og fengum við hálftíma frest til að bursta tennur og annað nauðsynlegt áður en vatnsbannið tæki gildi.
Þetta var nú helst til of stuttur fyrirvari að okkar mati. En auðvitað viljum við að þessu verki ljúki sem fyrst svo við tuðum bara okkar á milli.
Í gær var mikill dagur. Hrund að ljúka grunnskólanum og um kvöldið var heljarinnar útskriftarveisla á vegum skólans í sal hér í hverfinu. Nýbygginging er ekki að fullu tilbúin til að taka við svona hófi. Hún fékk líka að vita að hún hefur fengið inngöngu í Klassísla listdansskólann næsta vetur. Við seldum hornsófann okkar (í gegnum Barnaland.is) og við flúðum húsið vegna vatnsbanns og fnyks af völdum þessarar lagnaklæðningar.
Fnykurinn er eitthvað í átt við bensínlykt, en bara ágengari. Og á endanum ákváðum við að ekki væri hægt að sofa í þessu og fengum að kúra á dýnum hjá tengdaforeldrunum.
Eitthvað bilaði hjá lagnamönnum í gær og þeir náðu ekki að ljúka verkinu, en ætla að koma í dag og vonandi gengur allt vel 0g við getum farið að lifa eðlilegu lífi aftur.
Samþykkt var að fara í þessar framkvæmdir á húsfundi. Verð gefið upp og sagt að verktaki gæti hafið störf svo til strax. Einnig var tilkynnt að einn dag væri ekki hægt að nota vatn í búðunum því þann dag væri verið að blása n.k. hulsu inn í lögnina til klæðningar, en auðvitað fengjum við að vita það með fyrirvara.
Jú, jú gott og blessað. Það er ljóst að kominn var tími á þessar framkvæmdir. Lagnirnar voru í upphafi stíflaðar af möl, sem ver hreynsuð út til að hægt væri að mynda lagnirnar. Og sagt að ef ekkert væri aðgert mundu þær fyllast aftur með tíð og tíma.
En nú líður og bíður og ekkert gerist.
Síðan einn daginn hringja dæturnar í mig og er mikið niðri fyrir, verið er að grafa upp beðið okkar fyrir framan hús. Enginn látinn vita, bara mætt á staðinn og hafist handa.
Og þannig var það líka í gærmorgun, þegar einn nágranninn bankaði uppá og sagði að í dag ætti að klæða lögninga og ekki mætti nota vatn þann daginn! Þetta var um kl. 8.30, og fengum við hálftíma frest til að bursta tennur og annað nauðsynlegt áður en vatnsbannið tæki gildi.
Þetta var nú helst til of stuttur fyrirvari að okkar mati. En auðvitað viljum við að þessu verki ljúki sem fyrst svo við tuðum bara okkar á milli.
Í gær var mikill dagur. Hrund að ljúka grunnskólanum og um kvöldið var heljarinnar útskriftarveisla á vegum skólans í sal hér í hverfinu. Nýbygginging er ekki að fullu tilbúin til að taka við svona hófi. Hún fékk líka að vita að hún hefur fengið inngöngu í Klassísla listdansskólann næsta vetur. Við seldum hornsófann okkar (í gegnum Barnaland.is) og við flúðum húsið vegna vatnsbanns og fnyks af völdum þessarar lagnaklæðningar.
Fnykurinn er eitthvað í átt við bensínlykt, en bara ágengari. Og á endanum ákváðum við að ekki væri hægt að sofa í þessu og fengum að kúra á dýnum hjá tengdaforeldrunum.
Eitthvað bilaði hjá lagnamönnum í gær og þeir náðu ekki að ljúka verkinu, en ætla að koma í dag og vonandi gengur allt vel 0g við getum farið að lifa eðlilegu lífi aftur.
1. júní 2007
Hjólafréttir
Fyrir ári síðan hófst tilraunaverkefnið "Að hjólin eru bílarnir - fyrir fullorðna". Þar sem þáttakendur skuldbundu sig til að fara alfarið eftir umferðarreglum á hjólfákum sínum.
Þetta var erfiðara en leit út í fyrstu. Að bíða á rauðu ljósi þegar engin umferð er á götunni virkar oft kjánalega þegar setið er á hjólfák, sérstaklega þegar aðrir hjólreiðamenn þeysa framhjá. Einnig uppgötvaðist það að sum ljós breytast ekki hversu lengi sem beðið er, nema bíll komi og bíði líka. Eins og þau ljós eru sniðug, fyrir bílaumferð þar sem umferð er róleg þá eru þau hundleiðinleg fyrir hjólreiðamann sem vill fara eftir umferðarreglunum.
Síðan er það þetta að hjóla ekki á móti einstefnu. Þetta er ómögulegt þurfi viðkomandi að fara fram hjá Hlemmi frá vestri til austurs. Þar þurftu þáttakendur ætíð að brjóta reglur leiksins.
Og nú þegar verkefnið er yfirstaðið er niðurstaðan sú að það borgar sig enganvegin fyrir hjólreiðamenn að fara eftir þessum reglum, nema við miklar umferðagötur. Og það að fara ekki eftir reglunum styttir hjólreiða tímann um 1 mín á hvern farinn km.
En þó er beygur í mönnum yfir því að með þessu sé verið að ala upp það að reglur meigi brjóta. Og í gærmorgun þegar vitnaðist að bíll fór yfir á rauðu ljósi þar sem engin önnur bílaumferð var á svæðinu gat hjólreiðamaðurinn ekki annað en hugsað; "Ætli ökumaðurinn sé hjólreiðamaður?"
Þetta var erfiðara en leit út í fyrstu. Að bíða á rauðu ljósi þegar engin umferð er á götunni virkar oft kjánalega þegar setið er á hjólfák, sérstaklega þegar aðrir hjólreiðamenn þeysa framhjá. Einnig uppgötvaðist það að sum ljós breytast ekki hversu lengi sem beðið er, nema bíll komi og bíði líka. Eins og þau ljós eru sniðug, fyrir bílaumferð þar sem umferð er róleg þá eru þau hundleiðinleg fyrir hjólreiðamann sem vill fara eftir umferðarreglunum.
Síðan er það þetta að hjóla ekki á móti einstefnu. Þetta er ómögulegt þurfi viðkomandi að fara fram hjá Hlemmi frá vestri til austurs. Þar þurftu þáttakendur ætíð að brjóta reglur leiksins.
Og nú þegar verkefnið er yfirstaðið er niðurstaðan sú að það borgar sig enganvegin fyrir hjólreiðamenn að fara eftir þessum reglum, nema við miklar umferðagötur. Og það að fara ekki eftir reglunum styttir hjólreiða tímann um 1 mín á hvern farinn km.
En þó er beygur í mönnum yfir því að með þessu sé verið að ala upp það að reglur meigi brjóta. Og í gærmorgun þegar vitnaðist að bíll fór yfir á rauðu ljósi þar sem engin önnur bílaumferð var á svæðinu gat hjólreiðamaðurinn ekki annað en hugsað; "Ætli ökumaðurinn sé hjólreiðamaður?"
25. maí 2007
Krapi og éljagangur er á Holtavörðuheiði.

Ekki alveg það sem óskað var eftir. Ætlaði mér norður í dag, en er komin á sumardekkin. Veðrið ekki beinlínis upp á það besta.
Vonandi batnar þetta þegar líður á daginn.
Nú fylgist maður grannt með þessari síðu.
23. maí 2007
Eplatréð mitt og Eyrúnar
Fyrir næstum 3 vikum síðan settum við Eyrún niður 6 eplasteina, 1 í hvern pott. Rúmri viku seinna var ekkert farið að gerast og ég læt Eyrúnu vita að tími sé kominn til að gefa þessa steina upp á bátinn. Eyrún er ekki sammála því og vill að við bíðum lengur, allavega fram yfir næstu helgi þar á eftir. Og viti menn á sunnudeginum sést í eitthvað lítið grænt í einum pottinum.

Svona var það 16.5.2007

Og tveimur dögum seinna, 18.5.2007
Og svo í dag.
Það er svo ótrúlegt að sjá hvað það vex hratt. Sé fyrir mér að bráðum verðum við komin með stórt og fallegt eplatré.

Svona var það 16.5.2007

Og tveimur dögum seinna, 18.5.2007

Það er svo ótrúlegt að sjá hvað það vex hratt. Sé fyrir mér að bráðum verðum við komin með stórt og fallegt eplatré.
16. maí 2007
Auðkennislyklar

Jæja, þeir eru strax farnir að klikka. Mikið er ég núna sammála henni Svanhildi Hólm þar sem hún kvartar undan umræddum lykli. Ég hef sem betur fer ekki enn fengið mitt eintak fyrir minn persónulega banka, en nota þetta í vinnunni - bjakk, bjakk. Finnst þetta bara svo vitlaust.
14. maí 2007
Enn meira leikjanet.
Kann einhver að leysa þessa þraut? Ég var að verða vitlaus í gær við að reyna. Það sem á að gera er að tengja öll húsin við rafmagn, hita og vatn og meiga línurnar ekki skarast.
11. maí 2007
Vonbrigði
Á vef Orkuveitunnar er reiknivél sem reiknar út sparnað við að hjóla í stað þess að aka bíl. Þetta er sett upp í tengslum við Hjólað í vinnuna átakið sem er í gangi núna.
Að sjálfsögðu setti ég inn mína vegalengd og bíltegundina sem ég skil eftir heima. Og varð fyrir miklum vonbrigðum. Hélt ég væri að spara svo óskaplega mikið og eyða svo hrikalega miklum kaloríum. En í raun eru þetta ekki nema 130 kr (í bensínkostnað, ekki reiknað með öðrum rekstrarkostnaði við að eiga bíl) og 380 caloríur á dag.
Ég hélt þetta væri svo miklu, miklu meira í alla staði. Ég spara meiri pening á því að sleppa því að taka strætó!
Ég reiknaði út sumarið mitt frá byrjun maí til september loka og gerði ráð fyrir sumarorlofinu.
Sparnaður við að hjóla í stað þess að vera á bíl u.þ.b. kr. 10.000,-
Sparnaður við að hjóla í stað þess að taka strætó u.þ.b. kr. 20.000,- (græna- og gulakortið keypt því sumarið er frekar sundurslitið í ár).
Vá hvað það er dýrt að taka strætó.
Svo auðvitað held ég áfram að hjóla af því það er svo gaman og ég er að spara helling í strætókostnað.
Að sjálfsögðu setti ég inn mína vegalengd og bíltegundina sem ég skil eftir heima. Og varð fyrir miklum vonbrigðum. Hélt ég væri að spara svo óskaplega mikið og eyða svo hrikalega miklum kaloríum. En í raun eru þetta ekki nema 130 kr (í bensínkostnað, ekki reiknað með öðrum rekstrarkostnaði við að eiga bíl) og 380 caloríur á dag.
Ég hélt þetta væri svo miklu, miklu meira í alla staði. Ég spara meiri pening á því að sleppa því að taka strætó!
Ég reiknaði út sumarið mitt frá byrjun maí til september loka og gerði ráð fyrir sumarorlofinu.
Sparnaður við að hjóla í stað þess að vera á bíl u.þ.b. kr. 10.000,-
Sparnaður við að hjóla í stað þess að taka strætó u.þ.b. kr. 20.000,- (græna- og gulakortið keypt því sumarið er frekar sundurslitið í ár).
Vá hvað það er dýrt að taka strætó.
Svo auðvitað held ég áfram að hjóla af því það er svo gaman og ég er að spara helling í strætókostnað.
8. maí 2007
"Að vera út' að aka"
Ætti frekar að vera út' að ganga.
Gangandi vegfarendur eru almennt í sínum eigin heimi, þekki þetta af eigin reynslu. Hugurinn reikar, það fer lítil hugsun í athöfnina sjálfa -að ganga- og áður en maður veit af er hugurinn kominn á flug.
Bara þessi litla staðreynd ætti að vera nóg rök til að aðskilja göngu- og hjólastíga.
Á sumum stígum er reynt að aðskilja þetta tvennt með málaðri línu, en mjög algengt er að menn misskilji línuna og eru röngu megin (mikið til túristar hefur mér fundist, greinilega finnst þeim rökréttara að hjólandi umferð fái meira pláss).
Annað sem gerist þegar við göngum og erum í okkar eigin heimi, við svingum um gangséttina.
Það ætti ekki að blanda saman gangandi og hjólandi, bíður hættunni heim. Vonandi fáum við hjólastíga flótlega sem eru aðskildir frá gangandi umferð og bílaumferð (eða allavega þannig að bílar komist auðveldlega framhjá hjólandi umferð).
Og að lokum. Setti hraðamet á hjólinu í dag. Fór í 34,7 km/klst!
Gangandi vegfarendur eru almennt í sínum eigin heimi, þekki þetta af eigin reynslu. Hugurinn reikar, það fer lítil hugsun í athöfnina sjálfa -að ganga- og áður en maður veit af er hugurinn kominn á flug.
Bara þessi litla staðreynd ætti að vera nóg rök til að aðskilja göngu- og hjólastíga.
Á sumum stígum er reynt að aðskilja þetta tvennt með málaðri línu, en mjög algengt er að menn misskilji línuna og eru röngu megin (mikið til túristar hefur mér fundist, greinilega finnst þeim rökréttara að hjólandi umferð fái meira pláss).
Annað sem gerist þegar við göngum og erum í okkar eigin heimi, við svingum um gangséttina.
Það ætti ekki að blanda saman gangandi og hjólandi, bíður hættunni heim. Vonandi fáum við hjólastíga flótlega sem eru aðskildir frá gangandi umferð og bílaumferð (eða allavega þannig að bílar komist auðveldlega framhjá hjólandi umferð).
Og að lokum. Setti hraðamet á hjólinu í dag. Fór í 34,7 km/klst!
6. maí 2007
Garðurinn minn


Um síðustu helgi bjó ég mér til lítinn matjurtargarð. Það tók u.þ.b. 3 klst að rista upp grasið, grjót- og rótahreinsa og stinga upp moldina. Afraksturinn er beð sem er 100x300 cm að stærð (og töluverðar harðsperrur). Niður í beðið fóru 11 kartöflur, gulrótar- og blómafræ (til skrauts).
Það kom strax í ljós að ekki er nóg að raða steinum í kringum beðið til að forða því frá átroðningi. Svo í gær kíktum við hjónin í Garðheima og keyptum þetta líka svakalega fína míni-gróðurhús sem við settum yfir beðið eftir að búði var að raka það til, bæta við gulrótar-, radísu- og kálfræjum. Nú bíður maður spenntur eftir að allt fari að spretta.
Síðan keyptum við okkur safnkassa undir garðúrgang og svona hitt og þetta úr eldhúsinu. Hefði aldrei trúað því að þetta gæti verið svona gaman. Nú dundar maður sér við að setja ávaxtaafganga, kartöfluhýði og fleira matarkyns í dollu inni í eldhúsi og rölta svo með það af og til út í safntunnu.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...

-
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
-
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...