1. apríl 2016

Hjólað (og labbað) í mars 2016

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 209 km, þar af 170 km til og frá vinnu og 39 km annað.

Hjólaði 16 af 20 vinnudögum mánaðarins til vinnu, en tók mér 4 frídaga til að heimsækja eldri dóttur mína sem stundar nú nám í Besancon í Frakklandi.
 Sá að meðaltali 6 á hjóli á morgnana.  Mest taldi ég 9 og minnst 3.

En svo labbaði ég óvenju mikið, af því ég var í útlandinu, eða 10,4 km.




Breytirn 4.4.2016.  Póstur frá endomondo:

8. mars 2016

Það birtir til.

Þegar ég var rétt rúlmlega hálfnuð á leið minni til vinnu í morgun var slökkt á götulýsingunni.  Samt var rigning og því ekki létt skýjað.  Þetta er allt að koma hjá okkur.

1. mars 2016

Hjólað í febrúar 2016

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 210 km, þar af 203 km til og frá vinnu og 7 km annað.

Hjólaði 20 af 21 vinnudögum mánaðarins til vinnu, en skildi hjólið eftir einu sinni vegna vinnu og veðurs.
 Sá að meðaltali 6 á hjóli á morgnana.  Mest taldi ég 11 og minnst 3.

Færðin hefur verið upp og niður í mánuðinum.  Best er færðin fyrst eftir að það snjóar því þá er hreinsað.  Ég setti meira að segja mynd inn á Samgönguhjólreiðar á Facebook þann 19. febrúar þar sem ég hrósaði snjóhreinsun þann daginn.
En í gær, síðasta dag febrúarmánaðar var færðin ekki skemmtielg, og ég velti því fyrir mér hvort maður sé bara að verða of gamall fyrir vetrarhjólreiðarnar.  Það vantar nokkuð uppá að hreinsun stíga sé fylgt eftir og fariðyfir þá aftur, þó ekki hafi snjóað.  því þegar það rignir, eins og gerðist í síðustu vikunni í febrúar þá breytast allar aðstæður og það sem var áður þéttur snjór breytist annaðhvort í slabb eða klaka og það eru ekki skemmtilegar aðstæður til að hjóla í.

Vonandi verður marsmánuður betri veðurlega séð.

Viðbót sett inn 7.3.2016:
Svona segir Endomondo að mánuðurinn hafi verið

12. febrúar 2016

Alþjóðlegur dagur vetrarhjólreiða er í dag 12. febrúar 2016



Hér er kort af heimimum og kúlurnar sýna hvar menn hafa skráð sig til þáttöku og hversu margir:

Hér hef ég þysjað inn á landið mitt fagra:

Annað árið í röð sem ég tek þátt (og sem ég vissi af þessum viðburði).  Fór leiðina Álfheimar-Suðurlandsbraut-Laugavegur.  Hitamælirnn á húsinu mínu sagði -10°C en mælirinn við Laugaveg sagði -5°C.  Sama hvort er réttara þá var loftið sem ég andaði að mér kalt.
Sá 9 aðra á hjóli (sá fleiri í gær, eða 11, ætli menn hafi ruglast á dögum?).
Smellti af einni mynd á leiðinni, var þarna við Suðurlandsbrautina fyrir ofan Laugardalshöll.


4. febrúar 2016

Að velja leið til og frá vinnu.

Uppáhalds leiðin mín til og frá vinnu er meðfram Sæbraut.
Leiðin er greið og að mestu á stígum, það er bara í uppafi og enda ferða sem ég hjóla á götunni og þá þar sem umferðahraði er almenn ekki mikill.  Helsti gallinn við þessa leið er að hún getur verið vindasöm þar sem ekkert er til að stöðva eða hrindra vindinn.  En kosturinn er fallegt umhverfi sem virðist aldrei vera eins.  Svo er mikið til sama fólkið sem hjóar á móti á morgnana, sumir heilsa og aðrið ekki eins og gengur.

Ef eitthvað er að verði (rok aðallega) eða nýlega hefur snjóað þá fer ég þessa leið (að vetri til):
Hún er aðeins styttri en Sæbrautarleiðin, skjölbetri og svo til öll á stígum.  En maður er nær umferðinni og þarf oftar að fara yfir götur og það er helsti gallinn á þessari leið.  Umhverfið er heldur ekki eins skemmtilegt.  Hún er hinsvegar yfirleitt alltaf rudd áður en ég legg af stað og því vel ég hana þegar snjóað hefur um nóttina og eini hjólateljarinn á Íslandi er við þennan stíg, þó hann reyndar telji ekki hjól þegar þykkt lag af snó er yfir stígnum.

Þegar ekkert er að færð en rokið er mikið fer ég afbrygði af þessari leið í gegnum Laugardaginn.  Þar er alltaf gaman að hjóla (nema kannski á sumrin þegar margt fólk er á stígnum og erfitt er að komast leiðar sinnar).

En hvernig ákveð ég hvaða leið ég ætla að fara?
Jú hafi maður heyrt um það að von sé á slæmu veðri eða maður hreinlega heyrir það og sér í gegnum gluggann hjá sér þá fer ég inn á www.vegagerdin.is sem er að mínu viti besta síðan til að sjá hvernig veðrið er akkúrat núna.  Þar inni er síða sem kallast vegsjá og þar er þessi mynd:
Hér sé ég strax vindáttina og hversu kröftugur vindurinn er.  Reyndar hef ég ekki fundið lýsingu á því hvað litirnir á örvunum tákna en svartur/grár virðist vera logn, blár einhver blástur svo gulur og rauður er strakasti vindurinn.
Svo súmma ég inn að Reykjavík:
þarna hef ég smell á veðurör og fæ þá nokkuð góðar upplýsingar um hversu sterkur vindurinn er og vindhviður (stundum opnast myndir og þá þarf að fletta aftast í þeim til að sjá þessar veðurupplýsingar).
Ég fer líka inn á www.vedur.is sem er síða veðurstofunnar en mér finnst upplýsingarnar þar ekki eins góðar.  Það hefur líka margoft verið gefið út að ekki sé treystandi á myndupplýsingarnar og því verði að lesa textann og hann er yfirleitt svo almennur að mér finnst hann ekki nýtast mér til ákvaðanatöku.  En samt fer maður þar inn til að fá einhverja hugmynd um það hvað framundan er.
Svona er t.d. spáin fyrir daginn í dag um kl. 18 en þá er spáð stormi:


1. febrúar 2016

Hjólað í janúar 2016

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 226 km, þar af 191 km til og frá vinnu og 35 km annað.

Hjólaði 19 af 20 vinnudögum mánaðarins til vinnu, en var veik einn dag.  Sá að meðaltali 5 á hjóli á morgnana.  Mest taldi ég 11 og minnst 2.

Svona segir endomondo.com að mánuðrinn hafi verið hjá mér.



Það snjóaði þónokkuð í mánuðinum og því fór ég oft leiðina Álfheima-Suðurlandsbraut-Laugarveg af því að á þeirri leið get ég almennt verið öruggari um að búið sé að skafa mesta snjóinn af stígunum.  Eins fer ég þá leið frekar ef það blæs mikið því hún er skjólbetri.  Snjórinn varð svo að klaka sem var leiðinlegur yfirferðar og þá var gott að komast á upphitaða stígnn á Laugarveginum.

Meðalhraði mánaðarins var 13 km/klst. 11. janúar (mánudagur) var merkilegur að því leiti að þann dag fór ég bæði hraðast yfir og hægast.  Á leið til vinnu var meðalhraðinn hjá mér 17 km/klst en á heimleið var meðalhraðinn 9 km/klst.  Um morguninn skráði ég hjá mér að klakinn væri svo til alveg farinn af stígunum og að veður væri stillt. En við fengum ekki lengi að njóta þess að hafa auða stíga því það fór að snjóa um daginn og því var færðin slæm á heimleið.  En það er einn af göllunum við snjóhreinsun á stígum að áhersla er lögð á að hreinsa stígana að morgni (sem er auðvitað frábært) en ekki farið yfir stígana aftur ef snóar yfir daginn eða skefur.

Að mínu mati væri mjög til bóta  ef borgin gæfi út og setti sér að halda ákveðnum leiðum hreinum og þá gæti maður reynt að koma sér á þá stíga þegar snjóar yfir daginn.  Eins finnst mér mikil synd að "lifandi" kortið á borgarvefsja.is sé ekki að virka.  Ef allt væri eins og það ætti að vera þá væri þar hægt að sjá hvaða stíga búið er að hreinsa og hversu langt er síðan (velur að skoða 1 kst aftur í tímann, 2 kst, 4 eða 8).  En vonandi kemst það einhverntíman í gagnið.

Hér eru svo tvær myndir sem ég klippti af endomondo.com sem sýnir afrek mín þar  frá því ég hóf að nota það forrit.

4. janúar 2016

Hjólað árið 2015. Samantekt.

Hjólaði samtals 3.014 km á árinu mest eru þetta ferðir til og frá vinnu eða 2.187 km og 827 í aðrar ferðir.  En ég hjólaði 204 af 251 vinnudögum ársins.  Af þessum 47 vinnudögum sem ekki voru hjólaðir eru 6 vegna ófærðar eða veðurs, 4 vegna veikinda og restin er svo orlof eða annarskonar frí.

Hér er mynd sem sýnir talningu mína á hjólandi fólki á morgnana milli kl. 7.30 og 8 (þ.e. þegar ég hjóla til vinnu, oftast meðfram Sæbrautinni) og samanburður milli ára.  Línuritið er af meðaltalstölum.


Hér sést hvernig vegalengdir skiptast milli mánuða:



Hér er svo meðaltal þeirra sem ég tel á hjóli á morgnana og samanburður milli ára:



Neðsta línan er meðaltal af meðaltali hvers mánaðar.  Í maí er átakið "Hjólað í vinnuna" og það er mikil snilld og hefur greinilega kvetjandi áhrif og kemur fólki á hjólin.

Nokkrar staðreyndir um ferðir mínar til vinnu:
Vegalengd.  Yfirleitt hjóla ég leið sem er um 5.5 km (meðfram Sæbrautinni) en í vetrarfærðinni fer ég  styttri leið sem er rétt tæpir 5 km og er hún um Álfheimana og svo Suðurlandsbraut, en þá leið er oftast búið að snjóhreinsa þegar ég legg af stað (hafi snjóað altsvo).
Tími.  Að meðaltali er ég um 20 mínútur að hjóla til vinnu.  En þann 22. apríl var ég 55 mín og 9 sek að komast til vinnu (mótvindur) og fljótust var ég 13. apríl, 15 mín og 27 sek.  
Hraði:  Meðalhraðinn hjá mér á árinu 15,1 km/klst.  Septemberl var hraðasti mánuðurinn en þann mánuð var meðalhraðinn hjá mér 16,4 km/klst og desember var hægastur með meðalhraða upp á 12,6 km.



Mér finnst rétt að það komi fram að ég lít á hjólið sem samgöngutæki (að mestu) og er ekki að keppast við tímann eða að vinna að því að hjóla meira eða hraðar.  En ég hef gaman að því að bera saman tölur og tölfræði og það er ástæðan fyrir því að ég skrái þetta allt hjá mér og tek þetta svona saman.
Á næsta ári verður breyting hjá mér þar sem vinnustaðurinn minn mun flytjast úr miðbænum og upp á Hólmsheiði (líklegast um mitt næsta ár) og því er þetta líklega í síðasta skiptið sem tölurnar hjá mér eru samanburðarhæfar milli ára



3. janúar 2016

Hjólað í desember 2015

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 212 km, þar af 191 km til og frá vinnu og 21 km annað.

Hjólaði 18 af 22 vinnudögum mánaðarins til vinnu, en þessa 4 daga sem uppá vantar var einn orlofsdagur, einn óveðursdagur og tveir dagar í annarskonar fríi.  Sá að meðaltali 4 á hjóli á dag til vinnu.  Mest taldi ég 10 og minnst 1.

4. desember 2015

Allt á kafi í snjó






Svona var umhorfs heima hjá mér í gær.  Einhver mesti snjór í Reykjavík í mörg mörg ár.  Fallegt er það, en samgöngur ganga hægar fyrir sig og moksturstæki eiga í vandræðum með að koma snjónum frá sér út af magninu.
Ég var í fríi þegar snjókoman hóftst (föstud. 27. nóv) og reyndar var ég líka í fríi á mánudag og þriðjudag þegar snjóinn kyngdi niður líka.  Svo þegar ég fór af stað á hjólinu mínu á miðvikudagsmorgun var búið að hreinsa heilan helling, en þó var það svo að þann morguninn var ekki búið að hreinsa stíginn við Suðurlandsbraut eftir snjókomu næturinnar og ég tók þá ákvörðun að hjóla á götunni frá Grensásvegi og að Reykjavegi (var ekki ein um það) en það var samt sem áður ekki skemmtilegt.
Daginn eftir fór ég sömu leið og þá var búið að skafa snjóinn og þvílíkur munur.

Hérna er klippa úr endomondo forritinu yfir ferð mína í vinnu á miðvikudegi og fimmtudegi, sama leiðin á sama tíma dags.  Var 7 mín lengur 2. des en 3. des (í raun er ég hissa að munurinn skuli ekki vera meiri).



En hreyfingin er góð og kosturinn við hjólið er að maður stígur af og teymir það ef færðin er of erfið til að hjóla í.  Maður situr aldrei fastur eða spólandi í hálkunni.

3. desember 2015

Hjólað í nóvember 2015

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 225 km, þar af 182 km til og frá vinnu og 43 km annað.

Hjólaði 18 af 21 vinnudegi mánaðarins til vinnu, en þessa 3 daga sem uppá vantar var einn starfsdagur og tveir orlofsdagar, Sá að meðaltali 8 á hjóli á dag til og frá vinnu.  Mest taldi ég 12 og minnst 2 (á leið til vinnu).  


Bætt við 8.12.2015:

24. nóvember 2015

"Óskalína" verður að stíg

Þessi mynd er tekin árið 2012:

í ágúst byrjun árið 2015 voru komnar mekringar sitthvoru megin við "óskastíginn":

31. ágúst var þetta orðið svona:


og í síðustu viku (nóv 2015) þá var búið að malbika bútinn.  Ánægð með þetta.

2. nóvember 2015

Hjólað í október 2015

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 285 km, þar af 190 km til og frá vinnu og 95 km annað.

Hjólaði 18 af 22 vinnudögum mánaðarins til vinnu, en þessa 4 daga sem uppá vantar var ég í verkfalli, Sá að meðaltali 11 á hjóli á dag til vinnu og 9 á heimleið. Mest taldi ég 18 og minnst 6 (á leið til vinnu).  





17. október 2015

Hólmsheiði

Vinnan fór að skoða byggingu fangelsisins á Hólmsheiði.  Ég ákvað að hjóla á staðinn til að upplifa hversu langt þetta er og hvernig er að hjóla þangað (hef reyndar hjólað þetta einu sinni áður með mömmu og pabba).

 Hér eru upplýsingar um ferðina á staðinn.  Ég lagði af stað rétt rúmlega 8 og var, eins og sést á einnu myndinni 51 mín og 39 sek á leiðinni.  Leiðin lá um Elliðaárdalinn og þetta er að mestu upp í móti.


Veðrið var ágætt, aðeins rigning en lítill vindur.

Ég var aðeins að vandræðast á þessum stað. Hef hjólað eftir stígnum (sem ég litaði rauðan hér) en það er svo mikið lengri leið, svo ég ákvað að fara þá bláau.  Það sést ekki á þessari mynd en það er töluverð mikil brekka upp í móti á leiðinni sem ég valdi og þar er ég komin inn í hverfi sem ég þekki ekki og var því mikið að vandræðast með hvaða leið ég ætti að fara.  En ég komst þangað sem ég vildi og fór yfir nýju göngu/hjóla brúna sem er mikil samgöngubót fyrir okkur sem ferðumst ekk í bíl.

Fljótlega eftir þennan kafla þurfti ég að fara inn á þjóðveg 1.  Það fannst mér ekki skemmtilegt, þó er ágætis vegöxl meðfram  veginum en ökumenn virðast ekkert hæga á sér og það er ansi mikil umferð stórra vörubíla og mér leið ekki vel að hjóla þar.
En ég komst á leiðarenda, nokkuð þreytt en ánægð með sjálfa mig.

Að hjóla heim var mikið einfaldara, næstum allt niður í móti, þó ég hafi aðeins tínt áttum í sama hverfi og á leiðinni uppeftir.  Nú ákvað ég að prófa annan síg sem leiddi mig inn í hesthúsahverfi.  Þar fékk ég leiðbeiningar frá hestamanni og komst á rétta stíginn.  Var nákvæmlega 10 mínútum fljótari heim.
En þreytt var ég.  Leiðin er 2x lengi en sú leið sem ég núna hjóla í vinnuna og ég hef greinilega ekki orku til að hjóla þetta því það sem eftir lifði degi var ég grútþreytt og mjög svo orkulaus.

Hér að lokum er mynd sem ég tók á leiðinni til baka.  Hér er ég stödd á þjóðvegi 1.

14. október 2015

Nýr hjólastígur

Hjólaði í annað sinn nýja hjólastíginn meðfram Kringlumýrarbraut, frá Suðurlandsbraut og að Miklubraut (litað með grænu striki).

Þetta er breiður og finn stígur og það var mikil framför að fá hann.  En það er tvennt sem virkar skrítið á mig.  Núna var búið að mála línur á stíginn og þar sem hann liggur að Suðurlandsbraut er heila línan milli hjólastíg og göngustígs látin begja í veg fyrir hjólastíginn og loka honum.  Hefði ekki verið réttara að láta línuna verða brotalínu þarna?  Þetta hljóta að vera einhver mistök.
Svo eru trjábeð á tveimur stöðum við stíginn og þá er hann látinn hlykkjast meðfram beðunum.  Það hefði verið flottara að hafa stíginn beinann og færa trjábeðin að mínu mati.  Þetta er óþarfa hlykkir og mjög líklegt að í vetur þegar snjór liggur yfir öllu og stígurinn verður skafinn muni vélarnar fara út í trjábeð amk á meðan trén eru þetta smávaxin.
Annars eins og ég sagði í byrjun þá er þetta mjög flottur stígur og góð viðbót við stígakerfið sem nú þegar er komið.

2. október 2015

Munur á meðvindi og mótvindi

Það er þannig að oftast hjóla ég sömu leið til og frá vinnu.  Það er helst ef veður er leiðinlegt (mikið rok) eða færðin slæm sem ég vel aðra leið.

En hér er ég með tvær myndit teknar af sömu leiðinni, önnur er í meðvindi og hin í mótvindi.  Munurinn er 6 og hálf mínúta.

Hjólað heim í meðvindi (til að sjá myndina stærri er hægt að smella á hana):

Hjólað heim í mótvindi:

Ég er ekki með hjartsláttarmæli og þess vegna er kaloríubrennslan áætluð svipuð báðar ferðirnar þó án efa hafi ég reynt nokkuð meira á mig í mótvindinum.  Svo er augljóslega ekki mikið að marka hæðarupplýsingarnar því þær eru mjög ólíkar í þessum tveimur færslum þó ég fari sömu leið.

1. október 2015

Hjólað í september 2015

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 355 km, þar af 244 km til og frá vinnu og 111 km annað.

Hjólaði 22 af 22 vinnudögum mánaðarins til vinnu, Sá að meðaltali 16 á hjóli á dag til vinnu og 19 á heimleið. Mest taldi ég 23 og minnst 8 (á leið til vinnu).  

Set inn þessa mynd frá endomondo til gamans.  Mig vantar enn töluvert upp á að fara hringinn í kringum hnöttinn (þetta eru auðvitað tölur frá því ég fór að nota endomondo forritið).

Bætt við 5.10.2015:

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...