Í gær lét mamma skipta um hinn mjaðmaliðinn. Þetta gekk svona glimrandi vel hjá henni og í dag fór hún í fyrsta göngutúrinn á nýja liðnum. Það var svo sem ekki langt, svona u.þ.b. í kringum rúmið. En hún er rosalega dugleg hún mamma mín.
Síðan kemur litli bróðir heim með fjölskylduna á morgun. Þá fæ ég að sjá litlu frænkuna mína hana Abeline Sögu í fyrsta skipti. Hún er víst svona ofboðslega brosmild og skemmtileg, bara eins og við hin öll í þessari fjölskyldu.
Já það er aldeilis nóg að gera þessa dagana.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
2 ummæli:
Batakveðjur til mömmu þinnar :)
ma sjekke:)
Skrifa ummæli