27. desember 2006

24. desember

Staðsetning þar sem nýr miði var með annari staðsetningu þar til á endanum þær fundu pakka.

En það sem er skemmtilegra að segja frá er að þegar ég fór á fætur (vakna alltaf fyrst í fjölskyldunni) þá var búið að hengja upp miða í band fyrir framan svefnherbergishurðina okkar. Öðru megin á honum stóð "mamma og pabbi" svo það var augljóst fyrir hvern hann var. Hinumegin var vísbendingin:

Hér er ró og hér er friður.
Hér er gott að setjast niður.
Hugsa sína þyngstu þanka
þar til einhver fer að banka.
Þá er mál og mannasiður
að stana upp og sturta niður.

Og þá tók við löng, löng bið hjá mér eftir hæfilegum tíma til að draga Elías á lappir og elta vísbeninguna. Svo loksins, loksins kom hann á fætur og þá var farið inn á klósett. Þar inni var annar miði sem á stóð öðrumegin "lyklaborð" en hinumegin voru stafir hér og þar á stangli sem ekkert var hægt að lesa úr.

Undir lyklaborðinu var annar miði allur í götum. Þegar sá miði var lagður yfir stafaruglið á fyrri miðanum mátti lesa orðið: plastglös.

Og þá loksins komum við að pakka.

Þetta var frábært framtak af stelpunum mínum sem þurftu að leggja það á sig að vakna kl. 5 til að setja þetta upp til að vera öruggar á því að hvorki ég væri vöknuð né Elías enn á fótum.

2 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Hjúkket maður, nú fer þessum getraunum að slota.

Nafnlaus sagði...

Já nú er þetta búið og allir geta andað léttara.

Bjarney

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...