22. desember 2006

Upp á stól stendur mín kanna!!!

Það er vísindalega sannað að textinn "upp á stól stendur mín kanna" er réttari en "upp á hól stend ég og kanna".

Í Morgunblaðinu í dag er þetta rakið (og í gær einnig). Þungu fargi er af mér létt. Þessi "upp á hól" texti hefur ekki heillað mig og frekar farið í mínar fínustu.

Í raun er textinn í jólalaginu "Jólasveinar ganga um gólf" samsuða úr tveimur óskildum vísum og þess vegna gengur þetta svona illa upp. En í gamla daga var til eitthvað sem hét könnustóll og þar voru ölkönnur geymdar.

Og hana nú og hopsasa. Vinsamlega hættið að syngja um þennan leiðinda hól.

1 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Aaaalveg sammála þér þarna, skemmtilegur póstur þarna í mogganum um textamisskilninginn : )

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...