Á fyrstu myndinni er ég að ganga frá Hlemmi. Stígurinn þar er þröngur og líklega erfitt að koma moksturstækjum á hann, enda leit hann út eins og tæki hefði verið ekið um hann en ekkert endilega neitt skafið. Svo hafa moksturstæki sem skafa götuna ausið slabbi og salti yfir stíginn (nú er ég auðvitað bara að giska) sem gerði það að verkum að á stígnum var mikið slabb og erfitt að fótasig.
Þetta skánaði töluvert þegar komið var fram hjá Fíladelfíu, þar var betur skafið og ekkert slabb á stígnum, en hann var allt of þröngur og ekki gott að mæta öðrum gangandi, hvað þá hjólandi.
Ég sé eftir því að hafa ekki tekið mynd af gatnamótunum Laugavegur-Kringlumýrarbraut því þau voru hrikaleg. Virtust ekki hafa verið skafin og hraukar af slabbkenndum snjó.
En þegar yfir þau gatnamót var komið tók við draumur þess sem ferðast um borgina gangandi eða hjólandi. Þessi stígur var virkilega vel skafinn alveg að Glæsibæ. Þvergötur vandaðar og hvergi hrauk að sjá. Sá sem skafar þarna er greinilega fagmaður á sínu sviði. Þetta var unun að sjá.
Það sama má þó ekki segja um gönguljósin sem liggja frá þessum stíg yfir Suðurlandsbrautina. Eins og sést á myndinni hefur ekkert verið skafað.
En hérna tók ég mynd af því að svona ættu þessi gatnamót að vera að mínu viti. En í raun eru þau ekki svona, hér er farið fram af kantsteini og komið beint á kantstein hinu
Hér er ég komin að gatnamótunum hjá Glæsibæ (sést í húsið sem Hreyfing er í og svo TBR húsið þarna hægra megin), en á þarna einmitt, undir öllum snjónum er stígur sem ég ætlaði að ganga eftir í áttina heim. En hann hefur bara ekkert verið skafinn!
Svo var það stígurinn meðfram Álfheimunum. Hann var almennt ágætlega mokaður, en svo komu bútar þar sem innkeyrsur á bílastæði og það eru leiðindasvæði.
Stígarnir eru sem sagt ansi misvel mokaðir og hreinsaðir. Sumir stígar eru í forgangi og er mokaðir fyrst, en vandamálið er að komast á þá. Hér er slóð á kort hjá Reykjavíkurborg sem sýnir forgang í snjóhreinsun stíga.