26. febrúar 2009
Sólókeppni í Óperunni
24. febrúar 2009
Töskurnar mínar


16. febrúar 2009
Prjónaárið 2009

Lindu taska er öðruvísi en mín að því leiti að hún er hvít alveg upp og línurnar 5 eru nótnastrengir og hún hafði saumað í þá nótur. Það kemur virkilega skemmtilega út, en það var í mér einhver leti svo ég sleppti því. Og sjá hér er árangurinn.
Ætlunin er að ljósmynda allar afurðir ársins. Andrésbókin er með á myndinni til að menn átti sig á stærðinni. En núna er ég að prjóna bæði dúkku og sokka sem ná uppfyrir hné.
Ps. sá hvorki meira né minna en 8 hjólreiðamenn á leið minni til vinnu! Enda er veðrið og færð töluvert betri núna, næstum allur klaki farinn og hitinn 6°C. Ég var ekki nema 17. mín á leiðinni.
14. febrúar 2009
Húsmæðraorlof.
Á þriðjudaginn tók ég rútuna norður á Blönduós þar sem Inga vinkona tók á móti mér. Jói var svo indæll að lána mér rúmið sitt og herbergi. Svo fór í hönd tími sem var allt í senn hressandi og afslappandi. Við fórum í göngutúra í snjónum. Svo á listasýningu í barnaskólanum þar sem Sigurbjörg hafði búið til allskonar fínerí úr leðri (þar á meðal virkilega flott bókamerki handa mér) og Jói hafði bæði teiknað og leirað. Ég fékk að fylgjast með söngtíma hjá Ingu sem var gaman. Linda systir Ingu dró okkur með sér á prjónakvöld á Blönduósi þar sem haldinn var fyrirlestur og prjónað (og auðvitað skoðað og sýnt það sem verið var að vinna með). Okkur var boðið í kreppukaffi til mömmu Ingu og þar fengum við dásamlega góðar kökur.
Að ótöldum þeim tíma sem við prjónuðum eða púsluðum og kjöftuðum frá okkur allt vit.
Á meðan ég skemmti mér á norðurlandinu húkti eiginmaðurinn í bælinu með hálsbólgu og hita.
En núna er ég komin heim til að hjúkra honum og þá verður allt betra ;)
29. janúar 2009
Snjór, snjór, snjór og aftur snjór

28. janúar 2009
Hjólafréttir
En mér gengur ljómandi vel að hjóla. Á í raun erfitt með að trúa því að það sé ekki meira mál að hjóla á veturnar. Veðrið hefur auðvitað leikið við mig þ.e. lítið er um blástur. Færðin misjöfn en að meðaltali er ég ekki nema 5 mín lengur í vinnuna núna heldur en á sumrin.
Svo er gaman að því að benda fólki á átak sem er að hefjast sem kallast lífshlaupið. Þetta er fyrirtækja- og einstaklingskeppni sem stendur yfir 2. - 24 febrúar og felst í því að hreyfa sig (skiptir ekki máli hvernig eða hvenær) í 30 mín samanlagt (þarf ekkert frekar að vera allt í einu) á dag.
24. janúar 2009
Búsáhalda byltingin
Það er komin endurnýjuð orka í mótmælin og menn virðast hafa náð að hemja ólætin og árásir á lögreglu. Því hver vill lifa í landi þar sem óeyrðir geysa? Þegar svona ólæti hafa verið í sjónvarspfréttunum frá útlöndum þá hefur tilfinningin fyrir því að svona gerist ekki á Íslandi verið til staðar.
En þó verð ég að segja að eftir að mótmælin hófust og maður sá hvernig tekið var á þeim í fjölmiðlum þá fóru nú að renna á mig tvær grímur.
Í upphafi mótmælanna (fyrir hvað 15 eða 16 vikum) tók ég þátt í friðsömum mótmælum, hlustaði á kröftugar ræður og fannst magnað að vera innan um fjölda manns með sömu óvissuna í hjarta. Svo fór maður heim ánægð með dagsverkið og horfið svo á fréttir um kvöldið og hlakkaði til að sjá boðskapinn útbreyddann með brotum úr ræðunum (því margir sem vildu komust ekki á staðinn), en nei - þá voru bara myndir af fólki með ólæti. Þeir sem hrópuðu hæst komust í mynd en ekki málefnin.
Þetta breyttist þó aðeins eftir háværar kvartanir frá þeim sem tóku þátt í mótmælunum. En ég komst ekki hjá því að hugsa hvort þetta væri svona líka þarna í útlöndunum. Þegar við sjáum myndir af fánabrennum og æstum mönnum (konur eru líka menn) kastandi grjóti og bensínsprengjum, eru þetta þá bara dreggjarnar af kröftugum, fjölmennum, mótmælum sem farið hafa úr böndunum eftir að hin almennu mótmæli eru yfirstaðin?
Allavega þá trúi ég því að mótmælin í dag verði fjölmenn, kröftug og án ofbeldis.
Ætlar þú að mæta?
13. janúar 2009
Hjólafréttir

5. janúar 2009
5. janúar 2009
Hjólið mitt er nýþvegið og smurt og svakalega fínt. Fundum reyndar út að miðjutannhjólið að framan er algjörlega búið, það er farið í sundur á 2 stöðum (enda var það alltaf að haga sér eins og verið væri að skipta um gír) svo núna er hjólið mitt bara 8 gíra af því ég nota eingöngu stærsta tannhjólið að framan, en það gerir ekki til, greinilega þarf ekki meira svona innanbæjar í góðu færi.
Á morgun byrja skólarnir hjá stelpunum og jólaskrautið ratar aftur ofaní kassa. Eins og það er gaman að segja það upp þá er ég líka alltaf jafn fegin þegar það fer niður aftur. Er komin með meira en nóg af glitri og glingri.
Þetta árið hef ég prjónað eins og vindurinn (tilvitnun í ¡Three Amigos!) og gengur mjög vel. Er að prjóna virkilega fallega peysu sem er sérpöntuð (gaman að fá svona pantanir) og ég virðist ætla að ná að klára hana á met tíma.
23. desember 2008
15. desember 2008
Piparkökuturninn

Í upphafi baksturs sagði ég sem svo: "Stelpur eigum við ekki bara að gera lítið og sætt piparkökuhús í ár?"
Útkoman varð svo stærsta piparkökuhús sem við höfum nokkurntíman gert.
Til samanburðar er hér mynd af húsinu sem við gerðum í fyrra.
Hrund hannaði piparkökubílinn, kemur skemmtilega út.
13. desember 2008
Snjórinn


5. desember 2008
Hitt og þetta og þó mest jólaundirbúningur

26. nóvember 2008
Útgáfutónleikar

Þar fagnar Kór Áskirkju útgáfu á jóladiskinum Það aldin út er sprungið. Kórinn syngur íslensk og erlend jólalög án undirleiks undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar. Á disknum hljjóma perlur sem allir kannast við, í hefðbundnum sem og óhefðbundnum útsetningum, ásamt minna þekktum kórverkum.
Aðgangur er ókeypis.
17. nóvember 2008
10. nóvember 2008
Fréttaflutningur
Ég eins og margir aðrir var sársvekkt yfir fréttaflutningi af mótmælafundinum á laugardaginn síðasta. Mig hefur langað að skrifa eitthvað um það en ekki gefið mér tíma í það. Í staðinn hef ég sett inn hér slóðir á bloggfærslur það sem fólk lýsir óánægju sinni með fréttaflutninginn, enda var hann til háborinnar skammar.
Tilfinningin er sú að maður geti engum treyst lengur. Hver segir satt? Hverju er sagt frá og hvað skilið eftir? Og þegar Sjónvarpið tók upp á þessum ósóma líka, ja hvernig get ég treyst fréttaflutningi frá þeim eftir þetta?
Kíkið endilega á þessar færslur.
Lára Hanna Einarsdóttir - Hvert er eiginlega hlutverk fjölmiðla?Helga Vala - Af spunasveini Rúv.
Bloggsíða Ágústs Borgþórs - Mannfjöldinn er fréttin - ekki eggjakastið
Silfur Egils - Mótmælin áðan
Jenný Anna Baldursdóttir - Mótmælum rænt um hábjartan dag
En í gærkvöldi klóraði Sjónvarpið í bakkann og birti réttlátari mynd af mótmælunum og talaði við Hörð Torfa og þann sem stóð fyrir borgarafundinum í Iðnó. Lára Hanna Einarsdóttir hefur sett það myndskeið inn á bloggið hjá sér og þetta er slóðin á færsluna hennar. Afsökunarfrétt, Einar Már og skrílslæti forsætisráðherra
7. nóvember 2008
31. október 2008
Reynslan af nagladekkjunum er góð.
Hef bara einu sinni komist yfir 30 km/klst eftir að nagladekkin fóru undir hjólið en ég finn að ég er smátt og smátt að auka hraðann aftur eftir því sem ég læri betur á dekkin.
Kuldinn er lítið sem ekkert að angra mig. Ég er í mínum venjulegu fötum, gallabuxum, bómullarbol (þó vanir hjólreiðamenn segji manni að forðast bómull því hún drekkur í sig svitann og blotnar), lopapeysu og lopasokkum. Utan yfir það er ég svo í fínu Didrikson regn/útivistarfötunum mínum sem bæði halda hita, en anda líka (kostuðuð 12 þús í útilífi í sumar). En mig vantar nýja vetlinga því mínir eru orðnir ansi götóttir og mér verður kalt á puttunum sem standa út úr götunum. En úr því verður bætt fljótlega.
Sem sagt vetrarhjóleiðarnar ganga vel og ég er svo ánægð með að geta haldið áfram að hjóla þó smá snjór og hálka sé í bænum.
30. október 2008
kjosa.is
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...

-
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
-
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...