Er aðeins farin að finna fyrir jólastressinu.
Það er svo margt sem þarf að gera (þrífa og kaupa jólagjafir) og margt sem mig langar að gera (baka piparkökur og föndra). Og mér finnst ég ekki hafa næstum því nógan tíma fyrir það allt.
Árið 2000 fórum við hjónin til Ameríku í nóvember og keyptum þá allar jólagjafir og jólaföt. Það var frábært. Þá lofaði ég mér því að vera alltaf búin að kaupa allt fyrir desember. Það er skemmst frá því að segja að ekkert hefur orðið úr því loforði.
En nú þarf að skipuleggja sig til að allt gangi upp fyrir hátið ljóss og friðar.
Ein smá könnun í lokin.
1. Ætlar þú að senda út jólakort í ár?
2. Nú hef ég heyrt marga tala neikvætt um jólakortin og finnst þau vera til óþurftar og vildu helst sleppa þeim. Finnst þér það líka?
Rétt að taka það fram eins og hjá Gallup að þér er ekki skilt að svara einstaka spurningum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Hjólaði samtals 231 km í mánuðinum þar af 113 til og frá vinnu. Tók mér 3 orlofsdaga í mánuðinum og var veik 2. Hjólaði 49 km á stóra hjól...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
2 ummæli:
Ég hafði satt best verið velta fyrir mér jólakortum og er meira að segja búinn að kaupa þau. En ættlaði þau meira til fólks sem ég hitti sjaldan en vill að muni eftir mér.
Ja ég af einhverju hugsunarleysi sendi alltaf frá mér jólakort, langar alltaf að búa þau til sjálfur, gefa hverjum og einum sína útgáfuna, en það er aldrei tími í slíkt, maður rétt næra að gera eina útgáfu og sendir það á línuna.
Skrifa ummæli