30. maí 2015

Tweed ride Reykjavík 2015

Virkilega skemmtilegur viðburður í dag, tweed ride Reykjavík.  Góð mæting þrátt fyrir rok (nokkra dropa úr lofti) og frekar kalt veður.
Menn hittust við Hallgrímskrirkju kl 14, allir fengu númer á handlegg og hjól þar sem vegleg verðlaug voru í boði fyrir best klædda karlinn og konuna og flottasta hjólið í lok viðburðarins.
Þegar allir voru komnir með númer var tekin mynd af hópnum (mönnum ráðlegt að leggja niður hjólin sín á meðan þar sem rokið var í því að fella þau).
Síðan var hjólað af stað í halarófu niður Skólavörðustíginn, aðeins í gegnum miðbæinn, safnast aftur saman við Hljómskálann áður en haldið var að Salt við Reykjavíkurflugvöll.  Þar var gott stopp og gafst mönnum tækifæri á að kaupa sér veitingar eða snæða nesti.
Eftir dágott stopp var lagt af stað aftur og aftur í miðbæinn, Snorrabraut og svo Laugaveg þar sem við vöktum töluverða athygli og voru ófáar myndir teknar af okkur af gangandi vegfarendum.  Við vorum líka dugleg að vekja á okkur athygli með því að hringja bjöllunum og brosa út að eyrum.
Skrúðreiðin endaði svo á Kex hostel þar sem boðið var upp á gúrkusamlokur og kaffi eða te.  Plús það að menn gátu keypt sér veitingar.  Þar fengu allir litla miða til að kjósa hver ætti að hljóta verðlaunin.

Pabbi var á sendisveinahjólinu sem hann keypti sér í vetur.  Hrund hafði málað fyrir hann á skilti sem er á hjólinu "Verzl. Nonna og Bubba" en það var verslun í Keflavík sem pabbi vann hjá sem sendill þegar hann var strákur og einmitt á mjög svipuðu hjóli.  Hann hafði fundið allskonar vörur til að setja í kassa framan á hjólið til að líkja eftir sendingum sem hann fór með á sínum tíma, enda vakti bæði hjólið og farmurinn eftirtekt hjá samhjólurum okkar.

Ég og mamma eigum eins hjól, sem við keyptum báðar á síðast ári.  Við hekluðum okkur pilshlífar sem við settum á hjólin í gær og vorum bara nokkuð ánægðar með afraksturinn.

Hér eru nokkrar myndir frá okkur (ég bæti svo líklega við myndum þegar ljósmyndari viðburðarins verður búinn að setja inn á síðuna).




28. maí 2015

Geymi hjólið úti og er óróleg


Þarf þessa dagana að geyma hjólið mitt úti á meðan ég er í vinnunni.  Vegna breytinga er fullt af dóti og drasli á staðnum þar sem ég hef hjólið vanalega (en það verður vonandi fjarlægt fljótlega).  Nú er ég alltaf að kíkja út um gluggann til að fullvissa mig um að hjólið sé enn á sínum stað.
Ég hef einu sinni lent í því að hjólinu var stolið, reyndar var ég þá líka svo heppin að fá hjólið aftur einhverjum vikum seinna.  En þá hafði ég einhvernvegin í fljótfærni ekki læst hjólinu við stöng heldur hékk lásinn bara á stönginni þegar ég kom að sækja það og verndaði ekki eitt né neitt og líklega hefur einhver fótalúinn gripið tækifærið.  Hjólið skilaði sér svo til lögreglunnar sem merkilegt nokk hirta það upp ekki langt frá þáverandi heimili mínu.

Það er ótrúlega vond tilfinning að missa farartækið sitt.  Ég hefði aldrei trúað því fyrr en ég reyndi það á eigin skinni hversu óþægileg tilfinning það er.  Og gleðin var mikil þegar ég fékk það aftur.

Ps. mig langar í svona körfu framan á hjólið eins og er á hjólinu við hliðina á mínu.

25. maí 2015

Hjólað með börn í Hollandi.


Enn er síðan

BICYCLE DUTCH

með fallegan póst sem sýnir okkur hversu undursamlega einfaldur og fjölskylduvænn fararmáti hjólreiðar eru.  Það er þetta sem við eigum að stefna að og við verðum að passa okkur á því að festast ekki í hræðsluumræðunni.  Horfið á myndbandið og njótið.
Þessi kafli hjá þeim heitir Cycling with babies and toddlers og er nokkur texti og ljósmyndir með sem er þess virði að lesa og sjá.

12. maí 2015

"The Idaho Stop”

Rakst á þessa áhugaverðu grein á Hjóladagblaðinu er varðar relgur vegfaranda gagnvart umferðarljósum.  Hér er slóðin á greinina sjálfa.

Í Idaho var reglum varðandi umferðarljós breytt árið 1982 hvað varðar hjólandi umferð skv. greininni.  Fyrir hjólandi er rautt ljós eins og stöðvunarskylda og stöðvunarskylda eins og biðskylda.  Þ.e. þegar hjólandi koma að ljósastýrðum gatnamótum og mæta rauðu ljósi þá skulu þeir stoppa og athuga hvort umferð sé um gatnamótin, ef svo er ekki mega þeir halda áfram yfir.  Eins er með stöðvunarskylduna þar skulu hjólandi hægja á sér, en ef óhætt er að halda áfram meiga þeir það án þess að vera að brjóta lög.  Þetta hefur reynst vel í Idaho og ég er nokkuð viss um að þetta mundi virka vel hér hjá okkur líka.

Greinahöfundur ákvað að gera tilraun í sínum heimahögum sem eru í Seattle, hann ákvað að hafa þrjá mánuði sem reynslutíma.  Um árangurinn getið þið lesið í greininni.

(Hef áður póstað um sama efni, sjá hér)

6. maí 2015

Fyrsti dagur átaksins Hjólað í vinnuna

Og fjöldamet ársins slegið á fyrsta degi, sá 33 á hjóli í morgun.
Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér:  Hjólað í vinnuna

Ég tek ekki þátt í ár og hef ekki gert síðan 2009 að ég held, þó ég hjóli til og frá vinnu alla daga allt árið um kring.  Aðstæður eru þannig að samstarfsmenn eru lang flestir í vaktavinnu á 12 tíma vöktum og fæstir búa það nálægt vinnustaðnum að þeim finnist það heppilegt að hjóla.
En ég er mjög ánægð með þetta átak og er ekki í nokkrum vafa um að það hafi hjálpað mögum að yfirstíga fordóma gagnvart hjólreiðum (fordómar s.s. að ekki sé hægt að hjóla hér vegna veðurs, eða það eru of margar brekkur) og hafa séð að veðrið er alltaf verra þegar þú situr inni í bíl, maður er fljótur að hjóla sér til hita sé kalt úti (og lærir fljótt hvernig best er að klæða sig).
Nú er spennandi að sjá hvort fjöldametið verði aftur slegið næstu daga.


1. maí 2015

Hjólað í apríl 2014 (og smá labb)

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 219 km, þar af 163 km til og frá vinnu og 56 km annað.  

Hjólaði 15 af 18 vinnudögum mánaðarins til vinnu, páskarnir voru í þessum mánuði og því eru svona fáir vinnudagar.  Apríl mánuður var töluvert skemmtilegri en mars og þónokkuð bjartari.  Um miðjan mánuðinn skipti ég af vetrarhjólinu yfir á sumarhjólið og vona að ég þurfi ekki meira á vetrarhjólinu að halda í bili.  Hitastigið helur sig í kringum frostmarkið en seinni part mánðarins hefur sólin skinið og það munar svo ótrúlega mikið um hana blessaða.

Sá að meðaltali 10 á hjóli á dag til og frá vinnu. Mest taldi ég 19 til vinnu og 20 á heimleiðinni.

Meðalferðahraði í mánuðinum var 15,6 km/klst til vinnu og 15 km/klst heim.  Og meðal ferðatími var 21 mín til vinnu og 19 mín heim.  Hraðinn hefur aukist með betri færð, en ég er samt hætt að keppast um hraðann og finnst þessi hraði sem ég er á núna vera fínn.  Áður átti ég til að pirra mig á því þegar einhver tók fram úr mér og fór þá í keppnisgírinn, líklegast hef ég róast með aldrinum og kippi mér ekki upp við þetta lengur.

Í mánuðinum fór ég í kórferðalag til Lissabon þar sem nokkuð var um labb, aðallega um miðbæinn.  Því miður kveikti ég ekki alltaf á endomondo þegar við fórum út og því vantar mig þegar við fórum upp að kastala heilags Georgs, en hann er ansi hátt uppi og hefði verið gaman að sjá hæðarmuninn.  En Lissabon er ansi hæðótt borg og finnst mér allar brekkur hér stuttar og flatar í samanburði, enda sá maður ekki mikið af hjólum í hæðunum en eitthvað af þeim í notkun niðri í bæ.

Bætt við 5.5.2015, póstur frá endomondo:

22. apríl 2015

Hjólreiðar í Lissabon - hugsað upphátt.

Var í 5 daga kórferðalagi í Lissabon núna í apríl.  Þetta er ótrúleg borg, bæði falleg og ljór og í uppbyggingu.  Mjög svo lifandi.  Veðrið var fínt, líkt og góður sumardagur hér á Íslandi (kalt í skugga og á kvöldin en hlýtt í sólinni, kaldur vindur).

Borgin er mjög hæðótt, flestar brekkur í Reykjavík stuttar og flatar miðað við Lissabon.  Fannst ég sjá álíka marga hjólandi þar og hér, þ.e. ekki mjög margir en alltaf einn og einn og stundum hópa.  Þá annaðhvort túristar í skoðunarferð eða spandexklædda-æfingahópa (geri ég ráð fyrir).  Í bröttu brekkunum sá ég hjólin aldrei fara upp og ég velti því fyrir mér hvort menn nýti sér einhver önnur samgögnutæki til aðkoma hjólunum upp.

Eitthvað er um hjólastíga en þeir sem ég sá voru yfirleitt stuttir og enduðu einhvernvegin hvergi og gangandi notuðu þá mikið, sá ekki marga hjóla á þeim (líklega út af öllum gangandi) en hjólastígarnir voru sléttir á meðan gangstéttar voru úr steinum sem voru oft ekki mjög sléttir.  Menn almennt hjóluðu á götunum, en umferðin er frekar þung og göturnar almennt þröngar og ég er ekki viss um að ég mundi treysta mér til að hjóla á götunum þarna.

Tók svo sem ekki mikið af hjólamyndum en hér eru nokkrar þar sem sést í hjólastíga.





14. apríl 2015

Snjórinn farinn og kemur vonandi ekk aftur.

Í gær og í dag var rigning.  Spáin segir hita yfir frostmarki alla þessa viku.  Kannski er vorið að ná yfirhöndinni.  Er núna á sumarhjólinu og vona heitt og innilega að ég þurfi ekki á hinu hjólinu að halda aftur fyrr en næsta haust.

1. apríl 2015

Hjólað í mars 2015

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 248 km, þar af 196 km til og frá vinnu og 52 km annað.  

Hjólaði 19 af 22 vinnudögum mánaðarins til  vinnu.  Mars mánuður var ekki eins skemmtilegur veðurlega eins og ég hafði vonað.  Eftir að hafa þraukað febrúar var ég viss um að mars yrði þægilegri.  En 3x fékk ég far heim úr vinnu vegna leiðinda veðurs (2x með hjól og einu sinni var það skilið eftir í vinnunni).  Það er þó orðið bjart á morgnana og hætti ég að nota ljósin á hjólinu í mánuðinum.  Nokkrir dagar voru alveg frábærir og gat ég hjólað á sumarhjólinu í tvo daga sem var hrein dásemd.
 
Sá að meðaltali 4 á hjóli á dag til vinnu og 6 á heimleiðinni. Mest taldi ég 8 til vinnu og 15 á heimleiðinni (nokkrir sólríkir og fallegir dagar sem fólk að sjálfsögðu nýtir til að hjóla).  

Meðalferðahraði í mánuðinum var 13,4 km/klst til vinnu og 12,4 km/klst heim.  Og meðal ferðatími var 21 mín til vinnu og 23 mín heim, eins og í janúar.



 Þessi mynd hér fyrir neðan sýnir hvernig ég stend í samanburði við aðra sem nota endomondo.  Fljólega geri ég ráð fyrir því að fara niður fyrir meðaltalið, en er á meðan er.

Bætt við 7. apríl 2015:
Veit ekki afhverju tölurnar frá endomondo stemma ekki við tölurnar hjá mér, tel helst að mánuðurinn hjá þeim skarist eitthvað við dagana því ég er að nota tölur úr endomondo þegar ég skrái inn í excelskjalið mitt.

19. mars 2015

Fyrsti hjólatúr ársins á sumarhjólinu

Loksins er ekki snjór eða hálka á stígum og götum.  Fór því á sumarhjólinu í vinnuna í morgun og þvílík dásemd sem þetta hjól er.  Það svífur áfram og ég gat ekki annað en brosað allan hringinn á leiðinni.  Hér er það svo í hvíld inni í vinnunni minni og bíður eftir heimferðinni.

15. mars 2015

Smá hvíld milli lægða

Mynd tekin af vefnum earth wind map sem maður hefur verið nokkuð duglegur að skoða undanfarið.  Næsta lægð sem fer yfir suðvesturhornið á landinu kemur um kvöldmatarleitið, smá hvíld þangað til.

Svona var staðan í gærmorgun:

11. mars 2015

Fátt er svo með öllu illt...

Skildi hjólið eftir í vinnunni í gær vegna óveðurs.  Þegar ég svo mætti í vinnuna í morgun tók á móti mér skínandi hreint hjól.  Haldiði að þessar elskur á næturvaktinni hafi ekki tekið sig til og þrifið hjólið (sem var orðið verulega óhreint og ég hafði ætlað mér fyrir löngu að fara með það upp á verkstæði til Elíasar til að þrífa það).

10. mars 2015

Enn snjóar (ég veit það er bara mars en mig langar í auða jörð)

Hjólaði heim í þykkri hundslappadrífu, sá lítið sem ekkert framfyrir mig út af snjónum sem festist á gleraugunum.  Þegar ég svo tók þau af mér var erfitt að halda augunum opnum út af snjókomunni.  Þó var lítið sem engin vindur, snjórinn kom bara svo þétt niður.  En það var ekki það versta heldur var leiðin sem ég valdi ekki heppileg.  Ég fór meðfram Sæbrautinni og þar veit ég að búið er að skafa á þessum tíma, nema hvað að sá sem skóf forgangshlutann (frá Hörpu að Kringumýrarabraut) vissi ekki hvar stígurinn var og hafði skafið á röngum stað að mestu leiti.  Svo þegar forgansstígnum lauk þá kom kafli sem var verulega illa skafinn (hef ekki séð þetta svona í allan vetur) en ég ímynda mér að farið hafi verið hratt yfir og tækið hafi skoppað því stígurinn var allur í bylgjum.
En þó verð ég að taka það fram að það var samt gaman að hjóla heim og ég var ekki nema um hálftíma  á leiðinni (er um 20 mín þegar enginn er snjórinn).  Og um morguninn þegar ég hjólaði í vinnuna (Álfheimar, Suðurlandsbraut, Laugavegur) þá var vel hreinsað og ekki yfir neinu að kvarta.

9. mars 2015

Grein frá Hollandi

Hér er rætt um konur og hjólreiðar og fallegt vídeó fylgir með.  Smellið hér

Bætti þessari síðu við hér hægramegin.  Hún heitir Bycicle Dutch.

5. mars 2015

Sokkar og viðgerð á þeim

Prjónaði þessa sokka á Hrund úr afgöngum.  Þeir voru mikið notaðir eins og sést og orðnir svo til ónóthæfir (búin að bæta einu sinni) svo ég tók mig til og klippti neðan af þeim og prjónaði nýjan hæl og fót.  Tókst bara nokkuð vel.



4. mars 2015

Tveir stígar, ansi misjafnt ástand


Hér er hjólastígurinn svo til alveg auður en gangstígurinn vinstramegin svo til alveg hulin klaka (mis mikið).  Ekki furða að flestir gangandi/skokkandi væru á hjólastígnum í gær (3.3.2015).

3. mars 2015

Nóvember kaktus

Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010.
 Fyrstu árin blómstraði hann alltaf um páskana (mars eða apríl).  En myndin hér fyrir neðan er tekin í nóvember 2014 og þá sést vel að hann er farinn að blómstra á réttum árstíma.

2. mars 2015

Hjólað í febrúar 2015

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 236 km, þar af 185 km til og frá vinnu og 61 km annað.  

Hjólaði 18 af 20 vinnudögum mánaðarins til  vinnu, það var starfsdagur í vinnunni og þá skildi ég hjólið eftir þar og einn dag hjólaði ég ekki vegna veðurs.  Febrúar var efriður veðurlega séð þar sem maður er orðin ansi þreyttur á vetrinum.
 
Sá að meðaltali 4 á hjóli á dag til og frá vinnu. Mest taldi ég 8 til vinnu og 10 á heimleiðinni.  

Meðalferðahraði í mánuðinum var 13,4 km/klst til vinnu og 12,4 km/klst heim.  Og meðal ferðatími var 21 mín til vinnu og 23 mín heim, eins og í janúar.

Þessi mynd sýnir hvernig ég stend í samanburði við aðra sem nota endomondo.  Það eru augljóslega færri sem hlaupa, gana og/eða hjóla á þessum árstíma.



Og þetta er bara til gamans:
.

22. febrúar 2015

Peysa verður til.

Byrjaði á þessari peysu 3. febrúar.  Hún er í stærð XS og er á bróðurdótturmína sem býr í Danmörku.  Það er u.þ.b. klst vinna milli mynda.



Viðbót 26.2.2015.  Og hér er mynd af eiganda peysunnar, ansi fín bara.

13. febrúar 2015

Gleðilegan "vetrar-hjólaði í vinnuna dag"!!!

Hjólaði í vinnuna í dag eins og aðra daga.  Veðrið er stillt og kalt (-6°C á mælinum heima).  Ekkert snjóaði í nótt svo stígarnir voru enn svo gott sem lausir við snó eftir mokstur gærdagsins.

Nema hvað að í dag er Winter Bike To Work Day.  Einhver út í heimi ákvað að einmitt þessi dagur í dag skyldi vera slíkur og ásamt öðrum setti af stað vefsíðu þar sem fólk allstaðar í heiminum getur skráð sig og heitið því að hjóla til vinnu í dag.  Þetta tókst svo vel (ekki fyrsta árið sem þetta er gert þó það sé í fyrsta skiptið sem ég veit af því) að vefsíðan ítrekað þoldi ekki álagið og var oft óaðgengileg.  Allavega þá er þáttakan góð og hér er kort sem sýnir fjölda þáttakanda (best að smella á myndina þá opnast stærri).
Á leið minni til vinnu sá ég 4 aðra á hjóli.  Ég fór mína uppáhaldsleið meðfram Sæbrautinni (en hún hefur oft í vetur verið illfær og því hef ég hjólað meira meðfram Suðurlandsbraut).  Nýji hjólastígurinn frá Kringlumýrarbraut að ljósunum rétt hjá Hörpu var næstum alveg auður þ.e. það sást vel í malbikið - vel gert hjá þeim sem sér um að hreinsa þann stíg.

10. febrúar 2015

Með vindinn í bakið á heimleiðinni, ekki allir svo heppnir í éljaganginum.  Mætti 6 á hjóli.

4. febrúar 2015

Hjólið sem ég hlakka svo til að taka fram

Get varla beðið eftir því að snjórinn og klakinn fari svo ég geti tekið þetta hjól aftur í notkun.  Mér finnst svo mikið skemmtilegra að hjóla á þvi, en því miður er ekki hægt að setja undir það nagladekk svo ég verð að bíða aðeins lengur.

3. febrúar 2015

Snór og kuldi

Það sem af er vetri hefur verið óvenju vetrarlegt (ef svo má segja).  Framan af var hann mildur og í nóvember var vorlegt en svo 30. nóv brast á með óveðri og síðan þá hefur hver stormurinn á fætur öðrum komið yfir landið og snjó varla tekið upp.

Í gær þegar ég hjólaði heim var kalt (mótvindur) en umhverfið yndislega fallegt.  Sólin skein á skjannahvíta Esju og Akrafjall og hafið var blágrátt og allt vann þetta saman við að skapa mikla fegurð.  Svo ég stoppaði og tók mynd, en hún nær þó enganvegin að fanga fegurðina.

Í morgun var 10 stiga frost, en alveg stillt.  Bætti legghlífum við hlífðarfötin mín.  Mér varð kalt á tánum enda er ég svolítið  að pjattrófast og hjóla í skóm sem eru lítið fóðraðir og ekkert rúm fyrir auka sokka, en það hefur sloppið til því ég er ekki að hjóla nema í um 20 mín.  Mér varð um tíma líka aðeins kalt á fingrunum, þó er ég í tvöföldum vettlingum (ullarvettlingar úr barnaull) innanundir og lopavettlingar (létt lopi) utanyfir.  Þetta hefur reynst mér vel í vetur en það var einstaklega kalt í morgun.  Um hálsinn hef ég kraga sem ég prjónaði úr einbandi og hún hefur reynst mér einstaklega vel í svona kulda til að hafa fyrir vitunum.  Áður var ég með buff (er ekki viss úr hvaða efni, gæti verið bómulblanda) og það stíflaðist alltaf út af andgufum og frosti.  Einbandið er það gisið að það stíflast ekki en heldur samt vel hita.  Undir lopahúfunni er ég svo með buff (svona venjulegt) því það hleypir ekki vindi í gegn eins og húfan.  Í morgun sá ég engan annan á hjóli.

2. febrúar 2015

Borgarvefsjá

Vefsíðan Borgarvefsjá er með silldar tæki hjá sér sem heitir lifandi gögn og þar undir er hægt að velja að sjá "Snjóhreinsun göngu- og hjólaleiða" og er hægt að velja um 4 möguleika þar:  Síðasta klst., síðustu 2 klst, síðustu 4 klst og síðustu 8 klst.  Nema hvað að mitt hverfi, Laugardalur og þar um kring virðist ekki senda inn upplýsingar.
Það snjóaði í allan gærdag, ekkert mikið í heldina sen samt nóg til að tefja för á hjóli ef ekkert er búin að skafa og þá mundi nú muna mikið um það að geta séð þessar upplýsingar inni á Borgarvefsjánni.

Svo ég sendi athugasemd til þeirra um að þessi gögn vantaði með ósk um að það væri lagað.  Vonandi verður hægt að koma þessum gögnum inn þarna eins og annarsstaðar.

Hér er mynd tekin af síðunni snemma í morgun.  Ég veit að búið var að hreinsa stíginn við Langholtsveg og niður Álfheimana því þá leið fór ég til vinnu.  En það er áberandi ekkert rautt í kringum Laugardalinn.

1. febrúar 2015

Hjólað í janúar 2015.

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 254 km, þar af 183 km til og frá vinnu og 71 km annað.  

Hjólaði 18 af 21 vinnudögum mánaðarins til og frá vinnu, var veik í einn dag og og svo voru tveir dagar sem ég hjólaði ekki vegna veðurs.  Það hefur verið snjór eða klaki allan janúar, að einum morgni undanskildum þegar rigningin náði að hreinsa af stígunum og ég fékk vor-löngunartilfinningu á leiðinni til vinnu.   Svo snjóaði yfir daginn og allt var orðið hvítt aftur á heimleið.
 
Sá að meðaltali 5 á hjóli á dag til og frá vinnu. Mest taldi ég 10 til vinnu og 7 á heimleiðinni.  Hjólaði fyrripart mánaðarins niður Álfheimana, eftir Suðurlandsbraut og svo Laugaveg.  Sá stígur er í forgangi í snjóhreinsun og var nokkuð vel hreinsaður plús það að stór hluti af nýja hjólastígnum frá Kringlumýrarbraut og að Fíladelfíu er upphitaður.  Seinnipartinn mánaðarins fór ég svo mína uppáhalds leið meðfram Sæbrautinni þar sem færð og veður var orðið betra.

Meðalferðahraði í mánuðinum var 13 km/klst til vinnu og 12 km/klst heim.  Ég er yfirleitt aðeins lengur heim, það er örlítið upp í móti þó ekki neitt til að tala um.  Og meðal ferðatími var 21 mín til vinnu og 23 mín heim.

Þetta er samanburður milli ára og sýnir meðaltal taldra manna á hjóli á leið minni til vinnu.  Líkleg skýring á fækkun núna er veðurfarið.  Fyrrihluta mánaðarins var færðin ansi misjöfn,



Svona er staðan hjá endomondo síðan ég hóf að skrá hreyfinguna mína þar.  Þetta eru að sjálfsögðu nokkuð óþarfa upplýsingar en mér finnst gaman að þeim engu að síður.



Verð að viðurkenna að ég er mikið farin að hlakka til að geta lagt vetrarhjólinu og farið aftur á sumarhjólið sem ég keypti mér í fyrra vor.  Það er svo miklu skemmtilegra að hjóla á því, en því miður er ekki hægt að setja nagladekk undir það og þess vegna verður það að bíða í skúrnum þar til snjórinn og hálkan eru á bak og burt.

Viðbót 2.2.2015, tölvupóstur frá endomondo:

29. janúar 2015

Hörgsland - Réttarholtsvegur

Verð að segja að ég er nokkuð stollt af þessari hjólaferð minni.  Fór í saumaklúbb í Kópavoginum á hjólinu og stysta leiðin er upp á Bústaðaveg sem ég fór.
Myndin er af bakaleiðinni og það sem ég er svo stollt af er að ég náði að hjóla upp alla brekkuna frá Fossvogsdal, upp Hörgslandið og svo Réttarholtsveginn alveg upp á topp þar sem Réttarholtsskóli er.  Stoppaði aðeins á ljósinu við Bústaðaveg, en þetta er ansi hressileg brekka.


Stundum þarf að skafa af hjólinu


27. janúar 2015

Klakinn á undahaldi

Hjólaði Sæbrautina í morgun (þ.e. stíginn meðfram Sæbraut) og er næstum allur klaki horfinn af stígnum.  En í staðinn koma í ljós steinvölur, sandur og möl síðan fyrir áramót þegar eitt óveðrið skall á borginni og mölin þeyttist inn á og yfir stíginn líklega vegna ágangs sjávar.

Sendi beiðni til Reykjavíkurborgar um að hreinsa þetta upp því það getur verið varasamt fyrir hjólandi að lenda í steinahrúgunum.  Myndin er tekin í desember 2014, en ég held að síðan þá hafi snjór og klaki verið yfir öllu og því sé þetta ekki nýkomið heldur aðeins komið í ljós þegar hlánaði.

23. janúar 2015

Winter bike to work day 2015

Á síðunni samgönguhjólreiðar inni á Facebook var bent á þennan viðburð winter bike to work day 13. febrúar 2015.  Og ég ákvað að skrá mig, er hvort sem er að hjóla til vinnu (nema veðrið svíki).  Núna eru 28 búnir að skrá sig hér á Íslandi (sjá mynd) en ekki er ólíklegt að fleiri komi til með að skrá sig.

Þegar maður skráir sig þá er smá spurningalisti og svo áttu að skrifa hvað það er sem þú elskar við að hjóla á veturnar.  Þegar kortið er skoðað (sem ég tók mynd af) þá er hægt að smella á staði og, þysja inn og sjá hvað aðrir hafa skrifað sem ástæðu fyrir vetrarhjólreiðum.  Svolítið skemmtilegt, kíkið á síðuna http://winterbiketoworkday.org/.
Get samt ekki séð að maður eigi eitthvað að skrá sérstaklega það sem maður svo hjólar þann 13.

19. janúar 2015

Hjólaði ekki vegna veðurs.

Annar  dagurinn það sem af er þessu ári sem ég skil hjólið eftir heima vegna veðurs.  Mér þykir þessi vetur hafa verið ansi vindasamur og er farin að hlakka til betri tíðar.
Svona lítur vegsjáin út hjá vegagerðinni:

og hér er belgingur að lýsa veðrinu eins og það er núna (kl. 10)
Veður.is segir vindinn ver 17 m/s og á korti vegagerðarinnar er það ekki nema 12 m/s svo það munar ansi miklu milli miðla.

16. janúar 2015

Færðin

Nú hefur snjór þakið jörð alveg sína fyrir jól og hefur snjóað eitthvað á hverjum sólarhring síðan um áramótin (þar til í fyrradag).  Það hefur verið nóg að gera hjá þeim sem hreinsa götur og stíga.  Þegar færðin er svona þá vel á yfirleitt að fara  þá leið sem ég er nokkuð örugg með að búið sé að hreinsa, og það er leiðin Álfheimar, Suðurlandsbraut, Laugavegur, Klapparstígur og Skólavörðustígur.  Síðustu 3 göturnar eru reyndar að mestu upphitaðar svo færðin þar er oftast frábær (stundum hefur þó hitakerfið ekki undan að bræða snjóinn).

Fyrri myndin er tekin 18, desenber við Suðurlandsbraut, þarna undir er hjólastígurinn aðskilinn frá gangandi með hvítri línu.  Og nú velti ég því fyrir mér hvort rétt sé að hjóla vinstramegin þar sem ég veit að hjólastígurinn er eða á maður að halda sig til hægri þegar merkingarnar sjást ekki?
Örlítið neða er hjólateljarinn, en síðan um áramótin hefur hann verið ansi dyntóttur með hvort hann telur hjól eða ekki - og oftar finnst mér hann ekki telja mig þegar ég fer þarna framhjá og þykir mér það leitt.

Seinni myndin er tekin í dag á leiðinni heim úr vinnunni.  Þetta er í Skipasundinu.  Þegar færðin er svona þá hjóla ég á gangstéttinni. Ég hef lent í því að missa stjórna á hjólinu í húsagötu í svona færð og mig langar ekki að upplifa það aftur.  Hinsvegar er ég ekki hrifin af því að hjóla á gangstéttum í húsagötum og finnst almennt betra að hjóla á götunni.

1. janúar 2015

Hjólaárið 2014

Hjólaði samtals 3.176 km á árinu (smá skot túrar ekki taldir með) mest eru þetta ferðir til og frá vinnu eða 2.290 km og 886 í aðrar ferðir.  En ég hjólaði 211 af 249 vinnudögum ársins.  Af þessum 38 vinnudögum sem ekki voru hjólaðir eru 2 vegna ófærðar, 4 vegna veikinda og restin er svo orlof eða annarskonar frí.

Hér er mynd sem sýnir talningu mína á hjólandi fólki á morgnana milli kl. 7.30 og 8 (þ.e. þegar ég hjóla til vinnu, oftast meðfram Sæbrautinni) og samanburður milli ára.  Línuritið er af meðaltalstölum.


Hér sést hvernig vegalengdum er skipt milli mánuða.
Svo er hér, að mér finnst nokkuð merkileg staðreynd.  Að árið 2011 er heildarfjöldi sem ég tel af hjólandi til vinnu 1.671 og í ár er sú tala 2.485.  Mjög margt getur spilað inní þarna, en þetta er það mikill munur á fjölda (næstum 49%) að það vekur athygli mína.  Þessi tafla sýnir sem sagt hvað margir eru taldir í heild á hverjum mánuði.
Hér er svo meðaltal talinna og það gefur líklega betri mynd af því hversu margir eru hjólandi.
Neðsta línan er meðaltal af meðaltali hvers mánaðar og má því glögglega sjá að þeim fer fjölgandi sem ferðast á hjóli.  Í maí er átakið "Hjólað í vinnuna" og það er mikil snilld og hefur greinilega kvetjandi áhrif og kemur fólki á hjólin. (Taflan uppfærð með nákvæmari tölum 2.1.2015).
Nokkrar staðreyndir um ferðir mínar til vinnu:
Vegalengd.  Yfirleitt hjóla ég leið sem er um 5.5 km (meðfram Sæbrautinni) en í vetrarfærðinni nú i desember hef ég farið styttri leið sem er rétt tæpir 5 km.
Tími.  Oftast er ég um 18 mínútur að hjóla til vinnu.  En þann 10. mars var ég 42 mín og 22 sek að komast til vinnu (hafði snjóað um nóttina og ekki var búið að hreinsa stígana) en fljótust var ég 29. sept, 15 mín og 26 sek.   Finnst líklegt að þá hafi ég haf góðan meðvind og umferðarljós verið mér hliðholl.
Hraði:  Meðalhraðinn hjá mér á árinu 16 km/klst.  Apríl var hraðasti mánuðurinn en þann mánuð var meðalhraðinn hjá mér 17,5 km/klst og desember var langt hægastur með meðalhraða upp á 11.4 km

Hjólaárið 2024 - 3.281 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...