Í mánuðinum hjólaði ég samtals 236 km, þar af 185 km til og frá vinnu og 61 km annað.
Hjólaði 18 af 20 vinnudögum mánaðarins til vinnu, það var starfsdagur í vinnunni og þá skildi ég hjólið eftir þar og einn dag hjólaði ég ekki vegna veðurs. Febrúar var efriður veðurlega séð þar sem maður er orðin ansi þreyttur á vetrinum.
Sá að meðaltali 4 á hjóli á dag til og frá vinnu. Mest taldi ég 8 til vinnu og 10 á heimleiðinni.
Meðalferðahraði í mánuðinum var 13,4 km/klst til vinnu og 12,4 km/klst heim. Og meðal ferðatími var 21 mín til vinnu og 23 mín heim, eins og í janúar.
Þessi mynd sýnir hvernig ég stend í samanburði við aðra sem nota endomondo. Það eru augljóslega færri sem hlaupa, gana og/eða hjóla á þessum árstíma.
Og þetta er bara til gamans:
.
2. mars 2015
22. febrúar 2015
Peysa verður til.
Byrjaði á þessari peysu 3. febrúar. Hún er í stærð XS og er á bróðurdótturmína sem býr í Danmörku. Það er u.þ.b. klst vinna milli mynda.
Viðbót 26.2.2015. Og hér er mynd af eiganda peysunnar, ansi fín bara.
13. febrúar 2015
Gleðilegan "vetrar-hjólaði í vinnuna dag"!!!
Hjólaði í vinnuna í dag eins og aðra daga. Veðrið er stillt og kalt (-6°C á mælinum heima). Ekkert snjóaði í nótt svo stígarnir voru enn svo gott sem lausir við snó eftir mokstur gærdagsins.
Nema hvað að í dag er Winter Bike To Work Day. Einhver út í heimi ákvað að einmitt þessi dagur í dag skyldi vera slíkur og ásamt öðrum setti af stað vefsíðu þar sem fólk allstaðar í heiminum getur skráð sig og heitið því að hjóla til vinnu í dag. Þetta tókst svo vel (ekki fyrsta árið sem þetta er gert þó það sé í fyrsta skiptið sem ég veit af því) að vefsíðan ítrekað þoldi ekki álagið og var oft óaðgengileg. Allavega þá er þáttakan góð og hér er kort sem sýnir fjölda þáttakanda (best að smella á myndina þá opnast stærri).
Á leið minni til vinnu sá ég 4 aðra á hjóli. Ég fór mína uppáhaldsleið meðfram Sæbrautinni (en hún hefur oft í vetur verið illfær og því hef ég hjólað meira meðfram Suðurlandsbraut). Nýji hjólastígurinn frá Kringlumýrarbraut að ljósunum rétt hjá Hörpu var næstum alveg auður þ.e. það sást vel í malbikið - vel gert hjá þeim sem sér um að hreinsa þann stíg.
Nema hvað að í dag er Winter Bike To Work Day. Einhver út í heimi ákvað að einmitt þessi dagur í dag skyldi vera slíkur og ásamt öðrum setti af stað vefsíðu þar sem fólk allstaðar í heiminum getur skráð sig og heitið því að hjóla til vinnu í dag. Þetta tókst svo vel (ekki fyrsta árið sem þetta er gert þó það sé í fyrsta skiptið sem ég veit af því) að vefsíðan ítrekað þoldi ekki álagið og var oft óaðgengileg. Allavega þá er þáttakan góð og hér er kort sem sýnir fjölda þáttakanda (best að smella á myndina þá opnast stærri).
Á leið minni til vinnu sá ég 4 aðra á hjóli. Ég fór mína uppáhaldsleið meðfram Sæbrautinni (en hún hefur oft í vetur verið illfær og því hef ég hjólað meira meðfram Suðurlandsbraut). Nýji hjólastígurinn frá Kringlumýrarbraut að ljósunum rétt hjá Hörpu var næstum alveg auður þ.e. það sást vel í malbikið - vel gert hjá þeim sem sér um að hreinsa þann stíg.
4. febrúar 2015
Hjólið sem ég hlakka svo til að taka fram
Get varla beðið eftir því að snjórinn og klakinn fari svo ég geti tekið þetta hjól aftur í notkun. Mér finnst svo mikið skemmtilegra að hjóla á þvi, en því miður er ekki hægt að setja undir það nagladekk svo ég verð að bíða aðeins lengur.
3. febrúar 2015
Snór og kuldi
Það sem af er vetri hefur verið óvenju vetrarlegt (ef svo má segja). Framan af var hann mildur og í nóvember var vorlegt en svo 30. nóv brast á með óveðri og síðan þá hefur hver stormurinn á fætur öðrum komið yfir landið og snjó varla tekið upp.
Í gær þegar ég hjólaði heim var kalt (mótvindur) en umhverfið yndislega fallegt. Sólin skein á skjannahvíta Esju og Akrafjall og hafið var blágrátt og allt vann þetta saman við að skapa mikla fegurð. Svo ég stoppaði og tók mynd, en hún nær þó enganvegin að fanga fegurðina.
Í morgun var 10 stiga frost, en alveg stillt. Bætti legghlífum við hlífðarfötin mín. Mér varð kalt á tánum enda er ég svolítið að pjattrófast og hjóla í skóm sem eru lítið fóðraðir og ekkert rúm fyrir auka sokka, en það hefur sloppið til því ég er ekki að hjóla nema í um 20 mín. Mér varð um tíma líka aðeins kalt á fingrunum, þó er ég í tvöföldum vettlingum (ullarvettlingar úr barnaull) innanundir og lopavettlingar (létt lopi) utanyfir. Þetta hefur reynst mér vel í vetur en það var einstaklega kalt í morgun. Um hálsinn hef ég kraga sem ég prjónaði úr einbandi og hún hefur reynst mér einstaklega vel í svona kulda til að hafa fyrir vitunum. Áður var ég með buff (er ekki viss úr hvaða efni, gæti verið bómulblanda) og það stíflaðist alltaf út af andgufum og frosti. Einbandið er það gisið að það stíflast ekki en heldur samt vel hita. Undir lopahúfunni er ég svo með buff (svona venjulegt) því það hleypir ekki vindi í gegn eins og húfan. Í morgun sá ég engan annan á hjóli.
Í gær þegar ég hjólaði heim var kalt (mótvindur) en umhverfið yndislega fallegt. Sólin skein á skjannahvíta Esju og Akrafjall og hafið var blágrátt og allt vann þetta saman við að skapa mikla fegurð. Svo ég stoppaði og tók mynd, en hún nær þó enganvegin að fanga fegurðina.
Í morgun var 10 stiga frost, en alveg stillt. Bætti legghlífum við hlífðarfötin mín. Mér varð kalt á tánum enda er ég svolítið að pjattrófast og hjóla í skóm sem eru lítið fóðraðir og ekkert rúm fyrir auka sokka, en það hefur sloppið til því ég er ekki að hjóla nema í um 20 mín. Mér varð um tíma líka aðeins kalt á fingrunum, þó er ég í tvöföldum vettlingum (ullarvettlingar úr barnaull) innanundir og lopavettlingar (létt lopi) utanyfir. Þetta hefur reynst mér vel í vetur en það var einstaklega kalt í morgun. Um hálsinn hef ég kraga sem ég prjónaði úr einbandi og hún hefur reynst mér einstaklega vel í svona kulda til að hafa fyrir vitunum. Áður var ég með buff (er ekki viss úr hvaða efni, gæti verið bómulblanda) og það stíflaðist alltaf út af andgufum og frosti. Einbandið er það gisið að það stíflast ekki en heldur samt vel hita. Undir lopahúfunni er ég svo með buff (svona venjulegt) því það hleypir ekki vindi í gegn eins og húfan. Í morgun sá ég engan annan á hjóli.
2. febrúar 2015
Borgarvefsjá
Vefsíðan Borgarvefsjá er með silldar tæki hjá sér sem heitir lifandi gögn og þar undir er hægt að velja að sjá "Snjóhreinsun göngu- og hjólaleiða" og er hægt að velja um 4 möguleika þar: Síðasta klst., síðustu 2 klst, síðustu 4 klst og síðustu 8 klst. Nema hvað að mitt hverfi, Laugardalur og þar um kring virðist ekki senda inn upplýsingar.
Það snjóaði í allan gærdag, ekkert mikið í heldina sen samt nóg til að tefja för á hjóli ef ekkert er búin að skafa og þá mundi nú muna mikið um það að geta séð þessar upplýsingar inni á Borgarvefsjánni.
Svo ég sendi athugasemd til þeirra um að þessi gögn vantaði með ósk um að það væri lagað. Vonandi verður hægt að koma þessum gögnum inn þarna eins og annarsstaðar.
Hér er mynd tekin af síðunni snemma í morgun. Ég veit að búið var að hreinsa stíginn við Langholtsveg og niður Álfheimana því þá leið fór ég til vinnu. En það er áberandi ekkert rautt í kringum Laugardalinn.
Það snjóaði í allan gærdag, ekkert mikið í heldina sen samt nóg til að tefja för á hjóli ef ekkert er búin að skafa og þá mundi nú muna mikið um það að geta séð þessar upplýsingar inni á Borgarvefsjánni.
Svo ég sendi athugasemd til þeirra um að þessi gögn vantaði með ósk um að það væri lagað. Vonandi verður hægt að koma þessum gögnum inn þarna eins og annarsstaðar.
Hér er mynd tekin af síðunni snemma í morgun. Ég veit að búið var að hreinsa stíginn við Langholtsveg og niður Álfheimana því þá leið fór ég til vinnu. En það er áberandi ekkert rautt í kringum Laugardalinn.
1. febrúar 2015
Hjólað í janúar 2015.
Í mánuðinum hjólaði ég samtals 254 km, þar af 183 km til og frá vinnu og 71 km annað.
Hjólaði 18 af 21 vinnudögum mánaðarins til og frá vinnu, var veik í einn dag og og svo voru tveir dagar sem ég hjólaði ekki vegna veðurs. Það hefur verið snjór eða klaki allan janúar, að einum morgni undanskildum þegar rigningin náði að hreinsa af stígunum og ég fékk vor-löngunartilfinningu á leiðinni til vinnu. Svo snjóaði yfir daginn og allt var orðið hvítt aftur á heimleið.
Sá að meðaltali 5 á hjóli á dag til og frá vinnu. Mest taldi ég 10 til vinnu og 7 á heimleiðinni. Hjólaði fyrripart mánaðarins niður Álfheimana, eftir Suðurlandsbraut og svo Laugaveg. Sá stígur er í forgangi í snjóhreinsun og var nokkuð vel hreinsaður plús það að stór hluti af nýja hjólastígnum frá Kringlumýrarbraut og að Fíladelfíu er upphitaður. Seinnipartinn mánaðarins fór ég svo mína uppáhalds leið meðfram Sæbrautinni þar sem færð og veður var orðið betra.
Meðalferðahraði í mánuðinum var 13 km/klst til vinnu og 12 km/klst heim. Ég er yfirleitt aðeins lengur heim, það er örlítið upp í móti þó ekki neitt til að tala um. Og meðal ferðatími var 21 mín til vinnu og 23 mín heim.
Þetta er samanburður milli ára og sýnir meðaltal taldra manna á hjóli á leið minni til vinnu. Líkleg skýring á fækkun núna er veðurfarið. Fyrrihluta mánaðarins var færðin ansi misjöfn,
Svona er staðan hjá endomondo síðan ég hóf að skrá hreyfinguna mína þar. Þetta eru að sjálfsögðu nokkuð óþarfa upplýsingar en mér finnst gaman að þeim engu að síður.
Verð að viðurkenna að ég er mikið farin að hlakka til að geta lagt vetrarhjólinu og farið aftur á sumarhjólið sem ég keypti mér í fyrra vor. Það er svo miklu skemmtilegra að hjóla á því, en því miður er ekki hægt að setja nagladekk undir það og þess vegna verður það að bíða í skúrnum þar til snjórinn og hálkan eru á bak og burt.
Viðbót 2.2.2015, tölvupóstur frá endomondo:
Hjólaði 18 af 21 vinnudögum mánaðarins til og frá vinnu, var veik í einn dag og og svo voru tveir dagar sem ég hjólaði ekki vegna veðurs. Það hefur verið snjór eða klaki allan janúar, að einum morgni undanskildum þegar rigningin náði að hreinsa af stígunum og ég fékk vor-löngunartilfinningu á leiðinni til vinnu. Svo snjóaði yfir daginn og allt var orðið hvítt aftur á heimleið.
Sá að meðaltali 5 á hjóli á dag til og frá vinnu. Mest taldi ég 10 til vinnu og 7 á heimleiðinni. Hjólaði fyrripart mánaðarins niður Álfheimana, eftir Suðurlandsbraut og svo Laugaveg. Sá stígur er í forgangi í snjóhreinsun og var nokkuð vel hreinsaður plús það að stór hluti af nýja hjólastígnum frá Kringlumýrarbraut og að Fíladelfíu er upphitaður. Seinnipartinn mánaðarins fór ég svo mína uppáhalds leið meðfram Sæbrautinni þar sem færð og veður var orðið betra.
Meðalferðahraði í mánuðinum var 13 km/klst til vinnu og 12 km/klst heim. Ég er yfirleitt aðeins lengur heim, það er örlítið upp í móti þó ekki neitt til að tala um. Og meðal ferðatími var 21 mín til vinnu og 23 mín heim.
Þetta er samanburður milli ára og sýnir meðaltal taldra manna á hjóli á leið minni til vinnu. Líkleg skýring á fækkun núna er veðurfarið. Fyrrihluta mánaðarins var færðin ansi misjöfn,
Svona er staðan hjá endomondo síðan ég hóf að skrá hreyfinguna mína þar. Þetta eru að sjálfsögðu nokkuð óþarfa upplýsingar en mér finnst gaman að þeim engu að síður.
Verð að viðurkenna að ég er mikið farin að hlakka til að geta lagt vetrarhjólinu og farið aftur á sumarhjólið sem ég keypti mér í fyrra vor. Það er svo miklu skemmtilegra að hjóla á því, en því miður er ekki hægt að setja nagladekk undir það og þess vegna verður það að bíða í skúrnum þar til snjórinn og hálkan eru á bak og burt.
Viðbót 2.2.2015, tölvupóstur frá endomondo:
29. janúar 2015
Hörgsland - Réttarholtsvegur
Verð að segja að ég er nokkuð stollt af þessari hjólaferð minni. Fór í saumaklúbb í Kópavoginum á hjólinu og stysta leiðin er upp á Bústaðaveg sem ég fór.
Myndin er af bakaleiðinni og það sem ég er svo stollt af er að ég náði að hjóla upp alla brekkuna frá Fossvogsdal, upp Hörgslandið og svo Réttarholtsveginn alveg upp á topp þar sem Réttarholtsskóli er. Stoppaði aðeins á ljósinu við Bústaðaveg, en þetta er ansi hressileg brekka.
Myndin er af bakaleiðinni og það sem ég er svo stollt af er að ég náði að hjóla upp alla brekkuna frá Fossvogsdal, upp Hörgslandið og svo Réttarholtsveginn alveg upp á topp þar sem Réttarholtsskóli er. Stoppaði aðeins á ljósinu við Bústaðaveg, en þetta er ansi hressileg brekka.
27. janúar 2015
Klakinn á undahaldi
Hjólaði Sæbrautina í morgun (þ.e. stíginn meðfram Sæbraut) og er næstum allur klaki horfinn af stígnum. En í staðinn koma í ljós steinvölur, sandur og möl síðan fyrir áramót þegar eitt óveðrið skall á borginni og mölin þeyttist inn á og yfir stíginn líklega vegna ágangs sjávar.
Sendi beiðni til Reykjavíkurborgar um að hreinsa þetta upp því það getur verið varasamt fyrir hjólandi að lenda í steinahrúgunum. Myndin er tekin í desember 2014, en ég held að síðan þá hafi snjór og klaki verið yfir öllu og því sé þetta ekki nýkomið heldur aðeins komið í ljós þegar hlánaði.
Sendi beiðni til Reykjavíkurborgar um að hreinsa þetta upp því það getur verið varasamt fyrir hjólandi að lenda í steinahrúgunum. Myndin er tekin í desember 2014, en ég held að síðan þá hafi snjór og klaki verið yfir öllu og því sé þetta ekki nýkomið heldur aðeins komið í ljós þegar hlánaði.
24. janúar 2015
23. janúar 2015
Winter bike to work day 2015
Á síðunni samgönguhjólreiðar inni á Facebook var bent á þennan viðburð winter bike to work day 13. febrúar 2015. Og ég ákvað að skrá mig, er hvort sem er að hjóla til vinnu (nema veðrið svíki). Núna eru 28 búnir að skrá sig hér á Íslandi (sjá mynd) en ekki er ólíklegt að fleiri komi til með að skrá sig.
Þegar maður skráir sig þá er smá spurningalisti og svo áttu að skrifa hvað það er sem þú elskar við að hjóla á veturnar. Þegar kortið er skoðað (sem ég tók mynd af) þá er hægt að smella á staði og, þysja inn og sjá hvað aðrir hafa skrifað sem ástæðu fyrir vetrarhjólreiðum. Svolítið skemmtilegt, kíkið á síðuna http://winterbiketoworkday.org/.
Get samt ekki séð að maður eigi eitthvað að skrá sérstaklega það sem maður svo hjólar þann 13.
Þegar maður skráir sig þá er smá spurningalisti og svo áttu að skrifa hvað það er sem þú elskar við að hjóla á veturnar. Þegar kortið er skoðað (sem ég tók mynd af) þá er hægt að smella á staði og, þysja inn og sjá hvað aðrir hafa skrifað sem ástæðu fyrir vetrarhjólreiðum. Svolítið skemmtilegt, kíkið á síðuna http://winterbiketoworkday.org/.
Get samt ekki séð að maður eigi eitthvað að skrá sérstaklega það sem maður svo hjólar þann 13.
19. janúar 2015
Hjólaði ekki vegna veðurs.
Annar dagurinn það sem af er þessu ári sem ég skil hjólið eftir heima vegna veðurs. Mér þykir þessi vetur hafa verið ansi vindasamur og er farin að hlakka til betri tíðar.
Svona lítur vegsjáin út hjá vegagerðinni:
og hér er belgingur að lýsa veðrinu eins og það er núna (kl. 10)
Veður.is segir vindinn ver 17 m/s og á korti vegagerðarinnar er það ekki nema 12 m/s svo það munar ansi miklu milli miðla.
Svona lítur vegsjáin út hjá vegagerðinni:
og hér er belgingur að lýsa veðrinu eins og það er núna (kl. 10)
Veður.is segir vindinn ver 17 m/s og á korti vegagerðarinnar er það ekki nema 12 m/s svo það munar ansi miklu milli miðla.
16. janúar 2015
Færðin
Nú hefur snjór þakið jörð alveg sína fyrir jól og hefur snjóað eitthvað á hverjum sólarhring síðan um áramótin (þar til í fyrradag). Það hefur verið nóg að gera hjá þeim sem hreinsa götur og stíga. Þegar færðin er svona þá vel á yfirleitt að fara þá leið sem ég er nokkuð örugg með að búið sé að hreinsa, og það er leiðin Álfheimar, Suðurlandsbraut, Laugavegur, Klapparstígur og Skólavörðustígur. Síðustu 3 göturnar eru reyndar að mestu upphitaðar svo færðin þar er oftast frábær (stundum hefur þó hitakerfið ekki undan að bræða snjóinn).
Fyrri myndin er tekin 18, desenber við Suðurlandsbraut, þarna undir er hjólastígurinn aðskilinn frá gangandi með hvítri línu. Og nú velti ég því fyrir mér hvort rétt sé að hjóla vinstramegin þar sem ég veit að hjólastígurinn er eða á maður að halda sig til hægri þegar merkingarnar sjást ekki?
Örlítið neða er hjólateljarinn, en síðan um áramótin hefur hann verið ansi dyntóttur með hvort hann telur hjól eða ekki - og oftar finnst mér hann ekki telja mig þegar ég fer þarna framhjá og þykir mér það leitt.Seinni myndin er tekin í dag á leiðinni heim úr vinnunni. Þetta er í Skipasundinu. Þegar færðin er svona þá hjóla ég á gangstéttinni. Ég hef lent í því að missa stjórna á hjólinu í húsagötu í svona færð og mig langar ekki að upplifa það aftur. Hinsvegar er ég ekki hrifin af því að hjóla á gangstéttum í húsagötum og finnst almennt betra að hjóla á götunni.
1. janúar 2015
Hjólaárið 2014
Hjólaði samtals 3.176 km á árinu (smá skot túrar
ekki taldir með) mest eru þetta ferðir til og frá vinnu eða 2.290 km og 886 í
aðrar ferðir. En ég hjólaði 211 af 249 vinnudögum ársins. Af þessum
38 vinnudögum sem ekki voru hjólaðir eru 2 vegna ófærðar, 4 vegna veikinda og
restin er svo orlof eða annarskonar frí.
Hér er mynd sem sýnir talningu mína á hjólandi fólki á morgnana milli kl. 7.30 og 8 (þ.e. þegar ég hjóla til vinnu, oftast meðfram Sæbrautinni) og samanburður milli ára. Línuritið er af meðaltalstölum.
Hér er mynd sem sýnir talningu mína á hjólandi fólki á morgnana milli kl. 7.30 og 8 (þ.e. þegar ég hjóla til vinnu, oftast meðfram Sæbrautinni) og samanburður milli ára. Línuritið er af meðaltalstölum.
Hér sést hvernig vegalengdum er skipt milli mánuða.
Svo er hér, að mér finnst nokkuð merkileg staðreynd. Að árið 2011 er heildarfjöldi sem ég tel af hjólandi til vinnu 1.671 og í ár er sú tala 2.485. Mjög margt getur spilað inní þarna, en þetta er það mikill munur á fjölda (næstum 49%) að það vekur athygli mína. Þessi tafla sýnir sem sagt hvað margir eru taldir í heild á hverjum mánuði.
Hér er svo meðaltal talinna og það gefur líklega betri mynd af því hversu margir eru hjólandi.
Neðsta línan er meðaltal af meðaltali hvers mánaðar og má því glögglega sjá að þeim fer fjölgandi sem ferðast á hjóli. Í maí er átakið "Hjólað í vinnuna" og það er mikil snilld og hefur greinilega kvetjandi áhrif og kemur fólki á hjólin. (Taflan uppfærð með nákvæmari tölum 2.1.2015).
Nokkrar staðreyndir um ferðir mínar til vinnu:
Vegalengd. Yfirleitt hjóla ég leið sem er um 5.5 km (meðfram Sæbrautinni) en í vetrarfærðinni nú i desember hef ég farið styttri leið sem er rétt tæpir 5 km.
Tími. Oftast er ég um 18 mínútur að hjóla til vinnu. En þann 10. mars var ég 42 mín og 22 sek að komast til vinnu (hafði snjóað um nóttina og ekki var búið að hreinsa stígana) en fljótust var ég 29. sept, 15 mín og 26 sek. Finnst líklegt að þá hafi ég haf góðan meðvind og umferðarljós verið mér hliðholl.
Hraði: Meðalhraðinn hjá mér á árinu 16 km/klst. Apríl var hraðasti mánuðurinn en þann mánuð var meðalhraðinn hjá mér 17,5 km/klst og desember var langt hægastur með meðalhraða upp á 11.4 km
31. desember 2014
Hjólað í desember 2014
Í mánuðinum hjólaði ég samtals 190 km, þar af 116 km til og frá vinnu og 74 km annað.
Hjólaði 13 af 21 vinnudögum mánaðarins til og frá vinnu, tók mér viku frí í byrjun mánaðarins og svo var einn dagur sem ég hjólaði ekki vegna veðurs (þ.e. skildi hjólið eftir í vinnuni (16. des) og var því augljóslega ekki að hjóla í vinnuna daginn eftir, enda var færðin ekki beint spennandi eftir mikla snjókomu og óveður og svo var ég í fríi á aðfangadag og gamlársdag. En seinnipart þess 17. hjólaði ég heim og var þá búið að hreinsa stígana nokkuð vel þó gatnamót væri felst ill fær og ég þurfti að stíga af hjólinu og teyma yfir.
Sá að meðaltali 3 á hjóli á dag til vinnu og 6 á heimleið. Mest taldi ég 6 til vinnu og 11 á heimleiðinni. Hjólaði svo til allan mánuðinn niður Álfheimana, eftir Suðurlandsbraut og svo Laugaveg. Sá stígur er í forgangi og var nokkuð vel hreinsaður af snjónum plús það að stór hluti af nýja hjólastígnum frá Kringlumýrarbraut og að Fíladelfíu er upphitaður.
Viðbót 6.1.2015.
Fékk póst frá endomondo og svona lítur mánuðurinn minn út frá þeirra bæjardyrum:
Hjólaði 13 af 21 vinnudögum mánaðarins til og frá vinnu, tók mér viku frí í byrjun mánaðarins og svo var einn dagur sem ég hjólaði ekki vegna veðurs (þ.e. skildi hjólið eftir í vinnuni (16. des) og var því augljóslega ekki að hjóla í vinnuna daginn eftir, enda var færðin ekki beint spennandi eftir mikla snjókomu og óveður og svo var ég í fríi á aðfangadag og gamlársdag. En seinnipart þess 17. hjólaði ég heim og var þá búið að hreinsa stígana nokkuð vel þó gatnamót væri felst ill fær og ég þurfti að stíga af hjólinu og teyma yfir.
Sá að meðaltali 3 á hjóli á dag til vinnu og 6 á heimleið. Mest taldi ég 6 til vinnu og 11 á heimleiðinni. Hjólaði svo til allan mánuðinn niður Álfheimana, eftir Suðurlandsbraut og svo Laugaveg. Sá stígur er í forgangi og var nokkuð vel hreinsaður af snjónum plús það að stór hluti af nýja hjólastígnum frá Kringlumýrarbraut og að Fíladelfíu er upphitaður.
Viðbót 6.1.2015.
Fékk póst frá endomondo og svona lítur mánuðurinn minn út frá þeirra bæjardyrum:
30. desember 2014
Hjólateljarinn farinn að telja aftur!
Í gær (eftir rigningu og hita um nóttina) var klakinn loksins farinn að gefa sig yfir stígnum hjá hjólateljaranum og hann er farinn að telja hjólreiðamenn aftur. En hann hefur ekki talið hjólandi síðan 9. desember, hafi eitthvað verið talið á tímabilinu þá eru það snjóruðningstæki.
Á leiðinni heim í gær var ég nr. 21 og í morgun var ég nr. 7. Ég hef hjólað framhjá teljaranum svo til allan desember út af snjónum en sú leið er best hreinsuð og svo tekur við upphitaður stígur sem er mikill lúxus.
Á leiðinni heim í gær var ég nr. 21 og í morgun var ég nr. 7. Ég hef hjólað framhjá teljaranum svo til allan desember út af snjónum en sú leið er best hreinsuð og svo tekur við upphitaður stígur sem er mikill lúxus.
17. desember 2014
Hjólafréttir eftir ófærð gærdagsins
Hjólaði heim eftir vinnu áðan. Í gær skildi ég hjólið eftir í vinnunni og tók strætó en töluverð ófærð var á höfuðborgarsvæðinu og ég ákvað að vera ekkert að reyna að puða heim á hjólinu.
En eftir nokkrar vangaveltur ákvað ég að hjóla heim núna og sé ekki eftir því.
Stígarnir nokkuð vel ruddir miðað við aðstæður en öll gatnamót illfær. Ég tók því bara rólega, steig af hjólinu og leiddi það yfir erfiðustu partana. Var rúmar hálftíma á leiðinni en er vel sátt við það.
Stoppaði á leiðinni og tók þessa mynd, Laugardalurinn vinstra megin og Suðurlandsbraut hægra megin.
En eftir nokkrar vangaveltur ákvað ég að hjóla heim núna og sé ekki eftir því.
Stígarnir nokkuð vel ruddir miðað við aðstæður en öll gatnamót illfær. Ég tók því bara rólega, steig af hjólinu og leiddi það yfir erfiðustu partana. Var rúmar hálftíma á leiðinni en er vel sátt við það.
Stoppaði á leiðinni og tók þessa mynd, Laugardalurinn vinstra megin og Suðurlandsbraut hægra megin.
16. desember 2014
13. desember 2014
Hjólafréttir
Hjólaði heim eftir Sæbrautinni í gær (föstudag). Hef ekki farið þá leið síðan á mánudagsmorgun vegna ótíðar í veðri en þá hef ég valið að fara leið sem er ekki við opið hafið. Það er greinilegt að sjórinn hefur verið með læti í vikunni því svona var stígurinn fyrir neðan gatnamótin Sæbraut-Kringlumýrarbraut.
Lenti í því á fimmtudaginn þegar ég hjólaði heim að hjólið rann undan mér á svellbunka. Þetta kom mér verulega á óvart því ég hef hingað til getað treyst nagladekkjunum svo til 100%, aðeins í saltpækilsslabbi í húsagötum hef ég upplifað að missa stjórn á hjólinu og forðast því slíkar aðstæður.
Ég var sem betur fer ekki á mikill ferð, var að lúsast niður Smiðjustíginn og þá finnst mér að afturhjólið fari að halla og ég ræð ekki neitt við neitt og enda í götunni. Kenndi mér ekki meins enda gerðist þetta frekar rólega. En hinsvegar minnkaði traustið á nagladekkjunum og mér finnst ég vera óöruggari á þeim en áður. Vonandi kemst ég fljótt yfir þá tilfinningu því þessi 6 ár (ef ég man rétt) sem ég hef verið að hjóla á veturnar þá hef ég ekki lent í vandæðum og alltaf fundist ég öruggari á hjólinu en á bílnum eða gangandi.
11. desember 2014
Engin annar að hjóla?
Í annað skiptið á þessu ári sé ég engan annan á hjóli á leið minni til vinnu. Það kom mér verulega á óvart í morgun því veðrið í dag er mun skaplegra en í gær, en þá sá ég 4 aðra á hjóli.
Þetta gerðist síðast þann 26. mars 2014 en þá hafði veðurstofan spáð stormi en mér hefur engu að síður fundist veðrið ekki nógu fráhrindandi til að sleppa því að hjóla.
Enn virkar hjólateljarinn ekki. Hann sagðist hafa talið 6 í morgun, en ég geri ráð fyrir því að það séu snjómoksturstæki en ekki hjól því ekki taldi hann mig. Finnst leiðinlegast að búið er að loka fyrir hugmyndir inni á "Betri Reykjavík" því það væri tilvalið að annaðvhort setja hita í stiginn við teljarann eða færa teljarann þangað sem hiti er nú þegar í stígnum.
Þetta gerðist síðast þann 26. mars 2014 en þá hafði veðurstofan spáð stormi en mér hefur engu að síður fundist veðrið ekki nógu fráhrindandi til að sleppa því að hjóla.
Enn virkar hjólateljarinn ekki. Hann sagðist hafa talið 6 í morgun, en ég geri ráð fyrir því að það séu snjómoksturstæki en ekki hjól því ekki taldi hann mig. Finnst leiðinlegast að búið er að loka fyrir hugmyndir inni á "Betri Reykjavík" því það væri tilvalið að annaðvhort setja hita í stiginn við teljarann eða færa teljarann þangað sem hiti er nú þegar í stígnum.
10. desember 2014
Brjálað veður
Töluverður mótvindur á leiðinni í vinnuna í morgun.
Var samt ekki nema 5 mínútum lengur á leiðinni í gær, sem kom mér á óvart því ég fór ansi hægt yfir á köflum þar sem vindhviðurnar voru hressilegar. Ég hef ekki svo ég man eftir farið niður í svona lágan gír á leiðinni til vinnu áður.
Svona er maður svo rauður í framan þegar komið er til vinnu. En verð samt að segja að það er ótrúlega gaman að takast á við veðrið og sjálfan sig. Færðin að öðru leiti góð, stígar vel skafðir og meira að segja helstu gatnamótin líka.
9. desember 2014
Gatnamót og snjóhreinsun
Get ekki sagt annað en að ég sé nokkuð ánægð með snjóhreinsunina það sem af er vetri. Það hefur nokkuð snjóað í viku eða svo og það sem ég hef þurft að fara hef ég vel komist. Á facebook hafa menn líka verið duglegir að hrósa Reykjavíkurborg fyrir snjóhreinsunina, þó auðvitað sé alltaf hægt að gera betur.
Á sunnudaginn síðasta hjólaði ég í messu í Dómkirkjunni og þá var færðin allstaðar góð nema á gatnamótum, þau voru almennt illa skafin og erfið yfirferðar. Þurfti allt of oft að fara af hjólinu og teyma það yfir götuna. En nú í morgun hjólaði ég í vinnuna (sjá mynd af leið). Þá var erfiðast, eins og svo oft áður, að komast út götuna heima og upp á Langholtsveg þar sem ég þóttist nokkuð viss um að búið væri að skafa - og það reyndist rétt hjá mér. Nú hef ég nýlega uppgötvað að á Borgarvefsjá er hægt að sjá "lifandi gögn" sem sýna hvar búið er að skafa (valið annaðhvort stígar eða götur) og ég skoðaði það vel og vandlega í morgun, en mér til mikillar armæðu var skv. því ekkert búið að skafa neina stíga nema í úthverfum borgarinnar. En ég ákvað að þetta hlyti að vera vitleysa (sem það var).
Allavega þá var færðin bara nokkuð góð alla leið eftir að ég var komin upp á Langholtsveginn, meira að segja gatnamót voru nokkuð hrein og þokkalega fær (þurfti ekki að stíga af hjólinu sem er mikill kostur).
Gatnamót Laugavegur/Suðurlandsbraut-Kringlumýrarbraut. Mynd tekin sunnudaginn 7. des. Allt annað að fara þarna um í morgun.
Á sunnudaginn síðasta hjólaði ég í messu í Dómkirkjunni og þá var færðin allstaðar góð nema á gatnamótum, þau voru almennt illa skafin og erfið yfirferðar. Þurfti allt of oft að fara af hjólinu og teyma það yfir götuna. En nú í morgun hjólaði ég í vinnuna (sjá mynd af leið). Þá var erfiðast, eins og svo oft áður, að komast út götuna heima og upp á Langholtsveg þar sem ég þóttist nokkuð viss um að búið væri að skafa - og það reyndist rétt hjá mér. Nú hef ég nýlega uppgötvað að á Borgarvefsjá er hægt að sjá "lifandi gögn" sem sýna hvar búið er að skafa (valið annaðhvort stígar eða götur) og ég skoðaði það vel og vandlega í morgun, en mér til mikillar armæðu var skv. því ekkert búið að skafa neina stíga nema í úthverfum borgarinnar. En ég ákvað að þetta hlyti að vera vitleysa (sem það var).
Allavega þá var færðin bara nokkuð góð alla leið eftir að ég var komin upp á Langholtsveginn, meira að segja gatnamót voru nokkuð hrein og þokkalega fær (þurfti ekki að stíga af hjólinu sem er mikill kostur).
Gatnamót Laugavegur/Suðurlandsbraut-Kringlumýrarbraut. Mynd tekin sunnudaginn 7. des. Allt annað að fara þarna um í morgun.
Leiðin sem ég hjólaði í morgun. Var 23 mín. á leiðinni sem er bara mjög svipað og venjulega (er yfirleitt rétt undir 20 mín á góðum degi, en þá fer ég reyndar örlítið lengri leið).
Skjámynd af Borgarvefsjánni í morgun kl. 8. Kortið sýnir gögn sem eru 2 klst. eða yngri. Rauðu strikin eiga að sýna þar sem búið er að skafa, en í þetta skiptið var ekki alveg að marka kortið, vona að það sé undantekning því svona kort sem virkar getur hjálpað manni mikið við að velja bestu leiðina þegar færðin er ekki upp á sitt besta.
Ps. hjólateljarinn við Suðurlandsbraut er ekki að virka. Hann stóð í 8 þegar ég fór framhjá honum í gær á leiðinni heim (um kl. 16:15) og gerði það enn í morgun. Í gær voru 2 á hjóli á undan mér og hann taldi allavega ekki mig og þann sem vær næst á undan mér og í morgun var einn á undan mér sem greinilega var ekki talinn heldur.
4. desember 2014
Hjólatúr í góða og fallega veðrinu.
Er í fríi þessa vikuna og missti þess vegna af því að hjóla í vinnuna í morgun. En veðrið var einstaklega fallegt í dag, snjór yfir öllu, sólin skein og varla hreyfði vind. Ákvað því að fara út í hjólatúr. Leiðin lá upp í Grafarvog. Myndinrnar ná enganvegin að fanga fegurðina, þó þær geri sitt besta. Fyrsta myndin er tekin í Barðavoginum.
Búið var að skafa alla stíga sem ég fór um og almennt var það vel gert. Einstaka stígamót voru þó þannig að hraukar voru skildir eftir þvert yfir stíginn (sjá mynd hér að neðan). Næstu tvær myndir sína stígana við nýju brýrnar yfir Geirsnef, þar voru bæði hjóla- og göngustígar skafðir en aðeins göngustígurinn sandaður. Held að flestir sem ferðast á hjóli séu sáttir við þann háttinn.Í sumar var gerð breyting á aðkomu að Gullinbrú þar sem beygjan var færð utar, til mikilla bóta. Enn er þó blindhorn en bæði er varað við því með skiltum og það er ekki eins svakalegt og það var.
Hér er dæmi um stígamót þar sem samskeitin eru ekki hreinsuð og það er ekki nógu gott.
Tveir hrafnar sátu upp á staur og stungu saman nefjum.
Hér ríkir fegurðin ein. Fór hér um stíga sem ég hef ekki farið um áður og það er alltaf gaman að prófa nýjar leiðir.
Svolítið skrítið að koma aftur að umferðagötunni Sæbraut eftir að hafa hjólað eftir stígum sem lágu frá götunum. Skrapp svo í fiskibúðina á heimleiðinni að kaupa í soðið.
Hér má sjá leiðina sem ég fór.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...

-
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
-
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...