Skrítið kominn 20. desember og við ekki enn farin að baka piparkökur fyrir jólin. Nú þegar frumburðurinn er í Háskóla og sú yngri langt komin með menntaskólann og ég að dandalast í tveimur kórum þá er ekki mikill tími aflögu til piparkökugerðar. Kannski við skellum í kökur og hús um helgina - vonandi því það er bara skrítið að vera ekki með piparkökur um jólin.
Í gærkvöldi söng ég á tvennum jólatónleikum. Fyrst kl. 20 í Áskirkju og svo kl. 22 í Dómkirkjunni. Notarleg og hátíðleg stemming á báðum stöðum. Þó fannst mér toppurinn að syngja "Heims um ból" í lokin í Dómkirkjunni haldandi á logandi kerti og kórinn dreifður um kirkjuna.
Svo hlakka ég til að smakka Írsku-jólakökuna á aðfangadag. Kakan er bökuð mánuði fyrir jól og vökvuð með brandy í viku áður en marsípan og sykurhjúpur er svo settur yfir hana. En hér er mynd af kökunni í ár.
20. desember 2012
9. desember 2012
Leyndarmál
Það kom mér á óvart fyrir 6 vikum hversu erfitt ég átti með að halda leyndarmál sem mér var þá trúað fyrir. Þannig er að kór Áskirkju var að undirbúa og æfa Messias eftir Handel sem flytja átti í Hörpu 5. og 6. desember. En á æfingu fyrir ca. 6 vikum var okkur sagt að við þyrftum að læra Halleluja kórinn utanbókar því við mundum taka þá í gjörningi (svo kallað flash mob) í Kringlunni þann 7. desember.
Þetta er hugmynd frá Sinfóníuhljómsveit Íslands að nokkurskonar jólakorti frá þeim.
En við máttum ekki segja neinum frá því það átti ekki að fréttast út því þá væri tilgangnum ekki náð. Þetta á að líta út fyrir að vera spontant og eins og að spretta fram af tilvlijun.
Og það var hrikalega erfitt að mega ekki segja öllum frá. Ég reyndar sprakk á limminu og sagði Elíasi frá, en líka þurfti ég hann til að hjálpa með við að ná stelpunum okkar í Kringluna á þessum tíma svo þær fengju að upplifa þetta með okkur. Og það tókst. Ég mætti beint úr vinnunni og Elíasi tókst að draga stelpurnar með (þær eru báðar í próflestri og geta hugsað sér eitthvað meira uppbyggjandi en að fara í Kringluna á föstudegi rétt fyrir jól). Það leit nú út fyrir að þau næðu ekki í tíma því umferðin var mjög hæg. Það passaði akkúrat þegar við komum að blómatorginu að kontrabassinn var að byrja að leika fyrstu nóturnar og smám saman tíndust hin hljóðfærin að.
Hér er svo upptaka af þessu:
Þetta er hugmynd frá Sinfóníuhljómsveit Íslands að nokkurskonar jólakorti frá þeim.
En við máttum ekki segja neinum frá því það átti ekki að fréttast út því þá væri tilgangnum ekki náð. Þetta á að líta út fyrir að vera spontant og eins og að spretta fram af tilvlijun.
Og það var hrikalega erfitt að mega ekki segja öllum frá. Ég reyndar sprakk á limminu og sagði Elíasi frá, en líka þurfti ég hann til að hjálpa með við að ná stelpunum okkar í Kringluna á þessum tíma svo þær fengju að upplifa þetta með okkur. Og það tókst. Ég mætti beint úr vinnunni og Elíasi tókst að draga stelpurnar með (þær eru báðar í próflestri og geta hugsað sér eitthvað meira uppbyggjandi en að fara í Kringluna á föstudegi rétt fyrir jól). Það leit nú út fyrir að þau næðu ekki í tíma því umferðin var mjög hæg. Það passaði akkúrat þegar við komum að blómatorginu að kontrabassinn var að byrja að leika fyrstu nóturnar og smám saman tíndust hin hljóðfærin að.
Hér er svo upptaka af þessu:
2. nóvember 2012
Óveður.
Óveður gengur nú yfir allt landið og björgunarsveitir um allt land standa í ströngu að bjarga því sem bjargað verður.
Litla gróðurhúsið mitt sem sett var upp í sumar var ekki að höndla veðurofsan og hafa plastplöturnar flokið af því. Flestum þeirra bjargaði nágranni okkar og setti inn í skúr hjá sér (mikið en nú gott að eiga góða nágranna).
Veðrið á ekki að ganga niður fyrr en annað kvöld en það náði hámarki á hádegi í dag. Við hér á suðvesturhluta landsins erum þó enn laus við snjóinn en annarstaðar á landinu er all á kafi í snjó.
Svo eru hér myndir teknar á vef Vegagerðarinnar. Rauðuhringirnir á efri myndinni tákna vind sem er meiri en 20 m/s. Á neðri myndinni sést færð á vegum landsins (eða á maður ekki frekar að segja ófærð).
Litla gróðurhúsið mitt sem sett var upp í sumar var ekki að höndla veðurofsan og hafa plastplöturnar flokið af því. Flestum þeirra bjargaði nágranni okkar og setti inn í skúr hjá sér (mikið en nú gott að eiga góða nágranna).
Veðrið á ekki að ganga niður fyrr en annað kvöld en það náði hámarki á hádegi í dag. Við hér á suðvesturhluta landsins erum þó enn laus við snjóinn en annarstaðar á landinu er all á kafi í snjó.
Svo eru hér myndir teknar á vef Vegagerðarinnar. Rauðuhringirnir á efri myndinni tákna vind sem er meiri en 20 m/s. Á neðri myndinni sést færð á vegum landsins (eða á maður ekki frekar að segja ófærð).
1. nóvember 2012
Að velja rétta leið.
Í gærmorgun ákvað ég að fara auðveldari leið í vinnuna út af
veðri. Það var hvass vindur og
kalt. Svo ég fór Suðurlandsbrautina bæði
til vinnu og heim.
En í morgun virtist vera ágætis veður þegar ég steig út úr
húsi (þó búið væri að spá leiðinda veðri) og ég hugsaði með mér að líklega væri
þetta lognið á undan storminum og ég ákvað að fara mína venjulegu leið eftir
Sæbrautinni. Strax þegar ég var komin niður
Holtaveginn fann ég þó að þetta með lognið var ekki alveg rétt og hefur
vindáttin verið þannig að ekki fannst fyrir rokinu heima. Það var mótvindur en þó ekki nóg til að
hrekja mig af leið.
Þegar ég svo kom að sjónum var ég fyrst með hliðarvind en svo
var hann með mér. En lætin í sjónum var
eitthvað sem ég hafði ekki gert ráð fyrir.
Sem betur fer var ég í regnfatnaði því sjórinn gusaðist upp á stíginn
næstum alla leið. Framan af leit út
fyrir að ég næði að hjóla milli mestu gusanna en það entist ekki lengi. Nýja fína ljósið mitt sannaði sig hinsvegar
því það náði að lýsa upp stíginn nægilega til að ég sæi mölina sem sjórinn
hafði dreift yfir stíginn hér og þar.
Já það er stundum erfitt að velja réttu leiðina.
18. október 2012
Haustið
Svakalega dimmir hratt þessa dagana. Undanfarnar morgna hafa götuljósin verið slökkt þegar ég er á leið til vinnu (komst alltaf aðeins nær miðbænum í hvert skipti), en í morgun loguðu þau alla leiðina. Auðvitað hefur skýjafar áhrif líka, en það er farið að verða ansi dimmt. Nýja ljósið mitt reynist vel, sem reyndar varð til þess að ég fórnaði körfunni og ég sakna hennar svolítið. Svo eru komnar nýjar rafhlöður í afturljósið og því er ég tilbúin í skammdegið.
Það hefur líka verið frekar kalt (hitinn rétt undir frostmarki og aðeins blástur) og maður hefur þurft að klæða sig aðeins meira, hafa eitthvað um háls og höfuð. Og svo er maður farinn að spá í það að setja nagladekkin undir hjólið. Ég hef mætt einum og einum sem eru þegar komnir með naglana undir, enn eru þó götur og stígar þurrir og lausir við hálku. Kannski maður setji naglana undir um helgina því ekki vil ég láta koma mér á óvart. Líka hef ég fengið ómótsæðilegt boð um að láta gera þetta fyrir mig og ég skal viðurkenna að allt svona dútl við tæki og tól finnst mér ekki skemmtilegt.
Það hefur líka verið frekar kalt (hitinn rétt undir frostmarki og aðeins blástur) og maður hefur þurft að klæða sig aðeins meira, hafa eitthvað um háls og höfuð. Og svo er maður farinn að spá í það að setja nagladekkin undir hjólið. Ég hef mætt einum og einum sem eru þegar komnir með naglana undir, enn eru þó götur og stígar þurrir og lausir við hálku. Kannski maður setji naglana undir um helgina því ekki vil ég láta koma mér á óvart. Líka hef ég fengið ómótsæðilegt boð um að láta gera þetta fyrir mig og ég skal viðurkenna að allt svona dútl við tæki og tól finnst mér ekki skemmtilegt.
16. október 2012
Hjálmanotkun.
Í vor tók ég þá ákvörðun að hætta að setja hjálminn á hausinn þegar ég fór
út að hjóla. Þetta var gert eftir vandlega umhugsun og lestur ýmissa skrifa
bæði með og á móti hjálmanotkun. Mér líður vel á hjólinu hvort sem ég er með
hjálm eða ekki, reyndar eykst frelsistilfinningin við að sleppa hjálminum en
það er önnur saga.
En þar sem ég er ekki vön að synda á móti straumnum var þetta erfið ákvörðun og mér fannst ég þurfa að hafa allt að því skotheld rök fyrir því hvers vegna ég gerði þetta. Nokkrir bentu mér á hættuna við það að sleppa hjálminum og margir voru hissa á þessari ákvörðun. En reynslan af því að hjóla hjálmlaus var almennt góð. Í eitt skipti var þó galað á mig út um bílglugga að ég ætti að vera með hjálm og í annað bentu krakkar mér á það sama. Að örðu leiti fékk ég að vera í friði með þessa ákvörðun mína.
En í morgun setti ég hjálminn aftur á hausinn og það var alveg jafn skrítin tilfinning og að sleppa honum í vor. Mér finnst ég að nokkru leiti vera að svíkja sjálfa mig en ein ástæðan fyrir því að ég smellti hjálminum á hausinn er sú að hann heldur buffinu á sínum stað á hausnum og hjálpar til við að halda á mér hita. Það var þriggja gráðu frost þegar ég lagði af stað í morgun og buff + prjónahúfa haldast illa á höfðinu og fyrir eyrunum.
Ég upplifi hjálminn ekki lengur eins og ég gerði áður, sem öryggis-huliðshjálm. Mér fannst áður fyrr að ég væri skynsöm að nota hjálminn og mér fannst ég öruggari með hann, en núna… hann veitir mér ekki sömu öryggistilfinningu og áður.
Og það skrítna er að mér finnst ég þurfa að hafa jafn góð rök fyrir því að smella hjálminum á hausinn eins og að sleppa honum þó ég þykist nokkuð viss um að enginn komi til með að hrópa á mig út um bílglugga af því ég er með hjálminn.
En þar sem ég er ekki vön að synda á móti straumnum var þetta erfið ákvörðun og mér fannst ég þurfa að hafa allt að því skotheld rök fyrir því hvers vegna ég gerði þetta. Nokkrir bentu mér á hættuna við það að sleppa hjálminum og margir voru hissa á þessari ákvörðun. En reynslan af því að hjóla hjálmlaus var almennt góð. Í eitt skipti var þó galað á mig út um bílglugga að ég ætti að vera með hjálm og í annað bentu krakkar mér á það sama. Að örðu leiti fékk ég að vera í friði með þessa ákvörðun mína.
En í morgun setti ég hjálminn aftur á hausinn og það var alveg jafn skrítin tilfinning og að sleppa honum í vor. Mér finnst ég að nokkru leiti vera að svíkja sjálfa mig en ein ástæðan fyrir því að ég smellti hjálminum á hausinn er sú að hann heldur buffinu á sínum stað á hausnum og hjálpar til við að halda á mér hita. Það var þriggja gráðu frost þegar ég lagði af stað í morgun og buff + prjónahúfa haldast illa á höfðinu og fyrir eyrunum.
Ég upplifi hjálminn ekki lengur eins og ég gerði áður, sem öryggis-huliðshjálm. Mér fannst áður fyrr að ég væri skynsöm að nota hjálminn og mér fannst ég öruggari með hann, en núna… hann veitir mér ekki sömu öryggistilfinningu og áður.
Og það skrítna er að mér finnst ég þurfa að hafa jafn góð rök fyrir því að smella hjálminum á hausinn eins og að sleppa honum þó ég þykist nokkuð viss um að enginn komi til með að hrópa á mig út um bílglugga af því ég er með hjálminn.
19. september 2012
Viðhald í borginni
Það var leiðinda veður í síðustu viku og sjórinn við Sæbraut ólmaðist og hamaðist, bæði við að skvetta sjó yfir stíginn og þá sem þar ferðuðust en líka að kasta til möl og sandi.
Á föstudaginn sendi ég inn ábengingu til Reykjavíkurborgar gegnum ábendingaslóð sem þeir hafa á síðunni sinni (Sjá hér) og fékk ég strax tölvupóst um að ábenginin væri móttekin.
Ég hef nokkrum sinnum sent inn ábendingar í gegnum þessa slóð og alltaf séð að brugðist er við þeim - þar til nú.
Á mánudaginn (eftir vinnu) svaraði ég tilkynningapóstinum til að minna á að ekki værí búið að hreinsa stíginn og setti þessa mynd með sem ég tók á leiðinni heim (best að smella á myndina til að sjá hana stærri).
En enn er þó ekki búið að hreinsa þetta af stígnum. Svo í morgun hringdi ég í hverfastöina og vonandi hefur það tilætluð áhrif.
Á föstudaginn sendi ég inn ábengingu til Reykjavíkurborgar gegnum ábendingaslóð sem þeir hafa á síðunni sinni (Sjá hér) og fékk ég strax tölvupóst um að ábenginin væri móttekin.
Ég hef nokkrum sinnum sent inn ábendingar í gegnum þessa slóð og alltaf séð að brugðist er við þeim - þar til nú.
Á mánudaginn (eftir vinnu) svaraði ég tilkynningapóstinum til að minna á að ekki værí búið að hreinsa stíginn og setti þessa mynd með sem ég tók á leiðinni heim (best að smella á myndina til að sjá hana stærri).
En enn er þó ekki búið að hreinsa þetta af stígnum. Svo í morgun hringdi ég í hverfastöina og vonandi hefur það tilætluð áhrif.
4. september 2012
Mótvindur
Þau undur og stórmekri gerðust í morgun að ég hjólaði í mótvindi í vinnuna. Það hefur ekki gerst í háa herrans tíð, en ég er svo ótrúlega heppin að vera oftast í meðvindi bæði í og úr vinnu.
9. ágúst 2012
Fleiri staðir sem má laga.
Oft eru stígarnir ekki alveg á þeim stað þar sem notendur vildu helst. Þá vilja myndast nýjir slóðar og eru þeir oft góð ábending um hvar stígur ætti helst að liggja.
Efri myndin er tekin í Bryggjuhverfi, ég var á leið eftir Sævarhöfða að fara yfir Naustabryggju á leið minni að Gullinbrú.
Neðrimyndin er tekin í átt að Laugardalnum (sést í hvolfþakið á Laugardalshöllinni).
19. júlí 2012
Skemmtilegur ferðamáti?
Bylgjan spyr spurninga á vísi.is á hverjum degi. Þann 16. júní síðastliðinn var spurt um hvaða ferðamáti fólki finnst skemmtilegastur og niðustaðan kom mér verulega á óvart. Getur verið að ég hafi misskilið spurninguna?
Skemmtilegustu ferðamátarnir skv. könnuninni voru bíll og flug (Slóð hér). Báðir mjög leiðinlegir ferðamátar að mínu mati, sem koma manni hinsvegar oft á skemmtilega staði. Og getur það ekki einmitt verið það sem fólk átti við þegar það svaraði?
Ég bara neita að trúa því að nokkur hafi virkilega gaman að því að sitja í bíl eða í þrengslum og hávaða í flugvél.
Skemmtilegustu ferðamátarnir skv. könnuninni voru bíll og flug (Slóð hér). Báðir mjög leiðinlegir ferðamátar að mínu mati, sem koma manni hinsvegar oft á skemmtilega staði. Og getur það ekki einmitt verið það sem fólk átti við þegar það svaraði?
Ég bara neita að trúa því að nokkur hafi virkilega gaman að því að sitja í bíl eða í þrengslum og hávaða í flugvél.
18. júlí 2012
Það sem má laga.
Sendi Reykjavíkurborg ábendingu um daginn vegna þessrar holu (verk nr. 15845 skv. tölvupósti sem ég fékk í kjölfarið). Verst að ekki var hægt að setja mynd með ábendingunni. Notaði ábendingarlinkinn sem er á síðunni www.rvk.is og heitir "Borgarlandið. Fyrir þínar ábendingar." Ég hef notað þann link til að láta vita af glerbrotum á stígnum sem ég hjóla með góðum árangri og vona að þau bregðist fljótt við og fylli í holuna.
Svo er annað sem hefur angrað mig svolítið. Það eru hnapparnir sem nota þarf til að komast yfir götur hér og þar. Þeir eru svo oft "vitlausu megin" á stígnum, þ.e. vinstra megin sem gerir erfitt að halda þeirri góðu reglu að vera hægra megin, sérstaklega ef einhver er að koma á móti. Svo líka eins og sést á þessari mynd þá er oft töluvert langt í staurinn og þarf ég stundum að fara af hjólinu til að ná í hnappinn. Ég hugsa nú að þarna nái maður að teygja sig en það er ekki allstaðar þannig.
Svo er annað sem hefur angrað mig svolítið. Það eru hnapparnir sem nota þarf til að komast yfir götur hér og þar. Þeir eru svo oft "vitlausu megin" á stígnum, þ.e. vinstra megin sem gerir erfitt að halda þeirri góðu reglu að vera hægra megin, sérstaklega ef einhver er að koma á móti. Svo líka eins og sést á þessari mynd þá er oft töluvert langt í staurinn og þarf ég stundum að fara af hjólinu til að ná í hnappinn. Ég hugsa nú að þarna nái maður að teygja sig en það er ekki allstaðar þannig.
Og síðast en ekki síst. Um daginn heyrði ég á tal tveggja drengja á aldrinum 15-20 ára þegar þeir voru nýkomnir yfir götu á móti rauðu ljósi og annar sagði við hinn: "... á hjóli gilda ekki umferðareglur..."
Vonandi er þetta ekki eitthvað sem menn almennt halda því að sjálfsögðu gilda umferðareglur um alla vegfarendur, sama hvaða ferðamáta þeir velja.
5. júlí 2012
4. júlí 2012
Hjólað í Bolzano/Bozen
Kór Áskirkju skellti sér til Ítalíu. Einn daginn leigðum við Elías okkur hjól og hjóluðum um bæinn. Það var glampandi sól og 35 stiga hiti, okkur fannst vera helst til of heitt en það er alltaf gaman að hjóla.
Fyrsta myndin er tekin í iðnaðarhverfi og er umhverfið mjög ódæmigert fyrir Bolzano þar sem almennt ríkir fegurðin ein.
Á þriðju myndinni er nýlistasafnið í Bolzano. Önnur brúin er fyrir hjól og hin fyrir gangandi. Þarna er greinilegt að það er útlitið sem skiptir máli því brýrnar liggja báðar í sveig með óþarfa brekku, en þær eru óneitanlega fallegar.
Hér er svo næstum því teikning af hjólaleiðinni, en ég gleymdi í byrjun að ég væri með garmininn á mér og svo af og til gleymdist að kvekja á honum aftur eftir stopp.
Fyrsta myndin er tekin í iðnaðarhverfi og er umhverfið mjög ódæmigert fyrir Bolzano þar sem almennt ríkir fegurðin ein.
Á næstu myndum er umhverfið dæmigerðara. Bolzano hefur þá sérstöðu á Ítalíu að mér skilst að vera með þessa hjólastíga. Þeir liggja þvers og krus um bæinn og eru mjög góðir. Þeir liggja líka út fyrir bæinn og við sáum marga hjólandi þegar við sátum í rútu milli staða.
Á þriðju myndinni er nýlistasafnið í Bolzano. Önnur brúin er fyrir hjól og hin fyrir gangandi. Þarna er greinilegt að það er útlitið sem skiptir máli því brýrnar liggja báðar í sveig með óþarfa brekku, en þær eru óneitanlega fallegar.
15. júní 2012
Meira um hjólastæði
Þetta er mjög gott hjólastæði að mínu mati, hér er hjólið ekki að dettta (ég hef a.m.k. aldrei upplifað það). Það er staðsett í Austurstræti fyrir framan Arion banka. Það mættu vera fleiri svona hjólastæði í borginni.
13. júní 2012
Tæknin.
Í gær hætti garmin-inn minn að virka, neitaði að fara í gang þegar ég vildi kveikja á honum fyrir heimferð úr vinnu.
Ekkert virkaði til að koma lífi í hann að nýju, hvorki að setja hann í hleðslu eða tengja við tölvu, né nokkuð annað sem við reynum. Svo ég verð að horfast í augu við staðreyndir að hann virkar ekki lengur.
Ég keypti mér þessa græju vorið 2008 og er það í raun mjög ólíklt mér þar sem tækið var frekar dýrt (kostaði þá um 40.000 kr). En ég hef notað það svo til á hverjum degi síðan.
Það var skrítin tilfinning að hjóla heim úr vinnu án hans. Svo hafði ég planað að fara út og skokka en fyrstu viðbrögð voru að það væri ekki hægt af því ég hefði ekki garmin-inn. En auðvitað er það bara bull og ég skokkaði án tækisins.
En ég ætla að kaupa mér nýtt svona tæki og er að skoða hvað er í boði. Ég notaði auðvitað aldrei alla fídusana í þessu tæki, en var samt búin að setja inn þannig að það pípti eftir ákveðna vegalengd (ekki sú sama í hlaupi og hjóli) og svo bara þetta venjulega, hraða, vegalengd o.þ.h.
Ekkert virkaði til að koma lífi í hann að nýju, hvorki að setja hann í hleðslu eða tengja við tölvu, né nokkuð annað sem við reynum. Svo ég verð að horfast í augu við staðreyndir að hann virkar ekki lengur.
Ég keypti mér þessa græju vorið 2008 og er það í raun mjög ólíklt mér þar sem tækið var frekar dýrt (kostaði þá um 40.000 kr). En ég hef notað það svo til á hverjum degi síðan.
Það var skrítin tilfinning að hjóla heim úr vinnu án hans. Svo hafði ég planað að fara út og skokka en fyrstu viðbrögð voru að það væri ekki hægt af því ég hefði ekki garmin-inn. En auðvitað er það bara bull og ég skokkaði án tækisins.
En ég ætla að kaupa mér nýtt svona tæki og er að skoða hvað er í boði. Ég notaði auðvitað aldrei alla fídusana í þessu tæki, en var samt búin að setja inn þannig að það pípti eftir ákveðna vegalengd (ekki sú sama í hlaupi og hjóli) og svo bara þetta venjulega, hraða, vegalengd o.þ.h.
7. júní 2012
Fleiri myndir af hjólastæðum við Hörpu
Þessi hjólastæði eru við starfsmannainnganginn. Þau eru í raun eins og hin, bara upp við vegg og virka alveg jafn illa.
Svo ég lagði hjólinu mínu við grindverkið í staðinn og það er bara mjög fint.
Svo ég lagði hjólinu mínu við grindverkið í staðinn og það er bara mjög fint.
Gróðurhúsið
Þetta gróðurhús kom til okkar eftir krókaleiðum. Mér skilst að Minna frænka hafi fengið það gefið fyrir a.m.k. ári síðan. Og í vor ætluðu þau að setja það saman með hjálp barna og tengdabarna, en þá kom í ljós að allar festingar vantaði. Þau fundu þó út hverjir selja svona hús hér á landi og búið var að merkja við í bæklingnum hvað það var sem vantaði.
Eitthvað varð þó til þess að þau ákváðu að þetta væri ekki gróðurhúsið fyrir þau og þannig fengu mamma mín og pabbi það í hendurnar. Þeim fannst þetta heldur ekki vera fyrir þau svo okkur var boðið að fá það ef við vildum. Og við sögðum já.
Eftir að hafa útvegað okkur festingarnar þá var ekki mikið mál að setja það saman. En Elías þurfti reyndar að sníða nokkrar plötur sem ekki voru til hjá heildsalanum. En grindin komst saman.
Þá var að ákveða staðsetningu og það tók nokkurn tíma og voru nokkrir staðir prófaðir. En þegar endanleg staðsetning var ákveðin voru grafnar holur, rammi smíðaður og staurar steyptir niður í holurnar sem festir voru í rammann. Síðan fór grindin þar ofaná og það flottasta af öllu var að þetta smellpassaði.
Þá var kominn tími til að setja "glerið" (sem í raun var plast) í húsið. En það gerðum við einmitt í góða veðrinu sem var í síðustu viku.Allt glerið var með gulri plastfilmu á sem þurfti að fjarlægja, og það var mjög svo leiðinlegt og erfitt að ná því af. En það gekk nú samt. Ég er svona kapp klædd af því að ég hafði sólbrunnið daginn áður og Hrund hafði tekið sólarvörnina með sér til Marokkó.
Hér er svo húsið næstum alveg tilbúið, bara eftir að setja glerið í hurðina og laga festingarnar fyrir gluggann í þakinu.
Hér er húsið full búið og tómatplöntur komnar í mold í botni þess og eitthvað af sumarblómum í ræktun í pottum inni í húsinu.
Ég hlakka mikið til næsta vors að koma til grænmeti og sumarblómum í húsinu. En í ár (og í fyrra) var ég með svalagróðurhús í láni frá mágkonu minni (það er núna inni í húsinu) og þó lítið væri var ótrúlega mikið hægt að rækta þar inni.
6. júní 2012
24. maí 2012
Hjólastæðin við Hörpu
Svolíti pirruð yfir því að hjólið mitt dettur alltaf þegar ég festi það við hjólastangirnar hjá Hörpu. En eins og sést á þessum myndum sem teknar voru í morgun þá eiga ekki allir við sama vandamál að stríða, þó eru þrjú hjól dottin um koll. Svo finnst mér líka vanta hjólastæði (ekki eins og þessi samt) hinu megin líka, við aðal innganginn.
Báðar myndirnar eru teknar af stama stæðinu bara úr sitt hvorri áttinni.
En engu að síður gaman að því hvað margir eru á hjóli.
22. maí 2012
Helgarferð á Skagaströnd
Tók mér frí í vinnunni á föstudag og fór í heimsókn til Ingu á Skagaströnd.
Veðrið var með fallegasta móti og það var ekki leiðinlegt að aka norður í land við þessar aðstæður.
Hrund hafði ætlað að koma með mér og stoppa á Blönduósi til að hitta vinkonu sína þar, en vegna aðstæðna tók hún rútuna daginn eftir.
Við Inga höfðum ákveðið að fara í göngutúr til Lindu systur Ingu sem býr ca 12 km frá Skagaströnd. En það er sauðburður hjá Lindu og ekki alltaf auðvelt að komast frá (okkur vantaði einhvern til að skuttla okkur til baka) svo plön breyttust þannig að við ókum til Lindu og löbbuðum þaðan, sem var auðveldara fyrir okkur því landið liggur meira niður í móti þá leiðina. Athugið að á vegalengdinni 6-8 km slökkti ég óvart á garmin-græjunni og þess vegna vantar rétta mælingu þar. Það var sæmilegt gönguveður, sólin skein en þó var helst til of mikill vindur en hann lægði af og til svo þetta var bara fínt.
Síðan höfðum við planað að fara á tónleika sem við héldum upphaflega að væru um kvöldið en kom í ljós að voru um miðjan dag og þegar til kom vorum við báðar of þreyttar eftir gönguna til að fara (við steinsofnuðum báðar uppi í sófa á eftir).
Snemma á sunnudeginum fór ég svo í morgun göngu-skokk á meðan gestgjafarnir sváfu og það var líka ljómandi gaman. Sólin skein í heiði og það var ekki eins mikill vindur og deginum áður.
Svo um hádegisbilið hittumst við Hrund á Blönduósi og keyrðum saman í bæinn.
Þetta var mjög svo skemmtileg helgarferð og við Inga erum farnar að plana sameiginlegt ferðalag næsta sumar á Raufarhöfn þar sem Inga átti heima þegar hún hóf skólagöngu.
Veðrið var með fallegasta móti og það var ekki leiðinlegt að aka norður í land við þessar aðstæður.
Hrund hafði ætlað að koma með mér og stoppa á Blönduósi til að hitta vinkonu sína þar, en vegna aðstæðna tók hún rútuna daginn eftir.
Við Inga höfðum ákveðið að fara í göngutúr til Lindu systur Ingu sem býr ca 12 km frá Skagaströnd. En það er sauðburður hjá Lindu og ekki alltaf auðvelt að komast frá (okkur vantaði einhvern til að skuttla okkur til baka) svo plön breyttust þannig að við ókum til Lindu og löbbuðum þaðan, sem var auðveldara fyrir okkur því landið liggur meira niður í móti þá leiðina. Athugið að á vegalengdinni 6-8 km slökkti ég óvart á garmin-græjunni og þess vegna vantar rétta mælingu þar. Það var sæmilegt gönguveður, sólin skein en þó var helst til of mikill vindur en hann lægði af og til svo þetta var bara fínt.
Síðan höfðum við planað að fara á tónleika sem við héldum upphaflega að væru um kvöldið en kom í ljós að voru um miðjan dag og þegar til kom vorum við báðar of þreyttar eftir gönguna til að fara (við steinsofnuðum báðar uppi í sófa á eftir).
Snemma á sunnudeginum fór ég svo í morgun göngu-skokk á meðan gestgjafarnir sváfu og það var líka ljómandi gaman. Sólin skein í heiði og það var ekki eins mikill vindur og deginum áður.
Svo um hádegisbilið hittumst við Hrund á Blönduósi og keyrðum saman í bæinn.
Þetta var mjög svo skemmtileg helgarferð og við Inga erum farnar að plana sameiginlegt ferðalag næsta sumar á Raufarhöfn þar sem Inga átti heima þegar hún hóf skólagöngu.
16. maí 2012
Kaffitjöld - Hjólað í vinnuna.
Stoppaði við í morgun og fékk kaffi á vegum átaksins Hjólað í vinnuna. Kaffitjaldið var við Sæbrautina á móti Kringlumýrarbraut. Þar fékk ég loft í framdekkið (hefði þurft líka í afturdekkið en við náðum ekki hattinum af ventlinum).
Morgun talningin ruglaðist út af þessu en ég fór samt upp í 32 (líklega hafa það verið fleiri). Aftur hjólaði "Guðmundur" framhjá án þess að stoppa eins og á síðasta ári, ég væri virkilega til í að vita hvað hann heitir í alvörunni en við höfum verið að hjólast á í nokkur ár, alltaf á morgnana.
Það er virkilega gaman að stoppa og sjá allan þennan fjölda sem fer um stíginn á hjóli á þessum tíma. Ég gerði mér engan grein fyrir því að það væru svona margir.
Mikið væri nú gaman að fá svona teljara eins og er víða í útlöndunum sem telja þá sem fara um á hjóli.
Morgun talningin ruglaðist út af þessu en ég fór samt upp í 32 (líklega hafa það verið fleiri). Aftur hjólaði "Guðmundur" framhjá án þess að stoppa eins og á síðasta ári, ég væri virkilega til í að vita hvað hann heitir í alvörunni en við höfum verið að hjólast á í nokkur ár, alltaf á morgnana.
Það er virkilega gaman að stoppa og sjá allan þennan fjölda sem fer um stíginn á hjóli á þessum tíma. Ég gerði mér engan grein fyrir því að það væru svona margir.
Mikið væri nú gaman að fá svona teljara eins og er víða í útlöndunum sem telja þá sem fara um á hjóli.
15. maí 2012
Kuldakast
Kuldakastið hefur hvorki farið vel í gróður né menn. Fjöldi þeirra sem hjóluðu til vinnu í síðustu viku voru almennt yfir tuttugu og eitthvað niður í það að vera 7 á mánudag og 11 í morgun. Enda var frost báða þessa morgna og vindur (sérstaklega á mánudag).
Svo er það gróðurinn. Reynitréð fyrir utan eldhúsgluggann minn er sorglegt að sjá, vonandi nær það sér þegar hlýnar.
Svo er það gróðurinn. Reynitréð fyrir utan eldhúsgluggann minn er sorglegt að sjá, vonandi nær það sér þegar hlýnar.
9. maí 2012
Hjólað í vinnuna hófst í dag.
Það leit ekki vel út í gærkvöld þegar byrjaði að snjóa og í morgun var grasið í garðinum enn hvítt af snjó en göturnar auðar. Svo mér fannst spennandi að vita hvort ég sæi fleiri á hjóli þennan morguninn og hvort veðrið fældi fólk frá því að hjóla.
Það byrjaði ekki vel og ég sá engan á hjóli fyrr en ég var komin yfir Sæbrautina við Langholtsveg (á góðum degi er ég oft komin með 3 til 4 á þeim stað). En strax þar á eftir komu þeir í ljós bæði karlar og konur. Talan fór að lokum upp í 24 sem er fjöldamet á þessari leið á þessu ári.
Reyndar er þetta ekki fjöldamet ársins því þann 30. mars hjólaði ég Fossvogsdalinn (þetta var þegar hitabylgjan var og veðrið var með eindæmum gott) og þann morguninn sá ég 25 á hjóli.
Ég hef sjálf aðeins tvisvar tekið þátt í átakinu (þ.e. skráð mig til þátttöku, ég hjóla alltaf til og frá vinnu og er ekkert að fara að hætta því), en það eru ýmsar ástæður fyrir því sem óþarft er að telja upp hér.
Að lokum við ég minna fólk á að fara eftir umferðarreglum, horfa fram fyrir sig (ekki bara niður á götuna), muna að það er hægri umferð á landinu okkar og við förum eftir því á stígunum þegar við mætumst og ekki gleyma að hafa gaman að því að hjóla.
Gleðilegt hjólasumar!
Hér er slóðin á átakið hjólað í vinnuna.
Það byrjaði ekki vel og ég sá engan á hjóli fyrr en ég var komin yfir Sæbrautina við Langholtsveg (á góðum degi er ég oft komin með 3 til 4 á þeim stað). En strax þar á eftir komu þeir í ljós bæði karlar og konur. Talan fór að lokum upp í 24 sem er fjöldamet á þessari leið á þessu ári.
Reyndar er þetta ekki fjöldamet ársins því þann 30. mars hjólaði ég Fossvogsdalinn (þetta var þegar hitabylgjan var og veðrið var með eindæmum gott) og þann morguninn sá ég 25 á hjóli.
Ég hef sjálf aðeins tvisvar tekið þátt í átakinu (þ.e. skráð mig til þátttöku, ég hjóla alltaf til og frá vinnu og er ekkert að fara að hætta því), en það eru ýmsar ástæður fyrir því sem óþarft er að telja upp hér.
Að lokum við ég minna fólk á að fara eftir umferðarreglum, horfa fram fyrir sig (ekki bara niður á götuna), muna að það er hægri umferð á landinu okkar og við förum eftir því á stígunum þegar við mætumst og ekki gleyma að hafa gaman að því að hjóla.
Gleðilegt hjólasumar!
Hér er slóðin á átakið hjólað í vinnuna.
8. maí 2012
Snæfellsnes
Ég og Elías skruppum á Snæfellsnesið. það var ekkert allt of hlýtt og helst til of mikill vindur en við tókum hjólin aðeins niður af bílnum og hjóluðum smá.
7. maí 2012
Lindsay sem ákvað að gerast hjólreiðamaður.
Á facebook er hópur sem kallar sig Slow bicycle movement og
þar fann ég bloggið hennar Lindsay sem heitir "You ain´t got Jack".
Lindsay er heimavinnandi húsmóðir sem á tveggja ára son og
býr í Walla Walla í Bandaríkjunum. Hún ákvað
um áramótin að fara að hjóla með það að markmiði að bæta heilsuna og vera góð
fyrirmynd fyrir litla drenginn sinn. Svo
hafði það líka smá áhrif að ökuskírteini hennar rann út á svipuðum tíma.
Hún segist sjálf hafa verið sófakartafla og ekkert hreyft
sig að ráði, en í janúar keypti hún sér hjól og í febrúar fékk hún barnasæti á
hjólið og frá áramótum hefur hún haldið úti bloggi um upplifun sína og reynslu af
þessu hjólaævintýri.
Mér finnst mjög áhugavert að lesa um upplifun hennar sem
byrjanda á hjóli, hún er mjög einlæg og segir frá því hvernig henni líður með
þetta allt saman. Í apríl tók hún þátt í
áskorun sem fólst í því að hjóla eitthvað á hverjum degi allan apríl
mánuð. Ég hlakka til að halda áfram að
fylgjast með henni og þeim framförum sem hún óneitanlega mun ná ef hún heldur
áfram á sömu braut. Það er einmitt svo
ótrúlega skemmtilegt að upplifa framfarirnar sem verða hjá manni við æfingar,
og jafnframt skrítið hvernig manni
finnst oft ekkert miða áfram fyrr en allt í einu að brekkan sem maður
puðaði upp fyrir einhverju síðan virkar ekki eins brött eða löng.
Svo – áfram Lindsay!
Fjölgun fólks á reiðhjóli milli ára
Skv. talningu hjá VÍS tryggingafélagi hefur orðið umtalsverð fjölgun á hjólandi milli ára. Í ár töldu þeir samtals 1.143 á hjóli en á sama tíma í fyrra voru taldir 1.045.
Mínar morgun talningar (á leið til vinnu) staðfesta þessa fjölgun. Það var bara í janúar sem færri voru á hjóli, en veðrið var líka frekar óhagstætt í ár.
Hér er meðaltal þeirra hjólandi sem ég tel á dag yfir mánuðinn:
2011 2012
Janúar 5 2 (sá sem sagt að meðaltali 2 á hjóli á dag í janúar árið 2012)
Febrúar 5 4
Mars 3 5
Apríl 6 10
Og hér eru samanlagður heildarfjöldi yfir mánuðinn:
2011 2012
Janúar 96 29
Febrúar 76 91
Mars 58 102
Apríl 103 176
Mínar morgun talningar (á leið til vinnu) staðfesta þessa fjölgun. Það var bara í janúar sem færri voru á hjóli, en veðrið var líka frekar óhagstætt í ár.
Hér er meðaltal þeirra hjólandi sem ég tel á dag yfir mánuðinn:
2011 2012
Janúar 5 2 (sá sem sagt að meðaltali 2 á hjóli á dag í janúar árið 2012)
Febrúar 5 4
Mars 3 5
Apríl 6 10
Og hér eru samanlagður heildarfjöldi yfir mánuðinn:
2011 2012
Janúar 96 29
Febrúar 76 91
Mars 58 102
Apríl 103 176
19. apríl 2012
Víðavangshlaup ÍR
Hljóp 5 km í Víðavangshlaupi ÍR. Gekk mjög vel og er virkilega sátt við árangurinn. Taldi mig fyrirfram ekki vera nógu vel undirbúna undir hlaupið en ég hef svolítið verið að skokka undan farnar vikur en lengst 3 km. En svo var ég bara svona vel stemmd þegar ég kom á staðinn.
Byrjaði á því að hjóla niður í bæ og þar hitti ég pabba sem hljóp líka. Svo var hlaupið ræst og ég var ákveðin í því að fara þetta bara rólega. Fljótlega fann ég takt sem hentaði mér vel og mér leið vel allt hlaupið. Náði meira að segja svolitlum endaspretti. Hlakka til að hlaupa meira í sumar.
Byrjaði á því að hjóla niður í bæ og þar hitti ég pabba sem hljóp líka. Svo var hlaupið ræst og ég var ákveðin í því að fara þetta bara rólega. Fljótlega fann ég takt sem hentaði mér vel og mér leið vel allt hlaupið. Náði meira að segja svolitlum endaspretti. Hlakka til að hlaupa meira í sumar.
13. apríl 2012
Safnhaugur, fyrsta uppskera.
Vorið 2010 smíðuðum við okkur safnhaug (sjá hér). Og í gær sigtaði ég fyrstu uppskeruna úr þessu safnhaug og fékk heilar12 hjólbörur af gæða mold sem mun fara í beðin okkar og næra plöntur þar.
Ég fékk þetta fína sigti í fertugs afmælisgjöf, en það er hannað og smíðað af Sigurði Grétari og er þvílík snilld.
Ég fékk þetta fína sigti í fertugs afmælisgjöf, en það er hannað og smíðað af Sigurði Grétari og er þvílík snilld.
6. apríl 2012
Sumardekkin komin undir hjólið
Það kom svo sem ekki til af góðu. Þegar ég hjólaði heim úr vinnunni á miðvikudag (daginn fyrir páskafrí) þá var hjólið eitthvað skrítið að aftan. Titraði og var bara undarlegt. Ég stoppaði til að athuga hvort ég sæi eitthvað athugavert sem ég gerði ekki, en þegar ég var loksins komin heim (ég þorði ekki annað en að hjóla rólega meðan ég vissi ekki hvað var að) þá var það ljóst að ég var með sprungið afturdekk. Það hafði bara lekið mjög hægt úr dekkinu.
Svo í gær (Skírdag) fór ég í að setja bót á slönguna og skoða dekkið því mig grunaði að glerbrot væri ástæðan fyrir loftleysinu (fann ekki glerbrot). Og ég setti 5. bótina á slönguna og lofaði mér því að kaupa nýja slöngu og setja í stað þeirrar gömlu næst (sem ég er nokkuð viss um að ég sagði líka þegar ég setti bót nr. 4 á slönguna). En þegar loftinu var pumpað aftur í slönguna kom í ljós að henni var ekki viðbjargandi lengur því loft lak líka meðfram ventlinum.
Jæja, þá var ekkert annað að gera en að fara í búð og kaupa nýja slöngu. Ég passaði að hafa rétta stærð og keypti 2 slöngur (þó slangan í framdekkinu sé nýrri og ekki með bótum á þá er alltaf gott að eiga auka slöngu). En þegar átti að setja slönguna í gjörðina kom í ljós að ég hafði gert þau mistök að kaupa slöngu með bílaventli, en sú gamla var með frönskum ventli sem er mikið grennri svo nýja slangan passaði ekki í gjörðina. Og þá var aftur brunað í búð og rétt slanga keypt. Og eftir allt þetta vesen ákvað ég að best væri að setja sumardekkinn strax undir í stað nagladekkjanna og losna við vinnuna að taka dekkin undan aftur og allt það sem fylgir að skipta um dekk.
Svo núna er ég komin á sumardekkin og eins gott að veðrið hagi sér og hitinn haldi sig réttu megin við frostmarkið.
Svo í gær (Skírdag) fór ég í að setja bót á slönguna og skoða dekkið því mig grunaði að glerbrot væri ástæðan fyrir loftleysinu (fann ekki glerbrot). Og ég setti 5. bótina á slönguna og lofaði mér því að kaupa nýja slöngu og setja í stað þeirrar gömlu næst (sem ég er nokkuð viss um að ég sagði líka þegar ég setti bót nr. 4 á slönguna). En þegar loftinu var pumpað aftur í slönguna kom í ljós að henni var ekki viðbjargandi lengur því loft lak líka meðfram ventlinum.
Jæja, þá var ekkert annað að gera en að fara í búð og kaupa nýja slöngu. Ég passaði að hafa rétta stærð og keypti 2 slöngur (þó slangan í framdekkinu sé nýrri og ekki með bótum á þá er alltaf gott að eiga auka slöngu). En þegar átti að setja slönguna í gjörðina kom í ljós að ég hafði gert þau mistök að kaupa slöngu með bílaventli, en sú gamla var með frönskum ventli sem er mikið grennri svo nýja slangan passaði ekki í gjörðina. Og þá var aftur brunað í búð og rétt slanga keypt. Og eftir allt þetta vesen ákvað ég að best væri að setja sumardekkinn strax undir í stað nagladekkjanna og losna við vinnuna að taka dekkin undan aftur og allt það sem fylgir að skipta um dekk.
Svo núna er ég komin á sumardekkin og eins gott að veðrið hagi sér og hitinn haldi sig réttu megin við frostmarkið.
1. apríl 2012
Undur lífins, fræ verða að plöntum.
Mánudaginn 26. mars setti ég fræ í mold. Það voru fræ af spergilkáli, gulrótum (er að prófa aðferð sem útskýrð er í einni gróðurbók sem ég á), baunum og svo 3 tegundir af sumarblómum.
Strax 29.mars fór svo að sjást í fyrstu sprotana koma upp úr moldinni og í dag eru komnar plöntur hjá spergilkálinu, tveimur blómategundum og baununum (þó þær séu enn á byrjunarstigi).
Og þá er komið vandamál. Hvað á að gera við plönturnar því herbergishitinn er of mikill, æskilegur hiti er 10°c skv. þeim bókum sem ég hef lesið mér til í. Svo ég prófaði að henda þeim upp á háaloft beint undir þakgluggann. Þar er kjör hitastig, en ekki alveg eins víst að birtan sé nægilega mikil.
Mér finnst alltaf jafn spennandi þegar plönturnar fara að gægjast upp úr moldinni og geri mikið af því að benda öðrum fjölskyldumeðlumum á þetta undur.
Myndin er af spergilkálinu.
Strax 29.mars fór svo að sjást í fyrstu sprotana koma upp úr moldinni og í dag eru komnar plöntur hjá spergilkálinu, tveimur blómategundum og baununum (þó þær séu enn á byrjunarstigi).
Og þá er komið vandamál. Hvað á að gera við plönturnar því herbergishitinn er of mikill, æskilegur hiti er 10°c skv. þeim bókum sem ég hef lesið mér til í. Svo ég prófaði að henda þeim upp á háaloft beint undir þakgluggann. Þar er kjör hitastig, en ekki alveg eins víst að birtan sé nægilega mikil.
Mér finnst alltaf jafn spennandi þegar plönturnar fara að gægjast upp úr moldinni og geri mikið af því að benda öðrum fjölskyldumeðlumum á þetta undur.
Myndin er af spergilkálinu.
29. mars 2012
Smá rúntur á hjólinu.
Viðraði aðeins hjólið mitt í morgun. Tók tvær myndir sú fyrr er beint á móti Glæsibæ og er ég þar að taka mynd af slóðanum sem myndast þegar fólk, gengur og hjólar styðstu leið. Vonandi fer borgin að átta sig á því að það hefur ekkert upp á sig að setja nýtt grastorf þarna yfir heldur þarf að gera þetta að alvöru stíg. Ég ætti auðvitað að senda inn ábendingu á vefinn www.rvk.is
Svo fór ég líka um Fossvogsdalinn og þar er verið að vinna að því að lengja hjólastíginn og hafa hann aðskilinn frá göngustígnum. Mér sýnist meira að segja að með því verði teknir nokkrir hlykkir af stígnum sem er gott.
Og þó ég hafi ekki tekið af því mynd þá hjólaði ég líka spottakorn í Elliðaárdalnum og þar er búið að malbika þar sem áður var möl og setja ljósastaura. En þar hef ég ekki farið um síðan á síðasta ári svo ég veit ekki hvenær þetta var gert.
Já og eitt enn, það er líka búið að klippa grenitrén við stíginn í Barðavogi þannig að þau ná ekki lengur inn á stíginn sem er til mikilla bóta. Þessar umbætur allar lofa svo sannarlega góðu.
28. mars 2012
Franskar makkarónukökur
Mér finnst gaman að baka og fyrir jól rakst ég á uppskrift af frönskum makkarónukökum sem mig langaði að spreyta mig á. En það var ekki fyrr en í dag að ég gaf mér tíma í það því það þarf að dúlla við þessar kökur.
Deginu skipti ég í þrennt til að gera þrjár útgáfur. Ein með kakói (brúnt), ein hvít og ein með rauðum lit.
Hráefni eru söxuð, þeytt og hrærð saman eftir kúnstarinnar reglum og svo þarf degið að standa í 30 mín þegar það er komið á bökunarplötuna áður en það fer í ofninn..
Samkvæmt uppskrift á að baka kökurnar í 8-10 mínútur. En þegar ég tók fyrstu plötuna út úr ofninum var fljótlega ljóst að það var of stuttur tími því þær kökur féllu allar saman (sjá mynd). Næsta plata fékk að vera fyrst í 12 mín, svo 15 og endaði í 20 mín og tókst bara ljómandi vel svo sú þriðja og síðasta var í friði í 20 mín í ofninum. Mér finnst þetta ævinlega vera raunin að tími sem gefinn er í uppskrift er of stuttur.
Kremið var líka dúlluverk, fyrst að saxa niður súkkulaði, hita rjóma og hunang, blanda saman, bæta svo köldum rjóma við og síðan að láta standa í klst í kæli. Þá tekið út og þeytt (í raun þeyttur súkkulaðirjómi namm namm).
26. mars 2012
Hjól og vor
Það var á mánudaginn fyrir tveimur vikum sem ég hélt ég væri að leggja of seint af stað í vinnuna.
Það var svo bjart um morguninn, reyndar var hvít jörð sem gerir það að verkum að allt er bjartara. En ég var í fyrsta skipti á þessu ári á báðum áttum um hvort ég þyrfti að kveikja ljósin á hjólinu (sem ég þó gerði).
Það er órúlegt hvað birtan gefur manni mikið. Ég átta mig aldrei á því fyrr en það fer að birta hvað myrkrið liggur þungt á mér. Maður er allur einhvern vegin léttari þegar birtir. Og þá fer að kræla á lönguninni til að gera hitt og þetta eins og að fara í lengri hjólatúra, undirbúa garðinn fyrir sumarið (þó það sé enn helst til of snemmt að fara að hreinsa beðin), skipuleggja sumarfríið og fleira í þeim dúr. Vorið er skemmtilegur tími og er sem betur fer rétt handan við hornið.
Nagladekkinn fá að vera undir hjólinu enn um stund því maður veit aldrei og páskarnir eru eftir. En mikið hlakka ég til sumarsins og að geta verið léttklæddari á hjólinu. Yfirbuxurnar hafa oftar fengið hvíld undanfarna daga því hitastigið er almennt yfir frostmarki og ég hef ekki notað buff
undir hjálminn í marga daga og bara það breytir ótrúlega og mér finnst ég vera léttari á hjólinu, þó svo þetta sé allt í töskunni sem hvílir í körfunni á hjólinu tilbúið til notkunar ef á þarf að halda.
Svo er það þetta með hjálminn. Mig er svolítið farið að langa til að sleppa honum, ég hef lesið slatta af skrifum sem halda því fram að hjálmurinn veiti falskt öryggi, að hann geri aðeins gang á lítilli ferð (upp að 15 km klst, svo lengi sem hann er rétt spenntur á höfuðið). Ég hef tvisvar dottið af hjólinu (á 20 árum) og er viss um að í þau skipti hafi hjálmurinn allavega komið í veg fyrir að ég hruflist á höfði – en mundi húfa ekki gera sama gagn? Í fyrra skiptið fékk ég vægan heilahristing og eru til þeir sem halda því fram að hjálmurinn geti beinlínis valdið slíkum hristingi þar sem eðlilegar varnir höfðusins fái ekki að njóta sín. En að sama skapi hef
ég líka lesið skrif lækna sem halda því fram að hjálmurinn geti bjargað miklu. Og auðvitað vill maður hafa toppstykki ð í lagi.
Það var svo bjart um morguninn, reyndar var hvít jörð sem gerir það að verkum að allt er bjartara. En ég var í fyrsta skipti á þessu ári á báðum áttum um hvort ég þyrfti að kveikja ljósin á hjólinu (sem ég þó gerði).
Það er órúlegt hvað birtan gefur manni mikið. Ég átta mig aldrei á því fyrr en það fer að birta hvað myrkrið liggur þungt á mér. Maður er allur einhvern vegin léttari þegar birtir. Og þá fer að kræla á lönguninni til að gera hitt og þetta eins og að fara í lengri hjólatúra, undirbúa garðinn fyrir sumarið (þó það sé enn helst til of snemmt að fara að hreinsa beðin), skipuleggja sumarfríið og fleira í þeim dúr. Vorið er skemmtilegur tími og er sem betur fer rétt handan við hornið.
Nagladekkinn fá að vera undir hjólinu enn um stund því maður veit aldrei og páskarnir eru eftir. En mikið hlakka ég til sumarsins og að geta verið léttklæddari á hjólinu. Yfirbuxurnar hafa oftar fengið hvíld undanfarna daga því hitastigið er almennt yfir frostmarki og ég hef ekki notað buff
undir hjálminn í marga daga og bara það breytir ótrúlega og mér finnst ég vera léttari á hjólinu, þó svo þetta sé allt í töskunni sem hvílir í körfunni á hjólinu tilbúið til notkunar ef á þarf að halda.
Svo er það þetta með hjálminn. Mig er svolítið farið að langa til að sleppa honum, ég hef lesið slatta af skrifum sem halda því fram að hjálmurinn veiti falskt öryggi, að hann geri aðeins gang á lítilli ferð (upp að 15 km klst, svo lengi sem hann er rétt spenntur á höfuðið). Ég hef tvisvar dottið af hjólinu (á 20 árum) og er viss um að í þau skipti hafi hjálmurinn allavega komið í veg fyrir að ég hruflist á höfði – en mundi húfa ekki gera sama gagn? Í fyrra skiptið fékk ég vægan heilahristing og eru til þeir sem halda því fram að hjálmurinn geti beinlínis valdið slíkum hristingi þar sem eðlilegar varnir höfðusins fái ekki að njóta sín. En að sama skapi hef
ég líka lesið skrif lækna sem halda því fram að hjálmurinn geti bjargað miklu. Og auðvitað vill maður hafa toppstykki ð í lagi.
24. mars 2012
Aftur laugardagshjólreiðar með LHM
Aftur var ég komin niður á Hlemm um kl. 10 í morgun með mömmu og pabba með mér í þetta skiptið.
Það var töluvert hlýrra í veðri í dag en síðasta laugardag en í staðinn meiri vindur. Eins og sést á meðfylgjandi mynd af leiðinni fórum við þvers og krus um bæinn og enduðum svo á kaffihúsi/bakaríi um hádegisbilið og fengum okkur að borða. Mér fannst heimferðin erfiðust þar sem vindur var stífur á móti alla leiðina.
En að sama skapi er gaman að hjólaferðum og að fara í hóp er ekki verra. Og alltaf finnst mér jafn undarlegt hvað maður er fljótur og vegalengdir virka styttri á hjólinu en þegar setið er í bíl (ég veit það hljómar öfugsnúið en það er mín upplifun engu að síður).
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...