
20. júní 2009
Kvennahlaupið

15. júní 2009
Bláalónsþrautin
Með mér í Bestó-liðinu voru Adda og Haukur. Þórhallur hjólaði með öðru liði. Ekki það að maður þurfi að vera í liði til að taka þátt en það er bara gaman.
Þetta er einhver mesta þrekraun sem ég hef upplifað. Nokkrum sinnum var ég við það að gefast upp. Í fimmtu eða sjöttu brekku sem ég þurfti að teyma hjólið voru fæturnir ekki að vinna eins og venjulega. En ég komst á leiðarenda. Grútþreytt en virkilega ánægt með afrekið og alls ekki síðust í mark.
Haukur (3:45:52) var fyrstur af okkur, síðan ég (3:53:05) og Adda (3:58:35) var svo rétt á eftir mér. Þórhallur var svo óendanlega óheppinn að það sprakk 3x hjá honum og hann náði ekki að ljúka keppni. Það var að sjálfsögðu mikið svekkelsi.
Hér eru úrslitin, til að sjá kvennaflokkinn þarf að skrolla töluvert langt niður.
Síðan eru myndir. Þessar myndir eru teknar við markið. Merkilegustu myndirnar eru nr. 269, 270, 276, 277 og 278.
Eftir hjóleríið var farið í Bláalónið og aðeins slakað á vöðvunum sem var mjög gott.
Ég var aum og þreytt í öllum skrokknum í gær. Bjóst við að vera með harðsperrur út um allt í dag, en er bara nokkuð góð. Finn fyrir þreytu, þó ég hafi farið mjög snemma að sofa og sofið vel í nótt.
12. júní 2009
10. júní 2009
5. júní 2009
Nýr á lista
3. júní 2009
Hjóladagar

28. maí 2009
Sjónin

Kemur í ljós að nærsýnin hjá mér er að minnka. Fer úr 2,0 í 1,5 en er líka komin með smá sjónskekkju.
Svo er víst partur af þessu líka aldurinn. Augasteinninn á orðið erfiðara með það að aðlaga sig að mismunandi fjarlægðum, þ.e. augað þarf nákvæmari gleraugu til að sjá rétt.
Þá er að fara í gleraugnabúð og sannfæra starfsfólkið þar um að skipta bara út öðru glerinu, þó hitt sé rispað og svoleiðis. Það munar varla svo mikið um hálfan að það hafi áhrif á útlitið (þið vitið ef ég er með mjög sterkt á öðru en ekki hinu þá getur annað augað virst töluvert stærra en hitt).
26. maí 2009
Ferðahugur
Keypti festingar fyrir hjól á bílinn og draumurinn er að láta karlinn keyra mig eitthvað út fyrir bæinn og sækja svo aftur á leiðarenda.
Í augnablikinu er það Þingvallaleið sem heillar, held að það sé bara nokkuð góð vegalengd að fara fyrir byrjendur í utanbæjarhjólreiðum (ef maður fer ekki á mesta annatíma). Annars væri gaman að fá tillögur um hjólaleiðir.
Árið 2007 hjólaði ég frá Blönduósi á Skagaströnd (ætlaði ekki að trúa því að það hafi ekki verið á síðasta ári) sem er ca. 21 km leið. Það gekk bara vel, mig minnir að ég hafi verið einn og hálfan tíma á leiðinni. En þá var ég ekki búin að kaupa mér Garmin græjuna svo ég er ekki með það nákvæmlega skráð. Það er nú ferð sem mætti vel endurtaka.
20. maí 2009
Smá tiltekt
Koma svo bloggarar, látið heyra frá ykkur!
19. maí 2009
Vá vá vá
Hef aldrei nokkurntíman talið svona marga. Fór Fossvogsdalinn og þar er bókstaflega krökkt af hjólreiðamönnum og gaman að segja frá að langflestir eru með hægri umferðina á tæru, þrátt fyrir ruglandi línumerkingar á stígunum. Helsti gallinn við þessa leið eru blindbeygjurnar, en þær eru nokkrar.
Og svo langar mig að monta mig svolítið af honum stóra bróður mínum. En í morgunblaðinu í gær kom mynd af honum þar sem hann tók þátt í Kópavogsþríþrautinni; 400m sund, 10 km hjólreiðar og 2.5 km hlaup. Hér eru úrslitin og varð hann í 11 sæti í karlaflokki sem er frábær árangur. Til hamingju með það Þórhallur!
15. maí 2009
Hjólafréttir
Mætti og sá 31 hjólreiðamenn sem er fjöldamet í mínum talningum.
14. maí 2009
Viðhorf til hjólreiða
Einmitt á þessari götu eru gangstéttarnar algjörlega ónothæfir til hjólreiða. Stéttarnar eru þröngar og með þrengingum hér og þar. Húsin eru alveg upp við götuna og mjög oft er bílum lagt upp á stéttina. Hámarks hraðinn er 30 km/klst á götuni og venjulega næ ég líklega 20-25 km/klst þarna en maður þarf reglulega að hægja á út af þvergötum sem eiga forgang.
Mér finnst best þegar það er bíll fyrir framan mig því þá er augljóst að ég fer ekki hægar en hann og þá fá bílstjórar fyrir aftan mig ekki þessa tilfinningu að ég sé að hægja á þeim. En ef það er ekki bíll fyrir framan mig þá finn ég fyrir óþolinmæði bílstjóranna fyrir aftan mig. Oftast fer ég þá upp á stétt og hleypi framúr.
12. maí 2009
Vortónleikar unglingadeildar söngskóla Sigurðar Demetz
Þetta voru allt stelpur og sungu þær flestar tvö einsöngslög og svo allar í kórlögunum. Þær voru greinilega komnar mis langt í náminu og margar áttu erfitt með að standa fyrir faman alla gestina og syngja, en allar komust þær vel frá sínu og stóðu sig vel. Tónleikarnir voru vel sóttir og þurfti að bæta við sætum til að allir kæmust fyrir.
Lögin sem Eyrún söng voru Brátt mun birtan dofna og lagið úr Anastasiu sem hún hefur sungið nokkrum sinnum áður, en það lag var valið með svolítið litlum fyrirvara og því náðist ekki að undirbúa og finna nótur að undirspili fyrir undirleikarana að spila svo hún notaði upptöku sem við Arnar bróðir settum saman fyrir Eyrúnu þegar hún söng lagið á Árshátíð unglingadeildar Vogaskóla fyrr í vor.
Bæði lögin voru virkilega fallega sungin hjá henni.
10. maí 2009
8. maí 2009
Myrkur 29. september 2006
Mikið vildi ég að það væri endurtekið. Í þessari færslu er ég að skrifa mína upplifun á því að ganga um hverfið með enga götulýsingu. Helsti gallinn var að margir íbúar slökktu ekki hjá sér ljósin. Og ég var líka hissa á fjöldanum sem ákváð að fara í bíltúr þennan hálftíma.
En þetta var frábært framtak sem mætti vel endurtaka (þó ekki fyrr en í haust þegar myrkrið er komið aftur).
7. maí 2009
Hjólað í vinnuna

6. maí 2009
Vorsýning, Klassíski listdansskólinn



5. maí 2009
Sumarið er komið
Og ekki seinna vænna þar sem átakið Hjólað í vinnuna hefst á morgun.
Fékk skemmtilega aðstoð á leið í vinnuna í morgun í mótvindi og rigningu. Hjólreiðamaður sem var að taka fram úr mér býður mér að hjóla með sér þe. hann sá um að kljúfa vindinn og ég hjólaði við afturdekkið hjá honum. Það munaði ótrúlega um það og um stund var ég næstum í logni. Þurfti þó að hafa mig alla við að halda í við hann en við áttum skemmtilegt spjall um hjólreiðar í leiðinni.
Þetta er í annaðskiptið sem mér býðst svona aðstoð en síðast var ég á heimleið við svipaðar veðuraðstæður. Það var fyrir meira en ári síðan, en ég get ekki annað en velt því fyrir mér hvort um sama manninn sé að ræða...
Að minnstakosti þakka ég honum kærlega fyrir hjálpina í morgun.
30. apríl 2009
Hjólafréttir
Sá löggu á mótorhjóli hjóla á gangstétt, hélt það væri bannað. Fyrst

8 hjólreiðamenn fyrir utan mig í morgun og meirihluti karlmenn.
27. apríl 2009
Eftir kosningar
Ég tók aðra moltutunnuna okkar í gegn. Náði úr henni 2 (stórum) fötum af mold sem ég setti í matjurtarbeðið. Uppskar ógurlegar harðsperrur í óæðri endanum og er enn að eiga í því. Það var ansi misskipt í tunnunni of blautt sumsstaðar og annarsstaðar skrauf þurrt. Í miðjunni var síðan góður millivegur. Ég þarf líklegast að vera duglegri að hræra í tunnunni. Á stefnuskránni er að gera þetta sama við hina tunnuna líka.
Síðan var kosið og það er nóg búið að blaðra um það svo ég hef ekki fleiri orð um það nema að ég er ágætlega sátt við útkomuna, en nú er að sjá hvernig spilað verður úr og hverskonar stjórn verður mynduð.
Foreldrar mínir áttu svo 40 ára brúðkaupsafmæli á laugardaginn. Í tilefni dagsins var okkur boðið í grillveislu. Veðrið lék við okkur, þó það hefði kólnað þegar leið á daginn.
Í gær setti ég svo niður í garðinn 11 kartöflur, 3 raðir af gulrótarfræjum, 3 raðir af kálfræjum og 3 raðir af radísufæjum. Vona að kuldinn í nótt hafi ekki náð að bíta, en ég er með plast yfir garðinum sem vonandi hefur náð að halda einhverjum hita á jarðveginum.
Í morgun 8 hjólreiðamenn og meirihlutinn kvenfólk. Fór Sæbrautina.
17. apríl 2009
Skemmtilegur dagur í gær.
Síðan fórum við Hrund og keyptum okkur skó. Mér finnst skór sem kosta meira en 5 þús kall of dýrir, en þannig fór nú samt að við keyptum okkur báðar of dýra skó af því verðmatið hjá mér er greinilega brenglað.
Eftir skókaup fórum við öll fjölskyldan á Pizza-Hut Sprengisandi og fengum okkur að borða. Þjónustan þar var alveg hreint frábær og manni fannst maður vera á fínasta veitingastað. Vonandi verður Alexander aftur þjónninn okkar næst þegar við förum þangað.
Södd og sæl eftir fínustu máltíð fór ég svo á námskeið í ræktun matjurta hjá Endurmenntun Háskólans. Við vorum rétt að komast í gír að tala um motlugerð þegar tíminn var búinn en ég er áhugasöm um jarðgerð og finnst fátt skemmtilegra en að búa til eitthvað nytsamlegt úr svo til engu. En kennarinn lofaði að halda áfram með þá umræðu í seinni tímanum.
Ég var einmitt að kraka í jarðgerðarkössunum okkar um páskana og ætla mér að halda því áfram við fyrsta tækifæri. Því núna er einmitt rétti tíminn til að stinga upp matjurtargarðinn og setja í hann næringu (nýju fínu moldina sem hefur verið að myndast síðast liðið ár eða svo).
Svolítið fyndið að fara á námsekiðið með ekki stærri en 3 m2 matjurtargarð en draumurinn er að eingast nýjan garð á nýjum stað, svolítið stærri og geta ræktað fleiri tegundir. Hingað til hef ég sett niður ca. 11 kartöflur, tvær raðir af gulrótum og tvær af radísum og tvær af salati. Bara nokkuð gott fyrir svona lítinn garð.
Es. 7 hjólreiðamenn, fór Suðurlandsbrautina.
16. apríl 2009
Hjólafréttir
Fór Hringbrautina í dag, en það hef ég ekki gert í langan tíma. Sá einn hjólreiðamann sem ég þekki frá gamalli tíð en stúlkan sú var með mér í barnakór fyrir nokkrum árum (lesist a.m.k. 20 ár) síðan. Við höfum verið að hjólast á undanfarin 3 ár eða svo.
Er með vott að harðsperrum í handleggjunum eftir skokkið í gær (hvaða bull er það eiginlega?). Þarf greinilega að styrkja handleggsvöðvana fyrst þeir þola ekki smá skokk.
15. apríl 2009
Skokk
Veðrið var dásamlegt og við blöðruðum svo til alla leiðina sem var líka gaman. Það sem mér finnst skrítnast er að ég er meira þreytt í höndunum en fótunum eftir hreyfinguna. Eitthvað finnst mér það öfugsnúið.
Hjólafréttir
Var ekki nema 16 mín á leiðinni, hlakka til að fara af nagladekkjunum því það ætti að vera léttara að hjóla án þeirra. Er samt búin að bíta það í mig að skipta ekki fyrr en í lok apríl.
28. mars 2009
Öðruvísi mér áður brá.
12. mars 2009
Hjólað, vor og sumar.
Hjólaði heim eftir Sæbrautinni í fyrsta skipti í nokkra mánuði. Góð tilfinning og þetta er skemmtileg leið.
Metfjöldi hjólreiðamanna sjáanlegur í morgun, þeir voru hvorki fleiri né færri en 6!
Sumarlöngunin farin að gera vart við sig. Maður farin að spá í sumarfríi og svona. Hlakka til þegar það verður undantekning að maður hjóli í regngallanum til hlífðar. Ég er enn að hjóla í sama fatnaðnum og þegar það var 10° frost og finn fyrir því að það er aðeins of mikið. Líklegast í lagi að sleppa ullarsokkunum og fá sér léttari vettlinga svona rétt á meðan hitinn er um og yfir frostmark. En auðvitað er bara miður mars ennþá svo líklegast þarf maður að halda í hlífðarfötin eitthvað áfram.
En mikið hlakka ég til sumarsins.
4. mars 2009
Hjólafréttir
Hringdi í Reykjavíkurborg og kvartaði. Var bent á að hjóla frekar meðfram Miklubrautinni því hún sé á forgangi með mokstur. Leiðin mín er næst þar á eftir. En mína leið hef ég farið því hún er styst og létt (þ.e. fáar brekkur), Miklubrautarleiðin er 2 km lengri plús hærri brekkur í báðar áttir.
Sá ekki nema 1 hjólreiðamann á leiðinni en för eftir a.m.k. 2.
26. febrúar 2009
Sólókeppni í Óperunni
24. febrúar 2009
Töskurnar mínar


16. febrúar 2009
Prjónaárið 2009

Lindu taska er öðruvísi en mín að því leiti að hún er hvít alveg upp og línurnar 5 eru nótnastrengir og hún hafði saumað í þá nótur. Það kemur virkilega skemmtilega út, en það var í mér einhver leti svo ég sleppti því. Og sjá hér er árangurinn.
Ætlunin er að ljósmynda allar afurðir ársins. Andrésbókin er með á myndinni til að menn átti sig á stærðinni. En núna er ég að prjóna bæði dúkku og sokka sem ná uppfyrir hné.
Ps. sá hvorki meira né minna en 8 hjólreiðamenn á leið minni til vinnu! Enda er veðrið og færð töluvert betri núna, næstum allur klaki farinn og hitinn 6°C. Ég var ekki nema 17. mín á leiðinni.
14. febrúar 2009
Húsmæðraorlof.
Á þriðjudaginn tók ég rútuna norður á Blönduós þar sem Inga vinkona tók á móti mér. Jói var svo indæll að lána mér rúmið sitt og herbergi. Svo fór í hönd tími sem var allt í senn hressandi og afslappandi. Við fórum í göngutúra í snjónum. Svo á listasýningu í barnaskólanum þar sem Sigurbjörg hafði búið til allskonar fínerí úr leðri (þar á meðal virkilega flott bókamerki handa mér) og Jói hafði bæði teiknað og leirað. Ég fékk að fylgjast með söngtíma hjá Ingu sem var gaman. Linda systir Ingu dró okkur með sér á prjónakvöld á Blönduósi þar sem haldinn var fyrirlestur og prjónað (og auðvitað skoðað og sýnt það sem verið var að vinna með). Okkur var boðið í kreppukaffi til mömmu Ingu og þar fengum við dásamlega góðar kökur.
Að ótöldum þeim tíma sem við prjónuðum eða púsluðum og kjöftuðum frá okkur allt vit.
Á meðan ég skemmti mér á norðurlandinu húkti eiginmaðurinn í bælinu með hálsbólgu og hita.
En núna er ég komin heim til að hjúkra honum og þá verður allt betra ;)
29. janúar 2009
Snjór, snjór, snjór og aftur snjór

28. janúar 2009
Hjólafréttir
En mér gengur ljómandi vel að hjóla. Á í raun erfitt með að trúa því að það sé ekki meira mál að hjóla á veturnar. Veðrið hefur auðvitað leikið við mig þ.e. lítið er um blástur. Færðin misjöfn en að meðaltali er ég ekki nema 5 mín lengur í vinnuna núna heldur en á sumrin.
Svo er gaman að því að benda fólki á átak sem er að hefjast sem kallast lífshlaupið. Þetta er fyrirtækja- og einstaklingskeppni sem stendur yfir 2. - 24 febrúar og felst í því að hreyfa sig (skiptir ekki máli hvernig eða hvenær) í 30 mín samanlagt (þarf ekkert frekar að vera allt í einu) á dag.
24. janúar 2009
Búsáhalda byltingin
Það er komin endurnýjuð orka í mótmælin og menn virðast hafa náð að hemja ólætin og árásir á lögreglu. Því hver vill lifa í landi þar sem óeyrðir geysa? Þegar svona ólæti hafa verið í sjónvarspfréttunum frá útlöndum þá hefur tilfinningin fyrir því að svona gerist ekki á Íslandi verið til staðar.
En þó verð ég að segja að eftir að mótmælin hófust og maður sá hvernig tekið var á þeim í fjölmiðlum þá fóru nú að renna á mig tvær grímur.
Í upphafi mótmælanna (fyrir hvað 15 eða 16 vikum) tók ég þátt í friðsömum mótmælum, hlustaði á kröftugar ræður og fannst magnað að vera innan um fjölda manns með sömu óvissuna í hjarta. Svo fór maður heim ánægð með dagsverkið og horfið svo á fréttir um kvöldið og hlakkaði til að sjá boðskapinn útbreyddann með brotum úr ræðunum (því margir sem vildu komust ekki á staðinn), en nei - þá voru bara myndir af fólki með ólæti. Þeir sem hrópuðu hæst komust í mynd en ekki málefnin.
Þetta breyttist þó aðeins eftir háværar kvartanir frá þeim sem tóku þátt í mótmælunum. En ég komst ekki hjá því að hugsa hvort þetta væri svona líka þarna í útlöndunum. Þegar við sjáum myndir af fánabrennum og æstum mönnum (konur eru líka menn) kastandi grjóti og bensínsprengjum, eru þetta þá bara dreggjarnar af kröftugum, fjölmennum, mótmælum sem farið hafa úr böndunum eftir að hin almennu mótmæli eru yfirstaðin?
Allavega þá trúi ég því að mótmælin í dag verði fjölmenn, kröftug og án ofbeldis.
Ætlar þú að mæta?
13. janúar 2009
Hjólafréttir

5. janúar 2009
5. janúar 2009
Hjólið mitt er nýþvegið og smurt og svakalega fínt. Fundum reyndar út að miðjutannhjólið að framan er algjörlega búið, það er farið í sundur á 2 stöðum (enda var það alltaf að haga sér eins og verið væri að skipta um gír) svo núna er hjólið mitt bara 8 gíra af því ég nota eingöngu stærsta tannhjólið að framan, en það gerir ekki til, greinilega þarf ekki meira svona innanbæjar í góðu færi.
Á morgun byrja skólarnir hjá stelpunum og jólaskrautið ratar aftur ofaní kassa. Eins og það er gaman að segja það upp þá er ég líka alltaf jafn fegin þegar það fer niður aftur. Er komin með meira en nóg af glitri og glingri.
Þetta árið hef ég prjónað eins og vindurinn (tilvitnun í ¡Three Amigos!) og gengur mjög vel. Er að prjóna virkilega fallega peysu sem er sérpöntuð (gaman að fá svona pantanir) og ég virðist ætla að ná að klára hana á met tíma.
23. desember 2008
15. desember 2008
Piparkökuturninn

Í upphafi baksturs sagði ég sem svo: "Stelpur eigum við ekki bara að gera lítið og sætt piparkökuhús í ár?"
Útkoman varð svo stærsta piparkökuhús sem við höfum nokkurntíman gert.
Til samanburðar er hér mynd af húsinu sem við gerðum í fyrra.
Hrund hannaði piparkökubílinn, kemur skemmtilega út.
13. desember 2008
Snjórinn


5. desember 2008
Hitt og þetta og þó mest jólaundirbúningur

26. nóvember 2008
Útgáfutónleikar

Þar fagnar Kór Áskirkju útgáfu á jóladiskinum Það aldin út er sprungið. Kórinn syngur íslensk og erlend jólalög án undirleiks undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar. Á disknum hljjóma perlur sem allir kannast við, í hefðbundnum sem og óhefðbundnum útsetningum, ásamt minna þekktum kórverkum.
Aðgangur er ókeypis.
17. nóvember 2008
10. nóvember 2008
Fréttaflutningur
Ég eins og margir aðrir var sársvekkt yfir fréttaflutningi af mótmælafundinum á laugardaginn síðasta. Mig hefur langað að skrifa eitthvað um það en ekki gefið mér tíma í það. Í staðinn hef ég sett inn hér slóðir á bloggfærslur það sem fólk lýsir óánægju sinni með fréttaflutninginn, enda var hann til háborinnar skammar.
Tilfinningin er sú að maður geti engum treyst lengur. Hver segir satt? Hverju er sagt frá og hvað skilið eftir? Og þegar Sjónvarpið tók upp á þessum ósóma líka, ja hvernig get ég treyst fréttaflutningi frá þeim eftir þetta?
Kíkið endilega á þessar færslur.
Lára Hanna Einarsdóttir - Hvert er eiginlega hlutverk fjölmiðla?Helga Vala - Af spunasveini Rúv.
Bloggsíða Ágústs Borgþórs - Mannfjöldinn er fréttin - ekki eggjakastið
Silfur Egils - Mótmælin áðan
Jenný Anna Baldursdóttir - Mótmælum rænt um hábjartan dag
En í gærkvöldi klóraði Sjónvarpið í bakkann og birti réttlátari mynd af mótmælunum og talaði við Hörð Torfa og þann sem stóð fyrir borgarafundinum í Iðnó. Lára Hanna Einarsdóttir hefur sett það myndskeið inn á bloggið hjá sér og þetta er slóðin á færsluna hennar. Afsökunarfrétt, Einar Már og skrílslæti forsætisráðherra
7. nóvember 2008
31. október 2008
Reynslan af nagladekkjunum er góð.
Hef bara einu sinni komist yfir 30 km/klst eftir að nagladekkin fóru undir hjólið en ég finn að ég er smátt og smátt að auka hraðann aftur eftir því sem ég læri betur á dekkin.
Kuldinn er lítið sem ekkert að angra mig. Ég er í mínum venjulegu fötum, gallabuxum, bómullarbol (þó vanir hjólreiðamenn segji manni að forðast bómull því hún drekkur í sig svitann og blotnar), lopapeysu og lopasokkum. Utan yfir það er ég svo í fínu Didrikson regn/útivistarfötunum mínum sem bæði halda hita, en anda líka (kostuðuð 12 þús í útilífi í sumar). En mig vantar nýja vetlinga því mínir eru orðnir ansi götóttir og mér verður kalt á puttunum sem standa út úr götunum. En úr því verður bætt fljótlega.
Sem sagt vetrarhjóleiðarnar ganga vel og ég er svo ánægð með að geta haldið áfram að hjóla þó smá snjór og hálka sé í bænum.
30. október 2008
kjosa.is
29. október 2008
Nýjung á bloggsíðu
Það var fyrir tilviljun að ég sá þennan möguleika sem kerfið býður uppá. Svo nú gildir að vera duglegur að blogga til að vera efstur á lista.
10% landsmanna styðja Davíð
Kíkið á þetta hér (er ekki langt)
27. október 2008
22. október 2008
Hjólað í snjó í fyrsta skipti

21. október 2008
20. október 2008
Finnst ég verða að koma þessu að.
En fréttamiðlum ber ekki saman um fjöldann. Lögreglan hér taldi um 500 manns vera á staðnum er Reuters fréttastofan segir rúmlega 2.000 manns. Smella hér til að sjá fréttina frá þeim.
Hér er svo ræðan sem Þráinn Bertelsson hélt og er aftan á Fréttablaðinu í dag.
„Nýir tímar
Nornaveiðar eru sport sem felst í því að finna rosknar konur sem búa einar og fleygja þeim í dýflissur og pynta þær til að játa að þær hafi mök við makt myrkranna – og brenna þær síðan á báli.
HÉR loga nógir eldar og við þurfum ekki að kveikja fleiri, og þaðan af síður er ástæða til að brenna einn né neinn á báli. Hins vegar er fullkomin ástæða til að mótmæla því að íslenska þjóðin skuli hafa verið gerð gjaldþrota fjárhagslega og siðferðislega og orðstír hennar troðinn í svaðið.
ÞAÐ er kominn tími til að krefjast þess að þeir umboðsmenn þjóðarinnar sem ýmist sváfu á verðinum ellegar slógust í lið með þeim sem fengu útrás fyrir græðgi sína með því að gera árás á eigin þjóð verði látnir axla þá ábyrgð sem þeir þiggja svo há laun fyrir að bera. Það er greinilega til lítils að eiga dóbermannvarðhund ef maður þarf svo að gelta sjálfur, jafnvel þótt dóbermann- hundurinn heiti Dabbi og allir eigi að vera hræddir við hann.
ÞAÐ góða við að íslenska lýðveldið skuli hafa verið lagt í rúst er að nú getur loksins hafist uppbyggingarstarf. Við getum byggt hér upp það þjóðfélag sem okkur dreymir um og við getum orðið fyrirmynd annarra þjóða – en ekki aðhlátursefni. En til þess að svo megi verða þurfum við að skipuleggja okkur upp á nýtt og standa saman um að þeir sem brugðust okkur svo hrapallega og bera ábyrgð á því hvernig komið er komi ekki nálægt því að byggja upp hið nýja óspillta, réttláta, ráðvanda og ábyrga þjóðfélag sem byggir á frelsi einstaklingsins til þeirra athafna sem ekki skaða aðra og sameiginlegri ábyrgð einstaklinganna hver á öðrum.
EF við ætlum að byggja hér upp betra þjóðfélag getur fólkið í landinu engum treyst nema sjálfu sér fyrir því verki – og allra síst stjórnmálaflokkunum sem bera ábyrgð á núverandi ástandi. Ef við ætlum að byggja hér upp nýtt þjóðfélag er mál til komið að íslenska þjóðin vakni af sínum væra blundi. Það er mál til komið að Ísland vakni. Núna. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr eru komnir nýir tímar. Það er á valdi þjóðarinnar að ákveða hvort þeir tímar verða betri eða verri en þeir sem liðnir eru."
17. október 2008
Fyrsti hjólatúr á nagladekkjum
En það er stöðugt og enginn aukatitringur eins og ég hafði búist við þar sem dekkin eru grófari. Hinsvegar var einnig skipt um sveifar og tannhjól svo það eru fleiri breytur en bara dekkin sem geta skekkt samanburðinn.
Mætti 5 hjólreiðamönnum. Tveir þeirra voru með svakalega flott ljós á hjólunum, þau blikkuðu en gáfu samt mjög sterka og flotta lýsingu á veginn fyrir framan. Mig grunar að þetta séu sambærileg ljós við þau sem kosta rúmlega þrjátíuþúsundkrónur í Erninum.
16. október 2008
Vetrarhjólreiðar

13. október 2008
10. október 2008
Hvað gengur á?
Nú er ég að reyna að skilja, því eftir að hafa hlustað á fréttirnar frá því í gærkvöldi koma upp ýmsar spurningar varðandi samskipti landanna Íslands og Bretlands.
Er verið að nota okkur (Íslendinga) sem blóraböggul fyrir öllu því sem illa er að fara á fjármálamarkaðinum í Bretlandi?
Skv. fréttaflutningi Sjónvarpsins í gærkvöldi eru menn algjörlea tvísaga um það sem er að gerast.
Á Íslandi er sagt að stjórnmálamenn þessara tveggja landa hafi rætt saman á góðu nótunum og í þeim viðræðum hafi verið sagt að íslenska ríkið ábyrgist innistæður Breta í bönkunum.
Á Bretlandi er hrópað að Íslendingar segist ekki ætla að standa við skulbindingar.
Hvað veldur?
Þetta er algjörlega svart og hvítt og að mínu mati mjög alvarlegar ásakanir á okkar hendur. Getur verið að íslenskir ráðamenn séu svona lélegir í ensku að misskilningur sé ástæðan?
Þó dettur manni líka í hug að hér sé pólitísk refskák. Getur það verið að af því við erum svona lítil að þá telji þeir ytra að þeir geti sagt og gert það sem þeir vilja gagnvart okkur.
Og afhverju taka menn ekki harðar á þessu hér heima og tala sínu máli þarna úti?
Gengu þessar vinsamlegu viðræður milli ráðamanna landanna kannski út á það að við tökum á okkur að vera blóraböggull ef þeir taka á sig skuldbindingarnar?
4. október 2008
Risapúsl

26. september 2008
Hjólafréttir
Fyrrihluta leiðarinnar var ég í nokkuð sterkum hliðarvindi sem þó meira ýtti á eftir mér frekar en hitt. En svo eftir smávægilega beygju varð all í einu logn eða a.m.k tilfinning eins og það væri logn og hún varði alveg þar til ég mætti öðrum hjólreiðamanni sem hafði gefist upp á að hjóla móti vindinum og teymdi hjólið sitt áfram.
Ég sem sagt hafði hressilegan meðvind í morgun og þegar ég skoðaði Garmin mælitækið á áfangastað sá ég að hámarkshraðinn hjá mér í þessari ferð var 37 km/klst sem er nokkuð meira en venjulega með mikið minna streði af minni hálfu.
Lifi meðvindurinn!
24. september 2008
Hjólafréttir
Þetta eru svona 5-13 sem ég sé á leiðinni í vinnuna (þetta er orðið ósjálfrátt hjá mér að telja hjólreiðamenn).
Verst að hjólið mitt er að verða bremsulaust, en ég á tíma eftir helgi í viðgerð. Ég vildi svo gjarnan kunna þetta sjálf og hafa aðstæðu til að dúllast við að halda hjólinu við að ég tali nú ekki um að geta geymt fákinn inni á meðan hann er ekki í notkun.
Svo er það kostur við þá sem hjóla núna að þeir eru með hægri regluna á hreinu. En það er oft vandamál á sumrin þegar sem flestir eru að hjóla hvað margir fara ekki eftir þessari reglu.
Munið hægri regluna.
Það henti mig um helgina að ég var að keyra Langholtsveginn að tveir drengir komu hjólandi á móti mér á öfugum vegahelmingi! Það er ekkert að því að hjóla á götunni (þetta var á 30 km/klst hámarkshraða svæði) en þá verður engu að síður að hjóla á réttri akrein.
21. september 2008
Journey to the Center of the Earth 3D
Ég sat a.m.k. heima meðan hinir fjölskyldumeðlimirnir fóru í bíó. Lítið gaman fyrir eineygða manneskju að fara á svoleiðis.
13. september 2008
Ólympíuleikar
En nú vildi svo til að í síðustu viku lá ég veik heima og þá gafst mér tækifæri til að fylgjast með paralympics sem nú standa yfir eða ólypmíuleikum fatlaðra sem mikið er sýnt frá á BBC (þó þeir fylgist aðallega með sínu fólki og þeirra afrekum, skiljanlega). Það er alveg jafn spennandi að fyljgast með þeim og sjá allar þessar íþróttir sem ekki sjást að jafnaði í sjónvarpi eins og hjólastólakörfubolti, fótbolti blindra, kapp á hjólastólum, hjólreiðar og sund svo eitthvað sé nefnt.
Íþróttamennirnir eru flokkaðir eftir fötlun og það tekur smá tíma að átta sig á því öllu saman. Sundmenn eru t.d. flokkaðir sem S5 til S10. Því hærri tala því minni fötlun. Blindir sundmenn eru flokkaðir S11 til S13. S11 eru algjörlega blindir en S13 eru með einhverja sjón þó lítil sé.
Mikið hefur verið sýnt frá sundinu enda eiga bretar marga góða sundmenn og þeir hafa unnið til nokkurra gullverðlauna á þessu móti. Við eigum einn sundmann á mótinu Eyþór Þrastarson en hann er flokkaður sem S11, en því miður hef ég ekki séð hann í keppni. Eyþór komst áfram í úrslit og varð þar áttundi í mark. Frábær árangur, hann jafnvel bætti sitt eigið met í undankeppninni. Ég hef séð nokkrar keppnir þar sem blindir synda en þeir eru með hjálparmenn á báðum bökkum sem halda á stöngum til að pikka í sundmanninn þegar hann kemur að bakkanum til að láta vita hvenær bakkanum er náð. Hvernig er annað hægt en að dást að þessu fólki? Eða handalausu sundmennirnir sem þurfa að skella höfðinu í bakkann til að staðfesta að þeir séu komnir í mark.
Miklar væntingar voru til íþróttamannsins David Weir en hann hefur staðið sig mjög vel undanfarið í kappi á hjólastólum. Honum hefur ekki tekist að næla í gullverðlaun á þessu móti ennþá en er komin með eitt silfur og eitt brons. Hann mun keppa í dag í 400m vegalengd, verður spennandi að sjá hvort hann nær gullinu þar.


11. september 2008
Eninga meninga...
Það sem er í greiðslu hjá okkur er: Sími, rafmagn, fasteignagjöld, ruv, húsfélagið og lánið af íbúðinni.
árið 2006-7, greiddum við kr. 58.000,-
árið 2007-8, kr. 62.500,- hækkun um 4.500 á mánuði eða 7,8% hækkun
árið 2008-9, kr. 79.000,- núna hækkun um 16.500 á mánuði eða 26,4% hækkun!
Sama tímabil hækkuðu launin mín um 9% milli fyrstu tveggja tímabilanna og um 16,9% milli seinni tveggja. Miðað við þetta eru tekjurnar okkar að skerðast töluvert.
Og nú hef ég ekki tekið með í reikninginn matvörur eða fatnað en við vitum öll að þau útgjöld hafa hækkað töluvert undanfarið.
Ætli maður neyðist ekki til að herða sultarólina um eitt gat eða svo.
5. september 2008
Klukk
Fjögur störf sem ég hef unnið við um ævina:
1. Unglingavinnan
2. Skógrækt Reykjavíkur. Kynntist þar skemmtilegu fólki sem leiddi til góðrar vináttu og til þess að ég hitti manninn minn.
3. Skrifstofustarf hjá malbikunarfyrirtæki. Alin upp til að sinna því starfi, var bara pínulítil þegar ég byrjaði að raða fylgiskjölum í ávísanaröð, ofsa skemmtilegt (ég er ekki að grínas mér fannst það gaman).
4. Skrifstofan þar sem ég er núna. Afleiðing af uppeldisstarfinu?
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:
1. Dirty Dancing. Hverjum finnst sú mynd ekki skemmtileg? Sá hana 3x í bíó á sínum tíma og þori loksins að viðurkenna það.
2. 50 first dates. Kemur mér alltaf í gott skap.
3. The Scarlet Pimpernel með Jane Seymour. Ég er greinilega svolítið fyrir rómantískar myndir.
4. Fifth element og fleiri góðar með Bruce Willis.
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
1. Dog Whisperer. Eins og ég er lítið fyrir hunda í alvörunni þá hef ég mjög gaman að því að sjá þá (og eigindurnar) kennda rétta siði.
2. Life on earth. Held ég fái ekki leið á þessum þáttum.
3. Friends. Virðist heldur ekki fá leið á þeim.
4. How I met your mother.
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
1. Danmörk... Nokkrum sinnum
2. Frakkland. Þó mestur tíminn hefði verið í Disney landi. Get vel hugsað mér að fara þangað aftur.
3. Snæfellsnes. Alltaf fallegt, alltaf gaman
4. Elliðaárdalurinn.
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan Blogg:
1. mbl.is
2. visir.is
3. fjallahjolaklubburinn.is (kanski ekki daglega, en nokkuð oft)
4. uuu... eiginlega bara blogg sem ég svo skoða daglega.
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:
1. Harry Potter. Hef lesið allar bækurnar bæði á íslensku og ensku.
2. Bróðir minn ljónshjarta
3. Dagbók Önnu Frank
4. Ronja Ræningjadóttir
Fjórir Bloggarar sem ég klukka:
1. Eyrún
2. Auður
3. Inga
4. Arnar
2. september 2008
Haustið
En afhverju ætli haustútgjöldin komi mér alltaf svona á óvart?
Þetta er á hverju hausti, nýjar skólabækur, nýjir leikfimiskór og úlpur orðnar of litar. Vetlingar týndir eða ónýtir og fleira þvíumlíkt.
Ég var þó undirbúin fyrir annríkið á þessum tíma, sem er reyndar minna en venjulega. Kórinn ekki byrjaður að æfa, stelpurnar orðnar það stórar að ekki er eins mikið um afmælisveisluhald og áður. Og jafnvel minna fyrir því haft.
En það er samt púsluspil að koma öllu fyrir innan hvers dags og á hverjum degi eitthvað skipulagt sem þarf að gerast eða undirbúa.
Á morgun (3. sept) á t.d. Eyrún afmæli og þá verður eitthvað gert til að gleðja hana. Mæli með því að þið sendið henni afmæliskveðju á bloggið hennar: http://www.eyrun-virgo.blogspot.com/
30. ágúst 2008
Ávextir og grænmeti.

15. ágúst 2008
Fréttir

Eyrún mín var brúðarmeyja ásamt Malthe Kristófer, Abelínu Sögu og Andreu.


17. júlí 2008
13. júlí 2008
Fyrsta langa halupið skv. hlaupaplani.
Veðrið var mjög svo ákjósanlegt og ég fór af stað með það í huga að fara 3 km án þess að labba en þegar því markmiði var náð var ég í það góðu formi að ég ákvað að bæta við 1 km og sjá svo til
og þannig var það út hlaupið. Eftir 6 km var ég farin að finna fyrir þreytu í hægra lærinu en fannst ómögulegt að fara að labba þegar aðeins 1 km var eftir.
Leiðin sem ég fór plottaði ég út frá Borgarvefsjá. Það sést svo sem ekki vel á þessu korti hvert ég fer. Í grófum dráttum byrja ég að að skokka niður að Sæbraut og yfir hana, yfir Elliðaárnar og undir Miklubraut. Aftur yfir Elliðaár á hitastokkum (held þeir séu það amk). Inn fyrstu undirgöng undir Sæbraut og stígurinn eltur og yfir göngubrúna yfir Miklubraut. Síðan meðfram Suðurlandsbraut alveg að Reykjavíkurvegi og niður hann smá spöl og síðan inn í Laugardalinn. Framhjá Glæsibæ og fljótlega eftir það var ég komin 7 km. Það sem vantaði uppá til að komast heim labbaði ég bara.
Garmin tækið mitt er yndislegt. Fyrir hlaupið set ég inn hversu langt ég ætla að hlaupa og hversu lengi (er með plan frá Öddu sem er frábært) og síðan þegar ég hleyp (skokka) af stað þá er tækið með ímyndaðan kall sem hleypur með mér og ég keppi við. Ef ég er á undan honum þá spilar tækið stutt sigurlag þegar vegalegnd er náð.
Neðra línuritið sýnir eitthvað sem kallast pace og efri línan hraðann.
Ég er virkilega ánægð með árangurinn og er mjög svo bjartsýn á það að ná lokatakmarkinu 23. ágúst og jafnvel á sæmilegum tíma.
10. júlí 2008
Maiskorn

8. júlí 2008
Afstæði vegalengda.
En í ljós þess er ekki undarlegt að þeir sem næstum aldrei stíga á hjól mikli fyrir sér vegalengdir og telji það óvinnandi veg að hjóla þær. Ég segi prófið að hjóla þetta og þið munið sjá að ekki bara er þetta styttra en þið haldið þið eruð líka fljótari í förum og hafið minna fyrir því en nokkurntíman er hægt að ímynda sér. Þið sem hjólið eruð þið ekki sammála?
<> <> <> <> <> <> <> <> <> <> <> <> <> <> <> <> <> <> <> <>
Síðan er skemst frá því að segja að tómatplantan hefur aftur vaxið um 3 cm á síðasta sólarhring. Og talandi um plöntur, Arnar ertu þarna ennþá? (Sjá komment á síðustu bloggfærslu).
Í dag ætla ég svo í fyrsta skipti að fara eftir hlaupaprógrammi sem ég fékk hjá Öddu. Mjög spennandi. Þetta eru ekki nema 2 km sem ég mun fara og töluvert hægar en ég er vön. Ætla samt svona í upphafi að fara alveg eftir prógramminu og sjá svo til hvort ég breyti því eitthvað eða hvort það virki vel bara eins og það er.
Eins og áður hefur komið fram þá er ég að stefna á 10 km hlaup í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar. Það eru ekki nema rétt tæpar 7 vikur í atburðinn og því kominn tími til að taka þessu alvarlega.
En ég er líka að berjast við of lítið járn í blóðinu og þrjóskast við að tala járntöflur. Mín trú er nefnilega sú að með réttu mataræði sé hægt að laga þetta og háma þess vegna í mig suðusúkkulaði, cheerios gulan og fleira sem á að vera járnríkt. Fékk mér meira að segja sardínur í gær en þær hef ég ekki getað borðað síðan silfurskottur sáust fyrst í íbúðinni hjá mér, en mér fannst ég vera að éta silfurskottur en ekki sardínur á þeim tíma.
7. júlí 2008
Plöntur og hjól



3. júlí 2008
Íþróttafréttir
Svörin voru óskýr og ég fékk á tilfinninguna að ástæða væri sú að þeir sem kaupa inn efnið finnist þetta ekki vera áhugavert.
Þetta vakti mig til umhugsunar. Því þannig er að íþróttafréttir eins og þær eru í dag eru fréttir sem ég forðast af því þar er ekki efni sem höfðar til mín á nokkurn hátt. Boltaíþróttir finnst mér ekki skemmtilegt að horfa á (hvort sem það er karla eða kvennalið) en þær fá stærstan hluta af fréttunum. Síðan kemur golf, bílaíþróttir (einnig leiðinlegt) og stundum tennis eða sund (allt í lagi, getur verið gaman að horfa á).
Eins er með dagblöðin. Þau eru nú flest farin að hafa sérblað með þessum fréttum svo auðvelt er að hoppa yfir þær fréttir og það er einmitt það sem ég geri.
Og nú velti ég fyrir mér. Er þetta ekki óplægður akur? Það gæti komið mér til að horfa á íþróttafréttir ef myndir af skautadansi, dýfingum eða fimleikum væru sýndar oftar. Ég er ekki að biðja um beinar útsendingar (ekki viss um að ég gæfi mér tíma í að horfa á það) heldur frekar sýnishorn af því sem er að gerast. Er það ekki hagur íþróttafrétta að sem flestir horfi á þær?
1. júlí 2008
Hjólafréttir
26. júní 2008
Sumarkveðja.
Frá mér er allt gott að frétta þó dagarnir séu helst til of stuttir nú um stundir. Það er svo margt sem mann langar að gera og annað sem þarf að gera og eilíf togstreita þar á milli. Eins og þið þekkið.
Við erum öll meira og minna í vinnunni þessa dagana og fáum ekki frí saman fyrr en í lok júlí, en þá verður gaman.
Garðurinn okkar er mjög svo blómlegur núna því í gær plöntuðum við Hrund út fullt af sumarblómum sem okkur áskotnaðist. Sum eru meiri dekurblóm en önnur og þurfa vökvun næstum því á hverjum degi. Vonandi getum við sinnt þeim sem skildi.
Eplatrén sem við settum út í garð (í potti) í vor af því þau voru farin að ofspretta í glugganum hafa séð fífil sinn fegri. Þau eru núna eiginlega bara stönglar með nokkrum laufblöðum efst.
Af paprikutrjám er allt gott að frétta. Þau halda áfram að blómstra og nú eru 3 paprikur að vaxa. Við höfum nú þegar uppskorið 2 paprikur, ágætlega stórar og mjög svo ljúffengar.
Síðan hafa stelpurnar verið að setja inn myndir á myndasamkeppni mbl.is. Þetta eru Eyrúnar myndir og hér eru myndir frá Hrund (smellið á nöfnin þeirra).
Eyrún er komin með nýtt hjól og stefnt er á að hjóla eitthvað saman öll fjölskyldan þó ekki sé búið að ákveða hvert eða hvenær.
Sem sagt allt í lukkunnar velstandi hjá mér og mínum.
Kveðja, Bjarney
Hjólaárið 2024 - 3.281 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...

-
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.281 km á árinu. Hjólaði 1.689 km til og frá vinnu og 1.965 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 208...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
-
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...