26. nóvember 2008

Útgáfutónleikar

Þriðjudagskvöldið 2. desember klukkan 20:00 verða útgáfutónleikar í Áskirkju.

Þar fagnar Kór Áskirkju útgáfu á jóladiskinum Það aldin út er sprungið. Kórinn syngur íslensk og erlend jólalög án undirleiks undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar. Á disknum hljjóma perlur sem allir kannast við, í hefðbundnum sem og óhefðbundnum útsetningum, ásamt minna þekktum kórverkum.

Aðgangur er ókeypis.

10. nóvember 2008

Fréttaflutningur

Ég eins og margir aðrir var sársvekkt yfir fréttaflutningi af mótmælafundinum á laugardaginn síðasta. Mig hefur langað að skrifa eitthvað um það en ekki gefið mér tíma í það. Í staðinn hef ég sett inn hér slóðir á bloggfærslur það sem fólk lýsir óánægju sinni með fréttaflutninginn, enda var hann til háborinnar skammar.

Tilfinningin er sú að maður geti engum treyst lengur. Hver segir satt? Hverju er sagt frá og hvað skilið eftir? Og þegar Sjónvarpið tók upp á þessum ósóma líka, ja hvernig get ég treyst fréttaflutningi frá þeim eftir þetta?

Kíkið endilega á þessar færslur.

Lára Hanna Einarsdóttir - Hvert er eiginlega hlutverk fjölmiðla?

Helga Vala - Af spunasveini Rúv.

Bloggsíða Ágústs Borgþórs - Mannfjöldinn er fréttin - ekki eggjakastið

Silfur Egils - Mótmælin áðan

Jenný Anna Baldursdóttir - Mótmælum rænt um hábjartan dag

En í gærkvöldi klóraði Sjónvarpið í bakkann og birti réttlátari mynd af mótmælunum og talaði við Hörð Torfa og þann sem stóð fyrir borgarafundinum í Iðnó. Lára Hanna Einarsdóttir hefur sett það myndskeið inn á bloggið hjá sér og þetta er slóðin á færsluna hennar. Afsökunarfrétt, Einar Már og skrílslæti forsætisráðherra

Hjólað í apríl 2022

Hjólaði samtals 203 km í mánuðinum þar af 122  til og frá vinnu. Hjólaði 15 af 17 vinnudögum mánaðarins, páskarnir voru núna í apríl og tók ...