30. desember 2013

Enn um hjólateljarann

Fór aftur framhjá teljaranum í morgun, nema hvað að það var hjólreiðamaður á undan mér og líka snjómoksturstæki.  Teljarainn taldi snjómokarann en ekki hjólin.  Það er klakabryjna yfir stígnum og mér skilst að undir stígnum sé skynjari sem skynji þrýsting en við þessar aðstæður er sem sagt verið að telja snjómoksturstæki en ekki hjól :(

27. desember 2013

Hjólateljarinn ekki að virka í dag

Hjólaði fram hjá hjólateljaranum í morgun (27. desember 2013), hann greinilega náði ekki að telja mig því skv. hjólateljaravefnum hefur enginn hjólað framhjá honum í dag.

20. desember 2013

Snjóhreinsun

Borgin hefur almennt verið að standa sig nokkuð vel við snjóhreinsun á stígum það sem af er vetri.  En á leiðinni heim í gær var þó eitthvað skrítið í gangi þar sem búið var að skafa aftur yfir stíginn (sem var bara vel hreinsaður í morgun) og skilin eftir snjórönd á miðjum stígnum.  Vélinni hefur verið ekið út og suður og í hlykki (sést ekki á þessari mynd) og stundum var hún alveg uppi á grasinu en ekkert á stígnum, en oftast að hálfu leiti á stígnum og að hálfu út á grasi.  Mjög svo furðulegt.

5. desember 2013

Nóvember 2013



Hjólaði samtals 262 km í mánuðinum. Þar af 218 til og frá vinnu og 44 í annarskonar erindi.  Hjólaði 19 af 21 vinnudegi í mánuðinum til og frá vinnu, sleppti einum degi vegna veðurs og örðum vegna veikinda.
Sá að meðaltali 8 á hjóli á dag til og frá vinnu. Mest taldi ég 14 til vinnu og 18 á heimleiðinni og fæst voru það 4 til vinnu og 3 á leiðinni heim. 

22. nóvember 2013

Saga af of sterku hjólaljósi.



Það er ekki gott að láta kalla athugasemd á sig, sérstaklega þegar hún kemur frá aðila sem átti hlut í sökinni.
Best að útskýra betur.  Í morgun var ég að hjóla í vinnuna eins og venjulega eftir stígnum við Sæbraut.  Þar eru enn leifar af málaðri línu sem aðskilur hjólandi frá gangandi (hún er að hverfa og eftir því sem ég best veit á ekki að endurnýja hana heldur á hægri umferð að gilda á stígnum).  En ég er að hjóla vinstra megin á stígnum (eins og línan segir til um) til vinnu og þarf að víkja fyrir þeim sem koma hjólandi á móti. 
Á hverju morgni mæti ég nokkrum á hjóli og hef það fyrir reglu að víkja tímanlega svo það sé skýrt að ég sjái viðkomandi og mér finnst það vera góð regla.  Undantekning er auðvitað ef gangandi eru á stígnum, þá þarf að taka sérstakt tillit til þeirra.  En það sem gerist nú í morgun er að hjól kemur á móti mér með það sterkt framljós að það útilokar sýn hjá mér og ég sé ekki tvo skokkara sem eru á stígnum á milli okkar, ekki fyrr en þeir víkja fyrir mér og fara fyrir geislann á ljósinu á hjólinu sem kemur á móti.  Ég sem sagt er búin að víkja yfir á hægri helming stígsins mjög tímanlega og það veldur því að skokkararnir fara næstum fyrir hjólið hjá þeim sem kemur á móti - til að víkja fyrir mér.  Honum bregður og skipar mér (þegar hann fer framhjá) að vera á hjólastígnum.  Augljóslega áttar hann sig ekki á því að hjólaljósið hjá honum er það sterkt að það útilokar sýn hjá þeim sem koma á móti, við sjáum hvorki fram eða aftur fyrir hjólið hjá honum.
Ég reyndi að garga eitthvað til baka, en það var ekkert vit í því (er bara ekki svona fljót að hugsa) og engin leið fyrir viðkomandi hjólara að ná út úr því þeim upplýsingum að hann er með allt of sterkt ljós fyrir innanbæjarakstur.  Eftir sat ég með vonda tilfinningu.  En get ég eitthvað lært af þessu?  Það er allavega ljóst að ég mun ekki víkja svona tímalega aftur þega ég mæti hjóli með þetta sterkt framljós.

21. nóvember 2013

Borgin sendi íbúum viðvörun vegna gróðurs

Í haust fengum við bréf inn um lúguna frá Reykjavíkurborg þar sem okkur er bent á að gróður af lóð okkar vaxi inn á stétt/stíg og að greinar á stórum trjám séu fyrir tækjum sem sjá um hreinsun á stígum.
Mín fyrstu viðbrögð voru að hlaupa út á götu til að skoða málið, og jú það var þarna ein grein sem slútti niður og einhverjar stungust út í gegnum grindverkið og það var líklega ástæðan fyrir þessum skrifum.  Næstu helgi fórum við og söguðum og klipptum.

Svo í gær kom annað bréf sem hefst svona:  "Í ljós hefur komið að ekki hefur verið orðið við áskorun veghaldara þess efnis að gróður sem fer yfir lóðarmörk hafi verið klipptur,..." og aðeins seinna "Því tilkynnist hér með að búast má við að gróður verði klipptur á næstunni án frekari fyrirvara á kostnað lóðarhafa..."

Og nú var mér brugðið.  Hvað í ósköpunum geta þeir verið að tala um?  Hér er mynd tekin af vefnum, ég setti gulan hring utan um greinina sem við söguðum.  Mín niðurstaða er að menn hljóta að hafa farið númeravillt.  En ekki vil ég samt greiða fyrir lóðahreinsun hjá einhverjum öðrum  svo ég hringdi í þjónustuverið hjá Reykjavíkurborg og vona að allt endi nú vel.

Ég vil í lokin taka fram að ég er ánægð með þetta framtak hjá borginni að benda íbúum á að gróður þurfi að snyrta því oft hefur maður pirrast yfir gróðri sem er að yfirtaka stíga og stéttar.

18. nóvember 2013

Snjór í Reykjavík


Ætlaði varla að trúa því hvað ég sá marga á hjóli í morgun.  Færðin var frekar erfið enda hafði snjóað um helgina og sumstaðar ekkert verið skafið.  Ég þurfti að snúa við  og fara til baka aftur yfir Sæbraut þar sem ég komst ekki áfram á stígnum út af snjónum, ég bara spólaði (sá þó för eftir 5 eða 6 hjól svo einhverjir geta hjólað í þessu).  Fór sem sagt aftur til baka yfir Sæbrautina og hjólaði í staðin strætó leiðina fram hjá Laugarásbíói og áfram á götunni að Íslandsbanka og fór þar yfir Sæbrautina aftur.  Stígurinn þar hafði eitthvað verið skafinn um helgina og svo þegar komið var fram hjá Kringlumýrarbrautinni var enn minni snjór, þó ekki geti ég sagt að það hafi verið greiðfært eða það væri augljóst að búið væri að skafa.  En það voru för eftir dekk af snjóruðningstæki svo það hafði einhverntíman farið þar um.

En þrátt fyrir þessa erfiðu færð sá ég 14 á hjóli.  Þar af einn ljóslausan, en flestir aðrir eru í fullum skrúða, þ.e. með ljós og í endurskinsvestum eða sambærilegu.  Ég var 12 mínútum lengur á leiðinni en venjulega (og þar sem ég er venjulega um 20 mín þá er það töluverð aukning).

Ætli borgin sé búin að breyta hreinsiáætlun út af Suðurlandsbraut-Laugavegur hjólastígnum og að nú sé hann í aðalforgang en ekki lengur stígurinn við Sæbraut frá Kringlumýrarbraut að Hörpu?

14. nóvember 2013

Ljósin á hjólinu

Núna þegar alveg er myrkvað á morgnana skipta ljósin miklu máli.  Maður sér nokkuð margar útgáfur af ljósum sem notuð eru og er það mín persónulega skoðun að blikkljós vekja mesta athygli og fyrr en stöðug ljós (þó ég sé sjálf ekki með blikkandi ljós að framan, en hugsa alltaf af ég ætti nú kannski að fá mér eitt slíkt og hafa með stöðuga ljósinu).

En það er eitt hjól sem ég mæti af og til á morgnana sem er með rautt blikkandi ljós bæði að framan og aftan og það er verulega óþægilegt að mæta því.  Af því að maður gerir ráð fyrir því að rautt blikkandi ljós sé aftan á hjóli og það ruglar skynjunina hjá manni og seinkar vitundinni um að hjólið færist að en ekki frá.  Þetta er bara vont, vona að viðkomandi fái sér hvítt ljós til að hafa framan á hjólinu fljótlega.

1. nóvember 2013

Október 2013

Hjólaði samtals 351 km í mánuðinum. Þar af 245 til og frá vinnu og 106 í annarskonar erindi (mest ferðir á kóræfingu).
Hjólaði alla 23 vinnudagana í mánuðinum til og frá vinnu.
Sá að meðaltali 11 á hjóli á dag til vinnu og 15 á heimleiðinni. Mest taldi ég 18 til vinnu og 35 á heimleiðinni og fæst voru það 3 til vinnu og 6 á leiðinni heim.  Það hefur komið mér skemmtilega á óvart hversu margir eru enn að hjóla og hvað menn eru fljótir að draga fram hjólið um leið og hlýnar aðeins eða sólin lætur sjá sig.  En þegar ég taldi þessa 35 á heimleiðinni þá var hvorki sól eða hlýtt.  En ég fór Suðurlandsbrautina og síðan í gegnum Laugardalinn og þar voru margir á ferli, sérstaklega í Laugardalnum þar sem margir krakkar voru að fara til og frá tómstundum á hjólunum sínum.
Veturinn er genginn í garð og hitinn almennt um frostmark á morgnana.  Það er myrkur þegar ég legg af stað og þegar hitastigið er um -3° eða meira þá borgar sig að vera með tvöfalda vettlinga en það fann ég út einn morguninn þegar ég mér fannst fingurnir vera að detta af vegna kulda.  Skrítið hvernig maður virðist verða að læra þetta upp á nýtt hvert einasta haust.
Nagladekkin fóru undir hjólið að kvöldi 7. október.  Þá var spáð snjókomu daginn eftir sem gekk eftir en snjórinn var farinn seinni part dags síðan þá hefur varla verið þörf á nöglunum.  En marrið í þeim lætur aðra vegfarendur vita af því að ég er að nálgast og er það vel. Fólk virðist almennt ekki heyra í bjöllunni, kannski er ég ekki nógu ákveðin á hringingunum eða hringi ekki nógu oft?
En það er alltaf jafn yndislegt að hjóla.  Flesta daga hefur veðrið verið milt þó einhverja daga inn á milli hafi blásið hressilega.  Þá er málið að finna sér skjólbetri leið, leggja fyrr af stað og njólta þess að hafa orkuna sem þarf til að berjast á móti vindinum - nú eða njóta þess að hafa hann í bakið og láta hann ýta sér áfram.

18. október 2013

Að vera með hugann á réttum stað skiptir máli.

Varð fyrir óþægilegri upplifun í morgun þar sem ég datt svo gjörsamlega inn í minn eigin hugarheim að ég tók ekki eftir manni á hjóli sem kom á móti mér fyrr en of seint.  Sem betur fer vék hann úr vegi, en þar sem hjólareinin er vinstramegin á stígnum þegar ég hjóla í vinnuna er það mitt hlutverk að víkja fyrir þeim sem hjóla á móti.

Það er orðið ansi dimmt á morgnana og við vorum bæði með ljós á hjólinu, en eins og fyrr sagði þá var ég ekki með hugan við það sem ég var að gera.  Mér dauðbrá og veit algjörlega upp á mig skömmina, svo ef viðkomandi einstaklingur álpast inn á þetta blogg þá bið ég hann afsökunar.

Hvað ég var að hugsa um sem gleypti mig svona gjörsamlega get ég ekki munað lengur - sem er líka mjög óþægilegt.

11. október 2013

Í svona bæ langar mig að búa.

Horfið á þetta myndband (u.þ.b. 15 mín), það fjallar um bæinn Groningen í Hollandi þar sem gangandi og hjólandi eru í miklum meirihluta þeirra sem ferðast um miðbæinn.  Og það er ekki tilviljun heldur ákvörðun sem bæjaryfirvöld tóku.

http://www.amara.org/en/videos/hG6YbFt6OlVG/info/?tab=video

Virkilega áhugavert að sjá hvað hægt er að gera ef viljinn er fyrir hendi.  Þarna eru allar aðstæður í grunninn góðar en engu að síður hefur þurft áræðni til að fara alla leið og gera bæinn þannig að bíllinn er neðstur í forgangsröðinni og besta leiðin til að ferðast um bæinn er annaðhvort fótgangandi eða á reiðhjóli. 

8. október 2013

Nagladekkin komin undir hjólið

Setti nagladekkin undir hjólið í gær eftir vinnu þar sem búið var að spá snjókomu í dag.

Og það stemmdi jörð alhvít í morgun þegar ég fór á fætur, meira að segja bara nokkuð mikill snjór (hátt í 10 cm mundi ég áætla).  Lagði snemma af stað þar sem ég gerði ráð fyrir að vera lengur að hjóla.  Hvergi búið að skafa snjóinn af stígunum.  Valdi að fara Suðurlandsbrautina þar sem hún er merkt "hreinsað fyrst" á fína kortinu sem Reykjavíkurborg tekur til hvar og í hvaða röð stígar eru hreinsaðir - væri betra ef hægt væri að treysta því.
En ég hef upplifað það verra og var komin 10 mín of snemma í vinnuna.  Þegar komið er nær miðbænum eru stígar upphitaðir og þar var engan snjó að sjá.

1. október 2013

September 2013

Hjólaði samtals 258 km í mánuðinum. Þar af 212 til og frá vinnu og 46 í annarskonar erindi.
Tók einn orlofsdag en hjólaði alla hina 20 vinnudagana.
Sá að meðaltali 14 á hjóli á dag til vinnu og 16 á heimleiðinni. Mest taldi ég 31 til vinnu og 32 á heimleiðinni og fæst voru það 8 til vinnu og 5 á leiðinni heim.
September hefur verið frekar kaldur og eru húfa, vetlingar og trefill orðinn staðalbúinaður á morgnana.  Ljósin hef ég kveikt síðustu 3 morgnana en það fer svolítið eftir skýjafarinu hvort það þarf eða ekki.  Svo er ég farin að velta því fyrir mér að setja nagladekkin undir.  Hitinn á mælinum heima í morgun var 1°C og var frost um síðustu helgi svo það fer að verða tímabært.
Hér er svo línurit sem sýnir samanburð milli ára á fjölda hjólara sem ég tel að meðaltali í hverjum mánuði á morgnana á leið minni til vinnu janúar - september.
 
Í maí ár hvert hefst viðburðurinn "Hjólað í vinnun" sem greinilega kemur fólki af stað á hjólin og er gaman að sjá að næstum öll árin fer fjöldi hjólara í sömu töluna þann mánuð.  Sérkennilega dýfan í júlí árið 2010, sjálf var ég í orlofi þann mánuð og líklega þeir aðrir sem hjóla voru í fríi þá daga sem ég hjólaði.

26. september 2013

Kostnaðarsamt hjólaár.


Þetta ár hefur verið mér óvenju kostnaðarsamt hvað hjólið varðar. Í byrjun árs var alltaf að springa hjá mér og kom í ljós að naglarnir í öðru dekkinu voru farnir að stingast úr vitlausu megin.  Keypti ég mér því eitt nýtt nagladekk (hitt þarf að endurnýja líka en vonandi get ég notað það fram á næsta ár).

Svo þarf af og til að stilla og lagfæra bremsur og gírabúnað (en það kann ég ekki að gera sjálf svo þá er farið með hjólið á verkstæði).

Núna í september fékk ég nýjan hnakk, nýja afturgjörð nýjan grískipti að aftan og víra bæði í bremsur og gíra.

Allt þetta hefur kostað mig 65.840 kr og man ég ekki eftir að hafa notað svona mikinn pening í hjólið á einu ári. Þetta er svipað og kostar að kaupa kort í strætó (9 mánaðakort kostar 49.900) en ég fæ meira út úr því að hjóla en að taka strætó og sé því ekki eftir peningnum.

Á næsta ári stefni ég á að kaupa ný sumardekk þar sem þau eru orðin léleg og ég þarf líka að kaupa annað nagladekk en vonandi ekki fyrr en fyrir veturinn 2014-2015. 

4. september 2013

Ágúst 2013


Hjólaði samtals 193 km í mánuðinum. Þar af 131 til og frá vinnu og 62 í annarskonar erindi.
Var tvær vikur í orlofi en hjólaði alla hina 12 vinnudagana.
Sá að meðaltali 14 á hjóli á dag til vinnu og 16 á heimleiðinni. Mest taldi ég 25 bæði til og frá vinnu og fæst voru það 8 á báðum leiðum líka.

2. ágúst 2013

Júlí 2013

Hjólaði samtals 188 km í mánuðinum. Þar af 140 til og frá vinnu og 48 í annarskonar erindi (þar á meðal hjólatúr um Suðurnesin).
Var tvær vikur í orlofi en hjólaði alla hina 13 vinnudagana.
Sá að meðaltali 17 á hjóli á dag til vinnu og 25 á heimleiðinni. Mest taldi ég 20 á leið til vinnu og 43 á heimleiðinni (17. júlí). Og fæst voru það 11 á leið til vinnu og 9 á heimleið.

16. júlí 2013

Hjólaferð um Reykjanes, 13. júlí 2013

Hringurinn endurtekinn frá árinu 2010.  Vorum aðeins færri á ferð núna og veðrið kannski ekki alveg eins gleðilegt, en gaman var nú engu að síður.  Það rigndi ekki á okkur svo nokkru nam nema á síðasta spottanum frá Garði í Keflavík en allir voru vel klæddir og undirbúnir fyrir slíkt svo það kom ekki að sök.  Hér eru fræknu hjólagarparnir
Eins og síðast lögðum við af stað frá Duushúsum í Keflavík og hjóluðum þaðan í Sandgerði þar sem við snæddum nesti og skoðuðum áhugavert safn sem þar er.  Síðan var hjólað að Garðskagavita þar sem aftur var smá stopp og síðan aftur að Duushúsum.  Leiðin er samtalst um 27 km og að mestu á jafnsléttu þ.e. einungis eru aflíðandi brekkur.

1. júlí 2013

Júní 2013

Hjólaði samtals 318 km í mánuðinum.  Þar af 205 til og frá vinnu og 113 í annarskonar erindi.  Á árinu hef ég hjólað samtals 1.689 km.
Tók mér einn orlofsdag en hjólaði alla hina 18 vinnudagana.
Sá að meðaltali 17 á hjóli á dag til vinnu og 18 á heimleiðinni.  Mest taldi ég 35 á leið til vinnu (25. júní) og 41 á heimleiðinni (24. júní).  Og fæst voru það 3 á leið til vinnu (rigning og rok) og 5 á heimleið sama dag (18. júní).

Hjólateljari var settur upp við  Suðurlandsbraut og hef ég núna hjólað 3x framhjá honum.  Ég og Hrund vorum samferða í vinnuna 2x í síðustu viku og fórum þá í fyrsta skipti framhjá teljaranum (gerðum okkur smá útúrdúr til þess).  Morguninn eftir fórum við aftur framhjá teljaranum og vorum samsíða, þá tald hann okkur sem einn hjólara (borgar sig ekki að hjóla hlið við hlið fram hjá honum).  Á heimleiðinni gleymdum við að fylgjast með hjólateljaranum þegar við fórum fram hjá honum þar sem við vorum á kafi í skemmtilegum samræðum.

26. júní 2013

Gróðurmyndir úr garðinum, júní 2013

Fyrst er það villigróðurinn.  Þessi blóm finnst mér einstaklega falleg en það þarf svolítið að passa upp á að þau yfirtaki ekki garðinn svo dugleg eru þau að fjölga sér.



 Næst eru það matjurtir.  Fyrst spregilkálsplöntur, svo ertur og að lokum kartöflugrös.  Þær eru allar nokkurnegin á byrjunarstigi ennþá en það verður spennandi að fylgjast með þeim vaxa og dafna.




Hér er svo bóndarósin alveg við það að springa út, en það eru 7 knúbbar á henni í ár.

24. júní 2013

Fyrsti hjólateljarinn í Reykjavík

Hann er staðsettur við Suðurlandsbraut rétt áður en komið er að Kringlumýrarabrautinni sé maður á leið vestur í bæ.
 
Það er virkilega gleðiefni að búið er að setja upp einn slíkann hér hjá okkur og vona ég að þeim fjölgi og verði víðar um borgina og nágranna bæi í framtíðinni.  Hef ég bætt við slóð undir liðnum "Áhugaverðar síður" þar sem hægt er að sjá stöðuna á mælinum og línurit sem sýnir tölurnar unandfarna daga.
 
Eini gallinn er að tæki snýr ekki rétt að mínu mati.  Það ætti að snú á móti þeim sem kemur eftir stígnum svo tölurnar sjáist betur (þarf þá að vera með tölum báðu megin) eins og er á myndinni hér fyrir neðan sem tekin er í Kaupmannahöfn.

Í morgun gerði ég mér sértsaklega ferð bakvið okkar tæki til að athuga hvort tölur væru aftan á því líka, en svo er ekki.  Þó get ég ekki betur séð en að það sé skjár og allur möguleiki á því að hafa tölur báðu megin.

18. júní 2013

Hjólað upp á Hólmsheiði.

Á laugardaginn síðasta fórum ég og foreldrar mínir í hjólatúr upp á Hólmsheiði.  Við mæltum okkur mót í Elliðaárdalnum og þar var pabbi ekki sáttur við þrýstinginn í dekkjunum hjá mér svo við bættum aðeins í.
Og svo var lagt af stað. Við fórum upp Elliðaárdalinn og svo í gegnum Seláshverfið og upp á Norðlingabraut. Fylgdum hverfinu þar eins langt og hægt var til að þurfa að fara upp á þjóðveg 1 eins seint og mögulegt væri.
Það var án efa leiðinlegasti kaflinn af ferðinni að öðru leiti er þessi hjólaleið bara nokkuð góð.
 
Hér er mynd af framkvæmdum vegna nýs fangelsis á Hólmsheiði.  Þeir eru að grafa fyrir lögnum og einhverskonar undirbúningsvinna.  Við tókum svo nokkrar myndir af okkur með vinnusvæðið í baksýn.
 




Nestið var snætt úti í móa og mikið var það nú bragðgott, eins og alltaf þegar maður er svangur.

Svo hjóluðum við aðeins áfram, ákváðum að skoða sveitina örlítið. Hittum á vinkonu mömmu og kíktum aðeins til hennar í bústað áður en við snérum sömu leið til baka.
En í Elliðaárdalnum á heimleiðinni sprakk illa á afturdekkinu hjá pabba.  Fyrst héldum við að hægt væri að bæta slönguna enda fundum við stærðarinnar gat á henni en þegar slangan var blásin upp til reynslu reyndist vera annað gat alveg upp við ventilinn.




Svo ég hringdi í eginmanninn sem kom og sótti mömmu og pabba (bara pláss fyrir 2 hjól á hjólafestinguna okkar) og svo sem stutt fyrir mig að hjóla heim.

 
Hér er svo teikning af leiðinni sem við fórum.

11. júní 2013

Enn ein grein um hjálma

Þetta eru að mínu mati nokkuð áhugaverð skrif.  Leyfi mér aftur að pósta textanum eins og hann kemur fyrir í greininni en hér er slóðin á hana: http://www.ecoprofile.com/thread-2613-Car-industry-talks-bike-helmets%2C-silent-on-car-helmets.html athugið að ég sleppi tilvísunum og linkum sem eru neðst í greininni, áhugasamir opni slóðina og sjáið þar.

Greinin var birt árið 2012 og er hér:

Car industry talks bike helmets, silent on car helmets

ERIK SANDBLOM2012-10-08 #20853

Engineers at the University of Adelaide have designed a helmet-like headband. But the car industry has not shown any interest

Experience from Australia, France and Sweden shows that among car occupants who end up at the hospital, the head often has the worst injury. In Sweden, car occupants need more hospital days for head injury than any other road user group.

Engineers at the University of Adelaide have designed a helmet-like headband which would reduce the number of injuries by 44 %. For some reason the car industry has not picked this up. But they have started some campaigns for cyclists to wear helmets.


In The Netherlands, the safest country for bicycling, Volvo ran a campaign encouraging helmet use among children. They noted in a press release that 35 children die on Dutch roads every year, but neglected to mention that most of them were likely run over by a motorist. Volvia, Volvo's financing arm, has a blog about child safety. Apart from addressing what type of helmet is best for children, they assert that small children can't breathe on bicycles because of the strong headwind! Volvia hasn't seemed to notice that most cycling parents in Sweden have the child seat behind them, blocking the wind from the child.

In Denmark, organisers of a car race in Århus had a public relations stunt where they gave away helmets and reflective vests to cycling children at the start of the fall school term. And an organisation called the FIA Foundation gives money to the World Health Organisation's campaign for bicycle helmets. FIA Foundation was started by the Fédération Internationale de l’Automobile, which organises motor sport clubs.

Italian car maker Fiat had a competition to promote their new car. Contestants were invited to send in their design for a bicycle helmet. The helmet had few and small holes to be graphics-friendly and to avoid the feeling of wind in your hair. Toyota's brand Scion sponsored an exhibition and sale of bicycle helmets in Vancouver. French car maker Peugeot is sponsoring an early-morning cyclosportive in Stockholm, which is only open to helmet-wearers.

Photo Marc van Woudenberg/Amsterdamize
It's like soo dangerous man. Photo Marc van Woudenberg/Amsterdamize
The Canadian Automobile Association says "You should wear a helmet every time you ride a bicycle" but makes no mention of car helmets. The British Automobile Association distributed free helmets and hi-viz vests to cyclists in London.

Also in England, GEM Motoring Assist even wants there to be a law for all cyclists to wear a helmet. A leaflet about road safety from GEM shows cyclists with helmets and hi-viz vests, but the brake cable on the child's bike is disconnected. Maybe to GEM, helmets are more important than brakes! They also sponsor the Bicycle Helmet Initiative Trust, B-Hit, giving them money. Even the British petrol station chain Jet writes in a press release that cyclists should be required by law to wear helmets. Jet is owned by ConocoPhillips, the oil company.

Not all English road lobbies are into helmets. The CTC, the British national cyclists' union, are against helmet laws but also helmet campaigns. The CTC says the big problem is the fact that 45 000 people die of heart problems every year in the United Kingdom. Everyday exercise would have saved many of them.

New Zealand already has a helmet law, but the Cycling Activists' Network says the law is not working and needs to be reviewed.

The Scottish cycling organisation Spokes has decided not to advertise cycling events where helmets are compulsory. Spokes says these helmet policies deter participation in cycling and give a false sense of security to those wearing helmets.

It's heart-warming that the car industry cares so much about cyclists. Just a little strange that attentiveness doesn't extend to their own. Maybe they're jealous because cyclists live longer.

2. júní 2013

Maí 2013

Hjólaði samtals 326 km í mánuðinum, 225 km til og frá vinnu og 101 km í aðrar ferðir.
Fór alla 20 vinnudagana á hjólinu til vinnu.  Sá að meðaltali 18 á hjóli á leið minni þangað.  
Mest voru það 39 og minnst 8.

Átakið Hjólað í vinnuna hófst 8. maí, þá fjölgaði hjólandi um næstum helming.  Tvo daga á undan átakinu sá ég 15 á hjóli hvorn daginn og svo á fyrsta degi átaksins sá ég 24.

Hér er excel skráningin á fjölda hjólandi sem ég sé á morgnana og nokkrar athugasemdir með.




 
 
(Tölur yfir vegalengdir yfirfarnar og leiðréttar 4.6.2013, BH)


31. maí 2013

Varðandi hjólahjálma.

Fann þessi skrif í gegnum Hjóladagblaðið (http://paper.li/Hjolreidar/1328468294) og hann segir einmitt það sem ég hef verið að hugsa. 
Titill skrifanna er:  "So I don't wear a helmet.  Get off my ass"
Leyfði mér að afrita textann og setja hér inn en þetta er slóðin á upprunalegu skrifin http://georgehahn.com/2013/05/30/so-i-dont-wear-a-helmet-get-off-my-ass/

When I’m with my bike, “Where’s your helmet?!” is a real popular question from just about anybody who feels entitled to exercise passive-aggressive judgment in question form. Thankfully, I don’t feel the gall to ask total strangers “Do you really need another martini?”, “How about salad instead of fries?” or “Are you sure about the tank top?” – even after it’s clearly too late.

When I was a kid growing up in the ’70s and ’80s in Lakewood, Ohio, a suburb of Cleveland, riding a bike was fun, not serious. In our early years, we rode upright on Huffy Dragsters and dirt bikes, doing fast turns, going down hills and catching air on crude homemade ramps on the driveway. And sometimes we fell. When we fell, whether sideways or front-ways, our hands met the ground. We didn’t wear special bicycling clothes, and none of us wore helmets.
I was the youngest of five when I learned to ride a bike in the mid ’70s. My oldest sibling, my sister Tracy, had an upright Schwinn. Between her bike, my bike, my other siblings’ bikes in the garage and most of the other bikes in the neighborhood, the mode of cycling was upright. Still no special cycling clothes, still no helmets.
Then, in 1979, a hit movie called Breaking Away came out. Suddenly, all across America, recreational cyclists wanted to be like the Americans in the movie, who wanted to be like the Italians in the movie: a rendition of pro racers hunched over ten-speeds. In the hunched-over position, riders weren’t looking around anymore. They were now face-down, limiting their periphery to forward and down, putting every other direction in a blind spot. In those pre-Armstrong days, the racer model that was spreading like the flu had amateur riders flirting with speeds that only seasoned professionals should reach in a controlled environment – not an environment shared with cars or pedestrians.
Upright Dutch-model bikes started to become passé, written off as uncool, old lady, Wicked Witch of the West bikes. The newly popular model, the racer model, started to permeate the culture, becoming what Americans think cycling meant: cycling meant racing, or some derivative thereof. Out of necessity and with thanks to the racing influence, helmets entered the scene because cycling started to become dangerous, literally.
Enter the Armstrong Effect…
From the time Lance Armstrong took his first major victory in the early ’90s, cycling culture in America has been dominated by racing. Drunk on it, actually. Not only does everyone suddenly need a helmet, but we also need specialized gear and tight Lycra clothes with taint padding. The bikes themselves are razor-thin, feather-light contraptions, helping the non-professional rider go even faster. It’s all about the extreme… extreme lightweight, extreme racing, extreme speed, extreme tension on the face of the rider. And apparently extremely dangerous all of a sudden.
Then there’s the phenomenon known as “risk compensation.” Grant Petersen explains it perfectly in his book Just Ride, but I’ll try to summarize it here. Risk compensation is a psychological phenomenon that consciously or subconsciously affects our behavior when we wear protective equipment during a perceived dangerous activity. In football pads and helmets, kevlar vests, snake boots and, yes, bike helmets, we behave differently – with an increased sense of invincibility or recklessness, as if the protective gear is some kind of insurance against misfortune. As someone who was once a helmeted practitioner of the racer model and now an unhelmeted practitioner of the upright Dutch model, I can ascertain that there is a remarkable difference in how I ride.
If wearing a helmet makes one feel safer and more secure on a bicycle, then by all means wear one. And if one is training for a triathlon or an iron man, by all means wear one. (Just keep the speed entitlement out of the crowded metropolis shared by cars, pedestrians, children, dogs and other bicyclists.)
The data on the safety and reliability of bike helmets is a conflicted mixed bag. One statistic in which I’d be particularly interested is one that shows a breakdown in bicycle head injuries based on the type of cycling that was practiced: Of all bicycle head injuries, I’d love to know the percentage of victims who practiced the racer/messenger/daredevil model as opposed to the slower, upright, Dutch model. Unfortunately, I don’t think it’s a statistic we’ll ever know, but I think the distinction is legitimate and important.
I’m not anti-helmet, but I am anti-propaganda when it comes to companies capitalizing on fear and the perpetuation that bicycling is or even should be perceived as a dangerous activity. Because it shouldn’t be. When it comes to enjoying a bicycle, I will leave the specialized gear, the specialized clothes, the specialized bikes and, yes, the helmet to those intoxicated by the Armstrong Effect. This recovered daredevil has retired into a sane, sober and civilized model of cycling, and I’m loving the ride, just like I did when I was a kid. Without the helmet.

28. maí 2013

"Hjólað eftir Sæbraut dagurinn"

Held að ég hafi misst af tilkynningu um "hjólað eftir Sæbraut morguninn" sem greinilega er í dag.
Sá hvorki fleiri né færri en 39 á hjóli í morgun og það er 44% aukning frá síðasta fjöldameti frá 14 . maí en þá sá ég 27.
Veðrið í morgun var yndislegt, bjart yfir, lítill vindur og hitastigið einhversstaðar á milli 5 og 10°C en svo hlýtt hefur ekki verið lengi að morgni til.

Svo er bara að sjá hvort þetta met verði slegið í ár þar sem að í dag er síðasti dagur átaksins "Hjólað í vinnuna".  Ég hef ekki tekið þátt í þeirri keppni í nokkur ár þar sem vinnuaðstæður eru frekar óheppilegar (fer ekki nánar út í það).  En það stoppar mig ekki frá því að hjóla og hafa gaman að sjá allan þann fjölda sem ákveður að nýta hjólið sem fararskjóta meðan átakið stendur yfir sem og aðra daga.

Taflan sýnir meðaltal þeirra sem ég sé á hjóli á leið minni til vinnu á morgnana.  Þetta er eitthvað sem ég hef vanið mig á að telja og af því ég hef ótrúlega gaman að tölfræði þá fór ég að skrá þetta niður hjá mér.  Ég litaði maí gulan af því þá er átakið í gangi og þá sést glögglega að það er mikil fjölgun hjólandi milli apríl og maí, sem dettur svo aðeins niður í júní en það er líka af því að menn eru farnir að fara í sumarfrí á þeim tíma.  Ég leyfði maí tölunni fyrir 2013 að fljóta með þótt maí sé ekki liðinn (enn 3 virkir morgnar eftir) og talan gæti hugsanlega breyst.

14. maí 2013

Safnhaugur og maðkar

Mokaði milli hólfa í safnhaugnum um helgina.  Þessi mynd (afsakið myndgæðin en það var að byrja að rigna og ég var að flýta mér) er tekin þegar ég er rétt ný byrjuð að moka úr yngsta hólfinu og þá kem ég niður á ormahrúgu.  Þegar myndir er tekin hafa margir náð að láta sig hverfa, en þetta voru ótrúlega margir maðkar á einum stað.

6. maí 2013

Nagladekkin komin í sumarfrí.

Skipti yfir á sumardekkin laugardaginn 4. maí. 
Fór svo í kvennasamhjól frá Erninum á vegum Hjólreiðafélags Reykjavíkur á sunnudag með dætrum mínum, móður og mágkonu.  Veðrið var yndislegt, glampandi sól og ekki mikill vindur (þó hann væri napur þegar hann blés á móti).  Um 120 konur tóku þátt og allt gekk að óskum, þó við hefðum reyndar næstum misst af hópnum snemma þá var seinnihlutinn, frá Hörpu (þar sem safnast var saman aftur) farinn meira í samfloti.  Þá var búið að skipta hópnum upp í þær sem fóru lengri leiðina (26 km) og okkur sem fóru styttri vegalengd eða tæpa 19 km.
Það vildi svo skemmtilega til að hóparnir náðu saman alveg í lokin.

30. apríl 2013

Apríl 2013


Hjólaði samtals 294 km í mánuðinum, 190 km til og frá vinnu og 104 km í aðrar ferðir.
Fór 17 af 20 vinnudögum á hjólinu til vinnu og var í orlofi þessa  3 daga sem uppá vantar.
Sá að meðaltali 12 á hjóli á leið minni til vinnu. Mest voru það 17 og minnst 3 en þann dag var ansi hvass vindur.

Ég er enn á nagladekkjunum og enn á báðum áttum hvort það borgi sig að taka þau undan strax.  Það er kalt og hætta á hálku, en hefur þó verið þurrt að mestu.  Ætla að sjá til í nokkra daga í viðbót.
Garmin græjan mín hætti að virka í mánuðinum og tókst ekki að koma henni í gang aftur svo ég er farin að nota símann og forrit sem heitir endomondo til að halda utan um það sem ég hjóla.
Ég nota hjólið að mestu sem samgöngutæki.  Það er helst á sumrin að ég fer í hjólatúra þar sem tilgangurinn er ekki aðallega fólginn í því að komast á ákveðinn stað á ákveðnum tíma.  Enn eru "aðrar ferðri" hjá mér aðallega tengdar kórastarfi.  Með batnandi færð, veðri og aukinni birtu þá hjóla ég frekar þangað sem ég þarf að komast og skil bílinn eftir heima.
Svo er hér smá samanburður milli mánaða og ára á fjölda hjólandi sem ég tel á leið minni til vinnu á morgnana.

 
Þessir fjórir mánuðir eru kannski ekki mjög samanburðurhæfir þar sem verðurfar er ansi misjafnt eftir árum.  T.d. var janúar í fyrra (árið 2012) nokkuð snjóþungur og febrúar sama ár töluvert vindasamur. En veður mikið mildara í ár þó það hafi komið nokkrir hvellir.  Á leið minni eftir stígnum við Sæbraut virðast vera ríkjandi áttir mér í vil, þ.e. ég er oft með meðvind á morgnana og líka á heimleiðinni.  Þegar hingsvegar vindurinn er mjög kröftugur á móti mér þá vel ég að fara inn í hverfin og ef mér líst sérlega illa á veðrið fer ég meðfram Suðurlandsbrautinni, sú leið er stutt en ekki eins skemmtileg að hjóla eins og Sæbrautin að mínu mati.
Verið er að gera hjólastíg meðfram Suðurlandsbrautinni og fer þeim framkvæmdum vonandi að ljúka.  Verður spennandi að sjá hvernig það kemur út.

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...