14. ágúst 2014

Hjólaði kringum Grafarvoginn.


Í morgun stóðst ég ekki að fara út að hjóla.  Það var glampandi sól en ekkert sérstaklega hlýtt (fín fyrir hjólatúrinn) og ég sett i stefnuna á Grafarvoginn.  Einhverntíman hjólaði ég hringinn í kringum hann með eldri stelpunni minni og höfðum við mjög gaman að.  Núna er ég á borgarhjóli og var ekki viss um að það hentaði á malarstíginn (eða hvort búið væri að malbika hann ???).  Allaveg og í versta falli mundi ég snúa við og fara sömu leið til baka.  En þegar til kom gekk allt ljómandi vel.  Skógarstígurinn er þröngur og því  fór ég varlega, mætti bara einum skokkara svo það var engin hætta.
Góð byrjun á góðum degi.



Hér er ég hjá bryggjuhverfinu og er þetta skýrt dæmi um svokallaðar óskalínur.  Þ.e. stígurinn er ekki lagður eins og hentar vegfarendum best og þess vegna er kominn aukastígur þar sem heppilegast er að fara um.

 Endaði svo með því að fara í bakaríið í Holtagörðum og kaupa bakkelsi með morgunmatnum fyrir fjölskylduna sem hefði átt að  vera að skríða á fætum um það  leiti sem ég kom heim.  Þetta listaverk er á húsvegg við Skútuvog og það lífgar aldeilis upp á umhverfið.

Annar hjólatúr.

Nú var það Guðlaug mágkona sem stjórnaði ferðinni.  Hittumst hjá henni í Gvendargeisla og hjóluðum í Mosfellsbæ eftir nýja stígnum (fyrsta ferð mín um hann) og svo til baka meðfram sjónum og framhjá golfvellinum.  Kíktum til tengdaforeldranna á Brúnastöðum og svo aftur til baka með smá útúrdúr fram hjá matjurtargörðunum.

10. ágúst 2014

Hjólatúrar

Dreif mig loksins af stað í hjólatúr á fimmutdaginn.  Hef lítið sem ekkert hjólað annað en til og frá vinnu allt of lengi.  En núna er ég í fríi og þá er hjólið látið standa allt of mikið inni í skúr.
Ákvað að fara hring um Reykjavík með viðkomu á Seltjarnarnesi.  Veðrið var gott og skapið líka.  Mikið hlakka ég samt til þegar þessi hringur verður orðinn fullkominn þ.e. að hægt verði að fara þetta eftir stíg eða merktri leið allan hringinn.  En á þremur stöðum er maður aðeins týndur.  Ég fór hringinn réttsælis og þegar komið er framhjá flugvellinum þá beinir stígurinn manni inn í hverfið.  Reyndar er þar búið að bæta leiðina þannig að málaðir hjólavísar eru á götunni og ekki er mjög flókið að finna stíginn aftur.  Síðan tapast stígurinn aftur á mótum Ægissíður og Hofsvallagötu.   Og svo við Granda er leiðinda kafli næstum alveg að Hörpu og ákvað ég frekar að fara í gegnum hverfið eftir Vesturgötunni.
 Svo í gær hafði mágkona mín samband og þurfti ekki mikið til að sannfæra mig um að koma með sér í hjólatúr.  Af því ég hafði nýlega hjólað Reykjavíkurhringinn (sem hún stakk upphaflega uppá) ákvaðum við  að fara  í Kópavoginn í staðinn.  Veðrið lék við okkur, glampandi sól en nægur vindur til að okkur ofhitnaði ekki.  Að sjálfsögðu kíktum við við hjá mömmu og pabba á Kópavogsbrautinni og fengum trakteringar að launum.  Þetta var mjög gaman og erum við búnar að ákveða annan hjólatúr í næstu viku.

2. ágúst 2014

Hjólað í júlí 2014

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 203 km, þar af 178 km til og frá vinnu og 25 km annað.  
Hjólaði 17 af 23 vinnudögum mánaðarins til og frá vinnu, tók 5 orlofsdaga og var veik 1 dag.
Sá að meðaltali 13 á hjóli á dag til vinnu og 19 frá vinnu. Mest taldi ég 22 til vinnu og 27 á heimleiðinni.  En mánuðinn var blautur og tel ég það vera aðal ástæðuna fyrir því hve fáir hjóla en af þessum 17 dögum sem ég hjólaði í vinnuna voru 8 þar sem annað hvort var rigning eða mjög rigningarlegt.

En þrátt fyrir rigninu og allt of lítið af sólskinsdögum þá blómstra sumarblómin í garðinum og er svo falleg og fín.

Viðbót 4.8.2014, ég og endomondo erum ekki alveg sammála um farna vegalengd í mánuðinum en það er lítið við því að gera.


Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...