28. febrúar 2008

Fallin

Facebook hefur náð mér aftur.Byrjaði allt með tölvupósti þar sem mér var tjáð að stór bróðir hefði keypt mig á Facebook. Ég auðvitað alveg bara HVAÐ???Fór svo að skoða þetta aðeins. Þá er þetta svona meira að kaupa myndina, maður getur víst sett fleiri en eina mynd á sölulista. Engir alvöru peningar í boði, bara svona facebook viðskipti.Síðan þá hafa nokkrir keypt myndina mína. Það er svolítið gaman að fylgjast með þessu. Fór að lokum sjálf að kaupa og á nú nokkra ættingja mína og einn gaur sem hefur keypt mig 2x.

24. febrúar 2008

Júróvisíón

Horfði á þáttinn í gær þar sem framlag Íslands til júróvisión var valið. Skemmti mér bara nokkuð vel. Hefði mátt sleppa viðtölunum við mæður flytjenda, þó þær kæmu allar vel fyrir var það einfaldlega ekki skemmtilegt eða fróðlegt. Og hvað er með þessa spurningu um hvenær fólk byrjaði að syngja? Vitið þið um einhvern sem aldrei söng neitt fyrr en hann varð 10 ára og þá allt í einu opnar munninn og út streymir þessi líka fallegi söngur?

Var að heyra u.þ.b. tvo þriðja af lögunum í fyrsta skipti og fannst þau misskemmtileg.

En svona er mitt álit:

1. In your dream eftir Davið Olgeirsson.
Skemmtilegt og grípandi lag. Mætti mín vegna alveg fara áfram. Fannst söngurinn þó ekki alveg nógu öruggur.

2. Gef mér von eftir Guðmund Jónsson í flutning Páls Rósinkrans.
Var að heyra lagið í fyrsta skipti og fannst það ekkert spes. Ég er kannski ekkert of hrifin af gospeltónlist.

3. This is my life eftir Örlyg Smára í flutningi Friðriks Ómars og Regínu Óskar.
Hmmm... þetta lag vann og þau tvö eru Eurovisionformkökur. Jú, jú allt í lagi lag. Eitt af þeim sem ég var að heyra í fyrsta skiptið. Grípandi og hressilegt. Eurovision slagari.

4. Don't wake my up eftir Möggu Stínu í flutningi Ragnheiðar Gröndal.
Ekki spurning, mitt uppáhaldslag í keppninni. Var að heyra það í fyrsta skipti líka og féll kylliflöt. Algjörlega tónlist eftir mínu höfði. Ég meira að segja kaus lagið!

5. Ho, ho, ho we say hey, hey, hey eftir Barða Jónsson.
Get sagt að ég var mjög fegin að þetta lag fer ekki út.

6. Hvað var það sem þú sást í honum eftir Magnús Eiríksson í flutningi Baggalúts.
Krúttlegt lag og krúttlegur flutningur. Svolítið gamaldags og eitt af þessum lögum sem manni finnst maður hafa heyrt áður og getur sungið með við fystu hlustun.

7. Núna veit ég eftir Hafdísi Huld Þrastardóttur í flutningi Magna og Birgittu Haukdal.
Að mínu mati var þetta lag þarna bara út af flytjendunum. En ég var að heyra þetta lag líka í fyrsta skitpið, kannski batnar það eftir því sem maður heyrir það oftar.

8. Hvar ertu nú eftir Dr.Gunna í flutningi Dr. Spock.
Úff. Flipp og húmor. Sniðugt sjó, en ekki skemmtilegt lag. Líka mjög fegin að þetta lag fór ekki áfram.

16. febrúar 2008

Leitinni lokið.


Enn og aftur kemur barnaland.is til bjargar. Setti inn auglýsingu í gær þar sem ég óskaði eftir hamstrabúri og fékk svar í gærkvöldi. Núna er búrið komið heim og nýr meðlimur í fjölskylduna, dverghamsturinn Loppa.

7. febrúar 2008

Snjómokstur.

Það er sem mig minni að ég hafi áður skrifað um ástríðu mína á snjómokstri hér á skobara. Ef nokkkur snjókorn falla af himun er ég komin út með skófluna að moka.

Það hafa gefist nokkur tækifæri nú í vetur til að halda skóflunni á lofti, en þó verður að segjast að hingað til hafa "gæðin" á snjónum ekki verið sem best þ.e. snjórinn er helst til of léttur í sér og fýkur svo til strax aftur til baka yfir það sem mokað var (sem mætti ætla að væri ánægulegt því það þýðir meiri mokstur en ánægjan felst í því að sjá mun fyrir og eftir).

Svo í morgun... ahhh í morgun.... Fallegur snjór yfir öllu, þykkur, lokkandi...

Einmitt sama daginn og ég hef enga orku nema til að skipta um stöð í sjónvarpinu. Ég þarf að hýrast inni með hita, beinverki, kvef og hálsbólgu. Ó mig auma.

6. febrúar 2008

Þjónustugjald smjónustugjald

Það var nú bara þannig að ég var í minni venjubundinni heimsókn í heimabankann fyrir vinnuna þegar augun rekast í það að búið er að draga heilar níutíukrónur af reikningnum í þjónustugjald.

Þar sem ég er einlægur mótmælandi hverskonar óþarfa gjalda tók ég upp símtólið og hringdi í bankann. Stúlkan sem ég talaði við taldi líklegast að þetta væri kostnaður vegna sendinga á kvittunum en ekki vildi ég kannast við að hafa beðið um kvittanasendingu svo hún ætlaði að athuga þetta betur og hafa svo aftur samband. Sem hún og gerði en hafði enn enga skýringu á þessu gjaldi. Þá fór ég fram á að gjaldið yrði bakfært. Stúlkugreiið hafði greinilega ekki heimild til að veita slíkan afslátt af ósanngjörnum gjöldum svo hún ætlaði að kanna málið enn frekar.

Í morgun fékk ég aftur upphringingu þar sem mér er tjáð að gjaldið verði endurgreitt inn á reikninginn, en enn og aftur engin skýring gefin á því hvers vegna í upphafi þetta var dregið af reikningnum.

Hvursu margir ætli láti svona gjaldtöku fram hjá sér fara?

1. febrúar 2008

Endurfundir.

Er að fara að hitta þetta fólk og fleiri á morgun. Verður gaman að sjá hvort við höfum breyst svo mikið að maður þekkist ekki aftur.

Ætlum að skoða gömlu skólana okkar en það eru orðin nokkur ár síðan ég steig fæti þangað inn.

Hjólað í apríl 2022

Hjólaði samtals 203 km í mánuðinum þar af 122  til og frá vinnu. Hjólaði 15 af 17 vinnudögum mánaðarins, páskarnir voru núna í apríl og tók ...