3. janúar 2018

Hjólaárið 2017

Hjólaði samtals 3.025 km á árinu.  Mest eru þetta ferðir til og frá vinnu eða 2.647 km og 378 í aðrar ferðir.  En ég hjólaði 206 af 250 vinnudögum ársins.  Af þessum 44 vinnudögum sem ekki voru hjólaðir eru 6 vegna ófærðar eða veðurs, 3 vegna veikinda og restin er svo orlof eða aðrar ástæður.

Framundan eru breytingar hjá mér sem gera það að verkum að ekki verður lengur talning á þeim sem ég sé á hjóli á morgnana áleið minni til vinnu. Finnst mér því við hæfi að setja inn línurit sem sýnir ágætlega breytingu á fjölda hjólandi frá því ég hóf að skrá niður þessar talningar mínar árið 2010.  Tölurnar eru meðaltal þeirra sem ég taldi dag hvern á leið minni til vinnu.



Hér er taflan með meðaltalstölunum:


Ágúst 2010 hef ég lagfært örlítið þar sem tvo morgna í þeim mánuði sá ég mjög stóra æfingahópa sem skekktu meðaltalið óeðlilega.  Tók ég þær tölur út og fékk við það meðaltalið 11.  
Hér eru svo heildartölurnar fyrir hvern mánuð áður en meðaltalið er reiknað.  Þær tölur eru merkilegar í mínum huga þar sem þær sýna svo vel hversu mikið fleiri eru að hjóla í dag en árið 2010.


Sjáið bara, í janúar 2010 þá tel ég samtals 38 á móti 122 árið 2017.  Apríl talan 2017 skýrist af því að þá tók ég mér nokkra orlofsdaga.  Þess vegna er meðaltal hvers mánaðar betri mælikvarði, en það er engu að síður gaman að sjá hinar tölurnar líka.

2. janúar 2018

Hjólað í desember 2017

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 157 km, 145 til og frá vinnu og 12 km annað. Tók einn frídag og var svo veik 3 daga.  Hjólaði því 15 af19 vinnudögum.

Sá að meðaltali 9 aðra á hjóli á leið minni til vinnu.


Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...