31. ágúst 2015

Hjólað í ágúst 2015

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 278 km, þar af 169 km til og frá vinnu og 109 km annað.

Hjólaði 18 af 21 vinnudögum mánaðarins til vinnu og var í orlofi eina heila viku og 3 hálfar (þ.e. vann fyrir hádegi), Sá að meðaltali 18 á hjóli á dag til vinnu en taldi ekki á heimleið. Mest taldi ég 30 og minnst 9.  
Mismunur á tölum hjá endomondo og mér er vegna þess að ég fór í nokkra göngutúra.

Eitthvað að gerast.16. ágúst 2015

Óskalínur, er verið að bregðast við?

Árið 2012 tók ég þessa mynd (sjá þessa færslu)Í síðustu viku tók ég þessa:


Búið er að setja stikur eða hæla sitt hvoru megin við stíginn og spreyja með bláum lit í grasið. Spennandi að sjá hvort hér komi malbikaður stígur, því svona stígar sýna glöggt hvar rökrétt sé að hafa stíg fyrir gangandi og hjólandi, af því það er leiðin sem fólk fer um.
Ég veit um a. m.k. tvo aðra staði þar sem þetta á við um og einn stað þar sem nú þegar hefur verið breytt og settur malbikaður stígur.

Á síðunni Copenhagenize.com er oft skrifað um svona óskalínur (desire lines) og það hefur verið heilmikið skoðað hjá þeim hvaða leiðir fólk fer í raun og þær upplýsingar notaðar til að útbúa betri leiðarkerfi.  Smellið hér ef þið viljið lesa meira um slíkt hjá þeim.

14. ágúst 2015

Nokkur hjólastæði í Reykjavík

Er oftar og oftar að lenda í því að fá ekki stæði við hjólaboga þar sem ég fer.  Hér er ég með fjórar myndir af þremur stöðum.

Fyrsta myndin er tekin fyrir utan Kringluna kl. 10:24 mánudaginn 27. júlí 2015:

Næsta mynd er tekinn fyrir utan Borgarbókasafnið í Tryggvagötu kl: 12:16 föstudaginn 7. ágúst 2015:

Þriðju og fjórðu myndirnar tók ég fyrir utan Hótel Borg eða þar á horninu.  Fyrri myndin er tekinn laugardaginn 8. ágúst kl. 09:16 og sú seinni 9. ágúst kl. 12:37:


En þessir bogar eru bestu hjólastæðin að mínu mati, það er þægilegt að læsa hjólinu við þá og hjólið stendur nokkuð öruggt í hvaða roki sem er.

6. ágúst 2015

Góð viðbröðg hjá Reykjavíkurborg

Í fyrradag sendi ég Reykjavíkurborg ábendingu vegna þess að tré höfuð fengið að vaxa óáreitt inn á stíginn við Sæbraut og voru farin að valda óþægindum sérstaklega ef maður mætti einhverjum á þessum kafla.  Í morgun var búið að klippa trén og stígurinn því greiðfær aftur.

Hjólað í júlí

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 202 km, þar af 133 km til og frá vinnu og 69 km annað.

Hjólaði 12 af 23 vinnudögum mánaðarins til vinnu og var í orlofi þessa daga sem vantar uppá og einn veikindadag, Sá að meðaltali 18 á hjóli á dag til vinnu og 21 á heimleið. Mest taldi ég 32 til vinnu og 32 á leiðinni heim.  Veður hefur að mestu verið gott í mánuðinum.
Mismunur á tölum hjá endomondo og mér er vegna þess að ég fór í nokkra göngutúra.


Fór í einn hjólatúr mér til skemmtunar upp í Mosfellsbæ.  Fór í fyrstaskipti stíginn meðfram Vesturlandsvegi, en síðast þegar ég fór þessa leið þá var sá stígur ekki kominn.  Það er mikil framför að fá þann stíg.
Var hrifin af merkingum þegar kom að vegavinnu í Mosó, það er óvenjulegt að sjá upplýsingar á stígum þar sem framkvæmdir eru,
Hjólað í apríl 2022

Hjólaði samtals 203 km í mánuðinum þar af 122  til og frá vinnu. Hjólaði 15 af 17 vinnudögum mánaðarins, páskarnir voru núna í apríl og tók ...