20. júní 2009

Kvennahlaupið


Ég og stelpurnar mínar hlupum í Kvennahlaupinu í dag í ágætis veðri. Smá dropaði úr lofti en að örðu leiti mjög gott. Stelpurnar fóru 2 km en ég 5 km eins og í fyrra.

Mitt hlaup gekk mikið betur en í fyrra. Ég náði að skokka upp allar brekkurnar og fyrstu 2 voru ekkert mál, sú síðasta sem er ansi brött og löng var erfið, en ég náði að skokka hana alla leið upp en varð þá að labba smá til að ná andanum og hjartslættinum svolítið niður. Kom mér verulega á óvart hversu miklu betra þolið er hjá mér í ár en í fyrra. Þá náði ég ekki að skokka upp brekkurnar heldur varð að taka labbikafla.
Þetta er mynd úr Garmin græunni minni. Á síðasta ári leit þetta svona út.

15. júní 2009

Bláalónsþrautin

Hjólaði í gær 60 km í Bláalónsþraut á vegum Hjólreiðafélags Reykjavíkur.
Með mér í Bestó-liðinu voru Adda og Haukur. Þórhallur hjólaði með öðru liði. Ekki það að maður þurfi að vera í liði til að taka þátt en það er bara gaman.

Þetta er einhver mesta þrekraun sem ég hef upplifað. Nokkrum sinnum var ég við það að gefast upp. Í fimmtu eða sjöttu brekku sem ég þurfti að teyma hjólið voru fæturnir ekki að vinna eins og venjulega. En ég komst á leiðarenda. Grútþreytt en virkilega ánægt með afrekið og alls ekki síðust í mark.
Haukur (3:45:52) var fyrstur af okkur, síðan ég (3:53:05) og Adda (3:58:35) var svo rétt á eftir mér. Þórhallur var svo óendanlega óheppinn að það sprakk 3x hjá honum og hann náði ekki að ljúka keppni. Það var að sjálfsögðu mikið svekkelsi.
Hér eru úrslitin, til að sjá kvennaflokkinn þarf að skrolla töluvert langt niður.

Síðan eru myndir. Þessar myndir eru teknar við markið. Merkilegustu myndirnar eru nr. 269, 270, 276, 277 og 278.

Eftir hjóleríið var farið í Bláalónið og aðeins slakað á vöðvunum sem var mjög gott.
Ég var aum og þreytt í öllum skrokknum í gær. Bjóst við að vera með harðsperrur út um allt í dag, en er bara nokkuð góð. Finn fyrir þreytu, þó ég hafi farið mjög snemma að sofa og sofið vel í nótt.

5. júní 2009

Nýr á lista

Það hefur bæst við flokkinn "aðrir sem ég hef gaman að því að lesa". Þór Saari nýr þingmaður á Alþingi okkar Íslendinga bloggar um þingstörf frá sínu sjónarhorni.

3. júní 2009

Hjóladagar


Ég tók mér 2 daga frí frá vinnu strax eftir helgina. Fannst ég vera orðin svo ansi leið eitthvað og pirruð og þá er best, hafi maður tök á því að kúpla sig út í smá stund. Sem ég og gerði.
Í gær fór ég svo í lengsta hjólreiðatúrinn minn til þessa. Samtals 33 km. Það var ágætis hjólaveður, þurfti nokkrum sinnum að setja upp vettlingana vegna kulda en að öðru leiti mjög gott.
Eftir 25 km tók ég reynda mjög gott stopp, fékk mat og svona hjá foreldrunum áður en hringnum var lokað.

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...