24. febrúar 2014

Morgunskíman

Á föstudaginn sá ég rétt móta fyrir fjöllunum þegar ég hjólaði í vinnuna.  Núna (mánudagsmorgun) sést birta á himni þar sem fjöllin eru lægst.  Þetta er allt að koma.

22. febrúar 2014

Gaman að hjóla.

Það er svo mikill munur að hjóla þessa dagana eftir að klakinn og ójafnan er farin af leiðinni sem ég hjóla.  Svo er líka ennþá bjart þegar ég hjóla heim eftir vinnu og óðum styttist í að það verði bjart líka á morgnana.  Sá móta fyrir fjöllunum í gærmorgun og það lofa góðu.

Hlakka til að taka nagladekkin undan hjólinu en það geri ég venjulega í apríl/maí ef ég man rétt.

19. febrúar 2014

Óhapp

Féll af hjólinu í gær á leiðinni heim úr vinnu.  Þetta var eins kjánalegt og það getur verið held ég.  Beið á ljósum eftir að fá grænt.  Um leið og það gerist spyrni ég af stað en á sama tíma rek ég endann á stýrinu í staur sem er við hliðina á mér með þeim afleiðingum að stýrið snýst og ég næ ekki áttum og enda í götunni.
Þetta var þó ekki alvarlegra en svo að stuttu seinna stíg ég aftur upp a hjólið og hjóla heim. En mér tókst ekki að bera fyrir mig hendurnar svo ég skrapaði götuna með andlitinu og hlaut af sár á höku og spungna vör.  Annað glerið í gleraugunum mínum rispaðist líka hressliega.  Tveir vegfarendur (annar gangandi hinn á hjóli) litu til með mér hvort allt væri ekki í lagi sem var fallega gert af þeim.

Ef þú lesandi góður skyldir lenda í einhverju svipuðu þá hef ég eftirfarandi heilræði.  Ekki æða af stað burt af staðnum, gefðu þér tíma til að ná áttum og athuga hvort þú sjálf(ur) sért í heilu lagi og hvort hjólið sé í lagi.  Fyrstu viðbrögð hjá manni er flótti (allavega hjá mér) að vilja komast sem allra fyrst í burtu en það borgar sig að taka því rólega.

10. febrúar 2014

Mig langar í þetta hjól.

Reiðhjólaverzlunin Berlín er að selja svo einstaklega fallegar hjólavörur.  Og fyrir stuttu fengu þau inn ný hjól og ég hef fundið draumahjólið mitt.  Hafið þið séð aðra eins fegurð?


1. febrúar 2014

Janúar 2014 - hjólasamantekt.

Hjólaði samtals 254,5 km í mánuðinum allt til og frá vinnu þar af 230,5 km til og frá vinnu og 24 km í annað.  Hjólaði 21 af 22 vinnudögum í mánuðinum til og frá vinnu, sleppti einum vegna jarðarfarar (þ.e. ég hjólaði ekki heim eftir vinnu og ekki í vinnuna morgunin eftir).
Sá að meðaltali 7 á hjóli á dag bæði til og frá vinnu. Mest taldi ég 14 til vinnu og 12 á heimleiðinni og fæst voru það 2 til vinnu og 1 á leiðinni heim.


Klaki var yfir öllu mestan hluta mánaðarins.  Seinni partinn var hann þó farin að láta undan og stígar orðnir að mestu auðir og þá snjóaði aftur.  En sá snjór virðist ekki ætla að stoppa lengi við.

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...