24. janúar 2014

Brýrnar á Geirsnefi

Hjólaði loksins yfir brýrnar á Geirsnefi.  Átti leið upp á Bíldshöfða eftir vinnu og tók smá útúrdúr til að fara yfir brýrnar.
Og af því þetta er stórviðburður í mínu lífi þá vildi ég taka mynd...
En þessi var augljóslega ekki nógu góð svo ég ákvað að taka aðra og reyna nú að brosa smá...
ó nei þessi er hræðilega líka, prófa enn einu sinni...

He he... þessi fyrsta var nú ekki svo slæm eftir allt saman.

7. janúar 2014

Jibbí! Hjólateljarinn er aftur farin að telja hjól.


Viðbót:
Gleðilegt að sjá þessa tölfræði frá í gær:


Og álíka sorglegt að sjá tölfræðina frá tímabilinu þar sem mælirinn var óvirkur:

3. janúar 2014

Enn um hjólateljaran við Suðurlandsbraut

Hann hefur ekki talið eitt einasta hjól síðan um áramótin enda er enn klakabrynja yfir stígum. Sendi athugasemd til Reykjavíkurborgar í gegnum "Borgarlandið - fyrir þínar ábendingar".  Vona að brugðist verði vel við ábendingunni og klakinn hreinsaður af stígnum þó ekki sé nema bara á þessum bletti sem sér um að skynja hjólin.

1. janúar 2014

Hjólaárið 2013

Hjólaði samtals 3.114 km á árinu (smá skottúrar ekki taldir með) mest eru þetta ferðir til og frá vinnu eða 2.348 km og 766 í aðrar ferðir.  En ég hjólaði 213 af 249 vinnudögum ársins.  Af þessum 36 vinnudögum sem ekki voru hjólaðir eru 4 vegna ófærðar, 4 vegna veikinda og restin er svo orlof eða annarskonar frí.

Hér er mynd sem sýnir talningu mína á hjólandi fólki á morgnana milli kl. 7.30 og 8 (þ.e. þegar ég hjóla til vinnu, oftast meðfram Sæbrautinni).


Og svona dreifast hjólaðir kílómetrar á mánuðina.

Og að lokum er ég með hér samanburð á talningu á hjólandi fólki milli ára: (þetta er sem sagt meðaltal talninga á vinnudag í viðkomandi mánuði)

Desember 2013

Hjólaði samtals 174 km í mánuðinum allt til og frá vinnu.  Hjólaði 16 af 20 vinnudögum í mánuðinum til og frá vinnu, sleppti fjórum dögum vegna orlofs og hátíðanna.
Sá að meðaltali 5 á hjóli á dag til vinnu og 4 frá vinnu. Mest taldi ég 12 til vinnu og 9 á heimleiðinni og fæst voru það 1 til vinnu og tvisvar sá ég engan á leiðinni heim.


Snjór var í borginni allan mánuðinn, einn morguninn var ekki búið að skafa og var ég þá 42 mín til vinnu, annars var meðal ferðatíminn í desember 26 mín.

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...