1. desember 2016

Hjólað í nóvember 2016

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 338 km, þar af 250 km til og frá vinnu og 88 km annað. 
Sá að meðaltali 12 aðra á hjóli á leið minni til vinnu.  Flesta sá ég 10. nóv. en þá sá ég 19 og fæst 6 og það var í gær (30.11.2016) en ég var verulega undrandi á þvi hvað ég sá fáa þar sem veðrið var svipað og verið hefur, svo til logn og rigning..
Hjólaði 15 af 22 vinnudögum, tók 4 orlofsdaga, 1 dag sleppti ég að hjóla vegna veðurs, 1 veikindadagur og svo slappleiki eftir veikindi og ég fékk far þann daginn.

Veturinn hingað til hefur verið nokkuð mildur.  Það snjóaði þegar ég var í orlofi svo ég fékk ekki reynslu á það hvernig fyrsti snjómokstur er eftir að snjóað hefur, þ.e. hvort búið er að hreinsa leiðina sem ég fer fyrst á morgnana.  Þegar ég svo mætti aftur til vinnu var búið að skafa alla stígar.  Svo tók við stutt klakatímabil og eftir það fór aftur að rigna.  Ég vona að veturinn verði frekar mildur og ekki mikið um rok. 


1. nóvember 2016

Hjólað í október 2016

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 249 km, þar af 240 km til og frá vinnu og 9 km annað. 
Sá að meðaltali 13 aðra á hjóli á leið minni til vinnu.  Flesta sá ég 10. okt. en þá sá ég 22 og fæst 8 (þrjá daga mánðarins).
Hjólaði 15 af 21 vinnudegi, tók 3 orlofsdaga og 3 daga sleppti ég að hjóla vegna veðurs. 

Það hefur verið vindasamt í október og miklar rigningar.   Ég sé fyrir mér að verða að skilja hjólið eftir heima fleiri daga í vetur en áður þar sem ríkjandi mótvindur er á leiðinni sem ég fer, plús það að ég veit ekki hvernig stígarnir eru hreinsaðir af snjó og ég er hóflega bjartsýn á að það sé hreinsuð nema hluti af leiðinni sem ég fer.  Svo enda ég í Norðlingaholti sem er nokkuð hátt uppi og að öllum líkindum snjóþyngra en nirði í 104 þar sem ég bý eða í 101 þar sem ég vann áður.

Viðbót:

1. október 2016

Hjólað í september 2016

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 428 km, þar af 318 km til og frá vinnu og 110 km annað. 
Sá að meðaltali 13 aðra á hjóli á leið minni til vinnu.  Flesta sá ég 20. sept. en þá sá ég 20 og fæsta 19. sept. eða 7 en þann dag var rigning.
Hjólaði 20 af 22 vinnudögum, en einn daginn skildi ég hjólið eftir í vinnunni og fékk far heim vegna slagveðurs og hinn daginn var tónleikastúss og ég hjólaði á æfingar og tónleika en fór á bíl í vinnuna.

Þann 26. september skipti ég yfir á vetrarhjólið af því að ljósin á fína hjólinu mínu neita að virka.  Ég ætla mér að setja nagladekkin undir einhverja næstu daga og vera þar með undirbúin fyrir komandi vetur.

Svona er staðan mín hjá endomondo, 832 hamborgarar í kaloríubrennslu!  Þetta eru samt ekki mjög nákvæm fræði þar sem ég er t.d. ekki með púlsmæli.  Hef tekið eftir því að ef mótvindur er mikill og ég rétt sniglast áfram af þvi ég hef hreinlega ekki kraft á við vindinn þá er kaloríutalningin frekar lág því forritið veit ekki af vindinum og puðinu sem á sér stað.  Enda er þetta nú meira til gamans.
31. ágúst 2016

Hjólað í ágúst 2016

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 333 km, þar af 288 km til og frá vinnu og 45 km annað. 
Sá að meðaltali 19 aðra á hjóli á leið minni til vinnu.  Flesta sá ég 9. ágúst en þá sá ég 26 og fæsta 10. ágúst eða 8 en þann dag var mótvindur og mjög rigningarlegt.
Hjólaði 14 af 22 vinnudögum, tók 7 orlofsdaga og einn dag fékk ég far.

22. ágúst hætti ég að hjóla alla leið, þ.e. ég hjóla upp að Olís í Norðlingaholti og fæ far þaðan.  Þetta geri ég af því að sólin er svo lágt á lofti og ég er hrædd um að hún blindi bílstjóra þannig að þeir sjái mig ekki í vegkantinum.  Það er áhætta sem ég er ekki tilbúin að taka.  Draumurinn er auðvitað að geta komist þetta á aðskildum stíg og þurfa ekki að hjóla meðfram þjóðvegi 1 og svo Nesjavallaleið í framhaldi, en það er fjarlægur draumur er ég hrædd um.

Hér er svo til gamans samantekt á heildar hreyfingu minni frá því ég hóf að nota endomondo.Og til enn frekari skemmtunar set ég her  fyrstu svona myndina sem ég setti inn á bloggið mitt. Það var í 1. apríl 2014 en ég hóf að nota endomondoið ári fyrr, eða í apríl 2013.  Eins og sjá má þá hafa tölurnar aðeins breyst og örlítið bæst í vegalengdina umhverfis jörðina og til tunglsins.19. ágúst 2016

Mynd af mér og hjólinu

Dóttir mín, Hrund Elíasdóttir, tók þessa mynd af mér og hjólinu mínu á filmumyndavélina sína.

3. ágúst 2016

Hjólað í júlí 2016

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 347 km, þar af 230 km til og frá vinnu og 117 km annað. Sá að meðaltali 14 aðra á hjóli á leið minni til vinnu.  Áður en ég fór að hjóla þessa leið bjóst ég við að sjá mikið fleiri á hjóli, en málið er að ég legg af stað svo snemma og er á ferð um Elliðaárdalinn fyrir hálf átta og þá eru ekki margir aðrir farnir af stað.  Eða ég held að það sé ástæðan.  Flesta sá ég 5. júlí en þá sá ég 22 og fæsta 21. og 22. júlí eða 8 (hvorn daginn fyrir sig) en þá daga var grenjandi rigning.
Hjólaði 10 af 21 vinnudegi, tók 10 orlofsdaga og einn dag var ég á bíl vegna jarðarfarar.
Hér fyrir ofan er skýrsla frá endomondo.  Þar sést hversu mikla hreyfingu ég hef skráð í júlí mánuði.  Eins og sést þá labbaði ég örlítið og fór í tvo hjólatúra sem voru ekki samgöngutengdir þ.e. ég hjólaði bara eitthvað út í buskann til að hjóla en ekki til að koma mér á ákveðinn áfangastað.

1. júlí 2016

Hjólað í júní 2016

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 407 km, þar af 337 km til og frá vinnu og 70 km annað.  Í miðjum mánuðinum flutti vinnustaðurinn minn og þá tvöfaldaðist sú leið sem ég fer til vinnu.  Það hefur gengið ágætlega að hjóla.  Fyrstu 2 dagana var ég verulega þreytt eftir daginn.  En svo bættist úthaldið og mjög fljótt og ég finn ekki lengur fyrir þessari þreytu.

Hjólaði 18 vinnudaga mánaðarins til vinnu en tók 3 orlofsdaga. Sá að meðaltali 18 á hjóli á morgnana.  Mest taldi ég 25 og minnst 10.  Ég er að sjá svipað marga á hjóli á morgnana á leið minni til vinnu nú og áður.  Ég legg af stað hálftíma fyrr þar sem ég er 50 mín að hjóla í vinnuna í stað 20 mín áður, en svo er ég um 40 mín að hjóla heim.  Þetta er nefninlega að mestu upp í móti á leið í vinnu og þar af leiðandi niður í móti á heimleið.

Ég er löngu hætt að keppast við að hjóla hratt, þetta tekur bara sinn tíma og ég vil njóta þess á þægilegum hraða í nokkru öryggi frekar en að vera að keppast og taka áhættur.  U.þ.b. 1/3 af leiðinni neyðist ég til að hjóla með fram þjóðvegi 1 og svo í vegkanti, það er ekkert annað í boði svo ég viti til.  Þá hef ég klætt mig í skærgult vesti til að vera sem sýnilegust.  Á þessum vegum er umferðarhraði ansi mikill og það er óþægilegt en samt alveg gerlegt.

Ég tel mig vera búna að finna skástu leiðina, ég get farið aðeins styttri leið en þessa en þá þarf ég að fara upp ansi bratta brekku og ég geri það ef ég er í þannig stuði og fer þá leið oftast heim (þá er hækkunin ekki eins mikil þar sem ég er þá þegar hátt uppi).  Hluta leiðarinnar hjóla ég eftir "kindastíg" (þó engar séu kindurnar).  Það er í Víðidal þar sem hesthúsin eru.  Það styttir leiðina töluvert því stígurinn liggur í löngu sveig og mig grunar að "kindastígurinn" sé einmitt óskalína hjólreiðamanna.  Veit um a.m.k. einn annan á hjóli sem fer þessa leið á morgnana af því ég hef mætt henni.Hvað ég geri svo í vetur er óljós, en það er næsta víst að ég er ekki að fara að hjóla meðfram þjóðvegi 1 í snjó, slabbi eða hálku.  En það er seinni tíma vandamál.  Núna er sumar og hlýtt og við höfum áhyggjur af því seinna.

Viðbót 4.7.2016:

21. júní 2016

Hjólað á nýja vinnustaðinn

Þriðji vinnudagurinn á nýjum stað.  Vegalengdin 12,7 km sem er 7 km lengri leið en ég hjólaði áður til vinnu og frá.  Ég finn vel fyrir því.  Er mjög svo orkulaus eftir vinnudaginn en treysti því að ég þurfi aðeins að ná upp betra  þreki og þoli.  Ég hef prófað nokkrar útfærslur af leiðinni og held ég sé búin að finna skástu leiðina.  Þetta er svolítið mikið upp í móti á morgnana og þá niður í móti á heimleiðinni (sem er gott því ég er ferskari fyrst á morgnana).

Í morgun var mótvindur og ég fór nokkuð strembna leið (þ.e. langar brekkur) og ég tók hressilega á því.  Sú leið er ágæt til að fara heim en ég held það borgi sig að sleppa síðustu brekkunni og taka frekar aðeins krók á morgnana.

Ég þarf að hjóla u.þ.b. 4 km á þjóðvegi 1 sem er ekki góð skemmtun en sem betur fer er góð vegöxl.  En ég vildi svo gjarnan geta sleppt síðustu 5 km og spurning hvort maður reyni ekki að finna leið til að það sé hægt.


1. júní 2016

Hjólað í maí 2016

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 349 km, þar af 233 km til og frá vinnu og 117 km annað.  Fór nokkrum sinnum lengri leiðina heim til að æfa mig.  Vinnustaðurinn minn flytur í júní og þá næstum tvöfaldast sú leið sem ég mun fara til vinnu.  Draumurinn er að halda áfram að hjóla og ætti það að vera gerlegt í sumar, en líklega ekki í vetur.  Við sjáum til.

Hjólaði alla 20 vinnudaga mánaðarins til vinnu. Sá að meðaltali 19 á hjóli á morgnana.  Mest taldi ég 31 og minnst 3 (þann dag var grenjandi rigning og rok og kom þá berlega í ljós að ég þarf að fá mér nýjar regnbuxur).
Notaði sumarhjólið mest allan mánuðinn, þá tvo daga sem ég gerði það ekki var ég að fara með hjól dótturinnar og vetrarhjólið á verkstæði til að láta skipta yfir á sumardekkin og yfirfara hjólin eftir veturinn.

Hér er samantekt frá endomondo:


Meðal ferðatími til vinnu er kominn niður í 20 mín í maí.  En svona hefur þetta verið það sem af er árinu.

Í vinnu Heim
Janúar 23 mín 27 mín
Febrúar 23 mín 26 mín
Mars 22 mín 23 mín
Apríl 21 mín 22 mín
Maí 20 mín 22 mín

Átakið "Hjólað í vinnuna" var á tímabilinu 4.5.2016 til og með 24.5.2016.  Þá er alltaf aukning á hjólandi, en mín tilfinning er sú að hún hafi ekki verið eins afgerandi og síðustu ár.
En þegar ég ber saman árin þá sést að menn hafa farið fyrr að stað að hjóla í ár og er aprílmánuður (og febrúar) að slá met skv. mínum talningum, en ég hef skráð hjá mér fjölda hjólandi sem ég sé á leið til vinnu síðan 2010. (Ef smellt er á myndina má sjá hana betur).


En nú er komið að lokum.  Því eins og fyrr segir er vinnan mín að flytja og þá mun ég ekki lengur hjóla þessa sömu leið (fer oftast Sæbraut en Laugardal og Suðurlandsbraut ef veður og færð eru  þannig að þær leiðir henta betur).  En þá hefst nýr kafli og ný talning líkega.

4. maí 2016

Hjólað á kóræfingu (og hjólateljarinn)

Í síðustu viku hjólaði ég á kóræfingu leiðina Laugardalur, Suðurlandsbraut, Laugavegur.
Ég fór sem sagt fram hjá hjólateljaranum og á leiðinni á æfingu var ég nr. 409 og nr. 440 á heimleið.
Nú viku seinna (og fyrsta dag í átakinu Hjólað í vinnuna) var ég nr. 528 á leið á æfingu og nr. 549 á heimleið.  Gaman að því.

2. maí 2016

Hjólað í apríl 2016

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 320 km, þar af 229 km til og frá vinnu og 91 km annað.

Hjólaði alla 20 vinnudaga mánaðarins til vinnu. Sá að meðaltali 14 á hjóli á morgnana.  Mest taldi ég 29 og minnst 6.  Það er mikil aukning frá mánuðunum á undan.  Enda er vor í lofti og sólin farin að láta sjá sig snemma á morgnana.  Þó var nokkuð kalt í mánuðinum og hitinn á nóttunni fór oft undir frostmark en þar sem þá var líka þurrt var ekki hætta á hálku. 

Hér er svo til gamans hægt að sjá hreyfinguna mína frá því ég hóf að nota endomondo í stærra samhengi:
Póstur frá endomondo:

21. apríl 2016

Veturinn 2015-2016 á hjóli.

Fyrsti vetrardagur var 24. október 2015 (laugardagur), daginn eftir kom fyrsti snjórinn í Reykjavík.

Ég bý við þann lúxus núna að hafa aðgang að tveimur hjólum.  Sumarhjólið mitt sem ég keypti mér vorið 2014 og svo hjól eiginmannsins sem fer á nagladekk á veturnar og ég hjóla á þá (hann hjólar ekki yfir vetrartímann)
.
Nagladekkin fóru undir vetrarhjólið 28. september en sem betur fer þurfti ég ekki á því að halda fyrr en 21. október.  Og tímabilið 21. okt til 11. nóvember var ég til skiptis á sumar og vetrarhjólinu.  En frá og með 12. nóv 2015 og alveg til 9. mars 2016 notaði ég eingöngu vetrarhjólið.

Aðeins tvisvar á þessum vetri sleppi ég því að hjóla vegna veðurs og kom mér með öðrum leiðum í og úr vinnu.  Það reyndar hitti svo á að ég var í orlofi í eitt skipti sem ég hefði líklega skilið hjólið eftir heima líka.  En þetta eru ansi fáir dagar sem mér fannst ég ekki geta hjólað vegna veðurs.  Eftir öll þessi ár hef ég lært hvar best er að hjóla og hvar líklegast er að finna stíg sem búið er að snjóhreinsa snemmar morguns þegar ég fer í vinnuna.
Reykjavíkurborg hefur verið að standa sig nokkuð vel að mögu leiti og er t.d. var mikil framför fyrir mig þegar gefin var út hreinsunaráætlun þ.e. hvaða stígar eru í forgangi og hverjir ekki.  Hef  ég notað mér það kort og þekkingu til að ákveða hvaða leið ég fer.
Hinsvegar vantar enn upp á að stígar séu hreinsaðir aftur ef snjóar yfir daginn og ótrúlega oft snjóar um helgar og þá er ekkert skafið, sem er slæmt.

Að meðaltali sá ég 7,1 á hjóli hvern morgun sem ég hjólaði til vinnu yfir veturinn.  Minnst sá ég 1 og mest 29 (núna í apríl sem er met á þessum árstíma), næst mest taldi ég 18.  Ég sem sagt tel alla sem ég sé á hjóli (skipitir ekki máli hverskonar hjóli, getur verið lítið barn á þríhjóli (hef ekki séð það enn að morgni til samt) og allt upp í rafmagnshjól, en faratækið þarf að hafa pedala til að flokkast sem hjól hjá mér).

En nú er veturinn liðinn skv. dagatalinu og hlakka ég mikið til sumarsins sem vonandi verður skemmtilegt hjólasumar.

Gleðilegt sumar!

1. apríl 2016

Hjólað (og labbað) í mars 2016

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 209 km, þar af 170 km til og frá vinnu og 39 km annað.

Hjólaði 16 af 20 vinnudögum mánaðarins til vinnu, en tók mér 4 frídaga til að heimsækja eldri dóttur mína sem stundar nú nám í Besancon í Frakklandi.
 Sá að meðaltali 6 á hjóli á morgnana.  Mest taldi ég 9 og minnst 3.

En svo labbaði ég óvenju mikið, af því ég var í útlandinu, eða 10,4 km.
Breytirn 4.4.2016.  Póstur frá endomondo:

8. mars 2016

Það birtir til.

Þegar ég var rétt rúlmlega hálfnuð á leið minni til vinnu í morgun var slökkt á götulýsingunni.  Samt var rigning og því ekki létt skýjað.  Þetta er allt að koma hjá okkur.

1. mars 2016

Hjólað í febrúar 2016

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 210 km, þar af 203 km til og frá vinnu og 7 km annað.

Hjólaði 20 af 21 vinnudögum mánaðarins til vinnu, en skildi hjólið eftir einu sinni vegna vinnu og veðurs.
 Sá að meðaltali 6 á hjóli á morgnana.  Mest taldi ég 11 og minnst 3.

Færðin hefur verið upp og niður í mánuðinum.  Best er færðin fyrst eftir að það snjóar því þá er hreinsað.  Ég setti meira að segja mynd inn á Samgönguhjólreiðar á Facebook þann 19. febrúar þar sem ég hrósaði snjóhreinsun þann daginn.
En í gær, síðasta dag febrúarmánaðar var færðin ekki skemmtielg, og ég velti því fyrir mér hvort maður sé bara að verða of gamall fyrir vetrarhjólreiðarnar.  Það vantar nokkuð uppá að hreinsun stíga sé fylgt eftir og fariðyfir þá aftur, þó ekki hafi snjóað.  því þegar það rignir, eins og gerðist í síðustu vikunni í febrúar þá breytast allar aðstæður og það sem var áður þéttur snjór breytist annaðhvort í slabb eða klaka og það eru ekki skemmtilegar aðstæður til að hjóla í.

Vonandi verður marsmánuður betri veðurlega séð.

Viðbót sett inn 7.3.2016:
Svona segir Endomondo að mánuðurinn hafi verið

12. febrúar 2016

Alþjóðlegur dagur vetrarhjólreiða er í dag 12. febrúar 2016Hér er kort af heimimum og kúlurnar sýna hvar menn hafa skráð sig til þáttöku og hversu margir:

Hér hef ég þysjað inn á landið mitt fagra:

Annað árið í röð sem ég tek þátt (og sem ég vissi af þessum viðburði).  Fór leiðina Álfheimar-Suðurlandsbraut-Laugavegur.  Hitamælirnn á húsinu mínu sagði -10°C en mælirinn við Laugaveg sagði -5°C.  Sama hvort er réttara þá var loftið sem ég andaði að mér kalt.
Sá 9 aðra á hjóli (sá fleiri í gær, eða 11, ætli menn hafi ruglast á dögum?).
Smellti af einni mynd á leiðinni, var þarna við Suðurlandsbrautina fyrir ofan Laugardalshöll.


4. febrúar 2016

Að velja leið til og frá vinnu.

Uppáhalds leiðin mín til og frá vinnu er meðfram Sæbraut.
Leiðin er greið og að mestu á stígum, það er bara í uppafi og enda ferða sem ég hjóla á götunni og þá þar sem umferðahraði er almenn ekki mikill.  Helsti gallinn við þessa leið er að hún getur verið vindasöm þar sem ekkert er til að stöðva eða hrindra vindinn.  En kosturinn er fallegt umhverfi sem virðist aldrei vera eins.  Svo er mikið til sama fólkið sem hjóar á móti á morgnana, sumir heilsa og aðrið ekki eins og gengur.

Ef eitthvað er að verði (rok aðallega) eða nýlega hefur snjóað þá fer ég þessa leið (að vetri til):
Hún er aðeins styttri en Sæbrautarleiðin, skjölbetri og svo til öll á stígum.  En maður er nær umferðinni og þarf oftar að fara yfir götur og það er helsti gallinn á þessari leið.  Umhverfið er heldur ekki eins skemmtilegt.  Hún er hinsvegar yfirleitt alltaf rudd áður en ég legg af stað og því vel ég hana þegar snjóað hefur um nóttina og eini hjólateljarinn á Íslandi er við þennan stíg, þó hann reyndar telji ekki hjól þegar þykkt lag af snó er yfir stígnum.

Þegar ekkert er að færð en rokið er mikið fer ég afbrygði af þessari leið í gegnum Laugardaginn.  Þar er alltaf gaman að hjóla (nema kannski á sumrin þegar margt fólk er á stígnum og erfitt er að komast leiðar sinnar).

En hvernig ákveð ég hvaða leið ég ætla að fara?
Jú hafi maður heyrt um það að von sé á slæmu veðri eða maður hreinlega heyrir það og sér í gegnum gluggann hjá sér þá fer ég inn á www.vegagerdin.is sem er að mínu viti besta síðan til að sjá hvernig veðrið er akkúrat núna.  Þar inni er síða sem kallast vegsjá og þar er þessi mynd:
Hér sé ég strax vindáttina og hversu kröftugur vindurinn er.  Reyndar hef ég ekki fundið lýsingu á því hvað litirnir á örvunum tákna en svartur/grár virðist vera logn, blár einhver blástur svo gulur og rauður er strakasti vindurinn.
Svo súmma ég inn að Reykjavík:
þarna hef ég smell á veðurör og fæ þá nokkuð góðar upplýsingar um hversu sterkur vindurinn er og vindhviður (stundum opnast myndir og þá þarf að fletta aftast í þeim til að sjá þessar veðurupplýsingar).
Ég fer líka inn á www.vedur.is sem er síða veðurstofunnar en mér finnst upplýsingarnar þar ekki eins góðar.  Það hefur líka margoft verið gefið út að ekki sé treystandi á myndupplýsingarnar og því verði að lesa textann og hann er yfirleitt svo almennur að mér finnst hann ekki nýtast mér til ákvaðanatöku.  En samt fer maður þar inn til að fá einhverja hugmynd um það hvað framundan er.
Svona er t.d. spáin fyrir daginn í dag um kl. 18 en þá er spáð stormi:


1. febrúar 2016

Hjólað í janúar 2016

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 226 km, þar af 191 km til og frá vinnu og 35 km annað.

Hjólaði 19 af 20 vinnudögum mánaðarins til vinnu, en var veik einn dag.  Sá að meðaltali 5 á hjóli á morgnana.  Mest taldi ég 11 og minnst 2.

Svona segir endomondo.com að mánuðrinn hafi verið hjá mér.Það snjóaði þónokkuð í mánuðinum og því fór ég oft leiðina Álfheima-Suðurlandsbraut-Laugarveg af því að á þeirri leið get ég almennt verið öruggari um að búið sé að skafa mesta snjóinn af stígunum.  Eins fer ég þá leið frekar ef það blæs mikið því hún er skjólbetri.  Snjórinn varð svo að klaka sem var leiðinlegur yfirferðar og þá var gott að komast á upphitaða stígnn á Laugarveginum.

Meðalhraði mánaðarins var 13 km/klst. 11. janúar (mánudagur) var merkilegur að því leiti að þann dag fór ég bæði hraðast yfir og hægast.  Á leið til vinnu var meðalhraðinn hjá mér 17 km/klst en á heimleið var meðalhraðinn 9 km/klst.  Um morguninn skráði ég hjá mér að klakinn væri svo til alveg farinn af stígunum og að veður væri stillt. En við fengum ekki lengi að njóta þess að hafa auða stíga því það fór að snjóa um daginn og því var færðin slæm á heimleið.  En það er einn af göllunum við snjóhreinsun á stígum að áhersla er lögð á að hreinsa stígana að morgni (sem er auðvitað frábært) en ekki farið yfir stígana aftur ef snóar yfir daginn eða skefur.

Að mínu mati væri mjög til bóta  ef borgin gæfi út og setti sér að halda ákveðnum leiðum hreinum og þá gæti maður reynt að koma sér á þá stíga þegar snjóar yfir daginn.  Eins finnst mér mikil synd að "lifandi" kortið á borgarvefsja.is sé ekki að virka.  Ef allt væri eins og það ætti að vera þá væri þar hægt að sjá hvaða stíga búið er að hreinsa og hversu langt er síðan (velur að skoða 1 kst aftur í tímann, 2 kst, 4 eða 8).  En vonandi kemst það einhverntíman í gagnið.

Hér eru svo tvær myndir sem ég klippti af endomondo.com sem sýnir afrek mín þar  frá því ég hóf að nota það forrit.

4. janúar 2016

Hjólað árið 2015. Samantekt.

Hjólaði samtals 3.014 km á árinu mest eru þetta ferðir til og frá vinnu eða 2.187 km og 827 í aðrar ferðir.  En ég hjólaði 204 af 251 vinnudögum ársins.  Af þessum 47 vinnudögum sem ekki voru hjólaðir eru 6 vegna ófærðar eða veðurs, 4 vegna veikinda og restin er svo orlof eða annarskonar frí.

Hér er mynd sem sýnir talningu mína á hjólandi fólki á morgnana milli kl. 7.30 og 8 (þ.e. þegar ég hjóla til vinnu, oftast meðfram Sæbrautinni) og samanburður milli ára.  Línuritið er af meðaltalstölum.


Hér sést hvernig vegalengdir skiptast milli mánuða:Hér er svo meðaltal þeirra sem ég tel á hjóli á morgnana og samanburður milli ára:Neðsta línan er meðaltal af meðaltali hvers mánaðar.  Í maí er átakið "Hjólað í vinnuna" og það er mikil snilld og hefur greinilega kvetjandi áhrif og kemur fólki á hjólin.

Nokkrar staðreyndir um ferðir mínar til vinnu:
Vegalengd.  Yfirleitt hjóla ég leið sem er um 5.5 km (meðfram Sæbrautinni) en í vetrarfærðinni fer ég  styttri leið sem er rétt tæpir 5 km og er hún um Álfheimana og svo Suðurlandsbraut, en þá leið er oftast búið að snjóhreinsa þegar ég legg af stað (hafi snjóað altsvo).
Tími.  Að meðaltali er ég um 20 mínútur að hjóla til vinnu.  En þann 22. apríl var ég 55 mín og 9 sek að komast til vinnu (mótvindur) og fljótust var ég 13. apríl, 15 mín og 27 sek.  
Hraði:  Meðalhraðinn hjá mér á árinu 15,1 km/klst.  Septemberl var hraðasti mánuðurinn en þann mánuð var meðalhraðinn hjá mér 16,4 km/klst og desember var hægastur með meðalhraða upp á 12,6 km.Mér finnst rétt að það komi fram að ég lít á hjólið sem samgöngutæki (að mestu) og er ekki að keppast við tímann eða að vinna að því að hjóla meira eða hraðar.  En ég hef gaman að því að bera saman tölur og tölfræði og það er ástæðan fyrir því að ég skrái þetta allt hjá mér og tek þetta svona saman.
Á næsta ári verður breyting hjá mér þar sem vinnustaðurinn minn mun flytjast úr miðbænum og upp á Hólmsheiði (líklegast um mitt næsta ár) og því er þetta líklega í síðasta skiptið sem tölurnar hjá mér eru samanburðarhæfar milli ára3. janúar 2016

Hjólað í desember 2015

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 212 km, þar af 191 km til og frá vinnu og 21 km annað.

Hjólaði 18 af 22 vinnudögum mánaðarins til vinnu, en þessa 4 daga sem uppá vantar var einn orlofsdagur, einn óveðursdagur og tveir dagar í annarskonar fríi.  Sá að meðaltali 4 á hjóli á dag til vinnu.  Mest taldi ég 10 og minnst 1.

Hjólað í apríl 2022

Hjólaði samtals 203 km í mánuðinum þar af 122  til og frá vinnu. Hjólaði 15 af 17 vinnudögum mánaðarins, páskarnir voru núna í apríl og tók ...