16. október 2009

Hraðamet

Loksins rauf ég 40 km/klst múrinn á hjólinu!

Var með ágætis meðvind, stígurinn örlítið niður í mót og beinn og breiður. Garmin græjan segir 41,2 en þetta var svo sem ekki í langan tíma.

Er orðin þvílíkt gölluð og gíruð fyrir veturinn. Komin á nagladekkin (sett undir þegar snjóaði þarna um daginn, auðvitað hefur hitastigið síðan verið rúmar 5 gráður). Keypti mér skærgult endurskinsvesti, fékk skuplu (buff) í kvennahlaupinu í vor sem ég ætla að nota undir hjálminn þegar kólnar aftur. Fékk mér nýtt framljós á hjólið og Eyrún fékk gamla ljósið mitt. Svo ég er til í flest. Nú er bara að sjá hvað veturinn býður uppá.

8. október 2009

Nagladekk og kattavandamál.

Setti nagladekkin undir hjólið í fyrradag. Fór svo á bílnum í vinnuna í gær (þurfti að skjótast með dótturina og þá er betra að vera á bíl). En hjólaði í morgun og það svo sem gekk vel en það er óþægilegur sláttur í afturdekkinu sem þarf að laga. Elías ætlar að kíkja á þetta með mér eftir vinnu.

Brandur er týndur. Hvarf að heiman fyrir að verða viku núna. Við förum daglega í Karfavoginn til að reyna að finna hann (og stundum nokkrum sinnum á dag) því hann hefur leitað þangað greiið. En hann er aldrei þar á sama tíma og við. Höfum þó frétt frá fyrrum nágrönnum að sést hafi til hans á þessum slóðum síðustu daga. Ætli það sé ekki best að skella inn auglýsingu á www.kattholt.is um að hann sé týndur ef einhver hefur tekið hann að sér þarna í hverfinu því við viljum gjarnan fá hann heim aftur.

Hjólað í apríl 2022

Hjólaði samtals 203 km í mánuðinum þar af 122  til og frá vinnu. Hjólaði 15 af 17 vinnudögum mánaðarins, páskarnir voru núna í apríl og tók ...