1. febrúar 2018

Hjólað í janúar frá árinu 2010 til og með 2018

Nú eru kaflaskil í mínu lífi.  Í gær lauk 20 ára starfi í fangelsunum á höfuðborgarsvæðinu.  Öll þessi ár hef ég hjólað til og frá vinnu, fyrst aðeins á sumrin en svo kom að því að mig langaði ekki að leggja hjólinu þegar kominn var vetur og þá voru keypt nagladekk undir hjólið.  Ég fór þá líka á kynningu á vetrarhjólreiðum hjá Fjallahjólaklúbbnum sem var fróðlegt og gott fyrir byrjanda að fara á.

Ég bý nálægt Laugardalnum og var lengst af að vinna niðri í bær.  Leiðin til vinnu 5 til 6 km eftir því hvaða leið ég valdi er mjög svo temmileg vegalengd.  Um mitt ár 2016 flutti vinnustaðurinn upp á Hólmsheiði og við það lengdist leiðin til vinnu um 100%.  Ég hjólaði til að byrja með alla leið.  En mér leið aldrei vel á þjóðveginum frá Norðlingaholti og svo eftir Nesjavallaleiðinni svo ég hætti að hjóla alla leið og fékk far frá Olís í Norðlingaholti og svo þegar vetraði hjólaði ég inn í Mjódd og fékk far þaðan.

En allan þennan tíma hef ég talið þá sem ég sé á hjóli og árið 2010 fór ég að skrá það hjá mér ásamt því að ég var farin að nota Garminúr til að halda utan um vegalengdir og slíkt.

Og af því að janúar var að ljúka þá hef ég tekið saman tölur sem ég á yfir janúar mánuði frá 2010 til og með 2018.

Fyrst er hér mynd úr excel-skjalinu mínu, þetta er janúar 2018:
Svo er hér tafla og samantekt yfir fjölda hjólandi sem ég sá á leið minni til vinnu á morgnana.  Ég mætti í vinnu kl. 8 og var því á ferðinni snemma morguns.Og hér eru súlurit yfir það sama, fyrst heildartölur:


og svo meðaltal:


Og að lokum skráning yfir þá virku daga sem ég skildi hjólið eftir heima og hver ástæðan væri fyrir því.  Það kom mér verulega á óvart þegar ég fór að hjóla á veturnar hversu fáa daga ég mat það sem svo að veðrið eða færð væri of slæm til að hjóla.  Árið 2010 vantar hér inn þar sem ég var ekki farin að skrá hjá mér þá hversvegna hjólið var skilið eftir heima.

Hjólað í janúar 2018

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 201 km, 177 til og frá vinnu og 24 km annað. Var að jafna mig eftir veikindi í 2 daga, einn dag hjólaði ég ekki vegna veðurs og einn dag var ég á bíl af því það var síðasti vinnudagurinn á vinnustað sem ég hef starfað á í 20 ár.  Hjólaði því 18 af22 vinnudögum.

Sá að meðaltali 9 aðra á hjóli á leið minni til vinnu.

Svona var aðkoman að hjóli mínu og vinnufélagamíns í lok síðasta dagsins sem ég hjólaði í vinnuna.
Bætt við 6.2.2017:

3. janúar 2018

Hjólaárið 2017

Hjólaði samtals 3.025 km á árinu.  Mest eru þetta ferðir til og frá vinnu eða 2.647 km og 378 í aðrar ferðir.  En ég hjólaði 206 af 250 vinnudögum ársins.  Af þessum 44 vinnudögum sem ekki voru hjólaðir eru 6 vegna ófærðar eða veðurs, 3 vegna veikinda og restin er svo orlof eða aðrar ástæður.

Framundan eru breytingar hjá mér sem gera það að verkum að ekki verður lengur talning á þeim sem ég sé á hjóli á morgnana áleið minni til vinnu. Finnst mér því við hæfi að setja inn línurit sem sýnir ágætlega breytingu á fjölda hjólandi frá því ég hóf að skrá niður þessar talningar mínar árið 2010.  Tölurnar eru meðaltal þeirra sem ég taldi dag hvern á leið minni til vinnu.Hér er taflan með meðaltalstölunum:


Ágúst 2010 hef ég lagfært örlítið þar sem tvo morgna í þeim mánuði sá ég mjög stóra æfingahópa sem skekktu meðaltalið óeðlilega.  Tók ég þær tölur út og fékk við það meðaltalið 11.  
Hér eru svo heildartölurnar fyrir hvern mánuð áður en meðaltalið er reiknað.  Þær tölur eru merkilegar í mínum huga þar sem þær sýna svo vel hversu mikið fleiri eru að hjóla í dag en árið 2010.


Sjáið bara, í janúar 2010 þá tel ég samtals 38 á móti 122 árið 2017.  Apríl talan 2017 skýrist af því að þá tók ég mér nokkra orlofsdaga.  Þess vegna er meðaltal hvers mánaðar betri mælikvarði, en það er engu að síður gaman að sjá hinar tölurnar líka.

2. janúar 2018

Hjólað í desember 2017

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 157 km, 145 til og frá vinnu og 12 km annað. Tók einn frídag og var svo veik 3 daga.  Hjólaði því 15 af19 vinnudögum.

Sá að meðaltali 9 aðra á hjóli á leið minni til vinnu.


Hjólað í apríl 2022

Hjólaði samtals 203 km í mánuðinum þar af 122  til og frá vinnu. Hjólaði 15 af 17 vinnudögum mánaðarins, páskarnir voru núna í apríl og tók ...