4. maí 2016

Hjólað á kóræfingu (og hjólateljarinn)

Í síðustu viku hjólaði ég á kóræfingu leiðina Laugardalur, Suðurlandsbraut, Laugavegur.
Ég fór sem sagt fram hjá hjólateljaranum og á leiðinni á æfingu var ég nr. 409 og nr. 440 á heimleið.
Nú viku seinna (og fyrsta dag í átakinu Hjólað í vinnuna) var ég nr. 528 á leið á æfingu og nr. 549 á heimleið.  Gaman að því.

2. maí 2016

Hjólað í apríl 2016

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 320 km, þar af 229 km til og frá vinnu og 91 km annað.

Hjólaði alla 20 vinnudaga mánaðarins til vinnu. Sá að meðaltali 14 á hjóli á morgnana.  Mest taldi ég 29 og minnst 6.  Það er mikil aukning frá mánuðunum á undan.  Enda er vor í lofti og sólin farin að láta sjá sig snemma á morgnana.  Þó var nokkuð kalt í mánuðinum og hitinn á nóttunni fór oft undir frostmark en þar sem þá var líka þurrt var ekki hætta á hálku. 

Hér er svo til gamans hægt að sjá hreyfinguna mína frá því ég hóf að nota endomondo í stærra samhengi:
Póstur frá endomondo:

Hjólað í apríl 2022

Hjólaði samtals 203 km í mánuðinum þar af 122  til og frá vinnu. Hjólaði 15 af 17 vinnudögum mánaðarins, páskarnir voru núna í apríl og tók ...