29. mars 2012

Smá rúntur á hjólinu.

Viðraði aðeins hjólið mitt í morgun. Tók tvær myndir sú fyrr er beint á móti Glæsibæ og er ég þar að taka mynd af slóðanum sem myndast þegar fólk, gengur og hjólar styðstu leið. Vonandi fer borgin að átta sig á því að það hefur ekkert upp á sig að setja nýtt grastorf þarna yfir heldur þarf að gera þetta að alvöru stíg. Ég ætti auðvitað að senda inn ábendingu á vefinn www.rvk.is

Svo fór ég líka um Fossvogsdalinn og þar er verið að vinna að því að lengja hjólastíginn og hafa hann aðskilinn frá göngustígnum. Mér sýnist meira að segja að með því verði teknir nokkrir hlykkir af stígnum sem er gott.

Og þó ég hafi ekki tekið af því mynd þá hjólaði ég líka spottakorn í Elliðaárdalnum og þar er búið að malbika þar sem áður var möl og setja ljósastaura. En þar hef ég ekki farið um síðan á síðasta ári svo ég veit ekki hvenær þetta var gert.
Já og eitt enn, það er líka búið að klippa grenitrén við stíginn í Barðavogi þannig að þau ná ekki lengur inn á stíginn sem er til mikilla bóta. Þessar umbætur allar lofa svo sannarlega góðu.

28. mars 2012

Franskar makkarónukökur

Mér finnst gaman að baka og fyrir jól rakst ég á uppskrift af frönskum makkarónukökum sem mig langaði að spreyta mig á. En það var ekki fyrr en í dag að ég gaf mér tíma í það því það þarf að dúlla við þessar kökur.
Deginu skipti ég í þrennt til að gera þrjár útgáfur. Ein með kakói (brúnt), ein hvít og ein með rauðum lit.
Hráefni eru söxuð, þeytt og hrærð saman eftir kúnstarinnar reglum og svo þarf degið að standa í 30 mín þegar það er komið á bökunarplötuna áður en það fer í ofninn..
Samkvæmt uppskrift á að baka kökurnar í 8-10 mínútur. En þegar ég tók fyrstu plötuna út úr ofninum var fljótlega ljóst að það var of stuttur tími því þær kökur féllu allar saman (sjá mynd). Næsta plata fékk að vera fyrst í 12 mín, svo 15 og endaði í 20 mín og tókst bara ljómandi vel svo sú þriðja og síðasta var í friði í 20 mín í ofninum. Mér finnst þetta ævinlega vera raunin að tími sem gefinn er í uppskrift er of stuttur.
Kremið var líka dúlluverk, fyrst að saxa niður súkkulaði, hita rjóma og hunang, blanda saman, bæta svo köldum rjóma við og síðan að láta standa í klst í kæli. Þá tekið út og þeytt (í raun þeyttur súkkulaðirjómi namm namm).
Og hér eru svo þær kökur sem heppnuðust komnar með krem og alles. Dísætt og dásamlegt.

26. mars 2012

Hjól og vor

Það var á mánudaginn fyrir tveimur vikum sem ég hélt ég væri að leggja of seint af stað í vinnuna.
Það var svo bjart um morguninn, reyndar var hvít jörð sem gerir það að verkum að allt er bjartara. En ég var í fyrsta skipti á þessu ári á báðum áttum um hvort ég þyrfti að kveikja ljósin á hjólinu (sem ég þó gerði).

Það er órúlegt hvað birtan gefur manni mikið. Ég átta mig aldrei á því fyrr en það fer að birta hvað myrkrið liggur þungt á mér. Maður er allur einhvern vegin léttari þegar birtir. Og þá fer að kræla á lönguninni til að gera hitt og þetta eins og að fara í lengri hjólatúra, undirbúa garðinn fyrir sumarið (þó það sé enn helst til of snemmt að fara að hreinsa beðin), skipuleggja sumarfríið og fleira í þeim dúr. Vorið er skemmtilegur tími og er sem betur fer rétt handan við hornið.

Nagladekkinn fá að vera undir hjólinu enn um stund því maður veit aldrei og páskarnir eru eftir. En mikið hlakka ég til sumarsins og að geta verið léttklæddari á hjólinu. Yfirbuxurnar hafa oftar fengið hvíld undanfarna daga því hitastigið er almennt yfir frostmarki og ég hef ekki notað buff
undir hjálminn í marga daga og bara það breytir ótrúlega og mér finnst ég vera léttari á hjólinu, þó svo þetta sé allt í töskunni sem hvílir í körfunni á hjólinu tilbúið til notkunar ef á þarf að halda.

Svo er það þetta með hjálminn. Mig er svolítið farið að langa til að sleppa honum, ég hef lesið slatta af skrifum sem halda því fram að hjálmurinn veiti falskt öryggi, að hann geri aðeins gang á lítilli ferð (upp að 15 km klst, svo lengi sem hann er rétt spenntur á höfuðið). Ég hef tvisvar dottið af hjólinu (á 20 árum) og er viss um að í þau skipti hafi hjálmurinn allavega komið í veg fyrir að ég hruflist á höfði – en mundi húfa ekki gera sama gagn? Í fyrra skiptið fékk ég vægan heilahristing og eru til þeir sem halda því fram að hjálmurinn geti beinlínis valdið slíkum hristingi þar sem eðlilegar varnir höfðusins fái ekki að njóta sín. En að sama skapi hef
ég líka lesið skrif lækna sem halda því fram að hjálmurinn geti bjargað miklu. Og auðvitað vill maður hafa toppstykki ð í lagi.

24. mars 2012

Aftur laugardagshjólreiðar með LHMAftur var ég komin niður á Hlemm um kl. 10 í morgun með mömmu og pabba með mér í þetta skiptið.


Það var töluvert hlýrra í veðri í dag en síðasta laugardag en í staðinn meiri vindur. Eins og sést á meðfylgjandi mynd af leiðinni fórum við þvers og krus um bæinn og enduðum svo á kaffihúsi/bakaríi um hádegisbilið og fengum okkur að borða. Mér fannst heimferðin erfiðust þar sem vindur var stífur á móti alla leiðina.


En að sama skapi er gaman að hjólaferðum og að fara í hóp er ekki verra. Og alltaf finnst mér jafn undarlegt hvað maður er fljótur og vegalengdir virka styttri á hjólinu en þegar setið er í bíl (ég veit það hljómar öfugsnúið en það er mín upplifun engu að síður).

18. mars 2012

Laugardagshjólreiðar LHM


Í gær fór ég í mjög svo skemmtilegan hjólatúr um höfuðborgina. Á hverjum laugardegi yfir vetrarmánuðina eru farnar þessar ferðir (sjá nánar hér) á vegum Landsambands hjólreiðamanna. Safnast er saman á Hlemmi og vorum við 7 þennan morguninn þótt veðrið virkaði ekkert allt of spennandi áður en lagt var af stað.
Það var snjór yfir öllu og svolítill vindur sem feykti snjónum tilþrifamikið af húsþökum og gaf þá mynd að veður væri slæmt.
Við byrjuðum með vindinn í bakið og fórum í austurátt. Það var hjólað á þægilegum hraða og spjallað á leiðinni stemmingin var góð. Á meðfylgjandi mynd sést leiðin sem við hjóluðum.

Þarna hitti ég fólk sem ég hef séð og jafnvel haft samskipti við á netinu á hjólasíðum, bloggi og facebook. Gaman að því.

Ferðin endaði svo í bakaríinu í Mjódd þar sem við fengum okkur að borða áður en leiðir skildust, en ég fór fyrr en aðrir til að geta séð Eyrúnu keppa í borðtennis.

Það er ekki spurning að ég ætla aftur með í þennan hjólatúr og jafnvel að draga fólk með mér, verst að ég kemst ekki næsta laugardag.

8. mars 2012

Íslensk cycle chic síða

Ég hef svolítið verið að fylgjast með Cycle Chic síðun í útlöndum, sérsaklega frá Kaupmannahöfn. Og nú er komin íslensk síða í þessum anda. Gaman að því.
http://hjolreidar.is/cyclechic

6. mars 2012

Engin snjór

Þá er snjórinn farinn í bili og ég vona að hann komi ekki í svona miklu magni aftur í vetur.
En í staðinn fyrir snjóinn höfum við fengið umhleypinga veður. Stormur á landinu a.m.k. einu sinni í viku. En þó hefur hann verið það almennilegur (stormurinn altsvo) að koma á kvöldin og um nætur svo það hefur lítil áhrif haft á hjólamennsku.

Nú hef ég tekið þá ákvörðun að taka þátt í Bláalónsþrautinni í sumar. Ég hef einu sinni áður tekið þátt og það var erfitt og væri gaman í ljósi reynslunnar að vera örlítið betur undirbúin.

Hjólað í apríl 2022

Hjólaði samtals 203 km í mánuðinum þar af 122  til og frá vinnu. Hjólaði 15 af 17 vinnudögum mánaðarins, páskarnir voru núna í apríl og tók ...