19. júlí 2006

13. júlí 2006

Póstlistar og hjól


Ég á það stundum til að skrá mig hér og þar í von um gróða og vinninga. Ekki langt síðan ég var á póstlista sem kallaðist Plúsinn þar sem ég fékk allskonar tilboð og svoleiðis sem einhvernvegin heilluðu mig ekki en möguleikinn á því að verða dregin út og fá vinning hélt mér við efnið í u.þ.b. mánuð en þá líka gafst ég upp á auglýsingaflóðinu og skráði mig út.

Núna er ég á póstlista hjá visir.is. En í morgun varð ég frekar móðguð út í þá. Ég var sem sagt komin með nýjan póst frá þeim þar sem spurt er hvort ég vilji fara í bíó. Jú, jú mér finnst oftast gaman í bíó svo ég smellti á "já takk" hnappinn og þá kemur upp þessi mynd hér til hliðar. Nema hvað að glöggir lesendur taka líklegast eftir því að neðst á myndinni stendur orðrétt: "VINNINGSHAFAR FÁ SENT SMS 12. JÚLÍ". Hvað er skrítið við það? Jú í dag er 13. júlí!!! Þá er að athuga hvernær pósturinn barst og það er 12. júlí kl. 23:21. Þetta er bara móðgun og nóg til þess að ég skrái mig út af þessum umrædda lista.

Svo er það hjól og aftur hjól. Mig langar í nýtt hjól og hef verið að skoða aðeins í kringum mig og reyna að afla mér upplýsinga um hvaða hjól henta mér og minni notkun. Fór í 3 hjólabúðir í vikunni til að reyna að átta mig.
-Fyrst var það GÁP sem selja Mongoose hjól þar var þjónustan hræðileg. Þrír ungir strákar við afgreiðslu sem gerðu kannaski sitt besta en einhvernvegin fékk ég það á tilfinninguna að ég væri eiginlega bara fyrir. Sá þar hjól sem mér leist ágætlega á en mig langar ekkert sérstaklega að fara þangað aftur.
-Næst fór ég í Markið, þar eru seld Giant hjól (hún Hrund mín á einmitt hjól frá þeim). Þar var líka strákur í afgreiðslunni en sá var með meiri þjónustulund og/eða reynslu. Byrjaði á því að leiða mig að dömulegasta hjóli sem ég hef nokkurn tíman séð með fótbremsum og allt. En svo öðru hjóli sem mér leist nokkuð vel á.
-Að lokum fór ég í Útilíf en eftir að hafa sveimað þar í kringum hjólin í töluverðan tíma án þess að sjá starfsmann á lausu ákvað ég að nóg væri komið og fór heim. Hjólin þar voru mörg hver með þá stærstu hnakka sem ég hef á æfi minni séð, örugglega mjög þægilegt en ákaflega eitthvað furðulegt í sjón.
Næsta skref er að fara og prófa þau hjól sem mér leist á og átta sig á því hvort þau virka fyrir mig.
Gamla hjólið mitt er Wheeler og ég vildi helst fá annað svoleiðis því það hefur reynst mér ákaflega vel, en eftir því sem ég best veit þá eru þau ekki seld hér lengur.

5. júlí 2006

Í gær og í dag

Í gær eldaði Elías þennan dýrindis kjúklingarétt með ólífum, sveppum, tómatgumsi og fleiru. Þessu fylgdi svo hvítlauksbrauð sem samanstóð af ristuðu fransbrauði og bráðnu hvítlaukssméri. Svona líka ótrúlega gott allt saman.

Í dag er ég að farast úr hvítlauksþynnku. Er með óbragð í munni og efast ekki um andardrátturinn sé eitthvað í sömu áttina. Þá er eina ráðið að japla tyggjó og annað sem getur dregið úr ósköpunum.

Hjólað í apríl 2022

Hjólaði samtals 203 km í mánuðinum þar af 122  til og frá vinnu. Hjólaði 15 af 17 vinnudögum mánaðarins, páskarnir voru núna í apríl og tók ...