3. desember 2023

Hjólað í nóvember 2023 - 306 km

Hjólaði samtals 305 km í mánuðinum þar af 207 til og frá vinnu. Hjólaði til vinnu alla vinnudaga mánaðarins nema tvo (tók mér orlofsdaga), og bara 2 daga í mánuðinum hjólaði ég ekki neitt. Er svo heppin að ég kemst lang flest sem ég þarf að fara á hjóli og er alltaf ánægð ef ég get sleppt því að vera á bíl.

Hjólaði 144 km á stóra hjólinu sem er með rafmótor og 161 á venjulega hjólinu. 

Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 10 á hjóli, 2 á hlaupahjóli/rafskútu og 10 gangandi.

Mest sá ég 15 hjólandi en minnst 6.

Hér eru svo nokkrar myndir sem teknar voru í mánuðinum:

Viðgerð eða viðhald á brúarenda


Skrapp í búð, keypti aðeins meira en ætlað var, því hver stenst fyrsta mandarínukassann?

Fór með ömmu-krútt í balletttíma

Enn verið að vinna við gatnamót, en nú hægt að fara um þau

Og það snjóaði smá


4. nóvember 2023

Hjólað í október 2023 - 287 km

Hjólaði samtals 287 km í mánuðinum þar af 148 til og frá vinnu. Hjólaði alla vinnudaga mánaðarins nema einn (tók mér orlofsdag) til vinnu (og bara einn dag í mánuðinum hjólaði ég ekki neitt).

Hjólaði 111 km á stóra hjólinu sem er með rafmótor og 176 á venjulega hjólinu. 

Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 12 á hjóli, 2 á hlaupahjóli/rafskútu og 12 gangandi.

Mest sá ég 20 hjólandi en minnst 4.


Hér eru svo nokkrar myndir sem teknar voru í mánuðinum:

Tekið 2. október. Framkvæmdir að hefjast á gatnamótum Sæbrautar og Snekkjuvogar. Búið að loka fyrir gangandi/hjólandi að þvera Snekkjuvog.

Ótrúlega fallegur morgunhiminn þegar ég hjólaði í vinnuna.

Speglun við Elliðaárósa


25. október, enn lokað fyrir gangandi/hjólandi en búið að opna fyrir bílaumferð.

Vinnuferð að taka saman myndakassa.


5. október 2023

Hjólað í september 2023 - 323 km

Hjólaði samtals 323 km í mánuðinum þar af 155 til og frá vinnu. Hjólaði alla nema 2 vinnudaga mánaðarins til vinnu.

Hjólaði 168 km á stóra hjólinu sem er með rafmótor og 155 á venjulega hjólinu. 

Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 13 á hjóli, 4 á hlaupahjóli/rafskútu og 16 gangandi.

Mest sá ég 29 hjólandi en minnst 7. 


Hér eru svo nokkrar myndir sem teknar voru í mánuðinum:

Þarna lenti ég í ógöngum. Hélt að stígurinn væri tilbúinn norðan megin við Bústaðarveg. Ef ég hefði verið á venjulega hjólinu hefði ég getað komið því áfram og niður á stíginn en af því ég var á stóra-hjólinu þá snéri ég við.


Ömmustrákur sóttur og viðvorum svo heppin að það var enginn á hoppubelgnum


Á leið í frisbígolf við Dalveg. Síðast þegar ég fór þessa leið var hægt að komast milli og áfram stíginn (sem var vel greiðfær) en núna var búið að loka honum aftur.


Litla hjólið fór í dekkjaskipti í Hafnarfirðinum 20. sept. Svona er staðan á undirgöngunum við Arnarneshæð.


Leiðin heim úr vinnu ekki fær, verið að breyta gatnamótunum (Sæbraut-Skeiðarvogur) og gera þau öruggari fyrir gangandi, sérstaklega börn í hverfinu fyrir neðan Sæbraut sem fara í Vogaskóla. Vonandi tekst vel til.
Hinumegin frá.


Appelsínugulu brýrnar yfir Elliðaárósana alltaf fallegar.


2. september 2023

Hjólað í ágúst 2023 - 301 km

Hjólaði samtals 301 km í mánuðinum þar af 165 til og frá vinnu. Hjólaði alla vinnudaga mánaðarins til vinnu.

Hjólaði 97 km á stóra hjólinu sem er með rafmótor og 204 á venjulega hjólinu. 

Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 14 á hjóli, 4 á hlaupahjóli/rafskútu og 15 gangandi.

Mest sá ég 21 hjólandi en minnst 9.


Hér eru svo nokkrar myndir sem teknar voru í mánuðinum:

Veðrlið lék um okkur hér á höfuðborgarsvæðinu í ágúst. Einmuna blíða, bæði logn og sól.

Fór í fyrsta skipti með báða ömmustrákana í hjólatúr á stóra hjólinu. Það var gaman.



Á menningarnótt hjólaði ég út á Granda þar sem hljómsveitin Korsiletturnar sem stelpan mín er í tróð upp og söng á Bryggjunni brugghús

Skrapp í búð en fann ekkert viðunandi hjólastæði svo ég lagði við kerrugrindurnar


Fór með ömmustrák á nýja svæðið við rafveituhúsið í Elliðaárdal, mjög skemmtilegt að vera þarna í góða veðrinu


5. ágúst 2023

Hjólað í júlí 2023 - 183 km

Hjólaði samtals 183 km í mánuðinum þar af 83 til og frá vinnu. Hjólaði 11 af 21 vinnudegi mánaðarins til vinnu, var 10 daga í orlofi. 

Hjólaði 73 km á stóra hjólinu sem er með rafmótor og 110 á venjulega hjólinu. 

Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 12 á hjóli, 3 á hlaupahjóli/rafskútu og 13 gangandi.

Mest sá ég 16 hjólandi en minnst 7.


Hér eru svo nokkrar myndir sem teknar voru í mánuðinum:

Sumarveðrið kom í júlí og þá var tilvalið að draga þennan fák fram. Elías gat sagað af skrúfu í brettinu sem var of löng og snerti dekkið og því fylgdi leiðinda hljóð og skemmdi dekkið. Þetta er  þriggja gíra Kalkhoff hjól sem ég keypti í einhverju bríeríi. Sá það til sölu á lítinn pening og fannst það svo sætt að ég keypti það bara.


Hjólaði að Úlfarsfelli og rölti með Hrund og Elmari. Hann kom svo með mér heim í hjólinu.


Þarna áttum við saman ævintýradag. Fyrst hjólað heim til mín og síðan farið í strætó niður í bæ.


Alveg að verða of stór í sætið hjá pabba, en sleppur þó til.


Aftur Úlfarsfell

Þessi stígur hefur verið lokaður lengi, en það mætti alveg taka niður þessar hindranir því hann er orðinn vel fær:



1. júlí 2023

Hjólað í júní 2023 - 223 km

Hjólaði samtals 223 km í mánuðinum þar af 40 til og frá vinnu. Hjólaði 6 af 22 vinnudögum mánaðarins til vinnu, var 15 daga í orlofi og svo missti ég úr að hjóla einn vinnudag vegna óhapps sem ég lenti í. 

Hjólaði 106 km á stóra hjólinu sem er með rafmótor og 117 á venjulega hjólinu. 

Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 13 á hjóli, 5 á hlaupahjóli/rafskútu og 15 gangandi.

Mest sá ég 17 hjólandi en minnst 6.


Hér eru svo nokkrar myndir sem teknar voru í mánuðinum:

Vinnuferð á stóra-hjólinu


Hjólatúr í Elliðaárdal og Breiðholt


Heilsað upp á gamla vinnustaðinn

Með plast og pappír í sorpu

Skemmtiferð með dóttur og barnabörnum

Hjólað á móti barnabarni


Úlfarsfell



2. júní 2023

Hjólað í maí 2023 - 300km

Hjólaði samtals 300 km í mánuðinum þar af 132 til og frá vinnu. Hjólaði 15 af 17 vinnudögum mánaðarins til vinnu, var 5 daga í orlofi. 

Hjólaði 90 km á stóra hjólinu sem er með rafmótor og 210 á venjulega hjólinu. 

Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 16 á hjóli, 4 á hlaupahjóli/rafskútu og 14 gangandi. Tölurnar taka að venju stökk í maí þegar átakið Hjólað í vinnuna hefst, en í ár stóð það yfir tímabilið 3.-23. maí.

Mest sá ég 25 hjólandi en minnst 5.

Myndir mánaðarins:

Hjólaði út að álverinu í Straumsvík, sjá skrif um það hér

Hjólað með ömmustrák

Nokkrar hversdagsmyndir. Gróður orðinn svo grænn og fagur




Farartækin eru orðin allskonar, sjáið þríhjólið. Virtist virka þannig að þú hjólar af stað (pedalarnir virkuðu frekar stuttir og snérust hratt) og svo rennur það ótrúlega vel og langt áður en pedölum er snúið aftur.

Hjá Hjálpræðishernum; hér þarf eitthvað að gera svo bílum sé ekki lagt á hjólastíginn. Það er greinilega oft líf og fjör hjá þeim og margt um manninn sem er fínt, en það er ekki eins fínt að bílar leggi á stíginn.

Fór í göngutúr í Elliðaárdalnum með fjölskyldunni, en fann ekki stæði fyrir hjólið svo því var læst við staur.

Ekki bara ég sem mætti á hjóli.

Keðjuhvörf. Átak á vegum Reiðhjólabænda til að vekja athygi á öryggi hjólandi og hjólaþjófnaði. Stöð 2 var á staðnum og flutti þessa frétt (smella hér), og svo er bara mynd af mér að mæta á staðinn, tók þann videóbút og setti hér neðst. Mæting var góð og gaman að taka þátt í þessu. 



Orðið langt síðan ég setti inn hitakort frá Strava. Þetta er það sem ég hef hjólað það sem af er þessu ári.

Og að lokum er hér smá tölfræði. Meðaltal hjólandi sem ég tel á morgnana á leið til vinnu, nokkur ár borin saman. Gaman að sjá hvað hjólandi hefur fjölgað í jan, feb og mars.



Hjólað í nóvember 2023 - 306 km

Hjólaði samtals 305 km í mánuðinum þar af 207  til og frá vinnu. Hjólaði til vinnu alla vinnudaga mánaðarins nema tvo (tók mér orlofsdaga), ...