2. júní 2023

Hjólað í maí 2023 - 300km

Hjólaði samtals 300 km í mánuðinum þar af 132 til og frá vinnu. Hjólaði 15 af 17 vinnudögum mánaðarins til vinnu, var 5 daga í orlofi. 

Hjólaði 90 km á stóra hjólinu sem er með rafmótor og 210 á venjulega hjólinu. 

Sá að meðaltali (á dag þá daga sem ég hjólaði til vinnu): 16 á hjóli, 4 á hlaupahjóli/rafskútu og 14 gangandi. Tölurnar taka að venju stökk í maí þegar átakið Hjólað í vinnuna hefst, en í ár stóð það yfir tímabilið 3.-23. maí.

Mest sá ég 25 hjólandi en minnst 5.

Myndir mánaðarins:

Hjólaði út að álverinu í Straumsvík, sjá skrif um það hér

Hjólað með ömmustrák

Nokkrar hversdagsmyndir. Gróður orðinn svo grænn og fagur




Farartækin eru orðin allskonar, sjáið þríhjólið. Virtist virka þannig að þú hjólar af stað (pedalarnir virkuðu frekar stuttir og snérust hratt) og svo rennur það ótrúlega vel og langt áður en pedölum er snúið aftur.

Hjá Hjálpræðishernum; hér þarf eitthvað að gera svo bílum sé ekki lagt á hjólastíginn. Það er greinilega oft líf og fjör hjá þeim og margt um manninn sem er fínt, en það er ekki eins fínt að bílar leggi á stíginn.

Fór í göngutúr í Elliðaárdalnum með fjölskyldunni, en fann ekki stæði fyrir hjólið svo því var læst við staur.

Ekki bara ég sem mætti á hjóli.

Keðjuhvörf. Átak á vegum Reiðhjólabænda til að vekja athygi á öryggi hjólandi og hjólaþjófnaði. Stöð 2 var á staðnum og flutti þessa frétt (smella hér), og svo er bara mynd af mér að mæta á staðinn, tók þann videóbút og setti hér neðst. Mæting var góð og gaman að taka þátt í þessu. 



Orðið langt síðan ég setti inn hitakort frá Strava. Þetta er það sem ég hef hjólað það sem af er þessu ári.

Og að lokum er hér smá tölfræði. Meðaltal hjólandi sem ég tel á morgnana á leið til vinnu, nokkur ár borin saman. Gaman að sjá hvað hjólandi hefur fjölgað í jan, feb og mars.



4. maí 2023

Hjólað að álverinu í Straumsvík

 Það hefur lengi verið á óskalistanum hjá mér að hjóla að álverinu í Straumsvík og í dag lét ég loksins verða af því.

Veðrið var mjög fínt til hjólreiða, skýjað, örlítil gola, nokkrir dropar úr lofti og hitinn einhversstaðar milli 4 - 7 °C

Lagði af stað eitthvað fyrir kl. 9 í morgun og var alls ekki viss hvort ég færi alla leið


Brekkan niður hjá Borgarspítala. Alltaf jafn svekkt þegar ég fer þessa leið þar sem efsti parturinn er svo illa hannaður og framkvæmdur fyrir þá sem eru ekki á bíl. Stígurinn gengur upp og niður þar sem götur þvera hann og hallinn er kjánalega brattur. Sérstaklega leiðinlegt þegar farið er upp stíginn.

Fossvogsdalur, það er fallegt þarna

Gömlu undirgöngin á Kópavogshálsi. Þau hétu drekagöng þegar ég var krakki

Kópavogur hefur tekið þá stefnu að skipta stígnum í tvennt og blanda saman hjólandi og gangandi. Það er í lagi þegar ekki er mikil umferð á stígnum

Æskuheimilið

Við Arnarneshæð ver verið að byggja undirgöng fyrir gangandi og hjólandi. Hlakka til þegar þau verða tilbúin

Komin að Fjarðarkaupum og þar er þetta fína kort sem ég nýtti mér til að finna leiðina. Því frá Fjarðarkaupum var ég frekar óörugg á leiðinni.

Stökk inn í búðina til að kaupa mér nesti. Fann engin hjólastæði svo hjólinu var læst við þessa grind

Á leiðinni eru fullt af undigöngum og það er snilld. Fór ekki í gegnum þessi heldur hélt beint áfram

Fór 2x í gegnum þessi bæði fram og til baka

Hér er ég í einu hverfinu þar sem ég vissi ekkert hvert ég ætti helst að fara, þræddi stíga þarna í gegn og fann svo leiðina áfram

Fleiri undirgöng



Þarna sést í áfangastaðinn



Nokkuð nýleg göngubrú sem ég ákvað að fara yfir.



Og hér er svo endanlegur stígur sem liggur að álverinu.

Komin :)

Bakaleiðin. Fór í gegnum miðbæ Hafnarfjarðar og fann þennan hjólastíg. Hann er nú ekki langur en einhversstaðar þarf að byrja.











Það var hér (sést í Mjóddina bak við trén) sem ég áttaði mig á því að ég hafði gleymt regnbuxunum á bekk í Hafnarfirði. Hafði sett buxurnar á bekkinn þar sem hann var aðeins blautur. Tókst einhvernvegin að gleyma þeim þegar ég lagði af stað aftur.
Það var svo sem kominn tími á nýjar buxur, en það var ekki svona sem ég ætlaði mér að losa mig við þessar.

Stígur lokaður og engar merkingar sem segja hvernig hægt er að komast framhjá.

Og svo gamla góða göngubrúin yfir Miklubraut, næstum alveg komin heim.



Hjólað í maí 2023 - 300km

Hjólaði samtals 300 km í mánuðinum þar af 132  til og frá vinnu. Hjólaði 15 af 17 vinnudögum mánaðarins til vinnu, var 5 daga í orlofi.  Hjó...