3. janúar 2017

Samanburður milli ára, fjöldi hjólandi

Mér til gamans ber ég hér saman fyrsta árið sem ég taldi og skráði niður þá sem ég sá á hjóli þá daga sem ég hjólaði til vinnu.

Hér er samanburðu á árunum 2010 (ljósblátt) sem er fyrsta árið sem ég skráði niður þá sem ég taldi og ársins 2016 (dökkblátt).
Í júlí árið 2016 fór ég að hjóla aðra leið og í allt aðra átt en áður svo tölurnar eru ekki alveg samanburðarhæfar með öllu.


þess vegna set ég hérna inn líka samanburð á árunum 2010 og 2015.  Þau ár var ég að hjóla svo til sömu leið, oftast meðfram Sæbraut, en stundum Suðurlandsbraut og af og til einhverjar útfærslur frá þeim tveimur leiðum.


Fyrir utan þetta ógurlega stökk sem verður í talningu í ágúst 2010 (sem ég hef ekki skýringu á) þá má vel lesa aukningu á hjólandi út frá þessum tölum.  Líka gaman að sjá hversu mikil áhrif átakið "Hjólað í vinnuna" hefur á fjölda hjólandi þó þeim fari fjölgandi í apríl líka.

Tala hvers mánaðar er sem sagt fundin þannig að á hverjum morgni skrái ég hjá mér hversu marga ég sé.  Eftir mánðuinn reikna ég út meðaltal hjólandi á hvern dag mánaðarins og það er talan sem fer í töfluna.

2. janúar 2017

Hjólaárið 2016

Hjólaði samtals 3.610 km á árinu.  Mest eru þetta ferðir til og frá vinnu eða 2.868 km og 742 í aðrar ferðir.  En ég hjólaði 202 af 251 vinnudögum ársins.  Af þessum 49 vinnudögum sem ekki voru hjólaðir eru 7 vegna ófærðar eða veðurs, 2 vegna veikinda og restin er svo orlof eða aðrar ástæður.

Á miðju ári flutti vinnustaðurinn minn úr miðbænum og upp á Hólmsheiði og lengdist vegalengd til vinnu úr tæpum 6 km í u.þ.b.12 km. Það tók mig nokkurn tíma að finna bestu leiðina þarna uppeftir og voru fyrstu ferðirnar eitthvað lengri, en nú tel ég mig hafa fundið hana.  Þetta er nokkuð upp í móti á morgnan og er meðalhraðinn á þá13 til 14 km/klst en á heimleið 15 til 17 km/klst.




Þegar myrkrið skall á hætti ég að hjóla alla leið í vinnuna og lét mér nægja að hjóla upp að Olís í Norðlingaholti (u.þ.b. 8 km leið) og fá far þaðan.  Seinnihluta desember hjólaði ég svo í Mjódd (4,5 km) og fékk far þaðan.

Hér er mynd og tafla sem sýnir talningu mína á hjólandi fólki á morgnana (ég mæti til vinnu kl. 8) og samanburður milli ára.  Línuritið er af meðaltalstölum hvers mánaðar.




Árið í ár stendur út í okt., nóv. og des með fjölda hjólandi.  Líklega er það vegna þess að ég er að fara nýjar leiðir.

Hér er svo samanburður á vegalengdum sem ég hef hjólað milli ára (reyndar er eitthvað smá um labb þarna líka en það er ekki mjög mikið).


Hjólað í desember 2016

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 199 km, þar af 184 km til og frá vinnu og 15 km annað. 
Sá að meðaltali 10 aðra á hjóli á leið minni til vinnu.  Flesta sá ég 10. nóv. en þá sá ég 18 og fæst 2, það var á Þorláksmessu og líklega margir tekið sér frí.

Hjólaði ekki nema 15 af 21 vinnudegi, 3 daga sleppti ég að hjóla vegna veðurs, og aðra 3 daga voru aðrar ástæður og jafnvel einhverskonar leti sem spilaði þar inní.

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...