Myndin er fengin af vef umhverfisstofnunar.
4. nóvember 2014
Mengun frá eldstöðinni
Myndin er fengin af vef umhverfisstofnunar.
Endomondo í október
Fékk tölvupóst frá endomondo um skráða hreyfingu í október. Ég er reyndar ekki sammála heildar km fjölda í mánuðinum, en það er önnur saga.
1. nóvember 2014
Hjólað í október 2014
Í mánuðinum hjólaði ég samtals 325 km (ath endomondo segir 319km), þar af 248 km til og frá vinnu og 77 km annað.
Hjólaði 22 af 23 vinnudögum mánaðarins til og frá vinnu, daginn sem ég hjólaði ekki var starfsdagur hjá okkur í Hveragerði. Sá að meðaltali 11 á hjóli á dag til vinnu og 14 frá vinnu. Mest taldi ég 20 til vinnu og 36 á heimleiðinni.
Fór á nagladekkin 20. október, en hef verið á því og sumarhjólinu til skiptis. Það snjóaði aðfararnótt 21. okt en síðan hefur snjórinn ekki sést.
Fór á námskeið í Kópavog i Hlíðarsmára í mánuðinum (hverfið fyrir ofan Smáralind) og hjólaði á stígum svo til alla leið. En það sem mér fannst fáránlegt (og ég reyndi að fanga á myndinni) er að það er ekki gert ráð fyrir að þeir sem ferðast eftir stígunum þurfi að fara inn í hverfið sem er vinstramegin á myndinni, en þangað var ég einmitt að fara. Er hér á leið upp Smárahvammsveg.
Hér eru svo nokkrar myndir teknar úr endomondo.
Þessi mynd sýnir hvernig það sem ég skrái er í samanburði við aðra. Ég virðist vera aðeins fyrir ofan meðaltalið í októbermánuði.
Svona lítur mánuðurinn út. Kortið og vegalengdin sem er teiknuð á það er síðasta ferð mín heim í úr vinnu þennan mánuð. Ég hjólaði Hverfisgötu (gafst upp á að fara hjólastíginn vegna hindrana á honum, bæði gangandi - en þeir fá kjánalega lítið pláss á gangstéttunum - og vörubíls sem lagt var yfir stíginn) - Laugarveg - Suðurlandsbraut- Laugardalur út af hressilegum mótvindi en sú leið er skjólbetri en Sæbrautin sem ég hjóla oftast meðfram.
Hér eru svo samantekt á heildarskráningu hjá mér frá því ég hóf að nota endomondo,
Og að lokum samanburður milli mánaða. Flekkurinn sem er dekkri skráði ég sem sport en ekki samgönguhjólreiðar af því þá var ég að hjóla upp á sportið en ekki til að koma mér milli staða.
Hjólaði 22 af 23 vinnudögum mánaðarins til og frá vinnu, daginn sem ég hjólaði ekki var starfsdagur hjá okkur í Hveragerði. Sá að meðaltali 11 á hjóli á dag til vinnu og 14 frá vinnu. Mest taldi ég 20 til vinnu og 36 á heimleiðinni.
Fór á nagladekkin 20. október, en hef verið á því og sumarhjólinu til skiptis. Það snjóaði aðfararnótt 21. okt en síðan hefur snjórinn ekki sést.
Fór á námskeið í Kópavog i Hlíðarsmára í mánuðinum (hverfið fyrir ofan Smáralind) og hjólaði á stígum svo til alla leið. En það sem mér fannst fáránlegt (og ég reyndi að fanga á myndinni) er að það er ekki gert ráð fyrir að þeir sem ferðast eftir stígunum þurfi að fara inn í hverfið sem er vinstramegin á myndinni, en þangað var ég einmitt að fara. Er hér á leið upp Smárahvammsveg.
Hér eru svo nokkrar myndir teknar úr endomondo.
Þessi mynd sýnir hvernig það sem ég skrái er í samanburði við aðra. Ég virðist vera aðeins fyrir ofan meðaltalið í októbermánuði.
Svona lítur mánuðurinn út. Kortið og vegalengdin sem er teiknuð á það er síðasta ferð mín heim í úr vinnu þennan mánuð. Ég hjólaði Hverfisgötu (gafst upp á að fara hjólastíginn vegna hindrana á honum, bæði gangandi - en þeir fá kjánalega lítið pláss á gangstéttunum - og vörubíls sem lagt var yfir stíginn) - Laugarveg - Suðurlandsbraut- Laugardalur út af hressilegum mótvindi en sú leið er skjólbetri en Sæbrautin sem ég hjóla oftast meðfram.
Hér eru svo samantekt á heildarskráningu hjá mér frá því ég hóf að nota endomondo,
Og að lokum samanburður milli mánaða. Flekkurinn sem er dekkri skráði ég sem sport en ekki samgönguhjólreiðar af því þá var ég að hjóla upp á sportið en ekki til að koma mér milli staða.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Hjólað í janúar
Janúar hefur verið snjóléttur og frekar kaldur í Reykjavík. 2x lét ég kuldann hafa áhrif á mig og sleppti því að hjóla. Ég vinn heima aðra ...


-
Þetta gróðurhús kom til okkar eftir krókaleiðum. Mér skilst að Minna frænka hafi fengið það gefið fyrir a.m.k. ári síðan. Og í vor ætluðu ...
-
Á árinu hjólaði ég a.m.k 2.897 km og var 187 klst og 48 mínútur að því. En ég skráði ekki niður styttri snattferðir sem ég fór hjólandi. Ei...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
