19. júlí 2011

Hjólatúr fjölskyldunnar 2011

Hjóluðum af stað frá Kópavogsbrautinni og sem leið lá yfir Arnarnesið, í gegnum eða framhjá Garðabæ og út á Álftanes. Veðrið lék við okkur, glampandi sól en svolítill vindur.
Það er gaman að hjóla í góðravina hóp. Við vorum þrjú með kerrur aftan í hjólunum, svona meira upp á sportið heldur en nauðsyn og ég hafði ekki reynt kerruna mína nema bara rétt um kílómeters leið. Það var gaman að finna hvað kerra liggur vel á götunni.

Við stoppuðum aðeins í hrauninu á leiðinni og skoðuðum gróður og röbbuðum aðeins. Þarna hefði aldeilis verið flott að setjast niður og snæða nestið, en við vorum bara svo nýlögð af stað að menn voru almennt ekki tilbúnir í svoleiðis. Svo áfram héldum við.





Hér erum við komin á áfangastað og fundum þennan fína bekk að setjast á og borða það sem í við höfðum smurt og tekið með. Það var þó helst til of mikill vindur þarna og kalt alveg niðri við sjóinn.

En eftir að hafa borðað hófst mikil hjólakeppni. Hún fólst í því að fara sem hægast fyrirfram ákveðna vegalengd án þess að stíga niður fæti.





Brautin var það mjó að aðeins tveir kepptu í einu og var þetta einföld útsláttarkeppni.







Hér er svo úrslita rimman, ég og Þórhallur bróðir kepptum og eins og sést sigraði hann með yfirburðum þar sem ég var komin langt fram úr allt of fljótt.




Svo hjóluðum við til baka sömu leið og þá var enn heitara þar sem við höfðum vindinn í bakið.




En við Eyrún höfðum lært það af hjólatúrnum á síðast ári að bera á okkur sólarvörn áður en lagt var af stað og erum þess vegna fallega brúnar í dag í stað þess að vera frekar rauðar eins og síðast :)





Tvær stórar brekkur þurfti að fara upp í bakaleiðinni en að öðru leiti var leiðin mjög svo þægileg.






Hér er svo yfirlitskort af leiðinni sem við fórum. Samtals voru þetta 20 km. Þessi leið er tiltölulega þægileg og ætti að henta flestum hjólreiðamönnum, stórum sem smáum og ég er strax farin að hlakka til fjölskylduhjólaferðarinnar á næsta ári og vona að þá komist fleiri með en í ár.





Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...