26. febrúar 2009

Sólókeppni í Óperunni


Í gær var undankeppni sólódans í klassískum ballett fyrir keppni í Svíþjóð. 3 dansarar komust áfram, og svo voru 3 til vara.


Hrund mín tók þátt í þessari keppni og stóð sig mjög vel. Sveif um sviðið eins og ekkert væri léttara eða skemmtilegra í heiminum. Hún var þó ekki í hópi þeirra 6 sem valdir voru áfram.


Á sviðið stigu 23 dansarar frá 3 ballettskólum (20 stelpur og 3 strákar). Þau stóðu sig öll stórvel og voru glæsileg á sviðinu. Mikið vildi ég að það væru fleiri tækifæri til að sjá klassískan ballett hér á landi hann er svo yndislegur á að horfa.

24. febrúar 2009

Töskurnar mínar


Þetta byrjaði með því að mig langaði að prófa að þæfa lopa. Ég átti til plötulopa og bullaði upp úr mér uppskrift að tösku. Allra fyrsta taskan var blá og prjónuð úr einföldum plötulopa. Það kom ekkert sérlega vel út. Bæði festist hún öll saman í þæfingu og líklegast hef ég heldur ekki þæft hana nógu vel (spurning hvort ég skelli henni aftur í vélina og breyti í buddu?). Svo prófaði ég aftur (nú með tvöföldum plötulopa) og út kom gráa taskan lengst til vinstri. Ég var mjög ánægð með þá tösku, nema hvað að axlarbandið er helst til of stutt.

Nýjasta taksan mín er svo þessi sem er ein á mynd (og lengst til hægri á hinni myndinni). Hana prjónaði ég á tveimur dögum og þæfði. Ætli það megi ekki áætla 10 klst vinna hafi farið í hana, sem segir mér einfaldlega það að til að það borgi sig fyrir mig að fara út í að framleiða og selja þessa tösku þá þarf ég að fá a.m.k. 20.000 kr. fyrir töskuna og þá er ég samt ekki með hátt tímakaup.
En mér þykir mjög vænt um þessar töskur af því þær eru mín hugmynd og hönnun.

16. febrúar 2009

Prjónaárið 2009

Prjónaárið 2009 byrjar vel. Í gær lauk ég við tösku sem ég byrjaði að prjóna í húsmæðraorlofinu á Skagaströnd. Linda systir Ingu hafði prjónað svona tösku sem hentar einstaklega vel undir kórmöppur og ég féll flöt. Auðvitað fengum við Inga uppskrift og byrjuðum að prjóna (vildi svo vel til að ég var búin að fá ábendingu um að þetta stæði til og hafði því tekið lopa með). En taskan er prjónuð með tvöföldum plötulopa og svo þæfð.

Lindu taska er öðruvísi en mín að því leiti að hún er hvít alveg upp og línurnar 5 eru nótnastrengir og hún hafði saumað í þá nótur. Það kemur virkilega skemmtilega út, en það var í mér einhver leti svo ég sleppti því. Og sjá hér er árangurinn.

Ætlunin er að ljósmynda allar afurðir ársins. Andrésbókin er með á myndinni til að menn átti sig á stærðinni. En núna er ég að prjóna bæði dúkku og sokka sem ná uppfyrir hné.


Ps. sá hvorki meira né minna en 8 hjólreiðamenn á leið minni til vinnu! Enda er veðrið og færð töluvert betri núna, næstum allur klaki farinn og hitinn 6°C. Ég var ekki nema 17. mín á leiðinni.

14. febrúar 2009

Húsmæðraorlof.

Nú er ég endurnærð eftir vel heppnað húsmæðraorlof á Skagaströnd. Hvað er betra en taka sér vikufrí frá vinnu og stinga af frá fjölskyldu og hversdagslífinu og skella sér í rútuferð norður í land?

Á þriðjudaginn tók ég rútuna norður á Blönduós þar sem Inga vinkona tók á móti mér. Jói var svo indæll að lána mér rúmið sitt og herbergi. Svo fór í hönd tími sem var allt í senn hressandi og afslappandi. Við fórum í göngutúra í snjónum. Svo á listasýningu í barnaskólanum þar sem Sigurbjörg hafði búið til allskonar fínerí úr leðri (þar á meðal virkilega flott bókamerki handa mér) og Jói hafði bæði teiknað og leirað. Ég fékk að fylgjast með söngtíma hjá Ingu sem var gaman. Linda systir Ingu dró okkur með sér á prjónakvöld á Blönduósi þar sem haldinn var fyrirlestur og prjónað (og auðvitað skoðað og sýnt það sem verið var að vinna með). Okkur var boðið í kreppukaffi til mömmu Ingu og þar fengum við dásamlega góðar kökur.
Að ótöldum þeim tíma sem við prjónuðum eða púsluðum og kjöftuðum frá okkur allt vit.

Á meðan ég skemmti mér á norðurlandinu húkti eiginmaðurinn í bælinu með hálsbólgu og hita.
En núna er ég komin heim til að hjúkra honum og þá verður allt betra ;)

Hjólað í apríl 2022

Hjólaði samtals 203 km í mánuðinum þar af 122  til og frá vinnu. Hjólaði 15 af 17 vinnudögum mánaðarins, páskarnir voru núna í apríl og tók ...