24. nóvember 2010

Aðventan

Í dag eru 3 vikur og 1 dagur þar til Hrund kemur heim í jólafrí frá París. Við erum mikið farin að hlakka til að fá hana heim aftur.

Næsta sunnudag er svo fyrsti í aðventu, þá verður lítill pappakassi tekinn niður af háaloftinu sem merktur er þessu tímabili og fyrsta jólaskrautið fær að príða húsið.
Svo fer að koma tími fyrir piparkökubakstur og í ár ætla ég að baka Írsku jólakökuna í fyrsta skipti og þarf ég að fara að drífa í því svo hún verði fín og flott fyrir jólin.

4. nóvember 2010

Fyrsti snjórinn

Og þá er ég komin í fullan vetrarskrúða. Gönguskór og ullarsokkar toppa lýsinguna á færslunni frá því í gær. Í morgun gleymdi ég ekki vettlingunum frá Eyrúnu svo ég var ansi vel búin.

Ekki var farið að skafa stígana sem ég hjólaði í morgun, annars var færðin bara nokkuð góð. Ég var u.þ.b. 3-4 mín lengur á leiðinni en undanfarna daga, það er þyngra að hjóla í snjónum.

3. nóvember 2010

Hjólafréttir - Vetrarklæðnaður

Nú er farið að verða ansi kalt. Hitastigið undir frostmarki og norðanvindurinn blæs. Mér finnst ótrúlegt hvað ég finn lítið fyrir kuldanum á leiðinni í vinnuna. Mér var örlítið kalt á fingrunum fyrri part leiðarinna, en það er af því að ég gleymdi að taka vettlingana sem Eyrún heklaði handa mér og ég hef utan yfir fingravettlingana þegar veðrið er svona kalt.
Svo beit aðeins í kinnarnar.
En svona er ég klædd á hjólinu:
Gallabuxur og regn-/útivistarbuxur frá Didrikson utan yfir. Svo er ég í bómullarbol , lopapeysu og með hálsklút út bómull og utan yfir það er regn-/útivistarjakki frá Didrikson.
Á höfðinu hef ég buff sem ég fékk í kvennahlaupinu í vor og svo hjálm þar yfir.
Ég er ekki enn komin í vetrarbúninginn á fótunum og er í sumarskónum og í bómullarsokkum en ég finn enn ekki fyrir kulda á tánum, sem mér finnst frekar skrítið því skórnir eru hálf opnir.
Fingurnir eru svo huldir með fingravettlingum úr ull og þegar svona kalt er set ég yfir þá vettlingana frá Eyrúnu, sem þó gleymdust í morgun.
Það er talað um að maður eigi ekki að vera í bómull næst sér því hún dregur í sig bleytu eins og svita og það er alveg rétt og ef ég færi lengri leið þyrfti ég að breyta þeim fatnaði en bolurinn virkar vel þessar 20 mín sem tekur mig að komast til og frá vinnu.

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...