1. desember 2016

Hjólað í nóvember 2016

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 338 km, þar af 250 km til og frá vinnu og 88 km annað. 
Sá að meðaltali 12 aðra á hjóli á leið minni til vinnu.  Flesta sá ég 10. nóv. en þá sá ég 19 og fæst 6 og það var í gær (30.11.2016) en ég var verulega undrandi á þvi hvað ég sá fáa þar sem veðrið var svipað og verið hefur, svo til logn og rigning..
Hjólaði 15 af 22 vinnudögum, tók 4 orlofsdaga, 1 dag sleppti ég að hjóla vegna veðurs, 1 veikindadagur og svo slappleiki eftir veikindi og ég fékk far þann daginn.

Veturinn hingað til hefur verið nokkuð mildur.  Það snjóaði þegar ég var í orlofi svo ég fékk ekki reynslu á það hvernig fyrsti snjómokstur er eftir að snjóað hefur, þ.e. hvort búið er að hreinsa leiðina sem ég fer fyrst á morgnana.  Þegar ég svo mætti aftur til vinnu var búið að skafa alla stígar.  Svo tók við stutt klakatímabil og eftir það fór aftur að rigna.  Ég vona að veturinn verði frekar mildur og ekki mikið um rok. 


Hjólað í apríl 2022

Hjólaði samtals 203 km í mánuðinum þar af 122  til og frá vinnu. Hjólaði 15 af 17 vinnudögum mánaðarins, páskarnir voru núna í apríl og tók ...