Í mánuðinum hjólaði ég samtals 338 km, þar af 250 km til og frá vinnu og 88 km annað.
Sá að meðaltali 12 aðra á hjóli á leið minni til vinnu. Flesta sá ég 10. nóv. en þá sá ég 19 og fæst 6 og það var í gær (30.11.2016) en ég var verulega undrandi á þvi hvað ég sá fáa þar sem veðrið var svipað og verið hefur, svo til logn og rigning..
Hjólaði 15 af 22 vinnudögum, tók 4 orlofsdaga, 1 dag sleppti ég að hjóla vegna veðurs, 1 veikindadagur og svo slappleiki eftir veikindi og ég fékk far þann daginn.
Veturinn hingað til hefur verið nokkuð mildur. Það snjóaði þegar ég var í orlofi svo ég fékk ekki reynslu á það hvernig fyrsti snjómokstur er eftir að snjóað hefur, þ.e. hvort búið er að hreinsa leiðina sem ég fer fyrst á morgnana. Þegar ég svo mætti aftur til vinnu var búið að skafa alla stígar. Svo tók við stutt klakatímabil og eftir það fór aftur að rigna. Ég vona að veturinn verði frekar mildur og ekki mikið um rok.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Hjólað í janúar
Janúar hefur verið snjóléttur og frekar kaldur í Reykjavík. 2x lét ég kuldann hafa áhrif á mig og sleppti því að hjóla. Ég vinn heima aðra ...


-
Þetta gróðurhús kom til okkar eftir krókaleiðum. Mér skilst að Minna frænka hafi fengið það gefið fyrir a.m.k. ári síðan. Og í vor ætluðu ...
-
Á árinu hjólaði ég a.m.k 2.897 km og var 187 klst og 48 mínútur að því. En ég skráði ekki niður styttri snattferðir sem ég fór hjólandi. Ei...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
