28. mars 2009

Öðruvísi mér áður brá.


Fór í vikunni og leysti út lyf fyrir dóttur mína sem hún þarf að taka að staðaldri. Við erum með fjölnotalyfseðil og fáum 4 dollur af lyfinu í hvert skipti. Venjulega kostar það okkur milli 3 og 4 þúsund krónur. En núna borgaði ég ekki neitt! Ég bara ætlaði ekki að trúa þessu. Sönnun, sjá mynd.
Nú veit ég ekki af hverju þetta er. Líklegast hefur hækkað hlutur tryggingastofnunar og svo er þetta apótek Lyfjaver á Suðurlandsbrautinni líka töluvert ódýrara en þau apótek sem ég hef hingað til verslað við.

12. mars 2009

Hjólað, vor og sumar.

Núna er sko gaman að hjóla. Götur og stígar næstum alveg auðir, bara rétt smá íshula hér og þar og nokkrar litlar sjnóhrúgur eftir mokstur. Var ekki nema rétt tæpar 18 mín í vinnuna í morgun miðað við rúmlega 19 í gærmorgun og varla farið undir 20 mín dagana þar á undan.
Hjólaði heim eftir Sæbrautinni í fyrsta skipti í nokkra mánuði. Góð tilfinning og þetta er skemmtileg leið.

Metfjöldi hjólreiðamanna sjáanlegur í morgun, þeir voru hvorki fleiri né færri en 6!

Sumarlöngunin farin að gera vart við sig. Maður farin að spá í sumarfríi og svona. Hlakka til þegar það verður undantekning að maður hjóli í regngallanum til hlífðar. Ég er enn að hjóla í sama fatnaðnum og þegar það var 10° frost og finn fyrir því að það er aðeins of mikið. Líklegast í lagi að sleppa ullarsokkunum og fá sér léttari vettlinga svona rétt á meðan hitinn er um og yfir frostmark. En auðvitað er bara miður mars ennþá svo líklegast þarf maður að halda í hlífðarfötin eitthvað áfram.

En mikið hlakka ég til sumarsins.

4. mars 2009

Hjólafréttir

Úff það var erfitt að hjóla í morgun. Reyndar svo að ég þurfti að teyma hjólið töluverða vegalengd og endaði svo með því að fara upp á Suðurlandsbrautina og hjóla á götunni. Það var nefninlega ekki búið að moka stíginn minn.

Hringdi í Reykjavíkurborg og kvartaði. Var bent á að hjóla frekar meðfram Miklubrautinni því hún sé á forgangi með mokstur. Leiðin mín er næst þar á eftir. En mína leið hef ég farið því hún er styst og létt (þ.e. fáar brekkur), Miklubrautarleiðin er 2 km lengri plús hærri brekkur í báðar áttir.

Sá ekki nema 1 hjólreiðamann á leiðinni en för eftir a.m.k. 2.

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...