31. ágúst 2010

Brandur




Brandur var bitinn, lílegast af öðrum ketti. Í gær fór hann á dýraspítalann og þar var sárið hreinsað og saumað. Hann kom svo heim í morgun með kraga eins og sést á myndunum. Þeta þarf hann að vera með í 10 daga.

23. ágúst 2010

Fleiri hjólafréttir


Á heimleið í dag prófaði ég að hjóla Hverfisgötuna og er það í fyrsta skipti eftir að hún var gerð að hjólavænni götu. Ég varð fyrir miklum vonbrygðum og fannst alls ekki gott að hjóla hana eins og hún er núna. Ekki nema bara akkúrat þegar ég var á grænmáluðu strimlunum.
Það sem er að (að mínu mati) er að af og til þarf að fara inn á götuna sjálfa, þar sem þrengingar eru og á gatnamótum. Mér fannst það óþægilegt og stressandi. En ég stefni þó að því að hjóla þetta aftur því það er kannski ekki alveg að marka svona í fyrsta skiptið.
Annað; Á einum stað kom hjólandi vegfarandi á móti mér á græna strimlinum. Er það ekki misskilningur hjá viðkomandi hjólreiðamanni? Eiga hjólreiðamenn ekki að halda sig hægramegin á götunni?

Í morgun var ég næstum búin að hjóla beint í veg fyrir akandi umferð.

Þannig er að ég hjóla eftir Sæbrautinni í átt að miðbænum. Þar sem stígurinn endar við Hörpu tónlistarhús fer ég yfir á ljósunum.

Í allt sumar hafa ljósin verið þannig stillt að ljósið verður rautt á þá sem fara beint og svo kemur beygjuljósið (fyrir þá sem aka Sæbrautina) eftir það verður grænt fyrir þá sem fara þvert yfir Sæbrautina.

Og í morgun kem ég aðvífandi einmitt þegar beygjuljósið er orðið rautt og ætla beint yfir (eins og ég hef gert svo oft áður) en þá er búið að breyta ljósunum. Og rétt áður en ég er komin út á akveiginn er bíl ekið beint fyrir mig. Mér krossbrá og nauðhemlaði og rétt náði að stöðva í tæka tíð.

Það er sem sagt búið að breyta ljósunum þannig að það kemur ekki grænt ljós fyrir þá sem fara þvert nema bíll bíði á ljósunum eða að stutt er á hnappinn.
Mikið svakalega brá mér. Þarna hefði ég svo auðveldlega getað endað sem klessa á götunni. Af hverju ætli ljósunum sé breytt svona? Er sumar- og vetrartímar á umferðaljósunum?

21. ágúst 2010

Reykjavíkurmaraþon

Ég og Eyrún hlupum 3 km í Reykjavíkurmaraþoninu í dag. Ljómandi fínt hjá okkur, tókum líka þennan flotta endasprett þar sem ég reyndi eins og ég gat að ná Eyrúnu sem allt í einu fann einhverja aukaorku og þvílíkt spretti úr spori.

Hjólaárið 2023 - 3.036 km

VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...