4. desember 2015

Allt á kafi í snjó


Svona var umhorfs heima hjá mér í gær.  Einhver mesti snjór í Reykjavík í mörg mörg ár.  Fallegt er það, en samgöngur ganga hægar fyrir sig og moksturstæki eiga í vandræðum með að koma snjónum frá sér út af magninu.
Ég var í fríi þegar snjókoman hóftst (föstud. 27. nóv) og reyndar var ég líka í fríi á mánudag og þriðjudag þegar snjóinn kyngdi niður líka.  Svo þegar ég fór af stað á hjólinu mínu á miðvikudagsmorgun var búið að hreinsa heilan helling, en þó var það svo að þann morguninn var ekki búið að hreinsa stíginn við Suðurlandsbraut eftir snjókomu næturinnar og ég tók þá ákvörðun að hjóla á götunni frá Grensásvegi og að Reykjavegi (var ekki ein um það) en það var samt sem áður ekki skemmtilegt.
Daginn eftir fór ég sömu leið og þá var búið að skafa snjóinn og þvílíkur munur.

Hérna er klippa úr endomondo forritinu yfir ferð mína í vinnu á miðvikudegi og fimmtudegi, sama leiðin á sama tíma dags.  Var 7 mín lengur 2. des en 3. des (í raun er ég hissa að munurinn skuli ekki vera meiri).En hreyfingin er góð og kosturinn við hjólið er að maður stígur af og teymir það ef færðin er of erfið til að hjóla í.  Maður situr aldrei fastur eða spólandi í hálkunni.

3. desember 2015

Hjólað í nóvember 2015

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 225 km, þar af 182 km til og frá vinnu og 43 km annað.

Hjólaði 18 af 21 vinnudegi mánaðarins til vinnu, en þessa 3 daga sem uppá vantar var einn starfsdagur og tveir orlofsdagar, Sá að meðaltali 8 á hjóli á dag til og frá vinnu.  Mest taldi ég 12 og minnst 2 (á leið til vinnu).  


Bætt við 8.12.2015:

Hjólatalning - tölfræðin mín

 Ég á í excel-skjali hjá mér talningu á þeim sem hjóla á morgnana þegar ég hjóla til vinnu frá árinu 2010. Fyrir þann tíma skráði ég ekki ta...