17. október 2015

Hólmsheiði

Vinnan fór að skoða byggingu fangelsisins á Hólmsheiði.  Ég ákvað að hjóla á staðinn til að upplifa hversu langt þetta er og hvernig er að hjóla þangað (hef reyndar hjólað þetta einu sinni áður með mömmu og pabba).

 Hér eru upplýsingar um ferðina á staðinn.  Ég lagði af stað rétt rúmlega 8 og var, eins og sést á einnu myndinni 51 mín og 39 sek á leiðinni.  Leiðin lá um Elliðaárdalinn og þetta er að mestu upp í móti.


Veðrið var ágætt, aðeins rigning en lítill vindur.

Ég var aðeins að vandræðast á þessum stað. Hef hjólað eftir stígnum (sem ég litaði rauðan hér) en það er svo mikið lengri leið, svo ég ákvað að fara þá bláau.  Það sést ekki á þessari mynd en það er töluverð mikil brekka upp í móti á leiðinni sem ég valdi og þar er ég komin inn í hverfi sem ég þekki ekki og var því mikið að vandræðast með hvaða leið ég ætti að fara.  En ég komst þangað sem ég vildi og fór yfir nýju göngu/hjóla brúna sem er mikil samgöngubót fyrir okkur sem ferðumst ekk í bíl.

Fljótlega eftir þennan kafla þurfti ég að fara inn á þjóðveg 1.  Það fannst mér ekki skemmtilegt, þó er ágætis vegöxl meðfram  veginum en ökumenn virðast ekkert hæga á sér og það er ansi mikil umferð stórra vörubíla og mér leið ekki vel að hjóla þar.
En ég komst á leiðarenda, nokkuð þreytt en ánægð með sjálfa mig.

Að hjóla heim var mikið einfaldara, næstum allt niður í móti, þó ég hafi aðeins tínt áttum í sama hverfi og á leiðinni uppeftir.  Nú ákvað ég að prófa annan síg sem leiddi mig inn í hesthúsahverfi.  Þar fékk ég leiðbeiningar frá hestamanni og komst á rétta stíginn.  Var nákvæmlega 10 mínútum fljótari heim.
En þreytt var ég.  Leiðin er 2x lengi en sú leið sem ég núna hjóla í vinnuna og ég hef greinilega ekki orku til að hjóla þetta því það sem eftir lifði degi var ég grútþreytt og mjög svo orkulaus.

Hér að lokum er mynd sem ég tók á leiðinni til baka.  Hér er ég stödd á þjóðvegi 1.

14. október 2015

Nýr hjólastígur

Hjólaði í annað sinn nýja hjólastíginn meðfram Kringlumýrarbraut, frá Suðurlandsbraut og að Miklubraut (litað með grænu striki).

Þetta er breiður og finn stígur og það var mikil framför að fá hann.  En það er tvennt sem virkar skrítið á mig.  Núna var búið að mála línur á stíginn og þar sem hann liggur að Suðurlandsbraut er heila línan milli hjólastíg og göngustígs látin begja í veg fyrir hjólastíginn og loka honum.  Hefði ekki verið réttara að láta línuna verða brotalínu þarna?  Þetta hljóta að vera einhver mistök.
Svo eru trjábeð á tveimur stöðum við stíginn og þá er hann látinn hlykkjast meðfram beðunum.  Það hefði verið flottara að hafa stíginn beinann og færa trjábeðin að mínu mati.  Þetta er óþarfa hlykkir og mjög líklegt að í vetur þegar snjór liggur yfir öllu og stígurinn verður skafinn muni vélarnar fara út í trjábeð amk á meðan trén eru þetta smávaxin.
Annars eins og ég sagði í byrjun þá er þetta mjög flottur stígur og góð viðbót við stígakerfið sem nú þegar er komið.

2. október 2015

Munur á meðvindi og mótvindi

Það er þannig að oftast hjóla ég sömu leið til og frá vinnu.  Það er helst ef veður er leiðinlegt (mikið rok) eða færðin slæm sem ég vel aðra leið.

En hér er ég með tvær myndit teknar af sömu leiðinni, önnur er í meðvindi og hin í mótvindi.  Munurinn er 6 og hálf mínúta.

Hjólað heim í meðvindi (til að sjá myndina stærri er hægt að smella á hana):

Hjólað heim í mótvindi:

Ég er ekki með hjartsláttarmæli og þess vegna er kaloríubrennslan áætluð svipuð báðar ferðirnar þó án efa hafi ég reynt nokkuð meira á mig í mótvindinum.  Svo er augljóslega ekki mikið að marka hæðarupplýsingarnar því þær eru mjög ólíkar í þessum tveimur færslum þó ég fari sömu leið.

1. október 2015

Hjólað í september 2015

Í mánuðinum hjólaði ég samtals 355 km, þar af 244 km til og frá vinnu og 111 km annað.

Hjólaði 22 af 22 vinnudögum mánaðarins til vinnu, Sá að meðaltali 16 á hjóli á dag til vinnu og 19 á heimleið. Mest taldi ég 23 og minnst 8 (á leið til vinnu).  

Set inn þessa mynd frá endomondo til gamans.  Mig vantar enn töluvert upp á að fara hringinn í kringum hnöttinn (þetta eru auðvitað tölur frá því ég fór að nota endomondo forritið).

Bætt við 5.10.2015:

Hjólað í apríl 2022

Hjólaði samtals 203 km í mánuðinum þar af 122  til og frá vinnu. Hjólaði 15 af 17 vinnudögum mánaðarins, páskarnir voru núna í apríl og tók ...