24. júlí 2010

Hjólaferð um suðurnesin.


Þetta er rétt hjá Eyrúnu ég ætlaði að skrifa texta með myndinni. Við sem sagt fórum í þessa skemmtilegu hjólaferð í frábæru veðri. Vorum 24 allt í allt (ef ég man rétt) þar af 3 sem sátu í barnasætum.


Nokkrar staðreyndir um ferðina:
Heildarvegalengd: 27 km. (Keflavík-Sandgerði 11,5 km, Sandgerði-Garðskagaviti 6,5 km, Garðskagaviti-Keflavík 9 km)

Hjólatími (tíminn ekki stoppaður í styttri stoppum): 1 klst og 57 mínútur.

Meðalhraði: 14 km/klst

Við höfum bíl með kerru með okkur alla leið. Honum var ekið nokkra kílómetra á undan og beið svo. Það kom sér vel því sumir, sérstaklega af yngrikynslóðinni urðu ansi þreyttir. Enda ekki skrítið þar sem litlu hjólin þarf að stíga hraðar en þau stærri.


Á leiðinni eru engar brattar brekkur, aðeins aflíðandi. En sú lengsta og brattasta af þeim var strax í upphafi. Við hófum og enduðum hjólreiðarnar við Duus hús í Keflavík.


Í Sandgerði fengum við okkur að borða og skoðuðum svo Fræðasetrið sem er náttúrugripasafn og hluti af því er innréttað eins og var í skipinu Pourquoi pa? og er það mjög svo áhugavert að upplifa og sjá. Það var mótvindir þegar við hjóluðum frá Sandgerði og út á Garðskaga og nokkrir voru þarna farnir að finna til þreytu, enda voru ferðalangar mjög mis vanir hjólreiðum, en tilgangur ferðarinn var ekki að fara hratt yfir og við stoppuðum af og til og hér og þar og fengum þá fræðslu frá Hildi móðursystur um landið og söguna en hún er einstaklega fróð um þetta landsvæði.


Við Garðskagavita tókum við okkur góða og langa hvíld. Fengum okkur aftur að borða og lögðumst/settumst á grasið og höfðum það notarlegt. Nokkrir vildu komast upp í vitann, en til að gera það þarf að fá lykil í þjónustumiðstöðinni. Enginn fær að fara upp í vitann sem er yngri en 18 ára nema í fylgd því vitinn getur verið varasamur ef menn fara ekki gætilega. En það var vel þess virði að fara upp í vitann því útsýnið efst úr honum er frábært.


Við lögðum af stað á hádegi og vorum komin aftur til Keflavíkur kl. 18. Svo allt í allt var þetta 6 klst ferðalag. En það var virkilega gaman og ferðafélagarnir skemmtilegir. Svona ferð verður endurtekin, það er bara eftir að finna út hvert við förum næst.


9. júlí 2010

Hjólafréttir


Ég og Eyrún hjóluðum í heimsókn í Kópavoginn og heim aftur. Veðrið var dásamlegt, glampandi sól og svolítill vindur a.m.k. af og til. Fórum fyrst Kópavogsdalinn en þar eru stigar upp og niður og út og suður í beygjur og bugður. Það hentaði Eyrúnu ekki vel.

Á heimleið fórum við Fossvogsdalinn og hann hentaði okkur betur. Breiðari stígar og beinni. Vorum sérstaklega hrifnar af hjólastígnum.

7. júlí 2010

Hjólaferð um Hvalfjörð.Nokkrar staðreyndir um hjólatúrinn:
Vegalengd: 60,2 km
Hjólatími: 3 klst og 50 mín
Ferðatími: 6 klst.
Meðalhraði: 15,7 km/klst
Hámarkshraði: 52,5 km/klst
Veður: Fínt, smá vindur, eitthvað af sól, einn rigningarskúr.
Ferðafélagar: Abelína Hulda, Halldór, Elías, Guðlaug, Adda, Þórhallur og ég.
Lögðum af stað úr bænum um kl. 9 á 2 bílum og ókum að Hvalfjarðarvegi norðanmegin. Þar fóru hjólagarpar úr bílunum og annar bíllinn fór í bæinn aftur, bílstjórinn Aðalheiður en hún ætlaði svo að koma aftur eftir hjólatúrinn og sækja hjólreiðamenn. Hinn bíllinn með kerru aftan í ferðaðist með okkur og skiptust menn á því að keyra bílinn 5-10 km á undan hópnum og hjóla svo á móti hinum.


Hjóluðum af stað kl. 10. Veðrið var fínt, svolítill mótvindur en ágætlega hlýtt. Til að byrja með var leiðin aflíðandi upp í móti. Ferðafélagar voru misvanir hjólreiðum og það dreifðist aðeins úr hópnum en við hittumst þó alltaf hjá bílnum aftur. Sumum fannst góð hvíld að fá að keyra bílinn af og til. Í botni Hvalfjarðar stoppuðum við í svolítinn tíma, fengum okkur að borða og aðeins slökuðum á, þá búin að hjóla 25 km. Þar voru flugur svolítið að stríða okkur og einhverskonar flær (þó þær væru ekki eins pirrandi og flugan).
Þriðjudagurinn varð fyrir valinu því við töldum að þá væri umferðin líklega ekki eins mikil og um helgi. Það var samt töluverð umferð og ótrúlega margir ökumenn óhræddir að aka á öfugum vegahelmingi á móti blindhæðum og beygjum til að komast fram úr okkur. Það er mesta mildi að ekki komu bílar á móti. En allt gekk vel, engin slys sem betur fer.
Fyrir ferðina hafði ég bæði verið kvíðin og full tilhlökkunar. Því ég hef oft látið mig dreyma um að hjóla þessa leið, en kvíðinn var út af því að ég hélt að kannski væri leiðin allt of erfið. Það er svo skrítið hvernig maður getur miklað hluti fyrir sér. Staðreyndin er sú að þetta var yndislega skemmtilegur túr og maður auðvitað fer á sínum hraða og eftir sinni getu.
Við ræddum það á leiðinni hvað það er mikil sind að hvað menn almennt halda að það sé erfitt aðhjóla þegar í raun er það auðvelt. Og þá vorum við ekki að tala um að fara í svona ferðir heldur bara almennt að hjóla milli staða innanbæjar. En líka vorum við sammála um að fleiri séu að átta sig á þessu og hjólreiðamönnum hafi fjölgað í höfuðborginni og svæðunum þar um kring.

6. júlí 2010

Borð á pallinn.

Og þegar pallurinn er kominn þá vantar borð. Svo það er smíðað úr afgöngum af gamla og nýja pallinum.


Hjólað í apríl 2022

Hjólaði samtals 203 km í mánuðinum þar af 122  til og frá vinnu. Hjólaði 15 af 17 vinnudögum mánaðarins, páskarnir voru núna í apríl og tók ...