Þá er kominn nóvember. Orðið dimmt á morgnana og stundum seinnipartinn ef það er þungbúið. Við í Reykjavík höfum enn ekki séð snjó, enda nægir að hafa slíkt yfir jólahátíðina (að mínu mati). Í byrjun október fór ég að kveikja ljósin á hjólinu á morgnana.
Nagladekkinn fóru undir hjólið 16. október en aðeins 1x eða 2x hefur verið þörf á þeim síðan þá. Hitastigið sveiflast frá allt að 10°hita og niður í 5 stiga frost og það hefur rignt töluvert.
Í haust byrjun átti ég í erfiðleikum með framljós á hjólið. Af því ég er með körfu á hjólinu þá takmarkar það þau ljós sem ég get notað. Við höfum prófað allskona mix við að festa ljósin undir körfuna, en bæði hefur það gengið illa og líka hef ég verið óheppin með þau ljós sem ég hef keypt.
En nýjasta ljósið er á hjálminum. Það er keypt í Hagkaup fyrir slikk og er sagt vera hjálmaljós, nema hvað að þegar átti að festa það á hjálminn þá var því enganvegin viðkomið á einfaldan hátt. Elías gafst þó ekki upp og þræddi böndin á ljósinu í gegnum hjálminn þannig að það situr á sínum stað. Fyrst átti ég í vandræðum því hjálmurinn vildi síga ofan í augu út af þyngdinni á ljósinu en lausnin á því var að herða betur á hjálminum og síðan hefur það ekki verið vandamál.
Hjólreiðamönnum sem ég sé og mæti á morgnana hefur eitthvað fækkað eftir að fór að kólna og dimma. En þó gæti líka verið að ég hreinlega sjái ekki alla því allt of margir eru ljóslausir á morgnana. Einn morguninn hjólaði ég á eftir einum slíkum og það kom nokkrum sinnum fyrir að hann hvarf mér sjónum, ekki af því hann væri kominn svo langt á undan mér heldur af því ég sá hann hreinlega ekki í myrkrinu, það var mjög óþægilegt.
En almennt leggst ágætlega í mig að það sé kominn vetur og ég hlakka til að takast á við það sem hann mun bjóða uppá.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Hjólað í janúar
Janúar hefur verið snjóléttur og frekar kaldur í Reykjavík. 2x lét ég kuldann hafa áhrif á mig og sleppti því að hjóla. Ég vinn heima aðra ...


-
Þetta gróðurhús kom til okkar eftir krókaleiðum. Mér skilst að Minna frænka hafi fengið það gefið fyrir a.m.k. ári síðan. Og í vor ætluðu ...
-
Á árinu hjólaði ég a.m.k 2.897 km og var 187 klst og 48 mínútur að því. En ég skráði ekki niður styttri snattferðir sem ég fór hjólandi. Ei...
-
Jamm, í 2 daga gerðumst við Elías smiðir og smíðuðum saman safnkassa fyrir garð- og heimilisúrgang með dyggum stuðningi geitungsins Friðriks...
