30. apríl 2010
Vorið er komið
Sofnaði út frá fugla söng í gærkvöldi og vaknaði við hann í morgun. Mikið eru þeir duglegir fuglarnir.
27. apríl 2010
Húsnæðislán
1. maí 2006 kr. 31.453,-
1. maí 2007 kr. 33.105,-
1. maí 2008 kr. 35.760,-
1. maí 2009 kr. 41.131,-
1. maí 2010 kr. 44.607,-
Þetta eru afborganir af láni sem tekið var seinnihluta árs 2005 að upphæð kr. 7.000.000,-
Eftirstöðvar í dag með verðbótum eru kr. 9.969.582,-
Lánið er tekið hjá Kaupþing-banka þegar þeir buðu flotta vexti og áður en lán í erlendri mynt komu til (sem betur fer, þar sluppum við vel).
1. maí 2007 kr. 33.105,-
1. maí 2008 kr. 35.760,-
1. maí 2009 kr. 41.131,-
1. maí 2010 kr. 44.607,-
Þetta eru afborganir af láni sem tekið var seinnihluta árs 2005 að upphæð kr. 7.000.000,-
Eftirstöðvar í dag með verðbótum eru kr. 9.969.582,-
Lánið er tekið hjá Kaupþing-banka þegar þeir buðu flotta vexti og áður en lán í erlendri mynt komu til (sem betur fer, þar sluppum við vel).
13. apríl 2010
Hjólafréttir - nýtt fjöldamet ársins
Sá 13 hjólreiðamenn í morgun.
Er að sjá sum andlit frá síðasta ári aftur og er gaman að því. Menn farnir að draga fram hjólin enda er veðrið einstaklega gott til hjólreiða nú um stundir.
Nú er spurning hvort óhætt sé orðið að taka nagladekkin undan hjólinu? Ætla að bíða aðeins því það er verið að spá kulda um næstu helgi þó ekki geri þeir ráð fyrir frosti hér á suðvesturhorninu.
Er að sjá sum andlit frá síðasta ári aftur og er gaman að því. Menn farnir að draga fram hjólin enda er veðrið einstaklega gott til hjólreiða nú um stundir.
Nú er spurning hvort óhætt sé orðið að taka nagladekkin undan hjólinu? Ætla að bíða aðeins því það er verið að spá kulda um næstu helgi þó ekki geri þeir ráð fyrir frosti hér á suðvesturhorninu.
11. apríl 2010
Hitt og þetta
Nýja fína rúmteppið sem tengdamamma saumaði handa okkur. Þið afsakið myndgæðin.
Fór út í gær og réðst á skriðsóleyna sem er í innkeyslunni á mörkum lóðanna. Get ekki annað en dáðst að dugnaði þessarar plöntu sem er ansi klók að koma sér fyrir. Var u.þ.b. klstu úti og náði að reita þennan flekk sem sést hér á myndinni. En sóleyin blessuð er út um allan garð hjá okkur svo það verður töluverð vinna að uppræta hana.
Fór út í gær og réðst á skriðsóleyna sem er í innkeyslunni á mörkum lóðanna. Get ekki annað en dáðst að dugnaði þessarar plöntu sem er ansi klók að koma sér fyrir. Var u.þ.b. klstu úti og náði að reita þennan flekk sem sést hér á myndinni. En sóleyin blessuð er út um allan garð hjá okkur svo það verður töluverð vinna að uppræta hana.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Hjólaárið 2023 - 3.036 km
VEGALENGDIR OG DAGAFJÖLDI Hjólaði samtals 3.036 km á árinu. Hjólaði 1.589 km til og frá vinnu og 1.447 km í aðrar ferðir. Ég hjólaði 203 af ...
-
Var aðeins að skoða mig aftur í tímann og rakst þá á þessa mynd af nóvember kaktusinum í vinnunni hjá mér en hún er tekin árið 2010. Fyr...
-
Mig hefur lengi langað til að prófa að þæfa ull og lét þann draum rætast þessa helgi. Ég átti plötulopa og notaði stærstu prjónana sem ég á....
-
Bætti inni nýrri slóð hjá hjólabloggurum sem heitir "Hjólaðu maður". Á þeirri síðu er flipi sem heitir "Ástand stíga" og...